Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.2013, Blaðsíða 40
40 Bílar 23.–25. ágúst 2013 Helgarblað
James Hunt á
hvíta tjaldið
Ron Howard hefur nú lokið
gerð myndar sinnar Rush um
kappakstursstjörnuna James
Hunt. Það er Chris Hemsworth
sem fer með aðalhlutverk
myndarinnar um þessa goðsögn
úr Formúlu 1 en í myndinni er
fylgt eftir baráttu hans við Ferr-
ari-ökumanninn Niki Lauda og
það líf sem fylgdi því að vera
frægur kappakstursmaður á átt-
unda áratugnum. James Hunt
varð heimsmeistari í Formúlu 1
árið 1976 en hætti keppni 1979.
Myndin er væntanleg í kvik-
myndahús í lok september. Fallegur bíll fyrir
fjölskyldufólk
M
azda 6 er nýjasta út-
spil Mazda í fólksbíla-
deildinni og þar hefur
starfsmönnum tekist
einstaklega vel til. Þessi
bíll er með allra fallegustu Mazda-
bifreiðum sem framleiddar hafa
verið. Útlitið er einstaklega eft-
irtektarvert. Flottar línur á brett-
um og hliðum minna bæði á flotta
sportbíla og mikið stærri lúxusbíla.
Ljósahönnun bílsins er smekk-
leg og Mazda hefur forðast að láta
LED-lýsinguna ráða hönnuninni.
Framljós bílsins þjóna hagnýtum
tilgangi og LED-tæknin er aðeins
notuð til að undirstrika þá stað-
reynd. Óheppileg er þó stilling á
aðalljósarofanum sjálfum. Ef sjálf-
virkur búnaður (sem skynjar birtu)
er ekki notaður þá þarf að kveikja
handvirkt á ljósunum – sem ætti
svo sem að venjast – en verra er að
þegar kveikt er handvirkt á þeim þá
dofna mælaborðsljós og ljós fyrir
aksturstölvu svo mikið að vonlaust
er að sjá á mæla eða upplýsingar á
skjá tölvunnar.
Vel útbúinn
Staðalbúnaður í bílnum er ríkulegur
og mun meiri en fylgir sambærileg-
um bílum. Innréttingin skírskotar til
ytra útlits bílsins. Þá er sægur af nota-
drjúgum geymsluhólfum í bílnum
sem gerður er fyrir fimm fullorðna.
Ekki er hægt að ganga að því vísu
hjá nokkrum samkeppnisaðilum.
Þrátt fyrir að aðgengi í farangursrým-
ið sé nokkuð þröngt er það rúmgott.
Hægt er fella niður aftursæti þannig
að gólfið verði flatt frá stuðara og að
framsætum.
Hljómflutningstækin eru af betri
gerðinni og flottur hljómur kemur
úr þeim sex hátölurum sem búið er
að koma fyrir. Raddstýring er einnig
á þeim og blátannartengi, USB- og
iPod-tengi ásamt innbyggðum MP3-
spilara og fjarstýringu á öllu í stýri.
Nýjar vélar
SKYACTIV-búnaður Mazda er not-
aður í öllum nýju vélunum sem fást
í þessum bíl og hafa eyðslutölur sem
birtar hafa verið vakið mikla hrifn-
ingu. Í venjulegum akstri er auð-
veldlega hægt að halda sig við 6 lítra
eldsneytisnotkun á hundraðið með
bensínvélunum. Dísilmótorarnir
fella þá tölu niður um 2 lítra til við-
bótar ef sparlega er ekið. Þessar töl-
ur eru alveg frábærar á þetta stór-
um bíl og ánægjulegt að sjá loksins
framframir í hönnun bensínmótora.
Eyðslutölur hafa staðið í stað eða
hækkað síðustu áratugi. Í bílnum
sem hér var ekið var minnsta bensín-
vélin (2 lítra) sem skilar 165 hestöfl-
um. Í bílnum var sex þrepa sjálfskipt-
ing. Við reynsluakstur fór eyðslan
mest upp í 12 lítra á hundraðið en
meðaleyðslan lækkaði hratt þegar
venjulegur innanbæjarakstur tók við.
