Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2013, Qupperneq 33
„Ég var mikið í íþróttum og þá var
svolítið mál fyrir mig að vera sonur
Hemma. Ég var í handbolta og þannig
hitti ég fyrst Dodda bróður minn
frá Vestmannaeyjum. Hann kom í
Borgar nes til að keppa og í íþrótta
höllinni varð strax umtalað að þar
væru staddir tveir synir Hemma.
Þetta fannst mér óþægilegt. Þarna
vorum við hvor í sínu horninu, viss
um af hvorum öðrum, en töluðumst
ekki við. Ég veit ekki hvaða skrýtnu
tilfinningar ég bar í brjósti en á þess
um tíma viðurkenndi faðir minn
ekki að Doddi væri sonur hans.
Ég hef mest samband átt við
Björgu systur mína. Pabbi var dug
legur að vera með Björgu því hann
bjó hvað lengst með móður henn
ar. Ég hef svo hitt önnur systkini mín
seinna á lífsleiðinni og eftir andlátið
höfum við einhvern frekari grunn til
að byggja á.“
„Hann var eitt stórt ég“
Samband þeirra feðga átti eftir að
breytast þegar Hendrik flutti með
móður sinni og fósturföður til
Reykjavíkur frá Borgarnesi. Þá var
hann 13 ára.
„Þá urðum við býsna hratt góðir
vinir. Ég var stundum skapbráður og
þá langaði mig til að flytja að heiman
og búa með honum. Það vildi hann
ekki. En við hittumst oftar.
Hemmi var samt aldrei pabbi
minn, hann verður það ekki fyrr en
ég er orðinn rúmlega tvítugur. Ég sá
alveg að honum þótti vænt um mig
en ég sá líka að hann var eitt stórt ég.
Við vorum frekar vinir en feðgar.
Hann gaf mér alltaf afmælisgjafir,
jólagjafir og páskaegg og þannig lag
að. En ég fékk þessar gjafir stundum
nokkrum vikum of seint. Mér fannst
vænt um þetta, það er hugurinn sem
gildir. Hann sendi mér gjafir síðast á
síðasta ári. Hann hætti því aldrei.“
Breyttur maður eftir hjartaáfall
Hendrik vildi feta í fótspor föður
síns og nam fjölmiðlafræði í Fjöl
brautaskólanum í Ármúla. Hann
gafst hins vegar upp á því námi og
fór að læra til þjóns.
„Ég átti ekki gott með að sitja
á skólabekk og fór að vinna sem
þjónn á Hótel Sögu. Það fannst mér
lifandi og skemmtilegt og ég fór til
Noregs að læra til vínþjóns. Sneri
aftur á Hótel Sögu og var þar í nokk
ur ár, þar til ég festi kaup á Skólabrú
2003. Það má segja að ég hafi sett
þann rekstur á svolítið flug áður ég
ég gafst upp á honum, þetta sama ár
hneig pabbi niður og það átti eftir að
breyta ýmsu í okkar samskiptum.“
Hermann fékk hjartaáfall árið
2003 og var dáinn í heilar átta mín
útur. Hann hafði verið í Taílandi
um langan tíma og var í stuttu
stoppi á Íslandi þegar hann hneig
niður og fékk hjartaáfall. Hendrik
var hjá honum á sjúkrahúsinu og
horfði á hann látinn. Hann var líka
með honum þegar hann vaknaði á
sjúkrabeðinum og fylgdist með hon
um taka stórfelldum breytingum.
„Ég var hjá honum á sjúkrahús
inu þegar hann er látinn og það má
segja að frá þeirri stundu, er hann
vaknar, færumst við saman. Þá urð
um við feðgar.
Hann fann að hann var breyttur
maður. Hann hafði öðlast innri ró
sem hann hafði ekki haft áður, og ég
og allir aðrir fundum þessar góðu
breytingar á honum. Mér fannst
þetta stórkostlegt og þessi tími í lífi
hans hefur alltaf gefið mér von.“
Hallar undan fæti
hjá feðgunum
Þrátt fyrir að þeir feðgar hefðu átt
nokkur góð ár saman fór að halla
undan fæti hjá þeim báðum. Her
mann fór aftur að drekka að sögn
Hendriks á árunum 2006 og 2007. Á
sama tíma missti Hendrik tökin á lífi
sínu. Munurinn var sá að Hermann
missti tökin í fjarlægð frá landi og
þjóð en Hendrik fyrir allra augum.
