Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.2013, Blaðsíða 26
F
yrir flesta er síður en svo gott
fyrir budduna að gifta sig.
Athöfnin sjálf, fötin, salurinn,
brúðartertan, skreytingarnar,
maturinn og vínið kosta allt sitt
svo ekki sé minnst á brúnkusprautun,
einkaþjálfara og nagla ásetningar sem
mörgum konum finnst alveg hreint
ómissandi. Sumir búa þó yfir ögn
hærri fjárhæðum en aðrir og geta því
leyft sér talsvert meiri lúxus þegar
kemur að stóra deginum.
Chelsea Clinton og
Marc Mezvinsky
Þegar dóttir Bills
Clinton, fyrr-
verandi Banda-
ríkjaforseta, gekk
í það heilaga var
ekkert til sparað.
Chelsea Clinton og unnusti henn-
ar, Marc Mezvinsky, giftust í júlí
2010 og fór athöfnin fram í glæsi-
hýsi í Rhinebeck-þorpinu í New York
með útsýni yfir ána Hudson. Brúð-
kaupið kostaði um fimm milljón-
ir Bandaríkjadala, en það gera um
605 milljónir íslenskra króna, og fóru
þessar háu fjárhæðir meðal annars
í 73 milljóna króna veislutjöld með
loftkælingu, 1,3 milljóna króna brúð-
kaupstertu, brúðarkjól úr smiðju
Veru Wang og gæslu fyrir rúmlega
500 gesti.
Wayne Rooney og Coleen
McLoughlin
Wayne Rooney,
leikmaður Man-
chester United, er
einn tekjuhæsti
knattspyrnu-
maður heims og
það var því engin
ástæða til að spara er
framherjinn gekk að eiga æskuástina
sína, Coleen McLoughlin. Þau Roon-
ey og McLoughlin voru aðeins 16 ára
er þau byrjuðu saman og árið 2008
giftu þau sig við hátíðlega athöfn á
Ítalíu. Athöfnin sjálf fór fram á sveita-
setri frá 17. öld en veislan var haldin í
miðaldaklaustri rétt fyrir ofan ítalska
sjávarþorpið Portofino. Veisluhöldin
stóðu þó yfir í nokkra daga því áður
en brúðkaupið sjálft fór fram var
65 vinum og ættingjum brúðhjón-
anna flogið til Genúu á Ítalíu þar sem
haldið var grímuball á einkasnekkju
en alls kostuðu herlegheitin um
fimm milljónir punda, sem gera tæp-
ar 698 milljónir króna.
Vilhjálmur Bretaprins og
Kate Middleton
Það fór ekki framhjá neinum þegar
Vilhjálmur Bretaprins gekk að eiga
Katrínu Middleton
árið 2011 en brúð-
kaupið er eitt það
stærsta sem haldið
hefur verið síðustu
ár. Athöfnin fór fram
í Westminster Abbey í
Lundúnum og er brúð-
kaupið talið hafa kostað um 22 millj-
ónir punda, en það gera rúma fjóra
milljarða íslenskra króna. Stærsti
hluti þessarar háu fjárhæðar fór í ör-
yggisgæslu og ýmsan búnað til að
tryggja öryggi brúðkaupsgesta en
auk þess fóru um 97 milljónir króna
í blómaskreytingar og 9,7 milljónir
króna í brúðartertur. Þá fóru dágóðir
fjármunir í útsendingarkostnað, en
brúðkaupinu var sjónvarpað beint
og sýnt um allan heim.
Vanisha Mittal og
Amit Bhatia
Vanisha Mittal er
dóttir indverska
auðkýfingsins
Lakkshmi N. Mittal
en hann hefur ver-
ið einn af ríkustu mönnum heims
undanfarin ár. Árið 2005 gekk Van-
isha að eiga indverska fjárfestinn
Amit Bhatia og kostaði brúðkaup-
ið rúmar 38 milljónir punda á sín-
um tíma. Sú fjárhæð jafngildir um
42 milljónum punda á núverandi
gengi, eða tæpum átta milljörðum
íslenskra króna. Þessir átta millj-
arðar voru vel nýttir því boðs-
gestir fengu send heim box
úr silfri sem innihéldu, auk
boðskorts í brúðkaupið, flug-
miða til Frakklands og gistingu á
fimm stjörnu hóteli í París. Brúð-
kaupinu var fagnað í hvorki meira
né minna en fimm daga og fóru
veisluhöldin fram í kastala frá 16.
öld. Ástralska söngkonan Kylie
Minouge skemmti gestum sem
drukku vín frá Château Mouton
Rothschild og fóru heim með gjafa-
poka fulla af gersemum.
Karl Bretaprins og
Díana prinsessa
Brúðkaup Karls Bretaprins og
Díönu prinsessu fór fram árið 1981
og var eitt það stærsta sem haldið
hefur verið. Á sínum tíma kost-
uðu herlegheitin um 31 millj-
ón punda sem jafngilda um 71
milljón punda í dag, en það gera
rúma 13 milljarða íslenskra króna.
