Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.2013, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.2013, Blaðsíða 4
Óskar leiðréttingar af hálfu Sigurbjargar 4 Fréttir 4. september 2013 Miðvikudagur Segir þá menningarsnauða n Listamaðurinn Sjón gagnrýnir Eyjamenn U mmæli Gríms Gíslasonar, for­ manns kjördæmaráðs Sjálf­ stæðisflokksins í Suður­ kjördæmi, þess efnis að nauðsynlegt sé að skera fjárframlög ríkisins til menningarmála niður við trog hafa valdið miklu fjaðrafoki. Nú síðast steig Sjón fram fyrir skjöldu og beindi beittum spjótum að Grími – og raunar öllum Vestmanna eyingum. „Það kemur ekki á óvart að Vest­ mannaeyingur viti ekki hvers virði menning og listir eru, hvort sem það er fyrir andann eða efnahags­ lífið í landinu. Besta fólkinu var rænt af Tyrkjum og afkomendur þeirra skárstu sem eftir urðu flutu svo upp á land í gosinu. Restin situr eftir og hefst þar við útgerðarmannadekur og brekkusöng.“ Í samtali við Vísi sagði Grímur að heildarframlög ríkisins til menninga­ starfsemi í víðri merkingu næmu á milli 40 og 60 milljörðum króna á ári og betra væri að verja þeim fjármun­ um í að styrkja stoðir grunnþjón­ ustunnar; heilbrigðiskerfið, löggæslu, menntakerfið og svo framvegis. „Við getum alveg komist af án þess að styrkja listir beint. Við erum með fullt af listum sem njóta enga styrkja. Ég fer á popptónleika og hlusta á hljóm­ sveit sem nýtur engra styrkja. Hún spilar bara og gerir það gott,“ sagði Grímur meðal annars og bætti við: „Við höfum lítið við menningu að gera þegar allir eru dauðir. Við verðum að forgangsraða. Ég ætla bara að vona að núverandi ríkisstjórn hafi kjark til að skera niður þar sem hægt er að skera niður án þess að hrikti í grunnstoðum samfélagsins. Ég geri þá kröfu.“ Fyrstu fjárlög ríkisstjórnarinnar verða kynnt 1. október næstkom­ andi. n baldure@dv.is n Hannes Hólmsteinn ekki sáttur við „missagnir“ kollega síns í HÍ H annes Hólmsteinn Giss­ urarson, prófessor í stjórn­ málafræði, hefur sent Sig­ urbjörgu Sigurgeirsdóttur stjórnsýslufræðingi bréf þar sem hann krefst þess að hún leið­ rétti orð sem hún hefur látið falla um prófessorinn á opinberum vettvangi. Hannes segir aðspurður um málið að aðallega sé um að ræða orð sem Sigurbjörg hefur viðhaft í erlendum miðlum. „Það eina sem ég hef far­ ið fram á er að ákveðnar missagnir verði leiðréttar,“ segir Hannes Hólm­ steinn. Kollegar Bæði eru þau Hannes Hólmsteinn og Sigurbjörg kennarar innan Háskóla Íslands, nánar tiltekið við stjórn­ málafræðiskor félagsvísindadeildar Háskóla Íslands. Þau eru því kollegar þar sem Hannes er stjórnmálafræði­ prófessor og Sigurbjörg er lektor í opin berri stefnumótun. Sigurbjörg vill aðspurð ekki tjá sig um málið þegar eftir því er leit­ að. Hún segir að hún hafi sent málið til síns lögfræðings, Árna Vilhjálms­ sonar á Logos. „Á þessu stigi tel ég eðlilegt að tjá mig ekki,“ segir hún. Upphaflega heyrði DV að um væri að ræða stefnu frá Hannesi Hólmsteini en málið er ekki komið á það stig að það fari fyrir dóm. Ekki hótun um dómsmál Hannes Hólmsteinn segir að ekki sé minnst á neina stefnu eða dóms­ mál í bréfinu sem hann sendi Sigur­ björgu. „Nei, það er ekkert minnst á dómsmál eða stefnu í bréfinu […] Mér finnst að þetta mál eigi ekkert erindi út fyrir veggi háskólans að svo stöddu. Ekki fyrr en það verður til lykta leitt.