Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.2013, Blaðsíða 11
Þ
etta var geðveikt,“ segir of-
urhlauparinn Helga Þóra
Jónasdóttir sem lauk um
síðustu helgi Ultra-Trail du
Mont-Blanc (UTMB), fyrst
íslenskra kvenna. Hlaupið er 168
kílómetrar, hækkunin tæpir 10.000
metrar og þykir með strembnari
fjallahlaupum sem boðið er upp á.
Hlauparar hafa 46 klukkutíma til að
ljúka hlaupinu, en Helga Þóra kom í
mark eftir um 45 tíma.
„Mér finnst ótrúlega skrýtið núna
að hugsa til þess að ég hafi verið á
hlaupum í 45 tíma, en ég gerði það
samt,“ bætir hún við og er að vonum
stolt af afrekinu.
2.300 hlauparar lögðu af stað í
UTMB frá Chamonix í Frakklandi á
föstudag en aðeins um helmingur
þeirra skilaði sér í mark innan tíma-
markanna sem runnu út rétt eftir há-
degi á sunnudag.
Þegar blaðamaður náði tali af
Helgu Þóru, um sólarhring eftir að
hún lauk hlaupinu, hafði hún lítið
náð að sofa en var engu að síð-
ur nokkuð hress. Vöðvarnir aðeins
sárir en líkaminn annars í góðu
ástandi.
Mistök á skipta um skó
Hún segir hlaupið hafa gengið
nokkuð vel, þegar á heildina er litið.
„Það var svolítið erfitt andlega að
hugsa hlaupið til enda, en eftir þrjá
tíma hrökk ég í gang og gekk ógeðs-
lega vel upp að 95 kílómetrum. Það
var ekkert að mér, ég gat borðað allt
og gekk vel að næra mig.“
Þá var Helga Þóra
á mjög fínum tíma og
gaf hinum hraðskreið-
ustu lítið eftir. Hún gerði
hins vegar þau mis-
tök að skipta um skó
eftir 70 kílómetra og
það kom í bakið henni
þegar hlaupið var rúm-
lega hálfnað. „Lær-
vöðvarnir fóru eigin-
lega bara hjá mér, sem
er ekki gott. Ég átti erfitt
með að hlaupa nið-
ur og það tók mikinn
tíma frá mér. Eftir rúma
100 kílómetra hætti ég
svo eigin lega að geta
hlaupið,“ segir hún ör-
lítið svekkt yfir mis-
tökunum. Þegar
Helga Þóra skipti
aftur um skó, eft-
ir um 120 kíló-
metra, varð hún
aðeins skárri en
náði þó aldrei
upp fyrir hraða.
Sofnaði á
hlaupum
Áður en Helga
Þóra lagði af stað
í UTMB hafði
hún lengst ver-
ið á hlaupum í 29
klukkutíma sam-
fellt og tókst að
komast í gegn-
um það án þess
að sofa. Hlaup-
ið um helgina var
hins vegar töluvert
lengra og þreytan
gerði vart við sig.
Fyrri nóttina var
hún þó nokkuð
hress, að eigin sögn.
„Seinni nóttina þá gjörsamlega
sofnaði ég á hlaupum. Ég rankaði
tvisvar við mér þar sem ég var næst-
um dottin til hliðar í grasið. Fólk var
farið að spyrja hvort það væri ekki í
lagi með mig því ég var eins og róni.
Ég settist því tvisvar niður á stein og
gleymdi mér í svona fimm mínútur.“
Þrátt fyrir að hvíldin væri ekki mikil
gaf hún Helgu Þóru nægan kraft til
að halda áfram. Seinni morguninn
kom þreytan svo aftur yfir hana.
