Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.2013, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.2013, Blaðsíða 15
„Þessi ábyggi- lega ágæti maður, á bara að hunskast til að virða lög og reglur. Það gilda sömu reglur um ferrari og lödu … og meira að segja range rover líka! Sverrir Yngvi Karlsson lét manninn sem stundar það að leggja ólöglega heyra það. „Finnst að það mætti bara lögleiða það að ef fólk tekur mynd sem sannar svona athæfi og sendir hana til lögreglunnar þá fái viðkomandi bara sekt. Held að þessi vandamál væru fljót að verða úr sögunni. Vantar ríkið ekki pening í kassann?“ Júlíana Ingveldar dóttir tjáði sig einnig um stóra bílastæðamálið. „Mér finnst þessi stelpa vera hetja.“ Elísabet Gígja Stein- grímsdóttir sýndi Guð- nýju Rós Vilhjálmsdóttur stuðning í kjölfar þess að hún sagði sína hlið í málinu gegn Agli Einarssyni og Guðríði Jónsdóttur. „Tattoo er val, og sá sem setur svona í andlitið á sér er að dæma sjálfan sig á eilífan byrjunarreit.“ Kristín H. Tsiklauri um Berg Má Ágústsson, lyk- ilvitni í líkamsárásarmáli sem dró vitnisburð sinn til baka. „Fólk deyr úr geðsjúkdóm- um. Hvenær verða sjúkdómar af þessu tagi teknir jafn alvarlega og aðrir lífs- hættulegir sjúkdómar?“ Tinna Breiðfjörð Guðjónsdóttir skrifaði athugasemd við frétt um konuna sem býr í rjóðri við BSÍ. Er tvíbókaður þetta kvöld og kemst ekki Lífeyrissjóðirnir auð- vitað í vanda staddir Gillz afboðar komu sína á unglingaball. – DV.isPáll Gunnar Pálsson segir að Samkeppniseftirlitið fylgjast vel. – DV.is Það viðrar aldrei vel til loftárása 1 Eva Mendes eldar í gamla vesturbænum Ryan Gosling dvelur hér á landi til þess að klippa nýjustu mynd sína, How to Catch a Monster. Með honum í för er Eva Mendes. 2 „Það er ekki hægt að flýja þessa stráka“ DV ræddi við tvo fyrr- verandi fanga sem hefur tekist að snúa við blaðinu og ná tökum á fíkn sinni. 3 Trúarleiðtogi sakaður um kyn­ferðisárás gegn 16 ára stúlku Indverski trúarleiðtoginn Asaram Bapu hefur verið úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald. 4 Fundu stolinn bíl við Rauða­vatn Bílnum hafði verið stolið í Hafnarfirði. 5 Þrjár fæðutegundir sem gera ykkur gott Sætar kartöflur, spergilkál og rauðrófur er meinhollt að innbyrða. 6 Lög menn Ann þórs og Barkar segja mis ræmi í yfir heyrslu Segja að lögregla noti yfirheyrsluað- ferðir sem ekki eru lögum samkvæmar. Mest lesið á DV.is Þ að fyllir mann óhug að fylgjast með látunum í innantómum stríðsbumbum forseta Banda- ríkjanna, nú um stundir. Það fyllir mann óhug því ég veit að þeir sem þjást alltaf mest í stríði eru börn, konur og gamalt fólk. Það fyllir mann óhug að horfa upp á enn eitt árásar- stríðið í uppsiglingu þrátt fyrir að það sé tæknilega séð brot á alþjóðalögum sem heimurinn setti sér eftir þær hörmungar sem áttu sér stað í seinni heimsstyrjöldinni. Ég var ein af þeim sem gerði allt sem í mínu valdi stóð til að nýta mér þau lýðræðislegu réttindi sem mér stóðu til boða til að reyna að koma í veg fyrir árásina á Írak. Ég skipulagði og tók þátt í mótmælum með millj- ónum manna um heim allan og um skeið leit út fyrir að hin víðtæku mót- mæli gætu hindrað válega þróun sem innibar að ríki heims gætu hundsað vilja öryggisráðs S.