Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.2013, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.2013, Blaðsíða 27
Fólk 27Helgarblað 23.–25. ágúst 2013 Þórunn upplifði það þó ekki að minni virðing væri borin fyrir kon­ um á Alþingi en körlum. „En þau eru sterk bræðraböndin þarna, eins og annars staðar.“ Ættleiddi stúlku frá Kína Þórunn er einstæð móðir, en hún á 11 ára dóttur, Hrafnhildi Ming, sem hún ættleiddi frá Kína. „Það var haustið 2003 sem Hrafnhildur kom heim. Í haust verða því liðin tíu ár frá því við náðum saman,“ segir Þór­ unn og brosir hlýlega. Þegar Þórunn sótti um að fá að ættleiða barn frá Kína var bæði ný­ búið á opna á ættleiðingar þaðan og þann möguleika að einstæðar konur gætu ættleitt börn. „Ég bara stökk af stað til að gera þetta og það er svo sannarlega besta ákvörðun sem ég hef tekið. Það var frábært.“ Þórunn var ekki búin að velta þeim möguleika lengi fyrir sér að ættleiða barn, þegar hún greip tæki­ færið. „Ég varð 35 ára árið 2000 og um það leyti var þetta allt að opnast. Ég man að allt einu rann það upp fyrir mér að þetta væri það sem ég þyrfti að gera og ég bara gerði það.“ Hún tekur þó fram að vissulega hafi hún þurft að bíða eins og aðrir. Hana langaði alltaf til að eignast börn og það stóð aldrei neitt annað til hjá henni en að gera það. „Ein­ stæð 35 ára gömul kona, hvað ger­ ir hún?“ Þórunn bendir á að vissu­ lega séu ýmsar leiðir til að eignast börn, en þetta var leiðin sem hún valdi. „Stelpan mín var auðvitað í áfalli“ Þrátt fyrir að Hrafnhildur hafi að­ eins verið eins árs þegar Þórunn fékk hana í fangið, þá var hún með erfiða reynslu á bakinu og það tók tíma fyrir þær mæðgur að mynda tengsl. „Þegar þú færð barn í hend­ urnar sem hefur orðið fyrir því áfalli að vera aðskilið frá kynfor­ eldrum sínum, þá ertu svolítið að byrja upp á nýtt. Í minningunni þá finnst mér eins og ég hafi haldið á henni í eitt og hálft ár, því tengslin myndast ekkert einn, tveir og þrír. En þegar þau eru komin, þá eru þau komin og það er mjög fallegt.“ Þórunn bendir á að allir foreldrar þurfi að kynnast barninu sínu sem manneskju, en foreldrar sem ætt­ leiði börn þurfi bara að gera það síðar á lífsleið þeirra. „Þetta er í sjálfu sér svipað verkefni, nema að börn sem eru ættleidd eiga þessa fortíð. Og þó barn sé lítið og muni ekki eftir áfallinu þá verður það hluti af barninu og það er lífsverk­ efni að vinna úr því. Stelpan mín var auðvitað í áfalli. Það var allt að gerast og allt var breytt. Það tók hana verulegan tíma að jafna sig.“ Fékk stúlkuna á hótelherbergi Þórunn segir það hafa verið mjög sérstaka tilfinningu að fá dóttur sína í hendurnar í fyrsta skipti og aðstæðurnar voru líka sérstakar. „Við sem vorum í mínum hópi, við sátum saman inni á hótel herbergi og svo var komið með eina í einu til okkar. Þegar maður eignast barnið sitt með öðru fólki á hótelherbergi í Kína, þá er það auðvitað svolítið sérstök upplifun,“ segir Þórunn og hlær sínum smitandi hlátri. „En hún er ofsalega sterk,“ bætir hún við. Þórunn getur rétt ímyndað sér að það hafi verið spaugilegt að sjá verðandi foreldra bíða eftir að fá dætur sínar í fangið við þessar aðstæður. Fóru í upprunaferð til Kína Eftir að Þórunn hætti á þingi fóru þær mæðgur saman í upprunaferð til Kína, til borgarinnar Nanchand, þangað sem hún sótti Hrafnhildi. Þær skoðuðu meðal annars barna­ heimilið sem hún dvaldi á og ferð­ uðust um héraðið. „Það var alveg dásamlegt og okkur var alls staðar svo vel tekið. Mér finnst Kínverjar taka því af svo mikilli skynsemi hve mörg börn hafa verið ættleidd til útlanda. Fólk hugsar það út frá hagsmunum barnsins og kemur til manns úti á götu til að þakka manni fyrir. Enda er aðalmálið að hún eignaðist fjölskyldu, en ekki að ég varð mamma.“ Þeir foreldrar sem ættleiddu stúlkur frá Kína árið 2003 hafa haldið góðu sambandi allar götur síðan. Um er að ræða 10 stúlkur og foreldra sem fara saman í útilegu á sumrin og hittast reglulega yfir veturinn. „Það er gaman að því, bæði fyrir okkur foreldrana og líka þær að eiga hver aðra að og þessa sameiginlegu reynslu.