Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2013, Síða 10
10 Fréttir 22.–24. nóvember 2013 Helgarblað
Vilja fella
niður tolla
Þingflokkur Bjartrar framtíðar
hefur lagt fram frumvarp sem
gengur út á að afnema tolla og
vörugjöld á sojamjólk, hrísmjólk,
möndlumjólk og haframjólk.
Þetta kemur fram í tilkynningu
frá Bjartri framtíð. Þar er vitnað
í greinargerð frumvarpsins þar
sem meðal annars kemur fram
að neysla mjólkurafurða hafi auk
ist að undanförnu. Útlit sé fyrir
að fyrirtæki í mjólkurvinnslu
muni af þeim sökum kaupa um
3 milljónir lítra mjólkur um
fram greiðslumark á líðandi ári.
„Ákveðinn hópur fólks getur hins
vegar ekki neytt mjólkur vegna
mjólkurofnæmis eða mjólkur
óþols. Fyrir þennan hóp eru stað
gengdarvörur mjólkur mikil
vægur þáttur þess að viðhalda
eðlilegum lífsgæðum. Hið sama
gildir um þá sem kjósa að neyta
ekki mjólkur af öðrum ástæðum,“
segir í tilkynningu Bjartrar fram
tíðar. Þá kemur fram að helstu
staðgengdarvörur mjólkur séu
innflutt sojamjólk, hrísmjólk,
möndlumjólk og haframjólk. Um
talsverður verðmunur er hins
vegar á innlendri kúamjólk og
staðgengdarvörum hennar. Einn
lítri af hreinni sojamjólk kostar
til dæmis 369 krónur í einum af
leiðandi stórmörkuðum á höfuð
borgarsvæðinu en einn lítri af ný
mjólk kostar 128 krónur og einn
lítri af léttmjólk 115 krónur. Verð
á staðgengdarvöru mjólkur virð
ist því vera allt að því þrefalt verð
kúamjólkur.
Opna snemma í
Hlíðarfjalli
Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli ofan
Akureyrar verður opnað í dag,
föstudag, klukkan 16 – viku á
undan áætlun. Í tilkynningu frá
Akureyrarstofu kemur fram að
þétt snjóalög séu nú í Hlíðarfjalli
og gott skíðafæri. Þá er veðurspá
in hagstæð fyrir helgina en spáð
er kulda, hægviðri og úrkomu
lausu veðri.
„Aðstæður hér eru alveg frá
bærar miðað við árstíma,“ segir
Guðmundur Karl Jónsson, for
stöðumaður skíðasvæðisins, í til
kynningunni. „Hér hefur kyngt
niður snjó suma daga og aðra
daga hefur verið nístingsfrost
og þá framleiða snjóbyssurnar
tíu snjó allan sólarhringinn, villt
og galið. Það er því mikill hug
ur í okkur hér í Hlíðarfjalli og við
hlökkum mikið til að taka á móti
fyrstu gestunum.“
Svara pyntinganefndinni
n Íslensk stjórnvöld fara yfir gagnrýni á málefnum fanga á Íslandi
Í
slensk stjórnvöld hafa nú
svarað athugasemdum í skýrslu
pyntinganefndar Evrópuráðsins,
en nefndin lagði fyrir stjórn
völd spurningar eftir reglubundna
heimsókn hingað haustið 2012.
Athugasemdirnar varða stöðu fang
elsismála, löggæslu, framkvæmd
útlendingalaga og lögræðislaga og
nauðungarvistana hér á landi. Eftir_
liti nefndarinnar er þannig háttað að
þegar nefndin hefur samþykkt skýr
slu vegna heimsóknar til ríkis er við
komandi stjórnvöldum send skýr
slan. Þá er stjórnvöldum gefið tóm
til þess að skila nefndinni greinar
gerð vegna skýrslunnar og bregðast
við athugasemdum, tilmælum og
frekari beiðni um upplýsingar sem
nefndin fjallar um á fundi sínum.
Pyntinganefndin gerði
athugasemdir við stöðu heilbrigðis
mála í fangelsum, sagði þau vera
undirmönnuð og óskýrt verklag vera
ríkjandi. Þá gerði hún athugasemdir
við aðgengi fanga að geðheilbrigðis
þjónustu, og taka íslensk stjórnvöld
undir athugasemdir nefndarinnar
og segja að ýmislegt megi betur fara.
Nefndin gerði einnig
athugasemdir við að konur og karlar
afplánuðu dóma í sömu fangelsum,
en afstaða íslenskra stjórnvalda er
sú að það sé ekki grundvallaratriði
að aðskilja kynin. Þá segjast íslensk
stjórnvöld hafa tryggt það að nú geti
allir fangar farið út að deginum til.
Nefndin hvatti til þess að íslensk
stjórnvöld hættu að vista unga
fanga í fangelsum og að byggt yrði
nýtt fangelsi í Reykjavík. Stjórnvöld
segja að unnið sé að því að koma
á fót reglugerð um vistun ungra
fanga, enda hafi Barnasáttmáli
Sameinuðu þjóðanna verið lög
festur hérlendis. n
astasigrun@dv.is
Margar athugasemdir
Pyntinganefndin gerði
margar athugasemdir við
aðstöðu fanga.