Þ. án eftirmála, en þau okkar sem reyndu að stoppa árásina tókst það ekki því atburðarás lyga sló ryki í augu ótrúlega margra ráðamanna um heim allan, þar á meðal íslenskra og því varð það svo að smánarbletti var komið fyrir í hjarta þjóðar sem kennir sig einatt við frið. Það sem skortir fyrst og fremst til að hægt sé að taka upplýsta ákvarð- anatöku um hvaða skref eru skynsam- leg til að hjálpa almenningi í Sýrlandi eru upplýsingar. Ég hef heyrt afar mis- vísandi upplýsingar um hið raunveru- lega ástand, ég verð að viðurkenna að ég veit ekki hvað er satt og rétt, þrátt fyrir að hafa farið til Jórdaníu og fund- að þar með starfsfólki S.Þ. á vettvangi og ráðamönnum í Jórdaníu nokkru eftir loftárásirnar í Líbíu. Það sem kom fram á þeim fundum var enn ein flækjan því samkvæmt starfsfólki S.Þ. höfðu margir af þeim leiguliðum sem börðust í Líbíu safnast saman í Jórdaníu undir fölsku yfirskyni og bú- ist var við að þeir myndu ráðast inn í Sýrland. Það gerðist um viku eftir þessa fundi. Það vita það allir sem fylgjast náið með stríðinu í Sýrlandi að það er margflókið, það eru ekki tvær fylk- ingar sem berjast heldur er þetta fullt af ólíkum hópum með ólík markmið. Það hefur komið fram að Sádar dæla peningum og vopnum í uppreisnar- menn og ég hef séð fréttir frá fjöl- miðlum sem njóta almenns trausts þess efnis að meira en mögulegt sé að efnavopnin hafi verið leyst úr sín- um skelfilega læðingi fyrir slysni. Í fjölmiðlum geisar áróðursstríð hvort heldur það kemur frá Rússlandi eða Bandaríkjunum. Chomsky segir að árásarstríð á Sýrland sé stríðsglæpur. Við vitum öll að það var stríðs- glæpur að ráðast inn í Írak, með lyg- um og bellibrögðum. Þar hafa óend- anlega margir óbreyttir borgarar látið lífið undan farin ár og gera enn. Þar var vissulega andstyggilegur ein- ræðisherra, en þrátt fyrir hans and- styggð þá er ekki hægt að færa fyrir því nein sannfærandi rök að Írak sé í betra ástandi en fyrir árásina. Landið er í upplausn, börn fæðast afmynduð og vansköpuð vegna úrans sem not- að er í vopnum „frelsishersins“. Það er viðurkennt efnavopnastríð út af því að fólk deyr á hræðilegan máta, hægt og hljótt og lítið er fjallað um það í fjöl- miðlum. Það væri öllum gagnlegt ef hægt væri að finna diplómatíska lausn fyr- ir Sýrlendinga. Það er óendanlega sorglegt að vita til þess hvernig mót- mæli almennings þar sem krafist var lýðræðisumbóta og réttlætis endaði í slíkri tækifærismennsku afla sem virðast aldrei fá nægilega mikil völd og auð. Þessi öfl vilja meiri ítök í Sýr- landi, það er það eina sem ég veit. Ég veit líka að það viðrar aldrei vel til loftárása fyrir almenning á jörðu niðri. n Brim Seglbrettamaður leikur sér í öldunum í fyrstu haustlægð ársins. MYnd KrISTInn MaGnúSSon Myndin Umræða 15Miðvikudagur 4. september 2013 Björk Eiðs lætur ekki sjá sig í öðru en hælaskóm. – DV Kjallari Birgitta Jónsdóttir „Við vitum öll að það var stríðsglæpur að ráðast inn í Írak, með lygum og bellibrögðum. MYnd rEuTErS Missi sjálfsvirðinguna í flatbotna skóm Vinsæl ummæli við fréttir DV.is í vikunni 14 20 38 34 22

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.