Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.2013, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.2013, Blaðsíða 16
16 Neytendur 4. september 2013 Miðvikudagur Þ að má spara töluverðar upphæðir með því að skipta bensínbílnum út fyrir raf- magnsbíl, auk þess sem þeir eru mun umhverfisvænni. Fyrir helgi var undirritaður samningur um uppsetningu á tíu nýjum hraðhleðslustöðvum fyrir rafbíla en það voru forsvarsmenn BL, Nissan í Evrópu og Orkuveitu Reykjavíkur sem komu að undir- rituninni. Markmið samstarfsins er að stuðla að aukinni útbreiðslu og notkun rafbíla á Íslandi. 30 rafbílar á númerum Samkvæmt Hagstofunni voru í lok árs 2011 206.112 fólksbílar á landinu eða 646 bílar á hverja 1.000 íbúa og má gera ráð fyrir að þeim hafa fjölgað síðan. Í byrjun árs 2013 fjallaði Viðskiptablaðið um að einungis 30 rafbílar á númer- um væru hér á landi þrátt fyrir vilja stjórnvalda til að lækka gjöld og álögur á bílana. Nýjar hraðhleðslu- stöðvar ættu því jafnvel að auka áhuga bíleigenda á að skipta yfir í rafmagnsbíl. Reiknað er með að fyrstu stöðv- arnar verði komnar í gagnið í haust og munu þá eigendur rafbíla geta hlaðið rafhlöður bílanna á hálfri klukkustund í stað fjögurra stunda með heimahleðslustöð. Ákvörðun um staðsetningu stöðvanna verður tekin á næstu vikum en haft verð- ur í huga að stöðvarnar auki þær vegalengdir sem rafbílaeigendur komast hér á landi. Sparnaðurinn tæpar 700.000 krónur Þrátt fyrir að rafbílar séu ennþá dýrari en bensín- eða dísilbílar er sparnaðurinn við að reka þá meiri. DV ber hér saman sambærilega bíla, rafbílinn Nissan Leaf og bens- ínbílinn Nissan Note en notast er við reiknivél Orkuseturs sem reiknar út kostnað við rekstur beggja bílanna. Í töflunni er tekið er dæmi um notkun í eitt ár þar sem bílinn er ek- inn 20.000 kílómetra. Gert er ráð fyr- ir að rafmagnsverðið sé 12 kr/kWh og verð á bensínlítranum sé 260 krónur. Eigandi bensínbílsins borgi 1.000 krónur í olíuskipti á árinu og 26.000 krónur í bílastæði. Í þeim út- reikningi er gert ráð fyrir að hann leggi einu sinni í viku í bílastæði og greiði 500 krónur í hvert skipti. Þá er sett inn 20 prósenta eyðsluálag þar sem íslenskar aðstæður kalla á meiri eyðslu en uppgefin eyðslugildi framleiðanda eru. Kemur í ljós að sparnaðurinn við rafbílinn er tæpar 700.000 krónur á ári miðað við notk- un á bensínbíl. Auk þess hlífum við umhverfinu við 3.180 kílógrömm- um af koltvísýringi á ári þegar við notum rafbílinn. Eins má sjá á grafinu til hliðar hver kostnaðurinn á bílunum verð- ur í tíu ár, miðað við að Nissan Leaf kostar núna 4.990.000 krónur en Nissan Note 2.790.000 krónur. Að tíu árum liðnum hefur rafbíllinn kostað þig 5.694.800 krónur en bensínbíll- inn 10.374.000 krónur. n Sparaðu hundruð þúsunda með rafbíl n Ódýrari í rekstri og umhverfisvænni n Nýjar hleðslustöðvar væntanlegar Gunnhildur Steinarsdóttir blaðamaður skrifar gunnhildur@dv.is Menga rafhlöðurnar? Því hefur verið haldið fram að rafhlöð- urnar í rafbílunum mengi í raun meira en útblástur bensínbílanna. Þá er átt við að þegar eigi að farga þeim þá sé það afar óumhverfisvænt