Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2013, Qupperneq 46

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2013, Qupperneq 46
46 Lífsstíll 22.–24. nóvember 2013 Helgarblað F leiri Flestir líta á gott fæði fyrst og fremst út frá nær­ ingargildi og ferskleika. Það væri svo sem í lagi ef líka væri passað upp á fjöl­ breytileikann. Vítamín og alls kon­ ar lífræn bætiefni í grænmeti, ávöxt­ um og jurtum, sem líkaminn þarf til daglegra viðgerða og endurupp­ byggingar, í samspili við ónæmis­ kerfið. Eins gegn árásum óæski­ legra örveira og mengunarefna sem við vitum ekki alltaf hvaðan eru upprunnin. Við reisum þannig okk­ ur eigin eldveggi í nánum tengslum við næringuna og umhverfið. Þrávirk efni safnast upp Við þurfum ekki síður að hafa áhyggjur af ýmsum lífrænum efnum sem við sjálf framleiðum í iðnaði, en sem safnast geta fyrir í okkur og umhverfinu. T.d. þrávirk, lífræn efni eins og PFC­efnin og hormónalíku plastefnin (hormónahermar). Eins alls konar rykefni og örefni (nano products) sem eru svo lítil að þau ná að smygla sér inn í frumurnar eins og Trójuhestar. Sama á við um skor­ dýraeitur, sýklalyf, rotvarnarefni og ýmsa vaxtarhvetjandi hormóna í matvælum. Efni sem berast m.a. í okkur með kjöti, af misvel þekkt­ um uppruna erlendis frá. Þriðjung­ ur krabbameina er auk þess talinn tengjast slæmu fæðuvali eingöngu, of miklum hvítri sykri og fitu. Efnum fjölgar Uppsöfnun á ýmsum þrávirkum líf­ rænum efnum í náttúrunni er stöð­ ugt að aukast. PFC­efnin hafa verið mikið til umræðu undanfarið. Þau eru mikið notuð innan á skyndi­ bitapakkningar alls konar og sem teflonhúð á eldhúsáhöldum vegna vatns­ og fitufælinna eiginleika. Efni sem líklega geta bælt ónæm­ iskerfi barna og okkar sjálfra. Eins er um að ræða öll hormónalíku plastefnin (þalöt) sem líkt geta eft­ ir hormónum í verkun (hormóna­ hermar). Efni sem notuð eru sem mýkingarefni í alls konar leikföng­ um, plastumbúðum og áhöldum tengdum matargerð, en borist geta auðveldlega í okkur gegnum húð, mat og drykk. Efni sem m.a. draga úr frjósemi dýra og manna, og flýta kynþroska unglingsstúlkna. Verst hvað öll þessi þrávirku efni eru mörg og að þeim skuli alltaf vera að fjölga. Matur til verndar Fæði sem í daglegu tali er kallað „functional food“ erlendis inniheld­ ur hins vegar meira af alls konar líf­ rænum efnum til verndar. Efni sem virka gegn oxun og þránun próteina í frumum okkar og erfðaefninu sem öllu stjórnar. Oxunin er nefnilega stöðugt að verki og óumflýjanleg, ekkert ólíkt og þegar fita þránar og járn ryðgar. Eins á heildrænt fæði að tryggja hagstæðari gerla fyrir flór­ una okkar sem hefur skaddast ein­ hverja hluta vegna, eins og t.d. við sýklalyfjainntöku. Gerla sem hægt er að taka inn sem „probiotics“ í stöðl­ uðu magni. Allt til að bæta það sem á vantar í fæðu okkar. Ljósefni úr fæði Ljósefni, sem ég vil kalla (phytochemicals), eru sérstök nátt­ úruefni úr jurtaríkinu og eru ekki skilgreind sem vítamín eða næring­ arefni til brennslu eða próteinupp­ byggingar, en jafn mikilvæg fyrir okkur á allt annan hátt. Efni sem gefa jurtum sína einstöku eiginleika, tengda lit og lykt. Fyrir utan oft afox­ andi eiginleika eru þau talin hafa hvert um sig sína sérstöku eigin leika m.a. til verndar skemmdum á erfða­ efnum. Vítamín, önnur afoxunar­ efni, steinefni og flóknir efnaferlar með ljósefnunum vernda okkur þannig gegn oxun, hrörnun og öldr­ un. Þegar alvarleg veikindi herja eða við höfum borðað mikið skemmd­ an mat. T.d. brenndan sem við ger­ um allt of oft og sem eykur myndun frírra stakeinda (radíkala) og oxun frumna. Íslenskir tómatar og túrmeric Íslensku tómatarnir eru hlaðnir æskilegum ljósefnum. Eins mætti telja gullinrót (curcumin, öðru nafni tumeric), chili­pipar, engiferrót, hvítlauk, sojabaunir, brokkolí, jafn­ vel kál, vínber, hunang, grænt te og kaffi. Listinn