„Þetta var bara klikkað“
„Þegar ég var að fara upp síðasta
fjallið þá var ég aftur komin í þenn-
an pakka, að sofna standandi,“ segir
hún hlæjandi. Starfsmaður hlaups-
ins bauðst til að vakta hana á með-
an hún svæfi og vekja hana eftir kort-
er. Hún þáði það með þökkum. „Ég
lokaði augunum, hann breiddi jakk-
ann sinn yfir mig, stóð og vaktaði mig
og vakti mig svo eftir korter. Eftir það
var ég ekkert þreytt lengur og lagði af
stað í síðustu 15 kílómetrana.“
Helga Þóra á erfitt með að lýsa
hvernig tilfinning það var að koma
í mark, en á þeim tímapunkti fann
hún varla fyrir þreytu. Stemningin
var svo mikil. „Þetta var bara klikk-
að. Það voru svo margir í bænum og
mikil stemning. Þrír félagar mínir
komu upp í fjall og hlupu með mér
síðustu fjóra kílómetrana. Ég var
með íslenska fánann og það var
rosaleg stemning,“ segir Helga Þóra.
Eftir hlaupið klæddi hún sig svo
upp í svokallað „mont“-vesti, sem
allir sem ljúka hlaupinu fá, og naut
stemningarinnar í Chamonix ásamt
hinum hlaupurunum og stuðnings-
liði. n
Mikil stemning Komin
í „mont“-vestið sem
allir sem ljúka hlaupinu á
tilsettum tíma fá.
Fréttir 11Miðvikudagur 4. september 2013
„Þetta er eitt það ótrúlegasta
sem ég hef upplifað; að horfa á
allan aðdragandann að slysinu
áður en þetta gerist. Það er það
sem gerir þetta svo vont fyrir alla
þarna. Ég var það heppinn að ég
náði að sjá allan aðdragandann
en það var fullt af liði þarna sem
sá ekkert. Allt í einu skall flugvél-
in bara á jörðina og þetta fólk vissi
ekkert. Ég var búinn að sjá það
nokkuð lengi að þetta var dauða-
dæmt. Það klikkaði bara eitthvað
en ég veit ekkert hvað það var.“
Flaug nálægt félagsheimili
Kristján segir að flugvélin hafi
flogið nálægt félagsheimilinu á
bílaklúbbssvæðinu áður en hún
brotlenti. „Þegar hann beygði
þá sneri hann flugvélinni alveg
þversum við hliðina á félags-
heimilinu og þá missti hann hæð.
Það eru baggarúllur sem standa
framan við félagsheimilið og við
notum sem girðingu og annar
vængurinn sennilega snerti eina
af þessum rúllum sem eru um
einn metri á hæð. Ef hann hefði
rétt vélina við þá hefði vængur-
inn sennilega rekist í félagsheim-
ilið. Hann komst eiginlega ekkert
í burtu þarna,“ segir Kristján.
Kristján segir að mikil mildi
hafi verið að flugvélin hafi ekki
lent á félagsheimilinu sem var
fullt af fólki. Hann segir að það
sé eitt það ótrúlegasta í málinu.
„Það sem er eiginlega ótrúlegast
við þetta er að allir aðrir hafi
sloppið frá þessu. Það munaði
ekki nema svona einum metra
að flugvélin færi á félagsheimilið.
Það eru svo mikil ólíkindi að all-
ir aðrir hafi sloppið þarna,“ segir
Kristján. n
M
y
n
d
V
ö
lu
n
d
u
r
Jó
n
SS
o
n
/
A
k
u
r
ey
r
i V
ik
u
b
lA
ð
Hljóp í 45 tíma
n Helga Þóra lauk 168 kílómetra fjallahlaupi á Mont Blanc
Sólrún Lilja Ragnarsdóttir
blaðamaður skrifar solrun@dv.is
„Seinni nóttina
þá gjörsamlega
sofnaði ég á hlaupum.
Ég rankaði tvisvar við
mér þar sem ég var
næstum dottin til
hliðar í grasið.
Elti hrapandi
flugvélina „ Ég horfði á þetta
allt saman
Hlaupaleiðin
UTMB er 100 mílur, eða 168
kílómetrar, og hækkunin
tæpir 10.000 metrar. Kepp-
endur hafa 46 klukkutíma til
að ljúka hlaupinu.
Valais
Haute-Savoie
Savoie
Vallée d‘Aoste
Á lokasprettinum Helga Þóra var endurnærð eftir korters hvíld og tók síðustu 15 kílómetrana í nefið.
Svífur í mark Helga Þóra fann ekki fyrir þreytu
þegar hún kom
í mark, enda stemningin gríðarleg.