Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.2013, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.2013, Blaðsíða 12
12 Fréttir 4. september 2013 Miðvikudagur 178 vængir á 12 mínútum n Þrjár konur rúlluðu yfir karla í kappáti í Buffalo um helgina K onur komu, sáu og sigruðu á árlegu móti í kjúklinga­ vængjaáti sem haldið var í Buffalo í Bandaríkjun­ um um helgina. Það var hin 28 ára Miki Sudo frá Las Vegas sem stóð uppi sem sigurvegari en hún sporðrenndi hvorki fleiri né færri en 178 vængjum á tólf mínút­ um – geri aðrir betur. Í öðru sæti keppninnar var Michelle Lesco frá Tucson í Arizona og náði hún að klára 158 vængi. Fimmfaldur meistari þessarar athyglisverðu keppni, Sonya Thomas, varð að sætta sig við þriðja sætið. „Ég fékk stórkoslegan stuðn­ ing og þetta var alveg hrikalega gaman,“ segir Sudo sem vegur einungis 58 kíló. Áhugi hennar á kjúklingavængjaáti kviknaði fyrir ári þegar hún tók þátt í áhuga­ mannamóti. Í ár keppti hún í full­ orðinsdeildinni, ef svo má segja, og sigraði með yfirburðum sem fyrr segir. Hún segist vera stað­ ráðin í að taka þátt aftur að ári liðnu og sigra. Í umfjöllun Buffalo News kem­ ur fram að samanlögð þyngd kvennanna í efstu þremur sæt­ unum um helgina hafi verið um 170 kíló, talsvert minna en þyngd sigurvegarans árið 2006, Erics Booker, sem vó rúm tvö hundruð kíló. „Það er eins og karlarnir sem tóku þátt hafi bara verið til sýnis. Þeir áttu ekki möguleika í stelpurnar,“ sagði einn áhorfandi við Buffalo News. Kjúklingjavængjakappátið er hluti af hátíð tileinkaðri Buffalo­ kjúklingavængjum sem haldin er á hverju ári. Hátíðin dregur til sín ótrúlegan fjölda fólks og lögðu yfir hundrað þúsund manns leið sína á hátíðina um helgina. n einar@dv.is Gullgrafari datt í lukku- pottinn Sextíu og fimm ára karlmaður frá Flórída, Rick Schmitt, hefur helg­ að líf sitt leit að fjársjóðum. Hing­ að til hefur hann haft tiltölulega lítið upp úr krafsinu en á dögun­ um datt hann þó í lukkupottinn þegar hann fann mikið magn af gullkeðjum undan ströndum Fort Pierce. Heildarvirði keðjanna er talið nema 300 þúsund Banda­ ríkjadölum, rúmum 36 milljónum króna. Talið er að keðjurnar hafi verið hluti af farmi spænsks skips sem sökk í fellibyl árið 1715. Nokkur skip með gullfarm sukku á þessu svæði og áður hefur verð­ mætur fjársjóður komið upp úr kafinu á þessu svæði. Lögum sam­ kvæmt mun Flórída fá 20 prósent af verðmæti gullsins en Schmitt mun eiga restina. Gaf bónusinn til starfsmanna Stjórnarformaður tölvuframleið­ andans Lenovo aflaði sér vin­ sælda fjölmargra starfsmanna á dögunum. Stjórnarformaðurinn, Yang Yungqing, ákvað að deila til starfsmanna sinna þriggja millj­ óna dala bónus, 360 milljónum króna, sem hann átti að fá persónulega. Lenovo hefur átt fádæma vel­ gengni að fagna að undanförnu og er fyrirtækið orðið stærsti framleiðandi einkatölva í heim­ inum. Starfsmenn fyrirtækisins eru 10 þúsund, flestir í Kína, og ætti því bónusinn að vera kær­ komin búbót fyrir þá. Sigurvegarar Miki Sudo, ljóshærða stúlkan fyrir miðju, stóð uppi sem afgerandi sig- urvegari. Michelle er til vinstri og Sonya til hægri. Bíllinn bráðnaði Skýjakljúfur sem enn er í byggingu í London á Englandi er talinn hafa átt sinn þátt í skemmdum sem orðið hafa á bílum á undan­ förnum dögum. Húsið er klætt með gleri og á heitum sumardög­ um líkt og verið hafa í borginni í sumar endurvarpar glerið sólar­ ljósinu niður á stræti borgarinnar. Breska ríkisútvarpið, BBC, hefur eftir eiganda Jagúar­bifreiðar að hliðarspeglar hafi bráðnað á þeim tveimur tímum sem bifreiðinni var lagt við bygginguna. Þá urðu skemmdir á annarri bifreið við bygginguna þegar plastílát í mæla­ borði hennar bráðnaði. Yfirvöld hafa ákveðið að bregðast við með því að loka bílastæðum á ákveðn­ um svæðum við bygginguna. D rónahernaður Bandaríkja­ manna í Pakistan heldur áfram þrátt fyrir hávær mót­ mæli pakistanskra stjórn­ valda og aukinn þrýsting frá alþjóðasamfélaginu um að slíkum aðgerðum skuli hætt þegar í stað þar sem þær brjóti í bága við mann­ réttindaákvæði. Að minnsta kosti fjórir menn voru drepnir í dróna­ árás sem gerð var á þorpið Heso Khel í Waziristan­héraði við landamæri Afganistan síðastliðinn laugardag. Brot gegn sjálfstæði Pakistan Sjónarvottar segja í samtali við fréttastofuna Al Jazeera að tveimur eldflaugum hafi verið varpað á hús í þorpinu. Bandaríski herinn heldur því fram að mennirnir sem