Enginn leigumarkaður
á Suðurnesjunum
Þ
etta er skelfilegt ástand, það
er bara ekkert til leigu,“ segir
Sigurður V. Ragnarsson hjá
Leigumiðlun Suðurnesja.
Leigumarkaðurinn á
Suðurnesjum hefur verið í algjör
um lamasessi frá árinu 2010 eða frá
því mikil fjölgun varð í nauðungar
sölum á þessu svæði. Leigumiðlar
ar hafa ekki haft neinar eignir á skrá
hjá sér og þá hafa leiguvefir ekki
haft neinar fasteignir á skrá í tölu
verðan tíma. Slegist er um hvern
lausan fermetra á meðan Íbúða
lánasjóður á, samkvæmt mánaðar
skýrslum sjóðsins, 386 auðar íbúðir
á Suðurnesjum.
Ítrekað óskað eftir samstarfi
„Við höfum ítrekað óskað eftir því
við Íbúðalánasjóð að eiga samstarf
um lausnir varðandi eignir sjóðs
ins,“ segir Árni Sigfússon, bæjarstjóri
Reykjanesbæjar, og hefur hann bent
á ýmsar leiðir til þess.
„Sérstaklega óíbúðarhæft hús
næði sem væri hægt að vinna frekar
með og einnig leiðir til þess að skapa
fólki möguleika til að nýta auðar
íbúðir,“ segir Árni.
Samkvæmt mánaðarskýrsl
um sjóðsins á hann 811 eignir á
Suðurnesjum og þar af eru 125 óí
búðarhæfar.
„Íbúðalánasjóður hefur hvorki
viljað selja eða leigja heldur hefur
þetta bara staðið tómt og sett leigu
markaðinn í hnút. Leiguframboðið,
sem hefur verið lítið sem ekki neitt,
hefur þrýst verðinu upp. Hér gildir
bara lögmálið um framboð og eftir
spurn,“ segir Sigurður, ekki sáttur við
gang mála.
Engin í gær
Flestir þeirra sem leita sér að leigu
húsnæði kíkja á vef Morgunblaðsins
og Vísis en þar eru leitarvélar sem
tengdar eru inn í sama gagna
grunninn. Íbúðalánasjóður hefur
nýtt sér þessar leiðir til að koma fast
eignum í leigu en á miðvikudag var
engin íbúð til leigu á Suðurnesjum.
Ekki einu sinni verslunarhúsnæði.
Blaðamaður DV sendi fyrirspurn
til Íbúðalánasjóðs vegna máls
ins og var sjóðnum tjáð að engin
íbúð væri til leigu á Suðurnesj
um, hvorki frá sjóðnum, bönkun
um eða lífeyrissjóðunum. Það þætti
því undarlegt í ljósi þess að sjóð
urinn eigi um það bil 386 auðar
íbúðir á Suðurnesjum sem ekki eru
flokkaðar óíbúðarhæfar.
Hreyfing á hlutina
Fyrirspurn blaðamanns virðist hafa
komið hreyfingu á hlutina því sam
kvæmt svari Íbúðalánasjóðs áttu 20
til 25 eignir að detta inn á leigumark
aðinn á Suðurnesjum í dag, föstudag.
Sigurður segir ferlið taka allt of
langan tíma og að sumar af þessum
íbúðum sem nú standa auðar hefðu
átt að fara í leigu fyrir þremur árum:
„Það eru hundruð íbúða sem standa
hér tómar og hafa gert það frá árinu
2010.“
Fjölgun í bænum
„Þrátt fyrir þetta þá hefur fjölgað í
bænum okkar,“ segir Árni Sigfússon,
en íbúar eru í kringum 14.400 talsins.
„Við skiljum að málið er flókið en
vonumst til að svörin fari þó að ber
ast,“ segir Árni.
En Árni er ekki sá eini sem bíður
eftir svörum því Sigurður er orðinn
langþreyttur á að svara örvæntingar
fullu fólki tíu sinnum á dag með
sömu ræðuna: „Veit ekkert leiðin
legra en að hafa ekkert fyrir þetta fólk
sem hringir í mig.“
Hvað eru margar íbúðir til leigu
hjá Leigumiðlun Suðurnesja?
„Ekki nein íbúð.“ n
n 386 auðar íbúðir hjá Íbúðalánasjóði n „Skelfilegt ástand“
Atli Már Gylfason
blaðamaður skrifar atli@dv.is
Íbúðir Íls. á
Suðurnesjum
Samkvæmt mánaðarskýrslu
miðaða við október 2013
→ 299 í leigu
→ 386 auðar
→ 125 óíbúðarhæfar
→ 1 í vinnslu
→ 811 samtals
„Þrátt fyrir þetta
þá hefur fjölgað í
bænum okkar.
Ekkert til leigu Ekki ein
íbúð var til leigu á fimmtu-
daginn á öllu Reykjanesinu.
Árni Sigfússon
Bæjarstjóri
Reykjanesbæjar
vill samstarf við
Íbúðalánasjóð um
lausnir varðandi
eignir sjóðsins.