Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.2013, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.2013, Blaðsíða 14
B orgarstjóri sýndi gamaldags viðhorf til valdsins í viðtali við RÚV á fimmtudag. Aðspurður um undirskriftastöfnun og Reykjavíkurflugvöll sagði hann: „Síð­ an megum við ekki gleyma því að réttur sveitarfélaga, réttur Reykjavík­ ur, til þess að skipuleggja sitt land er tryggður í stjórnarskrá Íslands.“ Þetta er vissulega hefðbundin túlkun sveit­ arstjórnarmanna, enda segir í 78. gr. stjórnarskrárinnar að sveitarfélög skuli sjálf ráða sínum málefnum. En þetta viðhorf er ákaflega gamaldags, frekt og beinlínis skaðlegt fyrir alla umræðu og samvinnu um skipulagsmál. Í krafti þessa viðhorfs telja sveitar­ stjórnarmenn sig komast upp með nánast hvað sem er innan eigin sveitarfélagamarka. Þeir eru kóngar í ríki sínu. Rétt eins og bæjarstjóri Vest­ urbyggðar sem taldi sig hafa fullt vald til að reisa olíuhreinsistöð í sveitarfé­ laginu sumarið 2008. Stöðin hefði þurft 600 MW orku, henni fylgdi umferð 200–300 olíuskipa á ári og kostnaður við framkvæmdina var talinn um 300 milljarðar króna. Sveitarstjórinn var spurður að því hvort að framkvæmdin þyrfti ekki samþykki fleiri en sveitar­ stjórnarinnar. Hann svaraði: „Eftir því sem mér skilst að þá er þetta í hendi sveitarstjórnanna eins og lög segja í dag. Og meðan svo er þá höfum við valdið hérna hjá okkur.“ Auðvitað átti sveitarstjórn Vestur­ byggðar ekki að ákveða það ein hvort að olíuhreinsistöð yrði reist í Arnar­ firði. Og Reykvíkingar eiga ekki að ákveða það einir hver framtíð flug­ vallarins verður. Eða Landspítalans. Sveitarstjórn Skútustaðahrepps á heldur ekki að ákveða ein hver örlög Mývatns verða. Og sveitarstjórn Langanesbyggðar á ekki að ákveða upp á eigin spýtur hvort ein stærsta stór­ skipahöfn heims verði byggð í Finna­ firði. Ákvarðanir um sameiginlegar auðlindir þjóðarinnar, náttúruperl­ ur og helstu innviði samfélagsins eru of mikilvægar til að einstaka sveitar­ stjórnir geti setið einar að þeim. Það má heldur ekki gleyma því að í stjórnarskránni segir að sveitarfé­ lögin ráði sínum málefnum sjálf „eftir því sem lög ákveða.“ Í skipulagslögum segir að markmið laganna sé að þróun byggðar sé í samræmi við skipulags­ áætlanir „þar sem efnahagslegar, fé­ lagslegar og menningarlegar þarfir landsmanna, heilbrigði þeirra og ör­ yggi er haft að leiðarljósi.“ Einnig „að stuðla að skynsamlegri og hagkvæmri nýtingu lands og landgæða, tryggja vernd landslags, náttúru og menn­ ingarverðmæta og koma í veg fyrir umhverfisspjöll og ofnýtingu, með sjálfbæra þróun að leiðarljósi.“ Auk þess eiga skipulagslögin að tryggja að samráð sé haft við almenning „þannig að honum sé gefið tækifæri til að hafa áhrif á ákvörðun stjórnvalda.“ Þess vegna er það mikil einföldun hjá borg­ arstjóra að lýsa því yfir að valdið sé hans og félaga hans í borgarstjórn. Nú eru einungis nokkrir mánuðir til sveitarstjórnakosninga. Vonandi nýtir borgarstjóri þann tíma til að efla lýð­ ræði og samráði við allan almenning – innan og utan borgarmarka. Og von­ andi endurskoðar hann viðhorf sitt til skipulagsvaldsins í leiðinni. n Sandkorn V ansæmdin í hneykslismál­ inu sem upp kom í kringum gestafyrirlestra Jóns Baldvins Hannibalssonar við Háskóla Íslands hefur nú snúist við. Fyrst var það Jón Baldvin sem varð fyrir þeirri vansæmd að vera úthýst út háskólanum vegna þess að hann er „dónakarl“ en nú er vansæmdin í mál­ inu alfarið orðin háskólans sjálfs. Jón Baldvin er ekki lengur vondi karlinn í málinu, þrátt fyrir að vera miðaldra graðmennið sem sendi ólögráða tán­ ingsstúlku kloflægar kynferðisjátningar fyrir mörgum árum, heldur Háskóli Ís­ lands sem látið hefur undan þrýstingi frá hugmyndafræðilegum jaðarhópi sem telur Jón Baldvin óalandi og óferj­ andi vegna fortíðar sinnar. Andlit Há­ skóla Íslands og vansæmdar hans er Kristín Ingólfsdóttir rektor. Hvað er orðið um sjálfstæði há­ skólans ef nokkrir einstaklingar með sterkar skoðanir í einhverja átt geta stýrt ákvörðunum