Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.2013, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.2013, Blaðsíða 6
6 Fréttir 4. september 2013 Miðvikudagur 140 þúsunda króna lægri laun n Launamunur kynjanna mælist 11,4 prósent N iðurstöður kjarakönnunar BSRB fyrir árið 2013 sýnir að á að meðal fólks í fullu starfi hafi konur innan bandalagsins að meðaltali 27 pró- sentum lægri laun en karlar. Með- allaun kvenna innan BSRB eru 346.724 krónur á mánuði á með- an meðalmánaðarlaun karla eru 474.945. Kynbundinn launamunur á heildarlaunum fólks í fullu starfi innan BSRB mælist nú 11,4 prósent samanborið við 12,5 prósent í fyrra. Nokkuð breytilegt er hversu mikill kynbundni launamunurinn mælist eftir því hvort fólk starfar hjá ríki eða sveitarfélagi að sögn BSRB, en hjá sveitarfélögunum er hann ívið hærri, 13,3 prósent, en 10,9 prósent hjá ríkinu. Þegar kynbundinn launa- munur er skoðaður sérstaklega, þar sem tekið hefur verið tillit til aldurs, vinnutíma, starfsaldurs, starfsstéttar, menntunar, vaktaá- lags, mannaforráða og atvinnu- greinar, sést að enn er talsverð- ur óútskýrður munur á launum karla og kvenna. BSRB segir að hinn óútskýrði kynbundni launa- munur grunnlauna hafi lækkað lítillega, en hann mælist nú 4,1 prósent, en var 4,5 prósent árið 2012. BSRB segir að það sé innan skekkjumarka. Capacent framkvæmdi könnunina fyrir BSRB fyrr á þessu ári en alls bárust 8.639 svör sem gerir svarhlutfall upp á 53,4 pró- sent. n n Reyndu að pranga Glitni inn á lífeyrissjóðina í boðsferð til Rússlands N okkrir af starfsmönnum Glitnis banka plottuðu um Stím-fléttuna svokölluðu á fimm stjörnu glæsihóteli í Moskvu í nóvember 2007. Starfsmenn Glitnis voru þá staddir í Moskvu vegna boðsferð- ar sem bankinn bauð starfsmönn- um lífeyris sjóðanna í til að kynna fjármálaafurðir bankans fyrir þeim, meðal annars hlutabréf í Glitni. Ferðin var farin dagana 11. til 15. nóvember 2008. Um var að ræða tíu til fimmtán starfsmenn lífeyris- sjóða samkvæmt heimildum DV. Nokkrum dögum seinna var gengið frá Stím-fléttunni innan Glitnis. Á meðan starfsmenn bank- ans voru að reyna að selja lífeyris- sjóðunum þá hugmynd að bankinn stæði traustum fótum og væri álit- legur fjárfestingarkostur voru sömu starfsmenn að reyna að klína saman Stím-verkefninu sem var ekkert annað en redding til að koma hluta- bréfum sem Glitnir átti í bankanum sjálfum, og stærsta hluthafa hans, í lóg þar sem enginn vildi kaupa þau. Líkt og DV hefur greint frá voru ýmsir aðilar, meðal annars Samherji búnir að íhuga kaup á hlutabréfun- um en ekki gekk að selja þau. Í Stím- viðskiptunum lánaði Glitnir félagi sem bar þetta nafn tæpa 20 millj- arða króna til að kaupa hlutabréf í Glitni og FL Group en stærsti hlut- hafi félagsins var bankinn sjálfur. Afskrifuðu 99,99 prósent krafna Líkt og kom fram í vikunni afskrifaði Glitnir um 24 milljarða króna kröf- ur á hendur Stími vegna umræddra lánveitinga. Skiptum á félaginu lauk í síðustu viku og fékkst 0,01 prósent upp kröfurnar sem Glitnir lýsti eða samtals fimmtán milljónir króna. Þar með lýkur sögu Stíms sem hófst með umræddri reddingu í nóvem- ber 2007. Bankinn átti þá orðið of mikið af hlutabréfum í sjálfum sér og stærsta hluthafa sínum FL Group og þurfti að losa sig við þessi bréf. Söfnun þessara bréfa og sala þeirra á endanum var liður í ætlaðri mark- aðsmisnotkun bankans sem verið hefur til rannsóknar hjá embætti sérstaks saksóknara. Meðal þeirra sem fóru í um- rædda boðsferð til Moskvu voru framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar og starfsmaður Lífeyrissjóðs bænda. Í frétt á Vísi árið 2009 var þátttaka þessara starfsmanna í boðsferðinni orðuð svo: „Framkvæmdastjóri Líf- eyrissjóðs starfsmanna Kópavogs- bæjar fór í ferð til Moskvu haustið 2007 á vegum Glitnis og Lífeyris- sjóður bænda sendi mann í sömu ferð.