Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.2013, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.2013, Blaðsíða 2
2 Fréttir 4. september 2013 Miðvikudagur Tekið á móti hinsegin flóttamönnum n Lagt til að tekið verði á móti 14 flóttamönnum á næstu mánuðum F lóttamannanefnd sem skipuð var af félags- og húsnæðismála- ráðherra hefur kynnt áherslur sínar og stefnu um móttöku flóttafólks hér á landi. Nefndin legg- ur það til að tekið verði á móti ein- stæðum mæðrum frá Afganistan sem búsettar eru í Íran eða Sýrlandi og hinsegin fólki frá Íran og Afganistan sem staðsett er í Tyrklandi. Lagt er til að tekið verði á móti fyrri hópnum í lok desember á þessu ári og hinum síðar í byrjun árs 2014, samtals fjórtán einstaklingum. Eygló Harðardóttir, félags- og hús- næðismálaráðherra, lýsir yfir ánægju með tillögurnar og áherslur nefndar- innar. „Með þessu er fullt tillit tekið til forgangsröðunar Flóttamannanefnd- ar Sameinuðu þjóðanna og við nýtum okkur ákveðna sérstöðu íslensks sam- félags þar sem fjölbreytt fjölskyldu- form eru almennt viðurkennd for- dómalaust.“ Íslensk stjórnvöld hafa í samstarfi við Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna tekið reglulega á móti flóttafólki frá árinu 1996. Í minnis- blaði flóttamannanefndar til ráðherra er gerð grein fyrir þeim áherslum sem flóttamannanefnd telur að leggja beri til grundvallar við móttöku flóttafólks. Síðast var tekið á móti þremur af- gönskum fjölskyldum árið 2012, en í þeim hópi voru einstæðar konur með börn sem búsettar höfðu verið í Íran. Í tilkynningu frá ráðuneytinu seg- ir að íslensk stjórnvöld hafi sérstak- lega horft til kvenna í neyð við mót- töku flóttafólks og hinsegin fólks, sem er mjög viðkvæmur hópur. Samkyn- hneigð er víða bönnuð með lögum og borgaraleg réttindi samkynhneigðra því fótum troðin. Þá sætir hinsegin fólk víða ofsóknum, bæði í heima- landi sínu og utan þess. Flóttamannanefnd telur réttindi hinsegin fólks vel varin hér á landi og því geti íslensk stjórnvöld lagt lóð sín á vogarskálarnar með því að taka á móti hinsegin flóttafólki. n solrun@dv.is Nemendum vísað frá íslenskunámi F imm nemendum var vísað úr íslenskuáfanga í Menntaskól- anum við Hamrahlíð. Amma eins þeirra sagði að það kæmi sér afar illa fyrir barnabarnið sem er hálfíslenskt og vildi leggja rækt við íslenskuna. Það hafi ver- ið löngu búið að sækja um íslensku- kennsluna og það hafi ekki komið nógu skýrt fram af hverju henni var vísað frá. Önnur sambærileg úrræði séu ekki í boði. „Börnin eru þarna komin í tíma til að læra íslensku og þeim vísað frá vegna þess að þau eru ekki nógu góð í íslensku,“ segir hún og gagnrýnir vinnubrögð skól- ans. „Mér finnst þetta ekki nógu gott, fólk er að koma alla leiðina hingað að utan í þetta nám og er svo bara vísað frá,“ segir amman. Niðurskurði kennt um Nemendurnir fimm eru á undir- búningsári fyrir deild sem kallast „International Baccalaureate“ þar sem öll kennsla fer fram á ensku. Soffía Sveinsdóttir, deildarstjóri IB- brautarinnar, segir í samtali við DV að hingað til hafi skólinn boðið upp á áfanga í íslensku fyrir nemend- ur með íslensku sem annað tungu- mál. Það hafi hins vegar ekki ver- ið hægt í vetur vegna niðurskurðar í kerfinu. Nú er aðeins boðið upp á framhaldsáfangann fyrir nemendur með íslensku sem annað tungumál. „Þetta er áfangi fyrir nemendur með einhvern bakgrunn í íslensku sem þurfa að geta lesið og skrif- að upp að vissu marki. Svo kemur í ljós þegar skólastarfið er hafið að getumunurinn er það mikill í hópn- um að kennarinn ræður ekki við að kenna þeim öllum. Það var rennt blint í sjóinn með hverjir myndu ráða við framhaldsáfangann,“ segir Soffía sem segir fjárskort vera eina af ástæðum þess að fimm nem- endum var vísað frá. „Við búum við fjársvelt skólakerfi þar sem hópar eru orðnir allt of stórir. Litlir hópar eru óhagkvæmir fyrir skólana.