Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.2013, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.2013, Blaðsíða 8
„Ég missti alla fjölskylduna“ 8 Fréttir 4. september 2013 Miðvikudagur n Sayed og Abdallah leita skjóls á Íslandi n Flýja óöld í Sýrlandi B laðamaður mælti sér mót við þá Sayed og Abdallah á Fit Hostel í Reykjanesbæ, en Fit er dvalarstaður hælisleit- enda meðan mál þeirra eru í vinnslu hjá Útlendingastofnun. Báð- ir eru þeir frá Sýrlandi, enn þó hvor af sínum þjóðflokknum; Sayed er sýrlenskur meðan Abdallah er Kúrdi. Báðir hafa þeir nýlega sloppið frá hryllingnum í heimalandi sínu; Sayed kom til landsins fyrir tæpum mánuði en Abdallah var handtekinn í Leifsstöð með fölsuð skilríki fyrir aðeins viku. Blóðbaðið í Sýrlandi er þeim báðum ferskt í minni þar sem þeir voru báðir þar í upphafi sum- ars. Þar sem Abdallah talar litla sem enga ensku þýðir Sayed það sem hann segir, en Sayed talar merkilega góða ensku. Abdallah og Sayed segj- ast báðir vera hræddir við útsendara einræðisherrans Bashar al-Assad og óskuðu þeir því eftir því að ekki yrði hægt að þekkja þá af myndum og að þeir kæmu ekki fram undir fullu nafni. Skorið undan ungum drengjum Ekki er úr vegi að byrja á sögu Sayed þar sem segja má að sýrlenska borgarastríðið hafi byrjað í heima- bæ hans, Daraa í Suður-Sýrlandi. Sayed, sem er þrjátíu og fimm ára, segist hafa tekið þátt í fyrstu mót- mælunum gegn al-Assad og leggur áherslu á að fyrstu mótmælin hafi farið mjög friðsamlega fram. Hann segir að öfgafull viðbrögð stjórnar- innar hafi verið það sem kveikt hafi í púðurtunnunni. Sayed er greinilega fullur viðbjóðs þegar hann segir frá því hvernig útsendarar stjórnarinn- ar rændu ungum drengjum, skáru af þeim kynfærin, myrtu og skildu eftir á víðavangi. Sayed rifjar svo upp fyrstu daga átakanna þar sem hann rétt slapp með skrekkinn: „Ég var að ganga út úr mosku eftir föstudagsbænir ásamt töluverðum hópi fólks. Þar úti biðu hermenn eftir okkur og hófu skot- hríð á hópinn.“ Sayed náði að kom- ast óhultur frá árásinni en fjölmargir særðust alvarlega og fjórir lágu í valn- um. Hann segir að þetta hafi einung- is verið upphafið og eftir þetta breyt- ist daglegt líf í borginni í martröð. „Ég er einn eftir“ Sayed lýsir upplifun sinni af þess- um umbrotatímum í borginni sem fékk fyrst að finna fyrir reiði Bashar: „Herinn hóf loftárásir á borgina alla daga, bæði nótt og dag. Flestir flúðu borgina á þessum tíma, annaðhvort úr landi eða til annarra borga innan- lands. Aðrir, þar á meðal ég, héldu til í borginni til að hjálpa Frjálsa hern- um við að hjálpa særðum sem hvergi gátu farið. Ómögulegt var að fara með sært fólk á spítala því þar biðu útsendarar Bashar og luku verkinu. Því þurfti öll hjúkrun að fara fram í leyni. Það var á þessum tíma sem ég missti alla fjölskylduna mína. Nú er ég sá eini úr fjölskyldu minni sem er á lífi, ég er einn eftir. Ég ákvað fljótlega eftir það að selja húsið mitt í borginni til Alavíta [ minnihlutahópur, innsk. blm.], sem eiga nógan pening. Óöldina alla má í raun rekja til þeirra, því Bashar hefur gert þann trúarflokk að forréttindahóp. Peninginn sem ég fékk fyrir húsið notaði ég svo til að flýja, það var ekkert sem hélt mér lengur í borginni.“ Ferðaðist um Evrópu í bílskotti Leiðin til Íslands fyrir Sayed var þó löng og varasöm: „Frá Daraa ferðist ég ýmist fótgangandi eða með að- stoð Frjálsa hersins. Eftir langa ferð komst ég að lokum til borgarinnar Ras al-Ayn sem er við landamæri Sýrlands og Tyrklands. Þar komst ég yfir til Tyrklands þar sem ég komst í samband við mann sem sagðist geta komið mér til Íslands. Hann sagði að Ísland væri lítið land með stórt hjarta og þar væri gott að vera.