Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.2013, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.2013, Blaðsíða 27
Fólk 27Miðvikudagur 4. september 2013 98 ára landaði sex punda laxi É g er í raun og veru mjög ham­ ingjusamur, í alvöru sko,“ segir Þormóður, bróðir Hugleiks Dags­ sonar, sem er í stóru hlutverki í nýrri teiknimyndaröð á RÚV, Hulli. Þættirnir fjalla um líf hliðarsjálfs listamannsins Hugleiks, Hulla sem býr í teiknaðri Reykjavík og hangir með teiknuðum vinum sínum og bróð­ ur sínum sem kallast Þorri í þáttun­ um. Í fyrsta þætti þáttaraðarinnar sem var sýndur í síðustu viku var grimmt grín gert að Þorra. Í einni senu þáttar­ ins liggur Þorri undir rúmi stelpunn­ ar sem hann er skotinn í á meðan hún nýtur ásta með öðrum manni og tekur sopa úr flösku með eigin hlandi. Lágmæltur og fyrirferðarlítill Þormóður, hefur þetta komið fyrir þig? „Þetta hefur ekki komið fyrir mig, en hann Þorri í þáttunum á mjög erfitt líf. Hann er mjög ýkt útgáfa af mér. Allir hafa hins vegar lent í því að vera skotn­ ir í stelpu sem vill síðan bara vera vinur manns.“ Í þáttunum er stöðugt gert grín að Þorra sem segir frá ýmsu mark­ verðu í lífi sínu án þess að nokkur hlusti. Meðal annars því að hann sé nýkominn frá Afríku þar sem hann vann við að hjálpa munaðarlausum börnum. Er þetta rétt? „Nei, ég hef aldrei komið til Afríku. Ég hef komið til Spánar og var næstum því búinn að fara til Afríku,“ segir hann í léttum dúr. „Ég er hins vegar mjög lágmæltur og það er verið að gera grín að því. Það heyrist ekkert mikið í mér.“ Var nördagelgja Öðru máli gegnir um bróður hans, Hugleik. „Hann er háværari, bæði í líf­ inu og í listinni. Hann hefur mjög hátt og það fer mikið fyrir honum.“ Hugleikur er þremur árum eldri en Þormóður. Hvernig var að alast upp með honum? Eru þeir vanir að gera svo grimmt grín að hvor öðrum? „Já, við vorum góðir saman fram­ an af og lékum okkur saman. Það var bara fínt áður en hann fór á gelgjuna. Hann varð svona nördagelgja, litaði á sér hárið gult, rautt og blátt og hvað­ eina. Hann hefur reyndar voðalega svipuð áhugamál í dag,“ segir Þormóð­ ur góðlátlega. Í viðtali við Vísi sagðist Hugleikur vera fíflið í þáttunum meðan bróðir hans væri „veika hjartað“. Er hlutverk­ um þannig skipt með þeim í hinu dag­ lega lífi? „Tja, það er svolítið erfitt að svara þessu. En sko … já.“ Lífið verður erfiðara Handrit þáttanna skrifaði Þormóður með Hugleiki ásamt Önnu Svövu Knútsdóttur. Hvernig mun líf Þorra þróast? Er mögulegt að hlutskipti hans verði verra? „Já, það er mögulegt. Líf hans verð­ ur mun erfiðara,“ segir Þormóður frá. „Þessar raunir hans gáfu aðeins for­ smekkinn að því sem koma skal. n Hefur ekki drukkið eigið hland n Þormóður Dagsson um hlutverk sitt í nýrri teiknimyndaseríu n Elsti laxveiðimaður landsins? G uðný Þorbjörnsdóttir er að öll­ um líkindum elsti laxveiði­ maður landsins en Guðný, sem verður 98 ára þann 12. septem­ ber næstkomandi, brá sér austur á firði um helgina þar sem hún setti í sex punda lax. Laxinn veiddi hún í Stöðv­ ar á á Stöðvarfirði og er Guðný afar ánægð með veiðina. „Ég var satt að segja nokkuð lengi að landa honum. Hann var greinilega nýgenginn og því fjörugur og erfitt að koma honum í land, en það tókst að lokum,“ sagði Guðný í samtali við DV. „Ég hef dvalið hér á Stöð í Stöðvar­ firði ásamt Hansínu, yngstu dóttur minni, afkomendum og tengda­ syni um nokkurn tíma. Ég er búin að fara á sjóstöng með Steingrími syni mínum og veiða þorsk og ýsu þannig að ég kem með björg í bú þegar ég fer heim til Reykjavíkur á næstunni.