“ Ekki alltaf einfalt að vera einstæð Aðspurð hvernig henni hefur gengið að samræma móðurhlutverkið og starfsferilinn segir Þórunn það hafa gengið ágætlega. „Það er auðvitað mikið starf að vera einstæð móðir, og það vita allir einstæðir foreldrar. En að sama skapi er það bara þannig, allavega í minni fjölskyldu, að börn­ in hafa forgang. Maður verður að for­ gangsraða rétt og þó að maður vinni mikið þá verður maður að passa að það sé alltaf tími fyrir börnin.“ Þór­ unn á líka góða að sem fjölskyldu, sem hefur verið boðin og búin til að aðstoða hana eftir fremsta megni. „Ég skal alveg viðurkenna það að þetta hefur ekki alltaf verið ein­ falt. Og það er eiginlega alveg með ólíkindum hvernig þetta hefur allt gengið upp.“ Þórunn segist þó aldrei hafa mætt neinum hindrunum sem einstæð móðir. Hún hafi alls stað­ ar mætt þeim skilningi að ef hún þyrfti að sinna barninu sínu þá væri það bara svo. „Auðvitað á það að vera þannig. Og ég hef aldrei mætt neinu umtali eða neinu slíku.“ Aðspurð hvort hún hafi upplifað að henni hafi verið hlíft, tekur Þórunn bakföll af hlátri áður en hún nær að svara. „Nei, drottinn minn dýri,“ segir hún og hlær enn meira. Þá er það afgreitt. Langar ekki aftur á þing Þar sem viðtalið er tekið á skrifstofu Samfylkingarinnar, þar sem Þórunn er komin í vinnu á bak við tjöldin, er ekki úr vegi að spyrja hvort hana langi ekki aftur í eldlínuna. Setjast aftur á þing? Hún svarar án þess að hugsa sig um: „Nei.“ Það verður varla afdráttarlausara en það. „Ég sagði skýrt við félaga mína þegar ég hætti á þingi að þó ég væri hætt á þinginu þá væri ég ekki hætt í Samfylkingunni og ekki hætt í pólitík. Ég veit að ég mun aldrei gera það, enda er hægt að taka þátt í pólitík með svo mörgum hætti. Mér finnst gaman að vafstra í stjórnmálum og vinna að fram­ gangi jafnaðarstefnunnar.“ Þórunn leggur mikla áherslu á þessi síðustu orð og vill að blaðamaður gæti þess að þau komist örugglega til skila. Þrátt fyrir að þau tilmæli séu meira í gríni en alvöru er ljóst að hún vill að hugsjónirnar komist til skila. „Í grunninn eru það hugsjónirnar sem skipta öllu. Það er orkan sem fólk gengur fyrir. Ef einhver er bú­ inn að vera með leiðindi þá leitar maður aftur í kjarnann og finnur gleðina á ný.“ Heilsuspillandi að lesa kommentakerfi Þórunn segir bæði óhjákvæmilegt og nauðsynlegt að mynda góðan skráp í pólitík. „Ég held því til að mynda fram að það sé heilsuspill­ andi að lesa kommentakerfi. Stundum hef ég beinlínis bannað ástvinum mínum að gera það. Það er alltaf best að muna bara að við erum öll manneskjur.“ Sjálf segist hún ekkihafa tekið það áreiti sem fylgdi því að vera þingmaður neitt inn á sig. Það mæddi til að mynda mikið á henni eftir að ákvörðun var tekin um að heildstætt umhverfismat skyldi fara fram vegna álvers á Bakka. Hún sat til að mynda fjöl­ mennan fund á Húsavík þar sem þessi kona að sunnan var látin heyra það. Þrátt fyrir að gagnrýnin væri hörð lét Þórunn hana ekki á sig fá. „Sumar ákvarðanir er erfitt að taka, eins og með Bakka, ég vissi að þetta yrði umdeilt og ég var búin að liggja yfir þessu. En ég var fullviss um að ég væri að gera rétt og að þetta væri málefnalegt. Í þannig fullvissu er ekkert auð­ velt að brjóta mann. Maður getur bognað aðeins en svo gengur það bara yfir.“ Lífið er röð verkefna Þórunn á erfitt með að svara því hvaða verkefni hefur verið henni erfiðast í lífinu. Hún segist hafa fengið að takast á við mörg erfið verkefni, en ekkert eitt standi þar upp úr. „Því fyrr sem maður gerir sér grein fyrir því að lífið er bara röð verkefna, því betra,“ segir hún einlæg. Hún er sátt við lífið og tilver­ una og ánægð með að vera 48 ára og bara yfir höfuð að vera til. „Ég er stödd þar núna. Ánægð með að vera til og fá að lifa þessu lífi. Hin síðari ár hefur mér þótt allt þetta hversdagslega skipta mestu máli, halda heilsu, eiga góða vini og fjöl­ skyldu. Þegar allt kemur til alls þá er það það sem mér finnst mestu skipta,“ segir Þórunn að lokum. n Framkvæmdastýra Þrátt fyrir að hafa skyndilega horfið af þingi á Þórunn erfitt með að slíta sig frá pólitíkinni. Hún er ánægð í nýju starfi á skrifstofu Sam- fylkingarinnar. Mynd: KriStinn MagnúSSon „Þegar maður eign- ast barnið sitt með öðru fólki á hótel- herbergi í Kína, þá er það auðvitað svolítið sérstök upplifun. „Í grunninn eru það hugsjónirnar sem skipta öllu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.