Hann gerði mistök í rekstri
veitingahúss Skólabrúar, hann var
fársjúkur af alkóhólisma og dró sér
fé. Hann var dæmdur af héraðsdómi
árið 2008 til þess að greiða 77 millj
ónir í vörsluskatt vegna rekstrarins
og afplánunina í ár má rekja til þessa
fjárdráttar.
„Árið 2007 fór að halla undan
fæti hjá mér. Ég missti Skólabrú í
gjaldþrot og hafði skotið undan virð
isaukaskatti. Þá var ég komin í mikla
áfengisneyslu. Orðinn dagdrykkju
maður þótt ég sinnti minni vinnu.
Ég kom mér í rugl og bull og var
í röngum félagsskap fyrir nokkrum
árum sem ég hef sem betur fer losað
mig úr. Ég var eins og önnur mann
eskja, eins og einhver skepna sem
vildi bara eiga fyrir næstu kippu þótt
ég þyrfti að svíkja og ljúga til þess. Ég
var fullkomlega siðblindur á þessum
tíma sökum neyslunnar og samband
mitt og pabba bar þess merki.“
Spilaði golf í fangelsinu
Það kom að skuldadögum í lífi Hend
riks. Hann fór í meðferð og á þessu
ári hóf hann afplánun sína og lífið tók
stakkaskiptum.
„Ég var í Kvennafangelsinu í Kópa
vogi fyrstu tvo mánuðina. Ég átti að
fara vestur á Kvíabryggju en vegna
þess að pabbi dó þurfti ég að vera
nærri.
Það var rosalega erfitt að vera í lok
uðu fangelsi í svona langan tíma. Yfir
leitt er þetta stoppistöð áður en þú
ferð í önnur úrræði. En þarna var ég
í tvo mánuði. Samt get ég varla sagt
annað en að þarna hafi verið gott
fólk og vel hugsað um mig þrátt fyrir
fréttaflutning um slæman aðbúnað í
fangelsum á árinu.
Við versluðum þarna inn einu
sinni í viku. Ég sá um eldhúsið á með
an ég var þarna. Þetta gekk vel og nóg
að kaupa inn. Þetta var góður hópur
sem dvaldi þarna á sama tíma og ég.
Síðan fór ég vestur á Kvíabryggju.
Frelsissviptingin er ömurleg en vistin
var betri. Þar var ég með mína tölvu
og minn síma. Þar er 9 holu golfvöll
ur og við eyddum dögunum í að spila
fótbolta, synda í sjónum og njóta úti
verunnar. Á Kvíabryggju eru dyrnar
opnaðar klukkan 7 á morgnana og
þeim lokað 11 á kvöldin. Það var þess
vegna hægt að vera úti allan daginn
og ólíkt dvölinni í Kópavogi þar sem
var leyfð útivera í eina klukkustund á
dag.
Útiveran gaf mér mikið og henni
langar mig að sinna áfram. Ég missti
alveg þrjátíu kíló á þessu ári með betri
lifnaðarháttum og útivera eins og
þessi hefur visst meðferðargildi.“
Verst að missa tökin
Líðan Hendriks hafði verið slæm þar
til hann afplánaði sinn dóm. Kvíði og
skömm hvíldu á honum og flæktu líf
hans. Eftir að hann losnaði úr fang
elsi greiddist úr flækjunum og hann
sá fram á betri líðan og meiri bata.
„Auðvitað er búið að vera erfitt að
hafa þetta yfir sér í öll þessu ár. Svo
var bara ákveðið að drífa í þessu, svo
ég gæti bara farið að lifa lífinu. Eftir á
líður mér betur. Ég er búinn að greiða
mína skuld við samfélagið. Það var
alltaf þessi kvíði og skömm sem ég
var að glíma við og kom mér í enda
laus vandræði og flækjur. En þetta
er ekki það versta sem ég hef geng
ið í gegnum. Það versta var að missa
tökin og finna minn botn. Í dag get ég
horft fram hjá erfiðleikunum og fram
veginn.“
Lærði góða hluti og slæma
Hann segist hafa lært mikið af föður
sínum og þegar hann horfir um öxl
sér hann að það var bæði slæmt og
gott.
