Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2013, Page 30
Þ
að var þó ekki fyrr en hringt
var í hana frá utanríkisráðu
neytinu að hún vissi hvað
dóttir hennar hafði í bígerð.
Minningin um næstu daga
er í móðu og hún man ekki mikið af
því sem á eftir kom. Það var svo eft
ir fyrstu heimsóknina í fangelsið sem
líkaminn gaf sig og hún fékk hjarta
áfall. Þessi reynsla hefur breytt sýn
hennar á lífið og nú rígheldur hún í
bjartsýni og von um að eitthvað gott
geti mögulega komið út úr þessu.
Annars verður tilhugsunin um dóttur
í fangelsi óbærileg.
Næstu dagar í móðu
„Aðalsteina fór frá mér í ágúst,“ segir
Hanna Gréta. „Hún sagðist vera á leið
til Svíþjóðar að hitta pabba Gunnhild
ar og myndi síðan flakka eitthvað um
með þeim. Seinna komst ég að því að
hún hafði aldrei fariðtil Svíþjóðar. Ég
hefði kannski átt að fylgjast betur með
því sem hún var að gera en ég hafði
enga ástæðu til að vantreysta henni.
Síðan kom á daginn að sagan stóðst
ekki og ég gekk á hana. Þá kom í ljós að
hún var í Brasilíu.
Mér datt þó aldrei til hugar að hún
væri að aðhafast eitthvað þessu líkt. Ég
hefði í það minnsta aldrei viðurkennt
það fyrir sjálfri mér. Að sjálfsögðu vil ég
treysta barninu mínu. Næsta sem ég
vissi var að ég fékk símtal frá utanríkis
ráðuneytinu – Aðalsteina hafði verið
tekin með dóp.“
Hanna Gréta vann um þær stund
ir á leikskóla og var í vinnunni þegar
hún fékk símtalið – um klukkan fjög
ur. „Ég var að ganga frá með litla snót
með mér þegar ég svaraði í símann.
Þar stóð ég grátandi með símtólið í
hendinni þegar samstarfskona mín
kom að mér. Til allrar hamingju var
langt liðið á vinnudaginn og ég gat
fljótlega látið mig hverfa. Ég fór heim
til mömmu og sagt henni allt af létta.
Síðan hringdi ég í föður Aðalsteinu.
Þetta var svolítið skrýtið. Þetta kvöld
og næstu dagar á eftir eru í móðu. Ég
veit varla hvað ég gerði. Í marga daga
á eftir komst ég áfram á vananum – fór
í vinnuna, hugsaði um börnin mín, en
ég svaf ekki í margar nætur og það kom
að því að ég þurfti að hvílast.“
Bugaðist undan álagi
Aðalsteina var handtekin í byrjun nóv
ember og var enn í gæsluvarðhaldi um
jólin. Nú styttist aftur í jólin og Hanna
Gréta segir að hún geti varla hlakkað
til. „Jólin voru frekar ömurleg í fyrra.
Við sátum við matarborðið og dóttir
mín var ekki þar, heldur í fangelsi í
Tékklandi. Hennar var sárt saknað og
þetta var frekar súrrealísk upplifun. Ég
fann fyrir samviskubiti yfir því að ætla
að reyna að njóta jólanna þegar ég
vissi ekki einu sinni hvað hún fengi að
borða. Og það voru jól. Þú getur ekki
notið þess. Mér leið mjög illa.“
Eftir jól og áramót án Aðalsteinu
ákvað Hanna Gréta að halda utan í
lok janúar. „Þegar ég var komin út var
álagið svo mikið að ég veiktist. Ég hélt
að ég væri að fá flensu en þegar ég kom
heim viku seinna fór móðir mín með
mig upp á heilsugæsluna. Þar var ég
sett í hjartalínurit sem sýndi ekki mik
ið en ég var engu að síður send nið
ur í spítala til frekari skoðunar. Þar
kom í ljós að ég þurfti að fara í hjarta
þræðingu og fékk tíma eftir helgi. Þetta
var á föstudegi.