hans með þrýstingi? Getur fámennur hópur fasista beitt skólann þrýstingi ef þeldökkur maður verður ráðinn til starfa við hann; geta karlrembubullur beitt sér gegn lesbísk­ um kynjafræðingi sem predikar upp­ töku tungumáls án kynjaaðgreiningar; getur samfélag herskárra Gyðinga á Íslandi haft áhrif á að kaffið sem selt er í háskólanum verði ekki keypt af Palestínumanni sem rekur heildsölu; getur LÍÚ haft áhrif á mannaráðningar prófessora út frá því hvaða skoðun viðkomandi hafa á kvótakerfinu? Allir hugmyndafræðilegir hópar og hags­ munasamtök sem hafa sterkar skoð­ anir í einhverja átt telja sig alltaf vera handhafa sannleikans og að stríð þeirra sjálfra sé heilagt sama hvort grundvöllur þeirrar vissu byggir á hagsmunum eða hugmyndafræði: Há­ skólinn má ekki láta undan þrýstingi þeirra við ákvarðanatöku í einstökum málum. Brotamaðurinn Jón Baldvin, sem var kærður, úthrópaður og ærulítill orðinn vegna girndar sinnar, stendur nú uppi sem fórnarlambið í málinu en ekki ljóti karlinn. Háskóli Íslands á skilið að vera réttilega gagnrýndur fyrir að heimila Jóni Baldvini ekki að halda fyrirlestra í skólanum sem snú­ ast um stjórnmál en ekki kynferðis­ mál. Jón Baldvin er búinn að lýsa yfir iðrun út af blautlegum bréfum sínu og kynferðisáreitni í garð frænku konu sinnar, lögreglan rannsakaði kæru­ efni á hendur honum en hann var ekki ákærður. Hann getur vel kennt stjórn­ mál þó siðfræðin væri kannski ekki við hæfi – en hver okkar er svo sem syndlaus. Jón Baldvin hefur tekið út sína refsingu og tekur hana út á hverjum degi hjá dómstóli götunnar; dómur sem hann á skilið miðað við fram­ ferði sitt í garð táningsstúlkunnar. Ætli Jón Baldvin viti það ekki best sjálfur að orðspor hans hefur beðið hnekki en ætli hann taki því ekki bara eins og hverju öðru hundsbiti, orðnum hlut sem hann sjálfur veit að hann ber einn ábyrgð á. Dómur sögunnar yfir Jóni Baldvini mun alltaf litast af þeirri staðreynd að hann er skilgreindur dónakarl sem klæmdist við barnunga stúlku – kannski fleiri en eina. Auðvit­ að vill hann samt eiga afturkvæmt. Boðskapurinn sem Háskóli Íslands sendir út í samfélagið með því að banna Jóni Baldvini að kenna við skól­ ann er á þá leið að menn eins og hann geti ekki átt afturkvæmt út í samfélag­ ið út af siðferðisbrotum sínum. Jafnvel þó að Jón Baldvin hafi beðist afsökun­ ar á brotum sínum þá er það ekki nóg að mati háskólans: Hann er og verður persona non grata. Lærdómurinn af málinu er því sá að háskólinn fyrirgefi Jóni Baldvini ekki þrátt fyrir afsökunar­ beiðnina; þ.e.a.s. háskólinn tekur af­ sökunarbeiðnir ekki gildar, líkt og okk­ ur er kennt að gera með boðskap og innrætingu fyrirgefningarinnar. Í þessum skilningi má líkja stöðu Jóns Baldvins við stöðuna sem að­ alsögupersónan í skáldsögu J.M. Coetzees, Vansæmd, var í. Persónan, háskólakennarinn David Lurie, hafði flekað einn af nemendum sínum og úr varð mikið hneykslismál. Nefnd innan skólans var látin fjalla um mál Luries og var honum sagt að hann slyppi við brottrekstur ef hann iðraðist og bæð­ ist afsökunar á siðferðisbrotum sínum. Lurie, öfugt við Jón Baldvin, hins vegar neitaði að iðrast og biðjast afsökunar af því að hann sá ekki eftir neinu. Lurie var því rekinn úr skólanum og missti allt, æruna og lífsstarfið sitt. Í bók Coetzee er Lurie gefinn kostur á að biðjast afsökunar, bæta ráð sitt og halda starfi sínu – hvað svo sem orð­ spori hans líður. Háskóli Íslands gefur Jóni Baldvini hins vegar engan séns á að bæta ráð sitt og vinna við skólann í núinu eða framtíðinni, jafnvel þó hann hafi bara átt að vera aumur gestafyrir­ lesari í einu skitnu námskeiði. Með öðrum orðum þá fær Jón Baldvin engan séns innan veggja háskólans út af vansæmd sinni og skömm í bréfa­ málinu: Boðskapurinn er að best væri bara fyrir Jón Baldvin að skríða ofan í holu einhvers staðar og loka augun­ um með hendur í skauti því nærveru hans eða starfskrafta sé ekki krafist út af skömm hans. Fyrir vikið snýst vansæmd Jóns Baldvins upp á Krist­ ínu Ingólfsdóttur og Háskóla