Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.2013, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.2013, Blaðsíða 17
Neytendur 17Miðvikudagur 4. september 2013 Flogið til 33 áfangastaða í vetur n Flugferðum fækkar frá því í sumar Í slendingar geta valið um beint flug til 33 flugvalla í Norður-Ame- ríku og Evrópu í vetur frá Keflavík en frá Reykjavík verður flogið til Grænlands og Færeyja. Þetta er tölu- verð fækkun en í sumar höfðu far- þegar möguleika á að fljúga beint til 45 borga. Á Túristi.is segir að enginn af stöðunum 33 sé nýr af nálinni en þó muni Icelandair fljúga í fyrsta skipti til Newark í nágrenni New York og bætist það flug við daglegar ferðir til John F. Kennedy-vallarins. Flugfélag Íslands fljúgi frá Reykjavíkurflug- velli til Nuuk, Ilulissat og Kulusuk á Grænlandi og til Þórshafnar í Fær- eyjum ásamt Atlantic Airways. Þá mun Easy Jet fjölga ferðum sín- um í byrjun nýs árs til Luton-flugvall- ar í nágrenni Lundúna úr 4 í 6. Þá geti farþegar valið úr allt að 37 ferðum á viku til London en auk Easy Jet munu Icelandair og WOW air fljúga þang- að. Eins og áður hefur komið fram á Túristi.is þá hefur framboð á flugi til London meira en tvöfaldast á tveim- ur árum. Samtals verða vikulegar ferðir til Bretlands 49 talsins en einnig verð- ur flogið til Edinborgar, Glasgow og Manchester. Farþegar geta einnig valið úr meira en einni ferð á dag til Boston, Kaupmannahafnar, Óslóar, New York og Parísar. n gunnhildur@dv.is Svona er gott að þrífa gluggana Þótt margir líti á gluggaþvott sem hluta af vorverkunum þá má segja að eftir rok og rigningu síðustu daga sé ekki vanþörf á að þrífa gluggana. Allir vonast að sjálf- sögðu eftir nokkrum sólardögum í haust og með hreina glugga má njóta þeirra áður en skammdegið skellur á. Á síðu Leiðbeiningastöðvar heimilanna segir að gott sé að nota edik og uppþvottalög við gluggaþvottinn. Þá skuli blanda nokkrum dropum af uppþvotta- legi og um það bil einum desilítra af borðediki út í eina fötu af volgu vatni. Gott sé að nota svamp til að þvo gluggana og fara svo með gluggasköfu úr gúmmíi yfir. Flug í vetur Það verður um nóg að velja þótt flugum hafi fækkað. Þ að kannast flestir við á ein- hverjum tímapunkti í líf- inu að geta ekki borgað alla reikninga sína. Á síðunni Budget Huset eru ráð um hvað skuli gera þegar maður lendir í þeirri leiðinlegu stöðu að vera með ógreidda reikninga og eiga ekki pen- inga til að greiða þá. Þar segir að það sé ekki góð tilfinning að þurfa að ákveða hvort greiða eigi símareikn- inginn eða tryggingarnar en fólki er þó eindregið ráðið frá því að fá lán hjá foreldrum eða öðrum fjöl- skyldumeðlimum. 1 Fáðu yfirsýn Farðu í heima-bankann og leitaðu í öllum skúffum og öðrum stöðum þar sem reikningar geta leynst. Taktu saman þá reikninga sem eru komnir á gjalddaga eða eiga að greið- ast fljótlega og gerðu lista yfir þá. 2 Forgangsraðaðu reikn-ingunum Ef þú ert með nokkra ógreidda reikninga skaltu meta hvern þeirra er mikilvægast að greiða fyrst. Það eru til dæmis reikn- ingar vegna húsaleigu, rafmagns, síma og internets. 3 Hvað áttu mikinn pening? Taktu saman hvað þú átt mikinn pening sem þú getur notað í reikn- inga. Skoðaðu heimabankann, sparireikning, kíktu í spari- grísinn, í skúff- ur og skápa. 