Þegar læknirinn sá stöðuna sendi
hann mig hins vegar tafarlaust með
sjúkrabíl niður á Hringbraut í hjarta
þræðingu. Þar datt ég út og gekkst
undir bráðahjartaaðgerð og var haldið
sofandi í tólf daga. Þannig að þetta tók
sinn toll.“
Þráði að heyra í henni
Bataferlið var langt og strangt. Hanna
Gréta var á spítala í tuttugu daga og í
átta vikur mátti hún varla hreyfa sig.
Í kjölfarið varði hún fimm vikum á
Reykjalundi og fer enn til sjúkraþjálfa
þrisvar í viku. „Ég er engan veginn
búin að ná heilsu en ég get gert það
sem ég ætla mér, hugsað um mig og
börnin.“
Erfiðast var samt að bíða eftir sím
tali frá Aðalsteinu. „Hún hringdi og
talaði við pabba sinn daginn sem ég
vaknaði. Síðan beið ég og beið eftir
næsta símtali. Ég þráði að heyra í
henni en gat ekki hringt út og það var
mjög erfitt.“
Aðalsteina hefur líka verið dugleg
að senda mömmu sinni bréf. „Ég bíð
alltaf eftir bréfunum hennar og ég
geymi þau öll. Í þessum bréfum segir
hún mér frá því sem hún er að gera í
fangelsinu sem er ekki merkilegt. Best
finnst henni að fá að þrífa. Stundum
segir hún að sér líði illa en hún ber sig
sem betur fer vel.“
Sá dóttur sína í járnum
Hanna Gréta hefur farið þrisvar út að
hitta dóttur sína á þessu ári sem liðið
er frá því að hún var handtekin. Hún
var viðstödd dómsuppkvaðninguna
og segir að það hafi verið mjög skrýtið
að sjá dóttur sína í handjárnum í fylgd
vopnaðra manna. „Þetta er ekki mynd
sem maður vill hafa í huga af barninu
sínu. Í járnum og með mönnum með
skammbyssur. Það er mjög skrýtið.“
Þegar dómur féll var varla að þær
næðu að skiptast á orðum. „Hún var
fangi og ég var bara viðstödd réttar höld
þannig að það var ekki í boði að við
spjölluðum saman. En ég sagði henni
að hún hefði staðið sig vel í réttar
höldunum. Og fékk að fara í heim
sókn næsta dag. Í raun má hún bara
fá heimsókn á hálfs mánaðar fresti en
þegar ég fer út þá hef ég fengið að hitta
hana tvisvar sinnum á skömmum tíma
því ég kem svo langt að. Þá má ég vera
hjá henni tvo tíma í senn. Auðvitað
myndi ég gjarna vilja geta farið oftar út
en það er ekki í boði þar sem ég stend
ekki undir kostnaðinum. Það borgar
þetta enginn nema ég og ég er ekki að
vinna eins og staðan er núna.“
Vill fá hana heim
Hanna Gréta horfist í augu við gjörð
ir dóttur sinnar og segir að þær séu
rangar. Það beri að refsa henni fyrir
það sem hún gerði en helst hefði hún
viljað fá hana heim. „Það var mjög
erfitt að vera úti og hlýða á dóminn.
Dómurinn var þyngri og refsingin
harðari en við áttum von á. Ég var að
vonast til að geta farið að vinna í því
að á hana heim en á meðan málið er
í áfrýjunarferli er ekkert hægt að gera.
Ekki fyrr en endan leg niðurstaða ligg
ur fyrir. Ég vil fá hana heim. Hún er
barnið mitt og ég vil ekki að hún dúsi
í fangelsi erlendis. Ég vildi óska þess
að ég ætti þess kost að geta heimsótt
hana og að bræður hennar fengju að
sjá hana. Hún hefur ekki séð litla bróð
ur sinn í heilt ár.“
Aðalsteina á tvo yngri bræður sem
eru henni sammæðra. Annar er fimm
ára og hinn er þrettán ára. „Ég þurfti
að segja honum hvað systir hans gerði.
Við búum í litlu sveitarfélagi og þetta
var á allra vörum. Það voru allir að tala
um þetta í skólanum og hann þurfti að
takast á við það.“
Vonsvikin
Hún segist ekki vera reið út í dóttur
sína. „Ég er ekki beint reið út í hana.
