Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2013, Síða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2013, Síða 44
Í góðu skapi og topp- formi yfir veturinn 44 Lífsstíll 22.–24. nóvember 2013 Helgarblað n Það má líka fjölga klukkustundum í sólarhringnum n Skiptir máli að borða hollt og hvíla sig nóg Ingólfur Sigurðsson blaðamaður skrifar ingosig@dv.is D agarnir styttast og myrkrið tekur völdin. Einhverjir fagna þeirri breytingu, en flestir kunna illa við það og leggja ótalmargt á sig til þess að líða vel. Hávær umræða er í samfélaginu um að seinka klukkunni. DV ræddi við fólk úr ólíkum áttum og lagði fyrir það spurningar um hvernig það hyggist sleppa frá vetrinum í góðu formi og með geðheilsuna í lagi. n Spurningarnar: 1 Hvernig heldur þú þér í góðu formi yfir vetur- inn? 2 Hvernig tryggir þú að geðheilsan sé í lagi nú í skammdeginu? 3 Hvað finnst þér um hugmyndir þess efnis að breyta klukkunni til þess að fá meiri birtu í lífið? Guðmundur Jörundsson fatahönnuður – 26 ára 1 Ég get ekki sagt að ég geri það. Spila fótbolta einu sinni í viku, það er allt og sumt. Þyrfti að vera duglegri. Fer reyndar á skíði á veturna og veiði á sumrin – það er mikil hreyfing en kannski fyrst og fremst andlegt. 2 Nota ekki áfengi, stunda tólf sporin, sæki AA-fundi og reyni að vera góður við annað fólk. 3 Mér er eiginlega alveg sama, er ekki alltaf dimmt? Hætti að pæla í þessu þegar ég kom geðheils- unni í lag. Saga Garðarsdóttir leikkona – 26 ára 1 Ég er mikið í víkingaþreki. Ég fer líka út að hlaupa með Kristínu Tómasdóttur. Svo er ég leikfimiþjálf- ari Saga Class sem er töffaralegasta leikfimifélag Íslands. Það samanstendur af ótrúlega hressum konum. 2 Með því að hreyfa mig rosalega mikið og borða ótakmarkað magn af súkkulaði. Og umgangast fyndið fólk. 3 Ég tek mjög vel í hugmyndir um breytta klukku. Það mætti líka fjölga klukkutímunum í sólarhringn- um. Unnur Eggertsdóttir söngkona – 21 árs 1 Ég er að æfa og kenna dans. Það eru allavega fjórir klukkutím- ar sem fara í það á viku. Síðan reyni ég stundum að fara í ræktina fyrir vinnu. 2 Það er mjög erfitt! Ég er ekki mikil vetrarmanneskja. Ég þoli ekki skammdegið. Á mínu heimili reynum við að hafa kveikt á kertum og pössum að við borðum hollt. Það skiptir svo miklu upp á vellíðan manns. 3 Mér finnst það rosalega fínt. Ég skil ekki af hverju Ísland gerir þetta ekki. Þrátt fyrir að það muni bara einum klukkutíma þá munar það strax miklu upp á að fara í vinnuna og það er kannski orðið pínu bjart úti. Arnar Sveinn Geirsson knattspyrnumaður – 22 ára 1 Ég æfi fótbolta og kemst því eiginlega ekki hjá því að vera í formi – en það sem ég hef komist að á síðustu árum er mikilvægi mataræðis og hvíldar. Það að vera í formi myndi ég segja að væri að vera heilbrigður og líða vel – og þar skiptir máli að borða hollt fæði, hreyfa sig reglulega og hvíla sig nóg. 2 Það hjálpar mikið til að vera í fótbolta, það er það skemmtilegasta sem ég geri og því veitir það mér ánægju í gegnum skammdegið. Svo er það bara að vera jákvæður, það getur glatt mann ansi mikið að vera ekki að pirra sig á hinu og þessu sem við höfum enga stjórn á. 3 Held að það sé eina vitið, þá er maður vakandi aðeins lengur í birtunni og þar sem löndin í kringum okkur gera það sé ég ekki af hverju við ættum ekki að gera það. Mynd Sigtryggur Ari Mynd Fótbolti.net Mynd Sigtryggur Ari Mynd Sigtryggur Ari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.