„Ég lærði mikið. Kannski var það
vegna fjarlægðarinnar sem var á
milli okkar í æsku að ég var áfjáður
í að líkjast honum. En það var bæði
gott og slæmt sem fylgdi því. Ég lærði
að brynja mig og þurfti seinna að
læra að fella brynjuna. Það hefst ekk
ert upp úr því að fela vandann. Ég
lærði margt gott af honum, hlýleik
ann og léttlyndið og að temja mér að
hafa ekki of miklar áhyggjur.“
Hart gengið að pabba
Honum finnst hart gengið að föður
sínum í nýútkominni ævisögu. Á
sama tíma skilur hann höfund bók
arinnar og það er þess vegna sem
hann ákveður að segja sína hlið af
samskiptum við föður sinn í bókinni.
„Mér finnst þetta ósanngjarnt. Hver
á ekki leyndarmál? Mér finnst að all
ir megi eiga þau fyrir sig. Það stingur
pínulítið. Ég fékk samt að vita að eftir
málinn yrði uppgjör við leyndarmál
in og þess vegna kem ég og segi það
sem ég segi í bókinni. Ég skil höfund
inn því þetta er ævisaga en ekki skáld
saga. Það sem hann segir eftir 2003 er
mikið lygi. Á maður að vera stoltur af
því? Nei. Það er ekki hægt. Hann var
með alls konar skáldskap um hvað
hann var að gera í Taílandi, það var
lygi. En það er sama. Allir eiga sér
leyndarmál. Kannski hefði hann ekki
átt að segja sína sögu, hann var ekki
tilbúinn að fella brynjuna. Ég vona að
þjóðin minnist hans eins og hann var.
Hann vildi engum illt og vildi inni
lega fá fólk til að hlæja og hafa gaman
af lífinu. Það var einlæg ósk hjá hon
um. Hann var náttúrulega sjálfum sér
verstur eins og ég hef verið.“
„Vonandi stend ég
lengur en pabbi“
Hendrik segir aðeins frá rekstrinum
sem hann hefur hafið. Hann rekur
heildsölu og veisluþjónustu og unir
sér vel.
„Mér líður svakalega vel. Í fyrsta sinn.
Ég man ekki eftir því að hafa verið á
þessum stað áður. Ég er staðinn upp
úr ruglinu og vonandi stend ég leng
ur en pabbi. Ég er svo þakklátur því
góða fólki sem ég á að. Mömmu sem
er minn besti vinur og vinum og ætt
ingjum. Ekki síst er ég þakklátur syni
mínum sem gefur mér styrk. Af hon
um er ég stoltur og ætla mér að verða
honum góður faðir .“ n
Fólk 33Helgarblað 22.–24. nóvember 2013„Þar er
9 holu
golfvöllur og
við eyddum
dögunum í að
spila fótbolta,
synda í sjónum
og njóta útiver-
unnar.
Rau›arárstígur 14 · s. 551 0400 · www.myndlist.is
Rafskinna
Unnur Ýrr
Helgadóttir
Tímaflóð
SýningaR í galleRí Fold
auglýSingaR 1933–1957
Opið virka daga 10–18, laugard. kl. 11–16, sunnud. 14–16
Síðasta sýningarhelgi
Síðustu forvöð að koma með
listaverk á stærsta uppboð ársins
sem verður í desember í gallerí Fold
Afbrýðisamur
fósturfaðir „Fóstur-
faðir minn var haldinn
mikilli afbrýðisemi og
sem dæmi þá mátti
aldrei horfa á þáttinn Á
tali í sjónvarpinu.“
„Eitt stórt ég“ „Ég
sá alveg að honum
þótti vænt um mig en
ég sá líka að hann var
eitt stórt ég. Við vorum
frekar vinir en feðgar.“