En ég er vonsvikin. Ég veit ekki hvað
olli þessu. Ég veit bara að hún tók
ákvörðun og þarf nú að taka af
leiðingunum.“
Hanna Gréta segist finna fyrir því
að skuldinni sé gjarna skellt á foreldr
ana þegar börnum verður á. „En á
meðan ég veit sannleikann þá tek ég
það ekki nærri mér. Aðalsteina fékk
gott uppeldi og ég reyndi allt til þess að
beina henni aftur inn á rétta braut. Ég
veit ekkert af hverju hún ákvað að gera
þetta eða um hvaða fjárhagsáhyggjur
hún er að tala.
Á einhverjum tímapunkti fékk hún
nóg af því að vera góða stelpan og gerði
uppreisn gegn því. Hún var týpískur
unglingur en síðustu ár hefur hún ver
ið svolítið óstýrilát, hefur stungið af að
heiman og ég hef þurft að láta lýsa eft
ir henni. Þetta byrjaði smám saman en
vatt stöðugt upp á sig og endaði svona.
Vegna þessa hef ég farið í gegnum til
finningalegan rússíbana og það er var
mjög erfitt. Enda gekk það fram af mér
að lokum. Þegar allt hrundi hætti lík
aminn að starfa. Auðvitað hefur það
áhrif ef þú ert að glíma við langvarandi
stress og áhyggjur og ert lengi und
ir álagi. Ég er búin að glíma við þetta
í fimm ár, en grunaði aldrei að þetta
myndi enda svona illa.“
Reynir að halda í jákvæðni
Hanna Gréta er þess fullviss að dótt
ir sín sé fórnarlamb glæpamanna.
„ Auðvitað hefðu þeir getað gert þetta
sjálfir en það var auðveldara fyrir þá að
borga tveimur stúlkukindum smápen
ing til að taka áhættuna fyrir þá. Síðan
sitja þeir einhvers staðar núna og hafa
það náðugt á meðan þær dúsa í fang
elsi. Ekki það, auðvitað átti hún ekki að
gera þetta.
Enda segist hún sjá mjög eftir því
sem hún gerði og ég vil trúa því að hún
láti sér þetta að kenningu verða. Ég sé
að hugarfarið er að breytast og hún er
farin að sjá að það er annað og meira
í þessu lífi en þessir svokölluðu vinir
hennar og lífið með þeim.“
Sjálf hefur hún lært mikið af þessari
reynslu. „Þetta hefur kennt mér að vera
fordómalaus gagnvart börnum í þess
um aðstæðum. Ég hef fullan skilning á
stöðu foreldra barna í þessum aðstæð
um. Ég dæmi aðra ekki eins hart. Enda
held ég að enginn myndi gera það eftir
að hafa lent í þessu sjálfur.
Síðan hefur þetta kennt mér að
lífið er stutt. Ef ég hugsa ekki um mig
þá gerir það enginn. Ég þarf að vera
til staðar til þess að hugsa um börn
in mín. Þannig að ég reyni að taka
Pollýönnu á þetta, hugsa jákvætt og
er mikið jákvæðari en ég var. Núna vil
ég bara að Aðalsteina komi heim og
fara að vinna að því að byggja hana
upp aftur. Ég veit að það er enn von til
þess að hún öðlist betra líf, en til þess
er ekki nóg að hún dúsi bara í ein
hverju fangelsi. Hún þarf að fá annað
tækifæri.“ n
Ég þráði að
heyra í henni
30 Fólk 22.–24. nóvember 2013 Helgarblað
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir
ingibjorg@dv.is
Viðtal
Hanna Gréta Jóhannesdóttir er móðir Aðal-
steinu. Hún taldi að dóttir sín væri stödd í Svíþjóð með
vinkonu sinni og föður hennar en annað kom á daginn.
„Hún er barnið mitt
og ég vil ekki að hún
dúsi í fangelsi erlendis
Ömurleg jól Hanna
Gréta segir að tilhugsunin
um jól án Aðalsteinu sé
erfið. Síðustu jól hafi verið
ömurleg og hún hafi bæði
saknað dóttur sinnar og
fundið fyrir samviskubiti
þar sem hún vissi af henni
í svo erfiðum aðstæðum.
MyNd SigtRygguR ARi