“ Ferðin sem um ræddi í þessu textabroti á Vísi var umrædd boðs- ferð þar sem starfsmenn Glitnis reyndu að selja lífeyrissjóðunum af- urðir bankans. Farið til Austurríkis Líkt og DV greindi frá í mars í fyrra bauð Glitnir nokkrum af þátttak- endunum í eignarhaldsfélaginu Stími í skíðaferð til Schladming í Austurríki eftir að búið var að ganga frá viðskiptunum í nóvember 2007. Skíðaferðin var farin dagana 21. til 23. janúar 2008 og var tilgangur- inn að halda upp á viðskiptin. Með- al þeirra sem voru í hluthafahópi Stíms voru Jakob Valgeir Flosa- son, Gunnar Torfason og Ástmar Ingvars son. Skíðaferðin til Schladming var skipulögð af viðburðadeild Glitn- is, nánar tiltekið af Brynju Hrönn Þorsteinsdóttur. Nokkrir af þeim starfsmönnum Glitnis sem höfðu skipulagt Stímsviðskiptin í Moskvu í nóvember þar á undan fóru einnig í skíðaferðina. Nokkrir þeirra sem komu að viðskiptunum fyrir hönd bankans voru Ingi Rafnar Júlíusson, Magnús Pálmi Örnólfsson, Elmar Svavars- son, Jóhannes Baldursson og Rúnar Jónsson. Þá kom Sveinbjörn Ind- riðason, framkvæmdastjóri fjár- málasviðs FL Group, einnig að við- skiptunum fyrir hönd þess félags. Stímsviðskiptin voru því skipu- lögð í lífeyrissjóðaferð í Moskvu en upp á þau var haldið með skíðaferð til Austurríkis og voru báðar ferð- irnar í boði Glitnis. n Til Moskvu Starfsmenn Glitnis buðu lífeyrissjóðunum til Moskvu og plottuðu um Stím í sömu ferð. Mynd: PhoTos „Framkvæmda- stjóri Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogs- bæjar fór í ferð til Moskvu haustið 2007 á vegum Glitnis. Plottuðu Stím í ferð til Moskvu Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is Einn af skipuleggjendunum Elmar Svavarsson, starfsmaður Glitnis, var einn af þeim skipulagði Stím-flétt- una. Hann hefur sætt rannsóknum hjá sérstökum saksóknara og var myndin tekin þegar sérstakur saksóknari krafð- ist gæsluvarðhalds yfir honum. Mál Gunnars tekið fyrir Mál Gunnars Þorsteinssonar, í Krossinum, gegn Vefpressunni var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykja- víkur á þriðjudag. Gunnar stefndi fjölmiðlinum vegna fréttaflutnings af ásökunum hóps kvenna sem sökuðu Gunnar um kynferðisbrot. Áður hefur komið fram að Gunnar krefjist fimm milljóna króna í skaðabætur frá Pressunni vegna fréttanna og ef hann fengi þær ekki greiddar myndi hann hefja málaferli. „Þótt fresturinn sé til næsta miðvikudags er val mitt og samstarfsmanna minna auð- velt. Ég gæti aldrei horft framan í annað fólk ef ég myndi gefast upp nú og afneita frásögnum allra þessara kvenna sem höfðu hug- rekki til að stíga fram og segja sögu sína,“ sagði Björn Ingi Hrafns- son, eigandi Pressunnar, þegar málið kom upp í mars. Talskonum kvennanna, þeim Ástu Sigríði H. Knútsdóttur og Sesselju Engilráð Barðdal, hefur einnig verið stefnt. Þess ber að geta að konurn- ar sjálfar sem sökuðu Gunnar um kynferðisbrot eru ekki krafð- ar um neitt í málinu. Aðeins fjölmiðillinn, fyrrverandi ritstjóri hans og talskonur kvennanna. Svaraði á Al Jazeera Sigmundur Davíð Gunnlaugs- son var á eins konar beinni línu sjónvarpsstöðvarinnar Al Jazeera á mánudaginn síðastliðinn. Þar svaraði hann spurningum áhorf- enda stöðvarinnar. Umræðan snerist að stórum hluta um efna- hagsbatann á Íslandi. Sigmundur sagði að fyrir hon- um væru þrjár ástæður. Í fyrsta lagi neyðarlögin frá árinu 2008. Í öðru lagi nefndi hann veikt gengi krón- unnar, sem hefði meðal annars skapað frjóan jarðveg fyrir blóm- legan ferðamannaiðnað. Í þriðja lagi trausta atvinnuvegi þjóðar- innar, sérstaklega sjávar útveginn. Hægt er að nálgast myndband af beinu línunni á YouTube með því að slá inn leitarorðið „The Stream – Iceland rising?“. Ójafnt skipt Kyn virðist skipta máli þegar laun eru ákvörðuð. Sex báðu um nótt í klefa Aðfaranótt þriðjudags var tals- vert annasöm hjá lögreglunni á höfuð borgarsvæðinu, en níu gistu fangageymslur. Sex þeirra báðu sjálfir um gistingu, en til stóð að taka skýrslu af hinum þremur þegar líða tæki á þriðjudaginn. Rétt fyrir klukkan þrjú, aðfara- nótt þriðjudags, fékk lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tilkynningu um innbrot og þjófnað í heima- húsi í austurborginni. Þjófurinn hafði á brott með sér tölvu, fatnað og einhverjar peninga. Enginn til- tekinn er grunaður um verknað- inn að sögn lögreglu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.