Athöfnin fór fram í Sankti Páls
dómkirkjunni í Lundúnum og voru
tvær milljónir manna viðstaddir
brúðkaupið auk þess sem 750 millj-
ónir fylgdust með í beinni sjón-
varpsútsendingu. Veisluhöldin voru
ekki af verri endanum en í veislunni
voru til að mynda 27 brúðartertur
auk köku sem var 1,5 metrar á hæð
og tók 14 vikur að útbúa. n
26 Fólk 4. september 2013 Miðvikudagur
Johnny og Amber í opnu sambandi
J
ohnny Depp er kyntákn sem
hefur skorað hátt hjá kven-
þjóðinni í mörg ár. Nú er hann
fimmtugur og gengur illa að
fóta sig í sambandi við hina ungu
og stórefnilegu Amber Heard.
Sú er nærri helmingi yngri, að-
eins 27 ára. Heimildir herma að
Amber hafi fengið sig fullsadda
af Johnny sem henni hafi fundist
vera að kæfa sig. Nú hefur hann
gert samkomulag við hana um
opið samband.
Nú fjallar Look Magazine um
þessa nýju þróun í sambandi
þeirra, að hann vilji gera allt sem
mögulegt er til þess að halda í
hana og gert við hana samkomu-
lag sem geri henni kleift að hitta
bæði aðra karla og konur.
Amber hefur bæði verið í sam-
bandi við konur og karla og var
reyndar nýkomin úr fjögurra ára
sambandi við ljósmyndarann, Ta-
sya van Ree, þegar hún byrjaði að
hitta Johnny Depp.
Náinn vinur parsins sagði
eftir farandi við Look Magazine:
„Johnny vissi um þessa hlið á
henni og segir að eins lengi og
hún fullvissi hann um að hann sé
númer eitt í lífi hennar, þá megi
hún gera það sem henni líkar. Það
sé frelsandi fyrir þau bæði. Þau
eru bæði mjög heiðarleg og opin
við hvort annað og samkomulag-
ið hefur aðeins gert þau sterkari.
Amber hefur alltaf verið heiðar-
leg við Johnny og sagt honum að
hún geti ekki breytt því hver hún
sé. Hún muni alltaf hafa áhuga á
konum jafnt sem körlum.“ n
Rándýr brúðkaup
n Kastalar, snekkjur og einkaflugvélar
n Gefur kærustunni frelsi
Vinsælust
á Twitter
1 Justin Bieber Hjartaknúsar-inn ungi frá Kanada er með flesta
fylgjendur á Twitter en þeir telja nú rúm-
ar 44 milljónir. Bieber er afar duglegur
að tjá sig á samskiptasíðunni og hefur
„tístað“ rúmlega 23 þúsund sinnum.
2 Katy Perry Rúmlega 42
milljónir fylgja Katy
Perry á Twitter
og er hún því
næstvinsælust allra
á samskiptasíðunni.
Sjálf er Perry nokkuð virk
en hún hefur „tístað“ hátt í fimm þúsund
sinnum.
3 Lady Gaga Ofurstjarnan
Lady Gaga á dyggan
hóp aðdáenda
sem hún kallar Litlu
skrímslin. Fylgjendur
söngkonunnar eru rúmar
40 milljónir en sjálf hefur hún tjáð sig
rúmlega þrjú þúsund sinnum á Twitter.
4 Barack Obama
Bandaríkjaforseti
lætur sig ekki
vanta á lista
þeirra vinsæl-
ustu á Twitter.
Fylgjendur hans á
samskiptavefnum eru
nú rúmlega 36 milljónir en sjálfur hefur
hann, eða aðstoðarmenn hans, „tístað“
hátt í tíu þúsund sinnum..
5 Taylor Swift Poppsöng-
konan unga Taylor
Swift hefur verið ein
skærasta stjarnan
vestanhafs undanfarin
ár. Nú fylgja henni rúmlega
33 milljónir manns á Twitter en sjálf
hefur hún ekki „tístað“ nema hátt í tvö
þúsund sinnum.
topp 5
Hörn Heiðarsdóttir
blaðamaður skrifar horn@dv.is
Fallegt par Johnny og Amber eru fallegt par, en Amber á nú samt að hafa fengið nóg af
kærastanum og nú eru þau í opnu sambandi.
„Þetta er
hárið á mér“
Lady Gaga sagði frá því nýverið
hvers vegna hún leggur svo mikið
upp úr því að klæða sig frumlega.
„Þegar mér fannst ég of veikburða
til að vera ég, þá bjó ég til aðra
manneskju,“ sagði hún við áheyr-
endur á tónleikum og útskýrði að
hún notaði hárkollur og farða til
að dylja „sársaukann.“
Stuttu síðar fleygði hún af sér
hárkollunni og sagði: „Þetta er
hárið á mér.“
Karl og Díana
Brúðkaup þeirra Karls
Bretaprins og Díönu
prinsessu var eitt það
stærsta sem haldið
hefur verið.