4 Forðastu að lenda í sömu vandamálum aftur Áður en þú heldur áfram skaltu fá yfirsýn yfir hvernig fjármálin munu standa hjá þér næstu mánuðina og hve mikið þú getur boðist til að greiða lánar- drottnum þínum þegar þú hefur samband við þá. Það þýðir ekkert að bjóða þeim afborganir sem þú veist nú þegar að þú munt ekki getað staðið við. Þá þarftu bara að skoða þessi ráð aftur í næsta mánuði. Útbúðu fjárhagsáætlun svo þú sjáir svart á hvítu hvernig fjárhagurinn er og hvort þú munir geta greitt vænt- anlegar afborganir. Þegar þú hefur gert slíka áætlun sérðu betur stöð- una. Það er betra að vita stöðuna en að halda sér í myrkrinu og vona það besta. 5 Hafðu samband við lánar-drottna Nú þegar þú ert með fjárhag þinn á hreinu getur þú hringt í lánastofnanir og samið um greiðslurnar. Láttu vita að þú sért í vandræðum og reyndu að semja um mánaðargreiðslur sem þú ræður við þar til lánið hefur verið greitt upp. Ef þú ert beðinn um fjárhagsáætlun ertu tilbúinn með eina slíka og það sýnir að þú tekur málið alvarlega. 6 Seldu hluti sem þú notar ekki Það er líklegt að þú sért með fullar skúffur, skápa og geymslur af hlutum sem þú notar ekki. Notaðu netið til að selja þessa hluti og notaðu peninginn í reikninga. Vertu svo ákveðin/n í sölunni að börnin verða hrædd um þau verði seld næst. Lærdómur Ef þú hefur lært eitthvað af þessum punktum ættir þú nú ekki að vera í vafa um eftirfarandi: Aldrei fá lánaðan pen- ing til að greiða skuldir. Það er engin lausn. Taktu ábyrgð héðan í frá og komdu þér út úr þessum vítahring.n Komdu þér út úr skuldunum n Ertu með ógreidda reikninga og lítið fé? n Nokkur ráð til að greiða þá Gunnhildur Steinarsdóttir blaðamaður skrifar gunnhildur@dv.is Ógreiddir reikn- ingar og ekkert fé Flestir kannast við þær aðstæður. Veljum um- hverfisvænar bleyjur Hvert barn notar að meðaltali um 5.000 bleyjur á fyrstu árum ævinn- ar. Umhverfisstofnun bendir á að notkun á bæði einnota pappírs- bleyjum og margnota taubleyjum hafi í för með sér neikvæð um- hverfisáhrif en notkun taubleyja sé þó langtum umhverfisvænni. Á síðu stofnunarinnar eru gefin ráð þegar kemur að því að velja bleyjur. Þar eru foreldrar hvatt- ir til að velja um hverfisvottaðar bleyjur, hvort heldur er um að ræða tau- eða pappírsbleyjur og að velja þær sem innihalda ekki ilm- efni og krem. Þá er ráðlagt að nota minna af blautþurrkum því vatn og þvottapoki komi oftast að jafn góð- um notum. Eins skuli velja blaut- þurrkur án ilmefna og parabena, til dæmis Svansmerktar vörur. Gerðu garðinn tilbúinn fyrir veturinn Á haustin þarf að ganga frá ýms- um hlutum sem hafa verið notkun yfir sumarið. Sem dæmi má nefna að verkfæri þurfa að fara í þurra geymslu og ganga þarf frá garðhús- gögnum á þann hátt að þau fjúki ekki. Best er þó að geyma þau inni yfir veturinn. Þessi ráð má finna á heimasíðu Blómavals. Þar segir einnig að blómaker þoli ekki frost og því þurfi að tæma þau og koma fyrir á hvolfi. Þeir sem eru með grasflatir ættu að raka saman lauf- unum og grafa þau í holur í trjá- beðin eða að setja þau í moltuna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.