Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.2013, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.2013, Blaðsíða 13
Fréttir 13Miðvikudagur 4. september 2013 U ngum föður verður ekki refsað fyrir að hafa barið mann, sem var að misnota fimm ára dóttur hans kyn­ ferðislega, til bana. Atvikið átti sér stað þann 9. júní síðastliðinn í Texas í Bandaríkjunum. Ákæruréttur í Texas tók afstöðu til málsins í vik­ unni en í lögum ríkisins er kveðið á um að heimilt sé að beita banvænu afli (e. deadly force) undir vissum kringumstæðum. Nam stúlkuna á brott Faðirinn sem um ræðir er 23 ára en maðurinn sem var að misnota dóttur hans hét Jesus Mora Flores og var 47 ára. Nafn föðurins er ekki gert opin­ bert til að verja hagsmuni dóttur hans. Atvikið átti sér stað skammt frá heimili föðurins og fjölskyldu hans í sveitum Texas. Hann hafði sent stúlkuna og son sinn til að gefa hænsnum í þeirra umsjá skammt frá heimilinu að eta. Svo virðist sem Flores hafi fylgst með ferðum syst­ kinanna því hann vatt sér upp að þeim og nam litlu stúlkuna á brott og fór með hana inn í lítinn kofa skammt frá. Bróðir stúlkunnar flýtti sér í ofvæni heim og lét föður þeirra vita. Faðirinn dreif sig af stað og kom að manninum þar sem hann var að misnota stúlkuna. Í reiðikasti réðst hann á Flores og veitti honum ban­ væna áverka. Reyndi að bjarga honum Í lögum Texas­ríkis er sem fyrr seg­ ir heimilt að beita banvænu afli við vissar kringumstæður, til dæmis til að stöðva alvarleg ofbeldis­ eða kyn­ ferðisbrot. Við ákvörðun ákærurétt­ ar var símtal í neyðarlínuna, 911, haft til hliðsjónar en í því má heyra föðurinn lýsa gjörðum sínum og þegar hann reynir að bjarga lífi of­ beldismannsins. Sagðist hann með­ al annars ætla að keyra manninn á sjúkrahús. Þegar sjúkraliðar komu á vettvang var Flores látinn en dótt­ ir mannsins var flutt til skoðunar á sjúkrahús. Þar fékkst það staðfest að framburður föðurins var réttur og stúlkan hafði sannarlega verið mis­ notuð. Eftir að málið kom upp lýsti fó­ getinn í Lavaca­sýslu, þar sem atvik­ ið varð, því yfir að ekki ætti að ákæra föðurinn vegna málsins. „Samkvæmt lögum áttu rétt á að verja hagsmuni dóttur þinnar og það er það sem hann gerði,“ sagði fógetinn, Mica Harmon. Málið var þó sent sak­ sóknaraembættinu og þaðan fór það fyrir ákærurétt skipaðan óbreyttum borgurum og niðurstaðan liggur nú fyrir: föðurnum verður ekki refsað. Fékk mikinn stuðning Málið hefur vakið talsverða athygli vestanhafs og lýstu nágrannar fjöl­ skyldunnar miklum stuðningi við föðurinn. „Þessi maður fékk það sem hann átti skilið,“ sagði Sonny Jaehne í samtali við staðarblaðið Victoria Advocate. Vinur hans, Mark Harabis, tók undir þetta og sagði að hann hefði ef til vill brugðist verr við. n Drap níðing dóttur sinnar n Föðurnum verður ekki refsað n Reyndi að bjarga ofbeldismanninum Ekki ákærður Faðirinn bandaríski verður ekki ákærður fyrir að hafa banað níðingi dóttur sinnar. Ákvörðun tilkynnt Mica Harmon, fógetinn í Lavaca-sýslu, við ákvörðun ákæruréttarins. Einar Þór Sigurðsson blaðamaður skrifar einar@dv.is Aldraður nasisti fyrir dómara n Sakaður um morð á hollenskum uppreisnarmanni