létu lífið hafi verið vígamenn en oftar en ekki hafa slíkar yfirlýsingar reynst falskar og komið hefur í ljós að óbreyttir borgar­ ar hafi verið á meðal fórnarlamba. Pakistanskir embættismenn segja í samtali við írönsku fréttastofuna Press TV að pakistönsk stjórnvöld hyggist mótmæla drónaárásum Bandaríkja­ manna á fundi Allsherjarráðs Sam­ einuðu þjóðanna seinna í mánuðin­ um. Stjórnvöld líta á árásirnar sem brot gegn sjálfstæði landsins. Mögulega stríðsglæpir Drónar eru fjarstýrðar árásarvélar sem sendar eru um langan veg til þess að sprengja upp byggingar þar sem talið er að vígamenn haldi til. Þannig eru þeir í raun aflífaðir án dóms og laga en það er skýrt brot á alþjóðalögum. Drónunum er stýrt af jörðu niðri, úr eins konar flug­ hermum, oftar en ekki frá her­ stöðvum í Bandaríkjunum, og eru flugmennirnir því fjarri vettvangi árásanna sjálfra. Mannréttindaskrifstofa Sam­ einuðu þjóðanna hefur sett spurn­ ingarmerki við drónahernað. Sérstök nefnd sem rannsakaði slíkan hernað fyrr á árinu velti því meðal annars upp hvort um stríðsglæpi væri að ræða. Þá hafa fleiri mannréttinda­ samtök gagnrýnt hernaðinn. Bandaríkjaher hefur dreg­ ið úr árásum í Pakistan á síðustu mánuðum en árásin á laugardag sýnir að þeir eru langt í frá hættir að beita slíkum aðferðum. Þúsundir mótmæltu Nú þegar hafa verið gerðar rúmlega 400 drónaárásir í Pakistan, Jemen og Sómalíu þar sem meira en 3.000 manns hafa týnt lífi. Talið er líklegt að hátt í þúsund óbreyttir borgarar hafi nú þegar týnt lífi í slíkum árás­ um. Drónaárásir Bandaríkjahers eru eins og gefur að skilja mjög óvinsælar í Pakistan. Þær voru fyrst heimilaðar í stjórnartíð fyrrverandi Bandaríkjaforseta, George Bush, en hafa orðið mun algengari í stjórn­ artíð núverandi forseta, Baracks Obama. Þúsundir þustu út á götur í borginni Multan í Waziristan á laugardag til þess að mótmæla þessari síðustu árás og framferði Bandaríkjamanna á svæðinu. Slík mótmæli eru algeng og hafa fræði­ menn meðal annars bent á að drónaárásirnar ýti undir sívaxandi reiði margra Pakistana gagnvart Bandaríkjunum. „Sjálfsvörn“ Bandaríkjamanna Forsætisráðherra Pakistan, Nawaz Sharif, hefur sagt að árásirnar séu brot á alþjóðalögum og Mann­ réttindasáttmála Sameinuðu þjóð­ anna. Bandaríkjaforseti tjáði sig ný­ lega um drónaárásir í Pakistan og sagði þær gerðar í „sjálfsvörn.“ Hillary Clinton utanríkisráðherra hefur rétt­ lætt árásirnar á þeim forsendum að Bandaríkin eigi í stríði. Í umfjöllun hjá rannsóknarmið­ stöðinni Global Research í maí á þessu ári var fjallað um nýlegan dóm sem féll í Hæstarétti í Pakistan. Þar var niðurstaða dómarans sú að drónaárásir Bandaríkjamanna væru „glæpsamlegar“. Dómarinn Muhammad Khan sagði að árásirn­ ar jafngiltu stríðsglæpum og að með þeim væri verið að brjóta grund­ vallarmannréttindi pakistanskra borgara. Þá beindi hann þeim tilmæl­ um til pakistanskra stjórnvalda að þau beittu sér af „fullum krafti“ fyrir því að stöðva árásir Bandaríkjanna innan landamæra Pakistan. Það er skoðun margra í Pakistan, en mörg­ um þykir pakistönsk stjórnvöld of lin í samskiptum sínum við Sám frænda. „Playstation-heilkennið“ Fjölmargir hafa gagnrýnt árásirnar. Philip Alston, erindreki Sameinuðu þjóðanna, sagði í skýrslu sem birt var árið 2010 að drónaárásir Banda­ ríkjanna væru til þess fallnar að gera lítið úr þeim alþjóðlegu reglum sem ríkja þegar kemur að réttinum til lífs. Þá sagðist hann óttast að áfram­ hald á slíkum aðgerðum myndi með tíð og tíma geta leitt til svokallaðs „Playstation­heilkennis“ – þar sem árásaraðilar væru of fjarri hernað­ inum sjálfum til þess einfaldlega að skilja alvarleika gjörða sinna. Eins og DV hefur bent á gagn­ rýndi fræðimaðurinn Noam Chomsky drónahernað Bandaríkja­ manna þegar hann flutti fyrirlestur hér á landi árið 2011. Fullyrti hann að helsta breytingin sem orðið hefði á stríðinu gegn hryðjuverkum eftir að Obama komst til valda væri sú að nú væru þeir sem grunaðir eru um hryðjuverk ekki fangelsaðir og pynt­ aðir, heldur drepnir. n Drónahernaður heldur áfram n Fjórir sprengdir í loft upp í litlu þorpi á landamærum Pakistan og Afganistan Jón Bjarki Magnússon blaðamaður skrifar jonbjarki@dv.is Utanríkisráðherra bregður á leik Hillary Clinton leikur sér með dróna fyrir ljósmyndara Reuters. Hún hefur réttlætt drónaárásir á þeirri forsendu að Bandaríkin eigi í stríði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.