Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2013, Blaðsíða 9
Kerfisstjórabraut - 371 stundir - Verð: 564.000.-
Nám fyrir þá sem vilja hasla sér völl sem kerfisstjórar hjá fyrirtækjum og
stofnunum. Nemendur öðlast víðtækan skilning á uppsetningu netkerfa,
viðgerðum og bilanagreiningu á vélbúnaði og uppsetningu stýrikerfa. Námið
samanstendur af 3 námskeiðum: Tölvuviðgerðir, Win 7/8 & Netvork+ ásamt
MCSA Netstjórnun og er gefinn 10% afsláttur af öllum pakkanum.
3 alþjóðleg próf innifalin: „Microsoft Certified Solutions Associate“
| Morgunnámskeið byrjar 28. jan. | Kvöld- og helgarnámskeið byrjar 27. jan. |
Kerfisumsjón - 180 stundir - Verð: 268.000.-
Nám fyrir þá sem vilja hasla sér völl sem kerfisumsjónarmenn hjá minni
fyrirtækjum og stofnunum. Allar kennslugreinar eru kenndar frá grunni og er
rétt að gera ráð fyrir nokkurri heimavinnu.
| Morgunnámskeið byrjar 28. jan. | Kvöld- og helgarnámskeið byrjar 27. jan. |
Cisco CCNA Routing & Switching - 85 stundir - Verð: 289.000.-
CCNA Routing & Switching er talin ein öflugasta gráðan í upplýsingatækni.
Ef þú hefur áhuga á að verða sérfræðingur í uppbyggingu á tölvunetum og þeim
tækjum sem notuð eru í samskiptum í netheiminum í dag, þá er þetta námskeið
fyrir þig. Námið er undirbúningur fyrir prófið 200-120 sem er CCNAX prófið frá
Cisco og er það innifalið í verði.
Þetta er nám sem gerir talsverðar kröfur til nemenda, en styrkir án efa stöðu
þeirra á vinnumarkaðinum.
| Kvöldnámskeið byrjar 7. janúar |
Win 7/8 og Network+ - 108 stundir - Verð: 169.000.-
Markmiðið með þessu námskeiði er að nemendur öðlist færni og kunnáttu til
að setja upp og hafa umsjón með tölvum sem keyra á Windows stýrikerfinu.
Nemendur öðlast einnig viðtækan skilning á netkerfum og geta leyst vandamál
sem að þeim snúa. Auk þess er kynntur fyrir nemendum Windows 2012 Server.
Eftir námið á nemandi að geta séð um rekstur minni eða meðalstórra tölvuneta.
| Morgunnámskeið byrjar 27. feb. | Kvöld- og helgarnámskeið byrjar 26. feb. |
Fornám í forritun - 108 stundir - Verð: 149.000.-
Forritun er fjölbreytt, skapandi, alþjóðleg og skemmtileg starfsgrein sem stöðugt
virðist vanta nýja starfskrafta. Markmiðið með þessu námskeiði er að undirbúa
nemendur fyrir Diplomanám í forritun og einnig að gera nemendum betur kleift
að meta hvort þeir hafi áhuga og getu til að halda áfram á þessari braut. Til
þess að komast áfram í diplomanámið þurfa nemendur að ná lágmarkseinkunn
í þeim prófum sem lögð eru fyrir.
Stúdentspróf eða hliðstæð menntun veitir beinan aðgang í Diplomanámið.
| Kvöld- og helgarnámskeið byrjar 8. apríl |
Diplomanám í Forritun - 282 stundir - Verð: 399.000.-
Öflugt starfsnám þar sem leitast er við að leggja traustan þekkingargrunn og
byggja ofan á hann með skriflegum og verklegum æfingum. Að námi loknu eiga
nemendur að hafa góða undirstöðuþekkingu og yfirsýn yfir þær aðferðir sem
helst eru notaðar í nútíma hugbúnaðargerð og vera í stakk búnir að sækja um
starf á þessu sviði.
Námið byggir á stöðluðum námskeiðum frá Microsoft og að námi loknu eiga
nemendur að vera færir að taka 3 alþjóðleg próf.
| Kvöld- og helgarnámskeið byrjar 4. febrúar |
Tölvuviðgerðir - 78 stundir - Verð: 129.000.-
Nám fyrir þá sem vilja hasla sér völl á viðgerðarsviðinu. Verklegur undirbúningur
fyrir A+ gráðurnar frá Comptia. Eftir námið eiga nemendur að vera í stakk
búnir að uppfæra, bilanagreina og gera við tölvubúnað, ásamt því að setja upp
viðeigandi stýrikerfi og koma tölvum í netsamband.
| Morgunnámskeið byrjar 28. jan. | Kvöld- og helgarnámskeið byrjar 27. jan. |
MCSA kerfisstjórnun - 185 stundir - Verð: 329.000.-
MCSA námið er fyrir þá sem vilja starfa sem sérfræðingar við umsjón Microsoft
netkerfa. Markmiðið með náminu er að nemendur læri undirstöðuatriði við
rekstur og hönnun netkerfa byggðum á Windows stýrikerfinu og geti að náminu
loknu tekið þau þrjú alþjóðlegu próf sem innifalin eru og þarf til að fá gráðuna:
„Microsoft Certified Solutions Associate“
| Morgunnámskeið byrjar 28. jan. | Kvöld- og helgarnámskeið 27. eða 28. jan. |
TÆKNINÁM NTV SKILAR ÁRANGRI!
„Ég hafði komið víða við í vinnu.
Síðasta starfið fyrir námið hjá
NTV var kokkastarf. Eftir Kerfis-
stjórabrautina fékk ég frábært
starf hjá Isavía.“
Guðni Thorarensen
Kerfisstjóri hjá Isavía
„Ég tók Diplómanám í forritun
samhliða meistaranámi í Bóka-
safns- og upplýsingafræði í HÍ.
Hjá NTV lærði ég þá undirstöðu
í forritun sem ég þurfti.“
Hrafn H. Malmquist
Sérfræðingur hjá Landsbókasafni
Björn Þórsson Björnsson
Tæknimaður hjá Advania
„Ég fékk nóg af bakstri, þeirri iðn
sem ég lærði. Ég ákvað því að
venda kvæði mínu í kross og læra
kerfisstjórn hjá NTV. Það nám
hefur opnað nýjar dyr fyrir mig.“
Skráningar á vorönn standa yfir
NÝI TÖLVU- OG VIÐSKIPTASKÓLINN – VIÐURKENNDUR EINKASKÓLI Á FRAMHALDSSKÓLASTIGI
HLÍÐASMÁRA 9 : KÓPAVOGI : SÍMI 544 4500 : NTV.IS