“ Guðný býr ein í íbúð í Reykjavík og hefur heilsu og vilja til að hugsa um sig sjálf. „Ég er alsæl með að hafa fengið einn lax og farið á sjóstöng,“ segir Guð­ ný en hún keypti jörðina fyrir 55 árum ásamt eiginmanni sínum, Jóhann­ esi Ásbjörnssyni. Enda þótt þau hafi brugðið búi nokkru fyrir síðustu alda­ mót heldur Guðný ætíð sinni tryggð við Stöðvarfjörð og er þar enn með lögheimili. Spurð hver sé galdurinn á bak við að ná svo háum aldri og vera við góða heilsu svarar hún: „Reglusemi, góð börn og jákvæðni.“ n Sölvi Tryggvason: „ADHD skal það vera“ Fjölmiðlamaðurinn, Sölvi Tryggvason, segist vona að hann sé fremur með athyglis­ brest en elliglöp en á dögunum týndi hann bílnum og stuttu síð­ ar kippti hann bíllyklinum úr á miðri ferð svo bíllinn drap á sér. „Á leiðinni heim í kvöld fékk ég loksins ADHD greiningu. Hún fólst í sjálfsmati eftir að ég hafði fyrst týnt bílnum mínum og gengið í 5 mínútur til að muna hvar ég lagði. Fáeinum andartök­ um eftir gleðilegan bílfund tók ég svo upp á því að kippa bíllykl­ inum að mér og drepa á bílnum á miðri umferðargötu á fullri ferð. Það hljómar of illa að ég sé kominn með elliglöp, þannig að ADHD skal það vera!“ Vangaveltur um stunur Katrín Jakobsdóttir segist hafa fengið athugasemd frá öldruðum nágranna sínum vegna þess hversu oft hún andvarpar. „Ég andvarpa oft. Ef ég væri karakt­ er í Andrésblaði myndi ég stöðugt segja pust stön og jafnvel gisp. Um daginn var ég að hlaupa upp stig­ ann heima og þá sagði nágranni minn: Ég andvarpa af því að ég er 85 ára. Af hverju andvarpar þú? Ég er enn ekki komin með svarið,“ segir Katrín á Facebook í vanga­ veltum um stunur sínar. Guðný Þorbjörnsdóttir Guðný segir reglusemi, góð börn og jákvæðni lykilinn að góðri heilsu og háum aldri. Kristjana Guðbrandsdóttir blaðamaður skrifar kristjana@dv.is Er hamingjusamur „Þetta hefur ekki komið fyrir mig,“ segir Þormóður Dagsson um senu í nýrri teiknimyndaseríu sem sýnd var á RÚV á fimmtudag. Þorri Hliðarsjálf Þormóðs er „veika hjartað“ á meðan hliðarsjálf Hugleiks er fífl. Sigmundur snýr aftur Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hefur verið afar óvirkur á Face­ book upp á síðkastið og hafði ekki skrifað færslu á samskiptasíðuna í háa herrans tíð. Forsætisráð­ herrann sneri hins vegar aftur á þriðjudag með færslu um viðtal sitt við Al Jazeera­sjónvarpsstöð­ ina, sem hann hengdi við færsl­ una. Í aðdraganda síðustu alþing­ iskosninga var Sigmundur afar virkur á Facebook og vakti athygli fyrir hnyttnar færslur og viturleg ummæli. Var hans því sárt saknað af íslenska Facebook­samfélaginu, en meðlimir þess geta nú andað léttar þar eð Sigmundur lofar bót og betrun. „Ég hef verið of lengi fjarverandi af Facebook. En nú er ég kominn aftur.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.