Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.2013, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.2013, Blaðsíða 18
18 Sport 4. september 2013 Miðvikudagur L iðin í ensku úrvalsdeildinni eyddu 630 milljónum punda, 118 milljörðum króna, í nýja leikmenn í sumar. Félaga- skiptaglugginn lokaði á mið- nætti á mánudagskvöld og er óhætt að segja að margir stuðningsmenn ensku liðanna hafi beðið spenntir, einkum og sér í lagi stuðningsmenn Manchester United og Arsenal, liða sem höfðu lítið styrkt sig í sum- ar. Bæði lið lönduðu þó stórum bit- um; Marouane Fellaini gekk í raðir Manchester United frá Everton fyrir 27,5 milljónir punda, 5,1 millj- arð króna, og Mesut Özil gekk í rað- ir Arsenal frá Real Madrid fyrir 42 milljónir punda, tæpa átta milljarða króna. DV heyrði hljóðið í stuðn- ingsmönnum Manchester United, Arsenal og Liverpool á þriðjudag og fékk álit þeirra á kaupum sumarsins. Vandræðagangur United Stuðningsmenn Manchester United voru margir orðnir óþreyjufull- ir eftir liðstyrk enda lítið gengið hjá félaginu að styrkja sig í sumar. Rétt áður en félagaskiptaglugginn lokaði var þó tilkynnt að Marouane Fella- ini væri búinn að skrifa undir samn- ing við Englandsmeistarana. Þetta reyndust einu kaup Manchester United í sumar fyrir utan lítt þekktan bakvörð, Guillermo Varela, sem kom í vor frá Penarol í Úrúgvæ. Gunnar Gunnarsson, ritstjóri Austurfréttar, er dyggur stuðnings- maður Manchester United. Hann hefði viljað sjá United styrkja sig meira en hefur þó tröllatrú á sínum mönnum. „Fellaini er ágætis leik- maður en menn vildu meira. United hefði haft gott af því að fá einhvers konar leikstjórnanda,“ segir Gunnar og bætir við að ákveðinn vandræða- gangur hafi einkennt sumarið hjá Manchester United. Félagið hefur hvað eftir annað þurft að játa sig sigrað í baráttu um sterka leikmenn, til að mynda Cesc Fabregas. „Það er eins og menn hafi ekki alveg vit- að hvað þeir voru að gera. Ég hefði viljað sjá þá klára kaupin á Ander Herrera og ég held að allir hefðu ver- ið sáttir ef hann hefði komið inn.“ Engu að síður segist Gunnar vera bjartsýnn á tímabilið hjá United þrátt fyrir erfiða byrjun í deildinni heima fyrir. „Önnur lið eins og City hafa styrkt sig mikið í sumar. Ég hef samt fulla trú á að United muni klára deildina með titli.“ Biðin styttist hjá Arsenal Hafi stuðningsmenn Manchester United verið óþreyjufullir eftir lið- styrk má segja að stuðningsmenn Arsenal hafi verið með lífið í lúkun- um á lokadegi félagaskiptaglugg- ans á mánudag. Snemma þann dag var tilkynnt að Arsenal hefði náð samkomulagi við Real Madrid um kaup á Þjóðverjanum Mesut Özil. Ekkert meira heyrðist af fyrirhuguðum kaupum Arsenal fyrr en skömmu fyrir lokun gluggans en þá var tilkynnt að Özil væri form- lega genginn í raðir Arsenal, stuðn- ingsmönnum Arsenal til mikillar ánægju. Hann er langdýrasti leik- maður Arsenal frá upphafi og kem- ur án efa til með að bæta leik liðsins mikið. Arsenal fékk einnig til liðs við sig Mathieu Flamini á frjálsri sölu frá AC Milan auk þess sem liðið fékk markvörðinn Emiliano Viviano að láni frá Palermo. Fyrr í sumar fékk liðið einnig ungan franskan fram- herja, Yaya Sanogo. Kjartan Björnsson, rakari á Sel- fossi, er í hópi hörðustu stuðnings- manna Arsenal á Íslandi. Hann kveðst nokkuð sáttur við kaup sum- arsins hjá Arsene Wenger. En voru kaupin á Özil það sem Arsenal