“ Boðið önnur úrræði Soffía bendir á að þessi aðgerð muni ekki koma niður á heildar- námi þeirra sem eiga í hlut. „Það er engin forsenda að kunna að tala ís- lensku þar sem öll námsbrautin er á ensku þannig að það er ekki verið að brjóta neitt á þeim í þeirra námi,“ segir Soffía sem segir skólann hafa boðið nemendunum önnur úr- ræði. „Aðgerðin var útskýrð fyrir nemendum, bæði af mér og Hug- rúnu og við fundum önnur úrræði, þau voru sett í aðra tungumálaá- fanga, flest í ensku – sem undirbýr þau betur undir krefjandi nám á IB- brautinni.“ Bent á að fara annað Kennari áfangans Hugrún Hólm- geirsdóttir segir í samtali við DV að þetta hafi verið ákvörðun skóla- stjórnenda og að sjálf hafi hún að- eins ráðlagt nemendum að sækja aðra áfanga þar sem hún taldi þá ekki geta ráðið við námsefnið í um- ræddum framhaldsáfanga. Hún benti jafnframt á Mími endur- menntun þar sem íslenska fyrir inn- flytjendur er kennd. Að sögn Soffíu og Hugrúnar hafði enginn nemend- anna kvartað yfir aðgerðunum. n Soffía Sveinsdóttir „Það var rennt blint í sjóinn með hverjir myndu ráða við framhaldsáfangann,“ segir Soffía Sveinsdóttir, deildarstjóri IB-brautarinnar sem kennd er við MH. MyNd KriStiNN MagNúSSoN n Niðurskurður bitnar á nemendum n Þeim eru boðin önnur úrræði„Við búum við fjársvelt skólakerfi þar sem hópar eru orðnir allt of stórir. Flóttamenn Lagt er til að tekið verið að móti tveimur hópum af flóttamönnum á næstu mánuðum. (Myndin tengist fréttinni ekki beint) MyNd: Sigtryggur ari Svala Magnea Georgsdóttir blaðamaður skrifar svala@dv.is Jóhanna mótmælir Samtökin ´78 efndu til mótmæla fyrir utan rússneska sendiráðið í gær. Mótmælendur kröfðust þess að rússnesk yfirvöld afnemi lög- gjöf gegn samkynhneigð og stöðvi ofsóknir gegn hinsegin fólki þar í landi. Mótmælin voru ágætlega sótt, en meðal mótmælenda var Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrver- andi forsætisráðherra. Hún var sem kunnugt er fyrsti opinberlega samkynhneigði þjóðarleiðtogi heims, og því veitti nærvera henn- ar mótmælunum aukna vigt. Fleiri þekkt andlit létu sjá sig, meðal annars Páll Óskar Hjálmtýsson og þingmaðurinn Sigríður Ingibjörg Ingadóttir. Endurskoða eignarrétt Ríkisstjórnin samþykkti í gær, þriðjudag, tillögu Hönnu Birnu Kristjánsdóttur um endurskoðun laga um afnota- og eignarrétt. Mikilvægt er, að mati innanríkis- ráðherrans, að einfalda lagaum- hverfið, meðal annars fækka undantekningarákvæðum, þannig að fólk geti á einfaldan hátt átt- að sig á réttarstöðu sinni. Skipuð verður nefnd til að semja tillögur að lagabreytingunum. Í nefndinni sitja fulltrúar innanríkisráðherra, sjávarútvegs- og landbúnaðarráð- herra, iðnaðar- og viðskiptaráð- herra og umhverfisráðherra. Hún á að skila af sér áfangaskýrslu til ráðherra eigi síðar en í apríl 2014. Mikil umræða hefur verið um fjárfestingar og afnotarétt útlendinga á fasteignum hér á landi, meðal annars vegna áforma Kínverjans Huang Nubo um að kaupa land á Grímsstöðum á Fjöllum og sitt sýnist hverjum. Ljóst er því að lagabreytingar þessar, sama hvers efnis þær verða, munu vekja upp deilur. Kostuðu 18 milljónir Framkvæmdirnar við Hofs- vallagötu í Vesturbæ Reykjavík- ur kostuðu borgina 18 milljónir króna. Vegurinn var þrengdur fyrir bílaumferð, en í staðinn málaðar sérstakar hjólabrautir sitt hvorum megin við akveg- inn. Breytingarnar hafa vakið blendin viðbrögð, og telja sum- ir að umferðaröryggi hafi skerst verulega á meðan aðrir hafna því og fagna bættum hjólreiða- samgöngum. Samkvæmt upp- lýsingum frá borginni var kostnaðaráætlun upp á 14,5 milljónir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.