Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2013, Qupperneq 32

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2013, Qupperneq 32
32 Fólk 22.–24. nóvember 2013 Helgarblað Þ að er þyngra en tárum taki að fylgjast með því hvernig drengurinn minn hefur villst af braut. Þetta er ekki eina klandrið sem hann hef- ur komið sér í á allra síðustu misser- um án þess að nauðsynlegt sé að fara nánar út í það hér. Kjarni málsins er að það kom rof í trúnaðarsamband okkar og undanfarna mánuði höf- um við lítil sem engin samskipti haft. Hann hefur lokað á mig. Þó ég þekki ekki Hendrik lengur fyrir sama mann veit ég innst inni að hann er góður drengur og ég á mér þá ósk heitasta að hann sjái að sér. Áður en það verð- ur um seinan.“ Erfitt að heyra sannleikann Svo hljóða orð Hermanns Gunnars- sonar heitins um son sinn Hendrik. Þung orð og full vonbrigða. Það hlýtur að vera Hendriki erfitt að lesa þessi orð sem standa í nýút- kominni ævisögu um föður sinn. Sér í lagi þegar orðin standa nú sem loka- orð til hans eftir sviplegt fráfall. „Auðvitað er það erfitt. Honum fannst líka erfitt að hlusta á mig þegar ég benti honum á vankanta hans. Við vorum báðir í þessum blekkingarleik og fannst erfitt að heyra sannleikann,“ segir Hendrik. Sat í fangelsi vegna fjársvika Hann er líkur föður sínum, ekki ein- göngu í útliti heldur einnig fasi. Það er stutt í brosið og hann leitast við að létta andrúmsloftið. Hann tekur á móti blaðamanni í fallegu atvinnu- húsnæði í Faxafeni. Hann er með kveikt á kertaljósum og býður upp á kaffi og súkkulaði. Hann er nýlega bú- inn að koma sér fyrir. Er aftur að finna sér stað í samfélaginu eftir að hafa af- plánað fangelsisdóm. Hendrik sat drjúgan hluta ársins í fangelsi vegna fjársvika. Hann sat í fangelsi þegar faðir hans dó og vegna ágreinings þeirra feðga í upphafi árs reyndist Hendriki afskaplega erfitt að takast á við fráfall hans. „Ágreiningur reis vegna verkefnis sem við tókum þátt í saman og pabbi varð reiður út í mig sem aldrei fyrr í upphafi árs. Sambandið okkar á milli var mjög stirt, ég reyndi ítrekað að ná sambandi við hann aftur og á afmæli mínu í mars hringdi hann loksins. Þá töluðum við saman og gerð- um upp okkar mál og heyrðumst svo sem eftir það. Hann sýndi mér væntumþykju í þessu símtali og því var ekki beint eitthvað sem átti eftir að segja þegar pabbi dó, en við ætl- uðum aftur að fara að gera eitthvað saman og síðustu mánuðir hjá okk- ur hefðu alveg getað verið betri. Við vorum nánir áður fyrr og það komu brestir í sambandið sem ekki voru að fullu grónir.“ Ástarhaturssamband „Mamma kom í fangelsið og færði mér fréttirnar. Það tók rosalega á. Ég sakna hans,“ segir hann og það er eins og léttleikinn gufi upp á einu auga- bragði – um stund. Hendrik horfir niður þegar hann ræðir um samband sitt og föður síns. „Samband mitt og pabba var allt öðruvísi en samband hans við hin börnin. Það var ástarhaturssamband. Við erum svo líkir. Hann er eins og ég, við vorum báðir brynjaðir og lugum að ástvinum okkar. Við sáum í gegn- um hvorn annan. Við þoldum ekki að fólk sæi sann- leikann og vildum ekki vera í sam- bandi við þá sem það gerðu.“ Þegar Hendrik talar um sann- leikann þá er hann að tala um sjúk- dóminn sem hann og faðir hans sál- ugi glímdu báðir við. Alkóhólismann. „Ég vissi alveg strax hvað klukkan sló, búinn að vita hvað hann var að gera lengi. Það vissu systur mínar ekki. Eða þjóðin. Hann gat blekkt alla aðra, en ekki mig.