“ Hófst þá mánaðarlangt ferðalag Sayed frá Tyrklandi til Íslands. Bróðurpart ferðarinnar var Sayed í skotti á bíl og fór hann mikla krókaleið áleiðis til Íslands, fór meðal annars gegnum Frakkland og Írland. Að lokum komst hann til Bretlands þar sem hann tók flug til Íslands með falsað vegabréf. Við komuna hingað var hann hand- tekinn og settur í gæsluvarðhald, þar sem hann sat að eigin sögn næstum í tvær vikur. Neyddur í herinn Víkur þá sögu að Abdallah, sem er aðeins tuttugu og sjö ára, en hans upplifun sýnir aðra hlið á átökunum í Sýrlandi. Hann er eins og fyrr segir Kúrdi og er fæddur og uppalinn í höf- uðborg landsins, Damaskus. Hann flúði borgina ásamt fjölskyldu sinni fyrir rúmu ári þegar stríðsástandið fór versnandi. Fjölskyldan flúði til heimabæjar föður Abdallah en svo vill til að það er sami bær og Sayed flúði úr þegar hann fór úr landi. Þar var ástandið betra en þau þurftu þó að treysta á velvild stórfjölskyldunnar til að hafa í sig og á. Fyrir rúmu hálfu ári fór faðir Abdallah að hafa áhyggjur af húsi fjölskyldurnar í Damaskus. Abdallah var því sendur til að sjá hvort hús- ið stæði enn, sem það og gerði. Á leiðinni út úr Damaskus mættu honum hermenn Bashar og tóku hann fastan. Þeir kvöddu Abdallah til herskyldu og fluttu á herstöð þar sem hann skyldi gangast undir herþjálfun. Honum var sagt að upp- reisnarmennirnir væru útlendingar sem vildu hertaka landið. Hann segir að hann hafi vel vitað að það var lygi en hafi þó kinkað kolli til að lenda ekki í vandræðum. Stunginn með byssusting Strax eftir herkvaðninguna lagði Abdallah á ráðin um að flýja úr hern- um. Eitt kvöld gafst honum tækifæri og lagði hann á flótta ásamt þremur félögum sínum. Þeir náðu að skríða út úr herstöðinni en komust þó ekki langt því eftir aðeins nokkur hund- ruð metra kom varðflokkur að þeim. Varðmennirnir gripu riffla sína og stungu þá alla með byssusting. Í til- felli Abdallah fór byssustingurinn í gegnum hægri handlegg hans og inn í síðu hans. Voru þeir allir nema einn fluttir aftur á herstöðina, en Abdallah sá hann ekki aftur og segir allar líkur á því að hann hafi verið drepinn. Eftir flóttann var herþjálfun Abdallah lögð á hilluna og hann settur í vinnubúðir á vegum ríkisins. Þar var hann látinn moka skurði með hlekki á höndum og fótum. Hann reyndi aftur að flýja og í það skipti tókst honum að koma sér aftur til fjölskyldu sinnar í Ras al-Ayn. Móðir hans ákvað í kjölfar heimkomu hans að fjölskyldan þyrfti að flýja land og flúðu þau yfir landamærin til Tyrk- lands. Að sögn Abdallah var hann þó ekki óhultur þar því að hans sögn voru flugumenn Bashar á hverju strái þar. Því ákvað fjölskylda hans að senda hann einan með flugi til Ís- lands. Þeir félagar segjast vera gífurlega ánægðir að vera komnir til Íslands og vonast báðir til að þeir fái hæli hér sem fyrst. Hér séu þeir reyndar nánast fatalausir en það sé það eina sem þeir hafi yfir að kvarta. Eftir allan þennan hrylling segja þeir að Ísland sé sem fyrirheitna landið. n Hjálmar Friðriksson blaðamaður skrifar hjalmar@dv.is „Það var ekkert sem hélt mér lengur í borginni Reifuð lík í Sýrlandi Skálmöldin í Sýrlandi hefur nú staðið yfir í tvö og hálft ár. Sameinuðu þjóðirnar áætla að hundrað þúsund manns liggi í valnum. Sayed og Abdallah Þrátt fyrir að vera komnir í skjól á Íslandi óttast þeir enn um útsendara harðstjórans í Sýrlandi. MyNd KRiStiNN MAgNúSSoN

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.