Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.2013, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.2013, Blaðsíða 3
Fréttir 3Miðvikudagur 4. september 2013 „Verið að ráðast á mig“ M ikil umræða hefur sprottið upp í kjölfar þess að ljósmyndir af Range Rover sem er ólöglega lagt birtust á samskiptavefn- um Facebook. Þar má meðal annars sjá bifreiðinni lagt þversum yfir bíla- stæði ætluð fötluðum einstakling- um. Að sögn ónafngreinds kunn- ingja eiganda bifreiðarinnar, Sveins Elíasar Elíassonar, er Sveinn vinnu- samur ungur maður sem hvorki reykir né drekkur áfengi. Hann hafi bara vilja vernda bílinn sinn gegn skemmdarverkum. Þegar DV hafði samband var Sveinn Elías fremur stuttorður um málið og vildi lítið segja. „Mér er bara sama hvað öðrum finnst og þarf ekkert að útskýra mál mitt neitt frekar. Það eru margir að stunda þetta að leggja svona í bílastæðin en svo er ráðist á mig af því að ég er á óvenjulegum Range Rover með einkanúmerum.“ Sveini Elíasi finnst viðbrögðin við athæfi sínu ýkt. „Fólk er að láta eins og að ég sé að beita fatlað fólk ofbeldi, eins og að ég sé hrein- lega að draga það út úr bílnum og meiða það á staðnum.“ Sveinn Elías vildi ekki tjá sig frekar um málið en sagðist ekki sjá neitt rangt við það að leggja í stæðin eins og hann hef- ur verið að gera. Eins og fram hefur komið telur hann sig vera að vernda bíl sinn gegn höggum frá öðrum bif- reiðum með því að leggja með þess- um hætti. Þörf á beitingu sekta við lögbroti Freyja Haraldsdóttir, þingkona og framkvæmdastýra NPA-miðstöðv- arinnar, segir í samtali við DV að því miður sé það nokkuð algengt að fólk nýti sér bílastæði ætluð fötluðu fólki. „Maður sér oft að fólk sem þarf ekki á þeim að halda er að nota þessi stæði, oftar en ekki svona stóra og flotta jeppa. Fólk er greinilega að reyna að vernda bílana sína en þetta er ekki rétta leiðin til þess. Ef fólk er óánægt með bílastæði almennt í borginni þá verður að takast á við það með öðr- um hætti. Það leysir ekki vandann að brjóta á mannréttindum fólks.“ Freyja bendir á að ástæðan fyrir sérmerktum bílastæðum sé sú að fatlaðir komist ekki leiðar sinnar öðruvísi en að geta lagt í þessi bíla- stæði. „Til dæmis ef ég fer niður í bæ og það eru engin sértæk bíla- stæði laus þá þarf ég bara að hverfa frá mínum upprunalega áformum.“ Freyja lítur á málið sem lögbrot og vill sjá lögreglu gera slíkt hið sama með viðeigandi sektum. „Það eru mjög háar sektir í Danmörku til dæmis og tekið fast á þessu þar. Á Íslandi er ekki mikið gert. Það er kannski hringt í bílstjórann og hann beðinn um að færa bílinn en hann er náttúrulega að gera sig brotlegan. Hann er að brjóta mjög alvarlega á rétti fatlaðs fólks,“ útskýrir Freyja og segist ekki geta annað gert en að finna til með fólki sem eigi erfitt með að setja sig í spor annarra. Hún telur að lögreglusektir geti hjálpað til með að leysa vandann. Lélegar afsakanir Ómar Ragnarsson fréttamaður hefur vakið athygli á bílum sem er illa lagt og misnotkun á bílastæðum ætluð einstaklingum með skerta hreyfigetu. Hann segir ástandið mjög slæmt á Íslandi í samanburði við aðrar þjóðir og að þörf sé á vit- undarvakningu á meðal almenn- ings. „Ég á alveg sæg af myndum þar sem menn fara sínu fram og eiga bara það sem þeir taka sér og að það þyki bara sjálfsagt mál. Ég versla yfir- leitt í Hamraborg og þar standa bíl- ar oft í mörgum stæðum. Þeir geta ekki afsakað sig með neinu,“ segir Ómar sem hefur stundum gert það að gamni sínu að spyrja bílstjórana hvers vegna þeir notfæri sér bíla- stæði ætluð fötluðum. „Afsakan- irnar