“ Pabbi hjálpaði alltaf Hermann heitinn vildi hjálpa syni sínum að ná áttum og í samtali þeirra stuttu áður en hann fór til Taílands fullvissaði hann Hendrik um að þeir tveir myndu fara í gegnum erfiðleik- ana saman eins og þeir höfðu oft gert áður. „Ég hef valdið svo miklum von- brigðum í gegnum tíðina vegna sjúk- dóms míns og pabbi hefur alltaf viljað hjálpa mér. Hann kom mér í meðferð fyrir nokkrum árum og af henni hlaut ég mikinn bata. Ég hef verið edrú í nærri þrjú ár. En sjúkdómurinn er slyngur og hann hefur markað líf mitt. Það er svo margt sem ég hef gert rangt og ég verð mörg ár að vinna mig út úr vandanum og öðlast traust fólks á ný. Pabbi sagði það við mig að við myndum fara í gegnum þetta allt saman eins við höfðum gert áður. Það var gott að heyra því nokkru áður hafði hann ekki sagst vilja sjá mig aftur. Hann var svo reiður út í mig. Hann vildi ekki sjá mig fara sömu leið og hann. Þess vegna hefur hann hjálpað mér oftar en einu sinni í með- ferð. Það hefur aldrei komið fyrir mig á minni lífsleið að hann segði nei. Hann bauð mér alltaf hjálp.“ Tókust á um drykkjuna Það er aftur létt yfir Hendriki og það þrátt fyrir að hann haldi áfram að ræða erfiða sögu þeirra feðga. Hend- rik vissi vel þegar faðir hans byrjaði aftur að drekka og tókst á við hann þess vegna. „Það mátti aldrei segja neitt við hann. Hann var löngu byrjaður að drekka. Hann byrjaði aftur að drekka 2006 eða 2007. Ég sagðist vita það og þá tókumst á. Við þekktum hvorn annan inn og út. Ég var stuttu síðar kominn í sömu spor og hann. Komin með þessa skel og ég nennti aldrei að hlusta á aðra. Ég gaf ekki færi á mér, þá fékk ég held- ur ekki óþægilegar spurningar. Það var mín aðferð og held ég föður míns líka. Ef ég hélt uppi stuðinu og gamn- inu, þá náði enginn að tengjast mér, komast nærri mér.“ Það gefur að skilja að það fer mikil orka í að verjast öðrum með þessum hætti og Hendrik, eins og faðir hans, leitaði í einveruna. „Þetta tæmir mann og þegar mað- ur hefur varist heilu dagana vill mað- ur bara fara og vera einn með sjálfum sér. Ég var eins og hann. Lokaði mig af og vildi ekki fá neinn til mín.“ Mátti ekki horfa á Á tali Samband þeirra feðga var stopult framan af ævi Hendriks. Hann fæddist árið 1975 og er sonur Kristínar Bene- diktsdóttur. Samband Kristínar og Hermanns gekk ekki upp. Hún tók seinna saman við annan mann og bjó um tíma úti á landi, bæði í Búðardal og Borgarnesi. Þeir hittust þó nokkrum sinnum þegar hann var lítill en bundust ekki sterkum böndum fyrr en Hendrik var kominn á unglingsár. Fósturfaðir Hendriks var afbrýðisamur og þoldi illa þrá Hendriks eftir meiri sam- skiptum við Hermann. Það setti strik í reikninginn. „Ég man eftir því þegar pabbi sótti mig og fór með mig á fótboltaleik, þá var ég þriggja eða fjögurra ára gamall. Stundum fékk ég líka að vera á setti í þættinum hans Á tali með Hemma Gunn, en það var þegar ég var orðinn mikið eldri. Ég var sem barn mjög forvitinn um pabba minn en ég mátti samt svo lítið nálgast hann eða tala um hann. Fósturfaðir minn var haldinn mikilli afbrýðisemi og sem dæmi þá mátti aldrei horfa á þáttinn Á tali í sjónvarp- inu. Mér fannst þetta erfitt og auð- vitað var ég uppfullur af reiði vegna þessa sem barn. Á sama tíma þá þótti mér svo óskaplega vænt um móð- ur mína að ég sætti mig við aðstæð- ur okkar. Við vorum alltaf svo miklir vinir, ég og mamma og erum enn. Samt reyndist hann mér ekkert illa, fósturfaðir minn og ég skil hann. Þetta hefur líklega verið erfitt fyrir hann. Pabbi var svo vinsæll.“ Hitti bróður sinn á handboltamóti Hendrik vissi ekki af öllum systkin- um sínum. Honum er minnisstætt þegar hann hitti bróður sinn Dodda á móti í Borgarnesi. Honum fannst það óþægilegt. Hendrik Hermannsson hefur gengið í gegnum mikla erfiðleika á ævinni. Til allrar hamingju hefur hann erft léttlyndi föður síns, Hermanns Gunnars- sonar. Hendrik sat í fangelsi þegar faðir hans dó og höfðu stuttu áður gert upp bresti í sambandi þeirra tveggja. Þeir voru báðir veikir af alkóhólisma og blekktu vini og ættingja. En þeir blekktu ekki hvorn annan. Til þess voru þeir of líkir.„Ég var fullkom- lega siðblindur á þessum tíma „Við sáum í gegnum hvorn annan“ Kristjana Guðbrandsdóttir kristjana@dv.is Viðtal

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.