þurfti? „Eflaust mætti deila um það hvort þetta sé nóg. En þessi þýska seiglulína sem Wenger hefur tekið á síðustu árum held ég að muni skila okkur að landi. Nú er þessi þýska þrenna fullkomnuð og hún á eftir að gera mikið fyrir okkur,“ segir Kjart- an og á þar við Þjóðverjana í röð- um Arsenal, þá Lukas Podolski, Per Mertesacker og Mesut Özil. Aðspurður um væntingar til liðsins, hvort hann hafi trú á að Arsenal verði í titilbaráttu í vetur, seg- ir Kjartan: „Arsenal-menn eru hóf- lega bjartsýnir í ljósi reynslunnar en ég held að núna séu Arsenal-menn bjartsýnni en oft áður. Biðin eftir titli styttist og ég held að það verði þrjú lið sem berjist um titilinn; Arsenal, Chelsea og Manchester City. Arsenal verður í 1. til 3. sæti. Þannig verður það,“ segir Kjartan að lokum. Markmiðið að ná 4. sæti Stuðningsmenn Liverpool eru margir bjartsýnir á gott gengi í vet- ur enda situr liðið á toppi ensku úr- valsdeildarinnar eftir fyrstu þrjár umferðirnar. Þá hefur liðinu gengið nokkuð vel á leikmannamarkaðnum í sumar og hafa fjölmargir spennandi leikmenn bæst við hópinn. Átta leik- menn hafa bæst við liðið í sumar en á mánudag bættust við Mamadou Sakho frá Paris St. Germain, Victor Moses sem kom að láni frá Chelsea og Tiago Ilori frá Sporting Lissabon. Fyrr í sumar komu Iago Aspas, Luis Alberto, Kolo Toure, Aly Cissokho og markvörðurinn Simon Mignolet. Hallgrímur Indriðason, frétta- maður á RÚV og ritstjóri Rauða hersins, hefur stutt Liverpool frá blautu barnsbeini og er hann yfir sig ánægður með kaup Brendans Rodgers í sumar. „Byrjunarlið okk- ar var orðið nokkuð sterkt und- ir lok síðasta tímabils en það vant- aði kannski aðeins upp á breiddina. Í sumar hefur liðinu tekist að auka hana með mönnum eins og Moses og Sakho,“ segir Hallgrímur en dýr- asti leikmaður Liverpool í sumar var einmitt varnarmaðurinn Mamadou Sakho sem kostaði 18 milljónir punda, 3,3 milljarða króna, frá Paris St. Germain. „Ég held að hann hafi verið yngsti leikmaðurinn í frönsku deildinni til að verða fyrirliði og hann er hokinn af reynslu,“ segir Hallgrímur en Sakho á tæplega 200 leiki að baki með Paris St. Germain þrátt fyrir að vera einungis 23 ára. Þrátt fyrir góða byrjun í vetur tel- ur Hallgrímur að Liverpool verði ekki í baráttunni um Englands- meistaratitilinn í vor. Liðið verði í baráttunni um fjórða sætið. „Að- almarkmiðið hlýtur að vera að ná þessu 4. sæti. Ég hef trú á að barátt- an um það verði á milli Liverpool, Arsenal og Tottenham en vissulega setja kaup Arsenal á Mesut Özil þá í mjög góða stöðu,“ segir Hallgrímur sem hefur trú á að Manchester City vinni deildina í vor. n Ensku liðin klár í slaginn n Fjör á lokadegi félagaskiptagluggans n Rætt við stuðningsmenn Liverpool, United og Arsenal Einar Þór Sigurðsson blaðamaður skrifar einar@dv.is „Það er eins og menn hafi ekki alveg vitað hvað þeir voru að gera. 4. sætið Hallgrímur reiknar með að Liver- pool verði í baráttu um 4. sætið í vetur. Biðin styttist Kjartan telur að Arsenal muni berjast við Manchester City og Chelsea um titilinn. Bjartsýnn Gunnar segist bjartsýnn þó svo að ákveðinn vandræðagangur hafi einkennt leikmannakaup sumarsins. Mynd Kox Stór biti Mesut Özil er dýrasti leikmaðurinn í sögu Arsenal. Stór kaup Maroune Fella- ini kemur eflaust til með að styrkja lið Manchester United töluvert.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.