eru ótrúlegar. Fólk segist bara rétt ætla að skreppa inn en fatlað- ir sem keyra inn á bílastæðaplanið í millitíðinni geta auðvitað ekki lesið hugsanir og vitað fyrirfram hvenær stæðið losni,“ segir Ómar. Hann telur ástæðuna fyrir þess- um skorti á tillitsemi vera ákveðna grunnhyggju í umferðinni almennt og að Íslendingar séu of upptekn- ir við að hugsa um eigin hag fyrst og fremst. „Íslendingar haga sér bara al- mennt svona í umferðinni. Þar sem umferð þrengist, hjá aðreinum og í hringtorgum sem dæmi, er svoköll- uð tannhjólsaðferð notuð erlendis. Svona eins og rennilás! Sá sem kem- ur fyrr að þrengingunni fær forgang og sá sem er fyrir aftan hægir að- eins á sér. Svona gengur þetta hratt og örugglega fyrir sig og annar hver bíll fer inn í gegnum þrenginguna erfiðislaust. En Íslendingar eru oft þannig að þeir vilja sjálfir ráða því hvort þeir gefi séns í umferðinni og sá sem stoppar og gefur séns er oft að stoppa of lengi, að eigin geðþótta, og tefja fyrir öllum fyrir aftan,“ segir Ómar sem segir þessa vanhæfni til að hleypa öðrum að einstaka á Ís- landi. Hann nefnir sem dæmi gatna- mótin hjá Fellsmúla og Grensás. „Þar sérðu röð af bílum sem eru að bíða etir því að geta beygt yfir gatna- mótin en sem geta ekkert gert af því að þeir sem eru að koma á móti láta ekki vita hvað þeir ætla sér að gera.“ Ómar bendir einnig á að oft sé fólk að gefa stefnuljós hálfpartinn eftir að beygjan sé tekin og þar með hafi þau verið gagnslaus. „Þetta kemur ör- ugglega fyrir okkur öll að við gleym- um okkur stundum, en spurningin er bara hvort fólk vilji ekki reyna að breyta þessu,“ segir Ómar um vandamálið. Hefði steindrepist á litla bílnum „Fólk fer eftir þessum reglum er- lendis þar sem þetta er að virka mjög vel en gefst svo upp þegar það kem- ur heim til Íslands aftur og fer í sama farið aftur,“ segir Ómar sem sjálf- ur lenti í slæmri aftanákeyrslu á að- rein þar sem ökumaður frá Banda- ríkjunum, óvön íslenskri umferð, bjóst við því að komast út af aðrein- inni án þess að þurfa að stoppa. Hún hafi ekið harkalega aftan á Ómar sem telur víst að hann hefði ekki lif- að áreksturinn af hefði hann verið á litla bílnum sínum. „Ég hefði stein- drepist á litla bílnum. Það er helvíti hart að menn þurfi að þakka Guði fyrir það að þessi íslenska umferð hafi ekki steindrepið mann út af svona einföldu frekjuatriði,“ segir Ómar að lokum og vonast til að fólk fari að sýna öðrum meiri tillitssemi í bæði umferð og á bílastæðum. n n Sveinn Elías telur sig ekki brjóta lög n Ómar segir ökumenn tillitslausa „Á Íslandi er ekki mikið gert. Það er kannski hringt í bílstjór- ann og hann beðinn um að færa bílinn en hann er náttúrulega að gera sig brotlegan. „Fólk er að láta eins og að ég sé að beita fatlað fólk ofbeldi Myndir af Facebook „Maður sér oft að fólk sem þarf ekki á þeim að halda er að nota þessi stæði, oftar en ekki svona stóra og flotta jeppa,“ segir Freyja Haraldsdóttir varaþing- kona. Ósáttur „… eins og að ég sé hreinlega að draga það út úr bílnum og meiða það á staðn- um,“ segir Sveinn Elías. „Sama um hvað öðrum finnst“ „Það eru margir að stunda þetta að leggja svona í bílastæðin en svo er ráðist á mig af því að ég er á óvenjulegum Range Rover með einkanúmerum,“ segir Sveinn Elías. Ekki rétt aðferð „Ef fólk er óánægt með bílastæði almennt í borginni þá verður að tak- ast á við það með öðrum hætti. Það leysir ekki vandann að brjóta á mannréttindum fólks,“ segir Freyja. Mynd: Sigtryggur Ari Svala Magnea Georgsdóttir blaðamaður skrifar svala@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.