Gaman að keyra hann
Í akstri er Mazda 6 mjög skemmti-
legur bíll og stýrið í honum gefur
manni góða tilfinningu fyrir því sem
í gangi er. Hann virkar líka léttur og
lipur. Sjálfskiptingin vinnur vel með
bensínmótornum og togið er lygilega
mikið miðað við ekki stærri mótor. Í
venjulegum akstri er vinnslusviðið
mjög lágt en vilji maður fara snarpar
yfir er hann snöggur upp án þess að
maður sé að þenja hann.
Hjálparbúnaður ökumanns í bíln-
um er mikill; ABS, i-Stop, regnskynj-
ari, EBA-hemlahjálp og bakkmynda-
vél svo eitthvað sé nefnt. Þetta miðar
allt að því að gera aksturinn þægi-
legri ef frá er talið hið hundleiðin-
lega „bíb“hjóð sem kemur þegar sett
er í bakkgír. Sá búnaður minnir helst
á vinnuvél að athafna sig og sting-
ur mjög í stúf við allan annan bún-
að bílsins. En ef þessir fáu gallar eru
lagðir til hliðar er Mazda 6 einn af
skemmtilegri bílum að keyra og fyrir
útlit fá hönnuðir þessa bíls toppeink-
un. n
n Nýr og fagur Mazda 6 n Einn flottasti bíllinn í sínum flokki
Flott hönnun Mazda 6
er fallega hannaður bíll og
einn sá fallegasti í sínum
stærðarflokki. MyNdir: BÓ
Bílar
Björgvin Ólafsson
bilar@dv.is
Mazda 6
✘ Kostir: Útlit, eyðsla og verð.
✔ Gallar: Breiðir sílsar, leiðinlegt „bíb“-hljóð í bakkgír, dauf innilýsing í
mælaborði í dagsbirtu.
Eyðsla: 6,0 l/100 (blandaður akstur)
Hestöfl: 165
Gírar/þrep: 6 þrepa sjálfskipting
Árekstrarpróf: 69,5%
Verð: Frá 4.390 þús.
Sambærilegir bílar: Mercedes C Class, VW
Passat, Skoda Octavia, MMC Lancer
Umboðsaðili: Brimborg
Stílhrein innrétting Innréttingin er
stílhrein og öll stjórntæki fyrir ökumann eru
vel uppsett.
Þröngt aðgengi Farangursrýmið er rúm-
gott þótt aðgengi að því sé þröngt.
Töff bíll Það er sama hvort það er litið aftan eða framan á þessa Mazda-bifreið, hún
hefur útlitið með sér.
Nýr mótor Mazda 6 er með nýrri línu mót-
ora sem allir eru útbúnir SKYACTIV-kerfinu
þeirra og eru einstaklega sparneytnir.
30 ára sam-
starfi lokið
John Force tilkynnti í vikunni
slit á samstarfi sínu við Castrol-
olíuframleiðandann sem hef-
ur verið hans aðalstyrktaraðili
í 29 ár. Samstarfinu mun ljúka
eftir keppnistímabilið 2014 í
NHRA-kvartmílunni. Þessar
fregnir komu kvartmíluunnend-
um í opna skjöldu því á meðan
að samstarfi þessara aðila hef-
ur staðið yfir hefur John og
keppnislið hans unnið 17 NHRA
Funny Car-titla. Fimmtán titla
vann John sjálfur – þar af tíu í
röð. Þetta einstaka met hefur
ekkert annað keppnislið getað
leikið eftir.
Dýrasti einka-
bíll í heimi
Ferrari 275 GTB/4*S N.A.R.T.-
bifreið var seld á hæsta verði
sem nokkru sinni hefur fengist
fyrir einkabíl á uppboði RM í
Monterey í Kaliforníu um síð-
ustu helgi. Söluverðið var 27,5
milljónir dollara eða rétt tæpir
3,3 milljarðar íslenskra króna.
Bíllinn var seldur af uppruna-
legum eiganda hans. Fleiri dýr-
ir fornbílar voru seldir á upp-
boðinu. Bílar voru seldir fyrir
149 milljónir dollara samtals á
laugardagskvöldinu einu. Þetta
eru góðar fréttir fyrir alla þá sem
safna og varðveita fornbíla því
uppgerð og söfnun á þeim er að
verða ein besta fjárfesting sem
hægt er að ráðast í.