árið 1944 R éttarhöld yfir 92 ára manni, Siert Bruins, sem var með­ limur í Waffen SS­sveit­ um nasista hófust í Haag í Hollandi á mánudag. Hann er ákærður fyrir morð á hollensk­ um andspyrnumanni árið 1944. Bruins, sem er fæddur í Hollandi en þýskur ríkisborgari, gekk við göngugrind inn í dómsalinn á mánudag. Hann var þögull sem gröfin og sagði verjandi hans, Klaus­Peter Kniffka, að skjól­ stæðingur sinn myndi eflaust ekki tjá sig um sakargiftir. Bruins afplánaði fangelsisdóm á níunda áratug liðinnar aldar vegna aðildar að morðum á tveim­ ur hollenskum gyðingum á tímum síðari heimsstyrjaldarinnar. Þá var hann dæmdur til dauða í Hollandi árið 1949 en dómnum var síðar breytt í lífstíðarfangelsi. Á þeim tíma bjó Bruins í Þýskalandi en til­ raunir til að fá hann framseldan til Hollands báru engan árangur þar sem hann var þegar orðinn þýskur ríkisborgari á þeim tíma. Yfirvöld í Þýskalandi hafa á undanförnum árum lagt á það aukna áherslu að hafa hendur í hári stríðsglæpamanna frá tímum síðari heimsstyrjaldarinnar. Sak­ sóknarar eru til að mynda sagðir undirbúa ákærur gegn 40 fyrrver­ andi fangavörðum í Auschwitz­út­ rýmingarbúðunum sem enn eru taldir á lífi. n „Samkvæmt lögum áttu rétt á að verja hags- muni dóttur þinnar og það er það sem hann gerði. Bandaríkjamenn krafðir svara Yfirvöld í bæði Brasilíu og Mexíkó hafa krafið Bandaríkjamenn svara um það hvort Þjóðaröryggis­ stofnun Bandaríkjanna, NSA, hafi njósnað um forseta beggja þjóða. Glenn Greenwald, blaðamaður á The Guardian og sá hin sami og tók við leyniskjölum frá upp­ ljóstraranum Edward Snowden, sagði að bandarísk yfirvöld hefðu njósnað um Dilma Rousseff, for­ seta Brasilíu, og Enrique Pena Nieto, forseta Mexíkó. Brasilísk yfirvöld segja að ef þetta eigi við rök að styðjast sé um beina árás á fullveldi landsins að ræða. Ákærður fyrir þjóðarmorð Saksóknarar í Rúmeníu hafa ákært fyrrverandi fangavörð þar í landi, Alexander Visinescu, fyrir þjóðarmorð. Þetta er í fyrsta skipti frá rúmensku byltingunni árið 1989 sem slík ákæra lítur dags­ ins ljós, en í henni var kommún­ istaleiðtoginn Nicolae Ceausescu tekinn af lífi. Visinescu, sem er 88 ára, gæti átt yfir höfði sér lífs­ tíðarfangelsi verði hann fundinn sekur. Hann var yfirfangavörður Ramnicu­fangabúðanna árin 1956 til 1963, en þar sættu fangar miklu harðræði og urðu margir hungurmorða. Ákærður Bruins er ákærð- ur fyrir morð á hollenskum andspyrnumanni árið 1944. Óþarfa fjaðrafok Það varð uppi fjöður og fit í Egyptalandi á dögunum en þá var storkur gómaður sem talið var að bæri á sér njósnabúnað. Það var fiskimaður sem fangaði fuglinn við ána Níl eftir að hann kom auga á búnaðinn sem búið var að festa á fuglinn. Hann fór með storkinn á næstu lögreglustöð og var fuglinum komið fyrir á bak við lás og slá. Skelkaðir lögreglu­ menn héldu um tíma að búnað­ urinn væri sprengja og því var kallað á sprengjusérfræðinga til að rannsaka fuglinn. Rannsókn leiddi síðar í ljós að njósnabún­ aðurinn var í raun búnaður sem franskir vísindamenn höfðu sett á fuglinn til að fylgjast með ferðum hans – allt í þágu vísindanna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.