Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.2013, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.2013, Blaðsíða 26
26 Fólk 23.–25. ágúst 2013 Helgarblað Þ að er létt yfir Þórunni Sveinbjarnardóttur þegar hún tekur á móti blaða- manni í húsakynnum Samfylkingarinnar við Hallveigarstíg. Þar er hún búin að koma sér vel fyrir á einni skrifstof- unni, sem ný framkvæmdastýra flokksins. Þórunn hvarf mjög skyndi- lega af hinu pólitíska sviði haustið 2011. Þá hafði hún setið á þingi í 12 ár og staðið í eldlínunni í hrun- inu. Henni fannst einfaldlega vera kominn tími til að gera eitthvað annað, og fylgdi eigin sannfær- ingu. Þrátt fyrir að hafa fengið á sig töluverða gagnrýni fyrir vikið sér hún ekki eftir því. Þórunn hún er hugsjónakona, að eigin sögn, og hefur átt erfitt með að slíta sig frá pólitíkinni. En nú er hún komin á bak við tjöldin og leggst það vel í hana. „Ég á eins djúpar rætur í Samfylkingunni og hægt er að eiga. Ég tók þátt í samn- ingaviðræðunum veturinn 1998 til 1999 þegar við bjuggum hana til, fór svo í framboð fyrir hana og hef verið heppin að fá að gegna ýms- um störfum í nafni Samfylkingar- innar. Þannig ég er hæstánægð,“ segir Þórunn, brosir og hallar sér aftur í skrifborðsstólnum. Það er augljóst að hérna líður henni eins og heima hjá sér. „Það dó enginn, við töpuðum kosningum“ Enginn þarf að fara í grafgötur með það að Samfylkingin fékk mikinn skell í kosningunum í vor. Kjós- endur vildu augljóslega nýtt fólk í brúna. Aðspurð hvort hún sé ekki að taka við erfiðu búi, segir Þór- unn mega skipta því í tvennt. Hvað varðar allt utanumhald og virkni innan flokksins þá sé hún að taka við mjög góðu búi. „Hitt er að við biðum ósigur í kosningum, og það er fyrst og fremst sálrænn skellur. Það er vont að tapa og við vissum að við myndum missa mikið fylgi. En eins og ég hef sagt við fólk, það dó enginn, við töpuðum kosning- um. Við höldum áfram og það eru næg verkefni framundan.“ Þórunn segir þingmenn Sam- fylkingarinnar ætla að vera öfluga í stjórnarandstöðu með því að sýna gott og málefnalegt aðhald. Þrátt fyrir að þingflokkurinn sé ekki fjöl- mennur sé hann harðsnúinn. Mörgum fannst hún ósvífin Sjálf hvarf Þórunn af þingi á miðju síðasta kjörtímabili og á sama tíma frá ókláruðum verkefnum sem kjósendur höfðu treyst henni fyrir. Fyrir vikið fékk hún á sig tölu- verða gagnrýni. „Mörgum fannst það óvenjulegt og sumum fannst það ósvífið. En það voru margar ástæður fyrir því að ég hætti þarna haustið 2011. Ein var sú að ég hafði fyrir löngu ákveðið að ég ætlaði ekki að gera þingmennsku að ævi- starfi, og að 12 ár, sem samsvara þremur kjörtímabilum, væru hæfi- legur tími.“ Þórunn bendir á að hún hafi verið ung þegar hún settist á þing, 33 ára, og það hafi haft áhrif. Þrátt fyrir að þingmenn hafi verið yngri en það, telur Þórunn það ekki endilega hollt að setjast of ungur inn á þing. „Ég stóð frammi fyrir því hvort ég ætlaði að eyða lífi mínu í þetta eða hvort ég ætlaði að gera eitthvað annað. Mig langaði mjög mikið að breyta til, og því er auðvitað ekki að neita að þessi ár frá hruni höfðu reynt mjög á mig og aðra. En kannski tók ég svo- lítið karlmannlega afstöðu með því að ákveða að gera það sem var best fyrir mig. Það kann að flokkast undir eigingirni, en þetta var eitt- hvað sem ég varð að gera og sé ekki eftir því.