“ Hannes segir að eingöngu sé um að ræða „hógværa“ ósk um leið­ réttingu á ummælum sem hún hef­ ur látið falla um prófessorinn. „Hún bara hefur sagt hluti sem eru ekki réttir og ég er bara að finna að því. Það er ekki minnst á meiðyrða lögin eða neitt slíkt heldur aðeins hóg­ vær ósk um að hún leiðrétti ákveðn­ ar missagnir um mig.“ Hann segir að ummælin hafi aðallega fallið erlend­ is, í miðlum utan Íslands. Hannes segir, aðspurður hvort um sé að ræða ummæli sem tengjast vinnubrögðum hans í skrifum um ævi Halldórs Laxness þar sem hann var dæmdur fyrir að hafa ekki getið heimilda með tilskildum hætti, að það sé „aukaatriði“ í málinu. „Það er nú eiginlega aukaatriði í þessu máli. Það er allt annað sem er aðalatriði,“ segir Hannes sem vill ekki tilgreina nánar hvaða missagnir það eru sem hann finnur að í skrifum Sigur­ bjargar. „Vil bara leiðréttingu“ Hannes Hólmsteinn segir aðspurður að hann sé aðallega að fara fram á leiðréttingu á ummælunum sem Sigurbjörg lét falla. Hann segir enn fremur að hann sé ekki að fara fram á skaðabætur frá Sigurbjörgu vegna ummælanna. „Nei, nei þetta snýst ekki um það […] Ég er bara búinn að vera að fara yfir ýmis skrif um banka­ hrunið og ég vil bara frá leiðréttingu á því sem ekki er rétt sem Sigurbjörg hefur sagt.“ Hannes segir hins vegar að mál­ ið geti orðið stórt þegar þar að kem­ ur. „Þetta getur orðið heilmikið mál þegar þar að kemur en þetta er ekki orðið það enn. Ég bíð bara eftir að hún svari mér. Í bréfinu mínu var beðið um að hún myndi svara mér innan fjórtán daga. Málið er enn­ þá þannig að við erum að skiptast á bréfum.“ n Hjá lögmanni Sigurbjörg segir að málið sé hjá lögmanni hennar. Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is „Mér finnst að þetta mál eigi ekk- ert erindi út fyrir veggi háskólans að svo stöddu. Vill leiðréttingu Hannes Hólm- steinn er ósáttur við ummæli sem Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir hefur látið falla um hann opinberlega. Hafa kvartað til umboðsmanns Sara Sigurbjörns­ Öldudóttir, vara­ formaður félags stundakennara, Hagstundar, segir HÍ hafa dregið lappirnar í að koma skikk á mál­ efni stundakennara. Þetta sé nú að koma í bakið á skólanum. Hún segir það oft vera á reiki, hver er gestakennari og stundakennari, en Jón Baldvin átti að fá til að vera gestakennara í einn mánuð fyrir Baldur Þórhallsson, prófessor við stjórnmálafræðideild HÍ. Sem kunnugt er var sú beiðni aftur­ kölluð og Jón Baldvin mun því ekki kenna við HÍ í vetur. Málið ætlar að draga dilk á eftir sér. Sara sagði við Morgunútvarp Rásar 2 að skólanum hafi verið fulljóst að þjálfun og ramma hafi skort fyrir stundakennara við HÍ. Stefnuleysi hafi einkennt mála­ flokkinn. „Við sáum okkur ekki annað fært í fyrra en að vísa kvörtun okkar til umboðsmanns Alþingis. Við væntum svars frá honum fljótlega,“ segir Sara. Hún segir að málið sé dæmigert fyrir þennan málaflokk enda séu þessi mál í miklum ólestri. Vilja Gísla heim Minjasafn Egils Ólafssonar á Hnjóti í Örlygshöfn vill fá styttu af Gísla á Uppsölum á safnið, þar sem hún á heima að mati forsvarsmanna þess. Um er að ræða brjóstmynd af hinum fræga einbúa eftir myndlistakonuna Ríkeyju Ingimundardóttur. Safnið, sem er ekki fjársterkt, reyndi að fá bankann á svæðinu til að fjár­ magna kaupin á styttunni, en án árangurs. Það leitar nú logandi ljósi að fjármögnunaraðila. Gísli varð landsfrægur þegar Ómar Ragnarsson sýndi þjóðinni líf hans í sjónvarpinu 1984, en hann lést tveimur árum síðar. Sjón Rithöfundurinn fór hörðum orðum um andlegt atgervi Vestmannaeyinga.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.