Íslands; háskóla sem getur ekki fyrirgefið þeim sem hafa beðist afsökunar fyrir aug­ ljós brot og vísa þeim þess í stað niður í myrkrið. Líklega þarf Kristín á endanum að ganga til fundar við Jón Baldvin, krjúpa á kné og biðja þennan breyska og bráðláta en litríka karakter auð­ mjúklega afsökunar á því fyrir hönd háskólans að hafa brotið á honum og bjóða hann velkominn aftur til starfa. Aðeins þannig getur háskólinn bætt fyrir mistök og dregið úr vansæmdinni sem hvílir nú yfir honum. n Spenna í Framsókn n Næstum því áþreifanleg spenna er innan þingflokks Framsóknarflokksins vegna ráðherrastólsins sem verð­ ur úthlutað á næstunni. Sigmundur Davíð Gunnlaugs- son forsætisráðherra hefur með öllum tiltækum ráðum haldið Vigdísi Hauksdóttur utan ríkisstjórnarinnar en nú kann að fara svo að hann þori ekki lengur að stíga ofan á hana í óþökk Guðna Ágústs- sonar og fleiri ráðamanna úr þeim hluta flokksins. Söguburður n Sigmundur Davíð Gunnlaugs- son forsætisráðherra hefur ekki í annan tíma verið umdeildari. Ekkert bólar á því að lof­ orð um stór­ fellda skulda­ niðurfellingu verði uppfyllt. Þá er mikið rætt um slökun hans í sumar. Sjálfur reifaði hann bágindi sín í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni og lýsti því að dreift væri um sig sögum. Þar væru þó ekki formenn stjórn­ arandstöðunnar að verki. Aðkomumaður í rusli n Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður og útivistargarp­ ur, hefur klifið hæstu fjöll og stundað útivist árum saman. Nú hefur hann fund­ ið sér nýtt áhugamál eins og DV greindi frá á mánu­ daginn. Hann gengur um Árbæinn og hreinsar rusl eftir samferðamenn sína. Hann mynd­ ar síðan af­ raksturinn og birtir á Facebook. Sigurður er reyndar „að­ komumað­ ur“ í Árbæ því lögheimili hans er á Þingeyri þar sem umgengni fólks er að sögn til sóma. Gnarr gegn Guði n Jón Magnússon lögmaður fjallar í pistli um nýja bar­ áttu borgar­ stjórans gegn Guði. „Jón Gnarr er ekki sá fyrsti og verður ekki sá síðasti sem ákveður að berjast gegn Guði. Það er hans mál. Hins vegar er mið­ ur þegar menn byggja skoðun á staðreyndavillum eins og borgarstjóri gerir,“ skrifar Jón. Þarna vísar hann til þess að Jón Gnarr nefni Guð í tengsl­ um við ólík trúarbrögð og að trúin leiði til geðveiki. Segir Jón að meira að segja borgar­ fulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafi lýst velþóknun á „þessu nýjasta rugli borgarstjórans“. Þetta er enda- laus sóðaskapur Þetta var mjög skemmti- legt og lærdómsríkt Sigurður G. Guðjónsson hreinsar drasl í Reykjavík. – DV Margrét Sigfúsdóttir kenndi föngum að elda og þrífa. – DV Vansæmd rektors„Getur fámennur hóp- ur fasista beitt skól- ann þrýstingi ef þeldökk- ur maður verður ráðinn til starfa við hann. „Þess vegna er það mikil einföldun hjá borgarstjóra að lýsa því yfir að valdið sé hans og félaga hans í borgarstjórn. Borgarstjóri, völlurinn og valdið Leiðari Ingi Freyr Vilhjálmsson ingi@dv.is Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður: Þorsteinn Guðnason Ritstjóri: Reynir Traustason (rt@dv.is) Aðstoðarritstjóri: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir (ingibjorg@dv.is) Fréttastjóri menningar: Símon Birgisson (simonb@dv.is) Ritstjórnarfulltrúi: Ingi Freyr Vilhjálmsson (ingi@dv.is) Umsjónarmaður helgarblaðs og innblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir (kristjana@dv.is) Framkvæmdastjóri og vefstjóri DV.is: Jón Trausti Reynisson (jontrausti@dv.is) Sölu- og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir (heida@dv.is) Umbrot: DV Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur DV á netinu: www.dv.is F R J Á L S T, Ó H Á Ð D A G B L A Ð Heimilisfang Tryggvagötu 11 Hafnarhvoli, 2. hæð 101 Reykjavík FRéTTASkoT 512 70 70 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 AÐALnúmeR RiTSTJÓRn ÁSkRiFTARSími AuGLýSinGAR 14 4. september 2013 Miðvikudagur MynD SiGtRyGGUR ARi Af blogginu Guðmundur Hörður Guðmundsson Höfundur er formaður Landverndar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.