“ „Það var bæði grátið og æpt“ Að hætta að þingi akkúrat á þess- um tímapunkti var þó ekki endi- lega útpæld ákvörðun hjá Þórunni. Það var ekkert sérstakt sem gerðist sem varð til þess að tímasetningin varð fyrir valinu. „Ekki að öðru leyti en því að ég fann að þetta var það sem ég þurfti að gera og mig langaði að gera. Það var spurning um að gera það þá, gera það ekki eða fresta því og ég ákvað bara að taka skrefið. Það var ekki einfalt og skrýtið allt saman. Ég klippti bara á þetta nánast á einum degi.“ Hún viðurkennir að brotthvarf hennar af þingi svo skyndilega hafi kom- ið mörgum í opna skjöldu, en þeir sem þekkja hana vel voru þó ekki mjög hissa. „Það var bæði grátið og æpt,“ segir Þórunn. „En það gekk fljótt yfir,“ bætir hún við. Gekk yfir á skömmum tíma Einhverjum fannst athugavert að hún fengi biðlaun og gæti á með- an stundað nám við Háskóla Ís- lands. Og var því slegið upp sem fyrirsögnum í fjölmiðlum. Þórunn bendir hins vegar á að kostnaður ríkissjóðs hefði verið sá sami, hvort sem hún hefði fengið bið- laun á þessum tíma eða þegar kjör- tímabilinu lauk. „Ég held að það hafi aðallega þótt óvenjulegt, að einhver hætti sjálfviljugur á þingi.“ Aðspurð hvort hún hafi tekið gagnrýnina inn á sig, segist hún ekki hafa gert það. „Þetta gekk yfir á tveimur sólarhringum,“ segir Þórunn sem vill meina að mál- ið hafi verið hálfgerður storm- ur í vatnsglasi. „Það er náttúru- lega svakalegt þegar konur ákveða eitthvað svona sjálfar,“ segir hún sposk á svip. Skellti sér í siðfræði Haustið sem Þórunn hvarf af þingi hóf hún nám í hagnýtri siðfræði við Háskóla Íslands og hefur sinnt hlutastörfum og verkefnum með- fram því. Hana hafði lengi dreymt um að læra siðfræði og er nú að ljúka því námi. Hún segir hagnýta siðfræði nýtast vel þeim sem hafa mikla reynslu af vinnumarkaði, enda sé verið að vinna með nær- tæk dæmi. „Ég hef verið að skoða loftslagssamninga Sameinuðu þjóðanna og velta fyrir mér spurn- ingum um réttlæti. Ég er náttúru- lega þeirrar skoðunar að það sé ekki til merkilegra umfjöllunarefni en loftslagsbreytingar, þó það séu kannski ekki allir sömu skoðunar og ég,“ segir Þórunn. „Þetta er ekta umhverfissiðfræðiverkefni,“ bætir hún við. Gerði uppreisn á fullorðinsárum Þórunn er fædd og uppalin í Reykjavík og sleit barnsskónum í Norðurmýrinni og Fossvogi. Fyrir tólf árum lenti hún hins vegar í Garðabæ, eins og hún orðar það sjálf, og hefur búið þar síðan. Þór- unn segir barnæsku sína hafa ver- ið mjög hefðbundna og vill meina að hún hafi verið ljúfur ungling- ur. „Það kom eiginlega ekki í mig alvöru uppreisn fyrr en ég varð full- orðin, og ég er stödd þar ennþá.“ Áhugi hennar á pólitík kviknaði þegar hún var að fá kosningarétt en þegar hún byrjaði í háskólanum hófst þátttaka hennar í pólitík af alvöru. Hún var á meðal þeirra sem stofnuðu Röskvu, samtök fé- lagshyggjufólks við Háskóla Ís- lands, og í framhaldi af því dróst hún inn í Kvennalistann. „Þá voru örlög mín ráðin,“ segir hún með dramatískum tón. Starfaði í flóttamannabúðum í Tansaníu Þórunn gegndi þó ýmsum störfum áður en hún settist á þing, og starfaði meðal annars fyrir Rauða krossinn í stærstu flóttamanna- búðum í heimi Tansaníu og einnig í Aserbaídsjan. Þá reynslu seg- ir hún hafa verið ómetanlega. „Það stækkar svo heimsmyndina og sjóndeildarhringinn. Að vinna með fólki sem hefur lent í mikl- um hörmungum eða þurft að flýja, þetta kennir manni að meta það sem maður hefur.“ Aðspurð hvort hún hafi tekið aðstæður fólksins inn á sig, segist hún ekki hafa gert það. „Ég er ekki að segja að þær hafi ekki komið við mig. Það er svo margt sem snertir mann í svona vinnu, annars væri maður ekki manneskja. En það er þannig í hjálparstarfi að maður verður að gera sér grein fyrir því að ein manneskja gerir ekki allt. Enginn getur bjargað öllum, en allir geta bjargað einhverjum.