og kostnaðarsamt fyrir þjóðfélagið. Sigurður Ingi Friðleifs- son, framkvæmdastjóri Orkuseturs, segir að svo sé alls ekki. „Þetta er spurning um hversu þróað eftirvinnsluferlið er. Líklega mun stór hluti bílarafhlaðna framtíðar- innar fara fyrst í endurnýtingu og yrðu þá nýttar sem orkugeymslur í raforkukerfum. Þegar þær lykju seinna hlutverki sínu yrðu þær vonandi endurunnar og 80–90 pró- sent af efnum færu inn í nýjar hringrásir,“ útskýrir hann. Samanburður á ársgrundvelli Nizzan Leaf Nizzan Note Eldsneytiskostnaður á ári: 60.480 kr 424.320 kr. CO2 útblástur: 0 kg 3.180 kg Bifreiðagjald: 10.000 kr 19.120 kr Bílverð: 4.990.000 kr 2.790.000 kr Kostnaður: 3,52 kr/km 37,92 kr/km Mismunur: Kostnaður: 687.960 kr. Útblástur: 3.180 kg. Ferðin norður Ef þessir tveir bílar eru settir inn í reiknivélina Hvað kostar ferðin? Koma þessar niðurstöður: Frá Reykjavík til Akureyrar Nissan Leaf 1.051 kr. Nissan Note 5.903 kr. Kostnaður á tíu árum 12.000.000 kr 10.000.000 kr 2.000.000 kr Rafbíll Bensínbíll 4.000.000 kr 6.000.000 kr 8.000.000 kr ár 0 kr 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Algengt verð 254,6 kr. 251,6 kr. Algengt verð 254,4 kr. 251,4 kr. Höfuðborgarsv. 254,3 kr. 251,3 kr. Algengt verð 254,6 kr. 251,6 kr. Algengt verð 256,9 kr. 251,6 kr. Melabraut 254,4 kr. 251,4 kr. Eldsneytisverð 4. september BeNSíN DíSiLoLía Aldrei eins ánægður n Verslunin Tölvutek fær lofið en viðskiptavinur þeirra er hæst- ánægður með þær viðtökur sem hann fékk. „Þeir opnuðu glæsi- lega verslun um síðustu helgi og ég þurfti að skila vöru sem ég hafði keypt þar sem var sýningareintak. Mál- ið var leyst hratt og örugg- lega og ég fékk nýja vöru í staðinn. Þjónustan var til fyrirmyndar og það var allt fyrir mig gert. Ég hef aldrei gengið eins ánægður út úr búð eins og þá,“ segir við- skiptavinurinn. Dagsgamalt brauð n Subway fær lastið að þessu sinni en fastagestur þar sendi eftirfar- andi: „Subway auglýsir að þeir baki nýtt brauð á hverjum degi. Ég spyr alltaf þegar ég fer þangað hvort brauðið sé nýtt og fæ ítrekað þau svör að það sé frá deginum áður. Ég bið þá um nýtt brauð og fæ það en mér finnst ekki að viðskiptavin- ir þurfi að biðja um að notað sé nýtt brauð en ekki dagsgamalt.“ DV bar lastið undir Gunnar Skúla Guðjónsson, framkvæmdastjóra Subway á Íslandi, sem sagði að allir Subway-staðirnir baki brauð nokkrum sinnum á dag eða á um það bil fjögurra tíma fresti. „Þannig að við teljum okkur vera að bjóða nýbökuð brauð allan daginn. Undantekningar geta þó átt sér stað á morgnana þegar staðirnir eru opnaðir og beðið er eftir að ný brauð komi út úr ofninum. Þá hefur starfsfólk okkar heimild til að nota brauð bökuð kvöldið áður. Þetta at- riði á þó ekki við um þá staði sem eru opnir allan sólar- hringinn. Nýbökuð brauð eru svo geymd eftir bakstur í þar til gerðum brauðskápum sem koma í veg fyrir að þau þorni og halda þeim ferskum og mjúk- um,“ sagði Gunnar Skúli. Lof og last Sendið lof eða last á neytendur@dv.is Sparnaðu með rafbíl Það er bæði umhverfisvænna og hagkvæmara

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.