“ Hún segir fagmennsku líka skipta miklu máli í þróunar- og hjálparstarfi. „Það er ekki sama hvernig hlutirnir eru gerðir og hvernig fólk nálgast vinnuna. Aðal málið er að nálgast fólkið sem maður vinnur með og fyrir á jafn- réttisgrundvelli. Af því þetta er ekki spurning um ölmusu, það er lykilatriði.“ Öðruvísi að vera kona í pólitík Þrátt fyrir að hafa ung byrjað feng- ið áhuga á pólitík þá stefndi Þór- unn í raun aldrei á þingmennsku. „Ef einhver hefði sagt mér það þá að ég ætti eftir að vera tólf ár á þingi þá hefði mér örugglega fund- ist það sniðugur brandari. En ég hef alltaf haft brennandi áhuga á samfélagsmálum. Ég er femínisti og ég er jafnaðarmaður. Það er það sem mótar mig sem manneskju. Síðan hef ég verið svo heppin að fá mörg af tækifæri.“ Þórunn áttaði sig á því um leið og hún settist á þing að konur fá ekki sömu meðferð og karlmenn. Þær mega oft þola harðari gagn- rýni en kollegar þeirra af hinu kyn- inu. Hún segir karlana duglegri að standa saman og það þurfi að brýna konur til meiri samstöðu. „Þeir standa saman, hvað sem á dynur. Þeir standa líka saman í bullinu.“ Hún vill þó ekki meina að það sé erfitt að vera kona í pólitík, heldur sé það bara öðruvísi. Konum refsað fyrir mistök „Það að vera kona í pólitík, er hvað sem hver segir, ekki eins og að vera karl í pólitík. Það er bara þannig og ég held að stallsystur mínar sumar geti tekið undir það. Mér hefur oft fundist sem við séum ekki mæld- ar með sömu mælistiku og karl- arnir. Ef kona gerir mistök, þá á svo sannarlega að refsa henni. Karl- ar hafa hins vegar komist upp með að vera viðutan, viðskotaillir og krumpaðir og það jafnvel þótt bara frekar flott. Kona kæmist aldrei upp með að haga sér með sama hætti.“ Þórunn segir konur í pólitík metnar öðruvísi sem manneskjur en karlarnir og fjölskyldulíf kvenna sé oftar dregið inn í stjórnmála- þátttöku þeirra. „Þær eiga að vera smart og sætar og gera allt tiptop. Þetta er eiginlega hálf bilað stund- um. Auðvitað verða konur sjálfar að segja þessari staðalímynd stríð á hendur, en það getur verið ansi þreytandi, að berjast við gamlar hugmyndir.“ Hún bendir þó á að þær konur sem fari þessa leið, bjóði sig fram til þingmennsku eða í sveitar- stjórnir, þær geri það af fúsum og frjálsum vilja og af því þær langar til þess. „En auðvitað verður maður að passa upp á sjálfa sig og standa með sjálfri sér í því sem maður er að gera. Láta ekki kúga sig.“ Þórunn Sveinbjarnardóttir kom mörgum í opna skjöldu þegar hún hætti skyndilega á þingi haustið 2011 og hóf nám í siðfræði. Ákvörðun hennar var umdeild í samfélaginu en hún lét það ekki á sig fá. Hún vildi ekki gera þingmennskuna að ævistarfi og fannst hún verða að breyta til. Þórunn á þó erfitt með að slíta sig frá pólitíkinni. Hún tók nýlega við starfi framkvæmdastýru Samfylkingarinnar og segist taka við góðu búi þrátt fyrir að flokkurinn hafi fengið þungan skell í vor. Hún er einstæð móðir og segir það ekki alltaf vera auðvelt. Hún láti hlutina þó ganga upp með hjálp fjölskyldunnar. Dóttur sína, Hrafnhildi Ming, ættleiddi Þórunn frá Kína fyrir 10 árum og er það besta ákvörðun sem hún hefur tekið. Sólrún Lilja Ragnarsdóttir settist niður með Þórunni og ræddi hvernig það var að vera kona á þingi, áreitið sem fylgdi þingmennskunni, brotthvarfið, móðurhlutverkið, lífið og tilveruna. Tók „karlmann- lega afstöðu“ og hætti á þingi „Það að vera kona í pólitík, er hvað sem hver segir, ekki eins og að vera karl í pólitík. Sólrún Lilja Ragnarsdóttir solrun@dv.is Viðtal

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.