er í raun miklu lengri. Einna mest vitum við um áhrif gull­ inrótarinnar. Hugsanlega sem vernd gegn elliglöpum og Alzheimerssjúk­ dómnum. Jafnvel sem hluta krabba­ meinsmeðferðar og þegar hvað mik­ ilvægast er að byggja hratt upp, það sem rifið hefur verið niður. n Vilhjálmur Ari Arason Af sjónarhóli læknis Brunavarnir okkar og ljós- efnin góðu„Uppsöfnun á ýmsum þrávirk- um lífrænum efnum í náttúrunni er stöðugt að aukast. Máttugir tómatar Íslensku tómatarnir eru hlaðnir æskilegum ljósefnum. Mynd RakEL Osk siguRdaRdOttiR Þitt er valið K jartan Guðbrandsson er einkaþjálfari og hesta­ maður með meiru. Hann er margfaldur Íslands­ meistari í kraftlyftingum og vaxtarrækt. Kjartan hefur unnið til verðlauna á öllum vaxtar­ og afl­ raunamótum sem hann hefur tekið þátt í – en það þykir vera einsdæmi hér á landi. Hann stundar líkamsrækt af kappi eins og starf hans gefur til kynna. Kjartan hefur náð gríðar­ lega góðum árangri í starfi sínu á undanförnum árum. Hann opnaði vefsíðu á dögunum sem snýr að heilsutengdu efni – en þar getur al­ menningur sótt sér hagnýtar upp­ lýsingar sem snúa að líkama og sál. DV spjallaði við Kjartan á dögun­ um um heilsu og hamingju. Hreyfing eykur vellíðan Spurður hvort nauðsynlegt sé að mæta oft í viku í ræktina segir Kjart­ an alla hafa gott af því að hreyfa sig sem allra oftast. „Öllum líður betur af hreyf­ ingu og hreyfing þrisvar sinnum í viku hjá kyrrsetufólki sem er óvant hreyfingu mun að sjálfsögðu auka vellíðan – styrkja bæði andlega og líkamlega og þá má segja að árangri séð náð. En við þurfum að gera gott betur ef vigt, þol, vöðvar, liðleiki, snerpa og kraftur á að taka stökk­ breytingum – þá dugar lítið ann­ að en fimm daga vikunnar. Líkam­ inn aðlagast hreyfingunni og það er í raun best að hreyfa sig oft en ekki of lengi í einu,“ segir Kjartan. Ekki eyða of miklum tíma í ræktinni Helstu mistökin segir Kjartan vera þau að eyða of miklum tíma í rækt­ inni. Betra sé að fara styttri ferðir og hafa gaman af hverri og einni. „Til að ná góðum árangri þarf grunnurinn að vera byggður upp rétt. Leitið ráða hjá fagfólki og æfið með púlsmæli sem sýnir efri og neðri mörk. Ekki eyða of löngum tíma í ræktinni – farðu frekar oftar og vertu skemur í einu og það er lykilatriði að finna hreyfingu sem hentar og manni finnst skemmti­ leg.“ Letifóður Um þessar mundir er kolvetnalaust fæði í tísku og mikil áhersla lögð á mikla hreyfingu. Er hvort tveggja vænlegt til árangurs? Er ráðlegt að lifa á kolvetnislausu fæði til fram­ búðar? „Nútíminn hefur fjarlægt okkur frá náttúrunni hvað hreyfingu varð­ ar, með tölvu, tækjum, öppum, „snöppum“ og ég veit ekki hvað,“ segir Kjartan og kímir. „Það er búið að flýta tímanum, sama á við um mataræði. Við lifum í samfélagi þar sem pítsan er fljót­ ari heim til þín en löggan og mat­ artími og matarvenjur hafa styst en kaloríumagn hefur frekar aukist, hreyfing minnkað og erfðabreyting matvæla og geymsluþol hefur þró­ ast út í hálfgerða letifóðursfram­ leiðslu. Er ekki bara stutt í að það verði opnaður bílalúgubanki? Eitt er víst – fólk er alltaf tilbúið að opna munninn ef ekki til að segja eitthvað sniðugt þá allavega til að borða.“ nammi í morgunmat „Markaðshyggja og máttur aug­ lýsinga er svo mikill að fólk verð­ ur ósjálfrátt samdauna fyrirtækjum sem nýta sér þennan mátt, mjólk er góð, Cheerios er hollt og svo fram­ vegis. Fyrirtæki hugsa fyrst og fremst um að selja vöruna sína. Þau er ekkert rosalega mikið að hugsa um okkur í heilsusamlegum skiln­ ingi. Ég skal endurskoða þetta svar þegar stærsta nammiverksmiðja landsins kemur með lífræna jógúrt með chia­fræjum og goji­berjum í lokinu í staðinn fyrir súkkulaði­ kúlurnar sem eiga að líta út eins og múslí. Við förum oft eftir því sem við viljum heyra og í því samhengi kemur LKL eins og englahópur af himnum ofan.“ Rjómi og smjör „Egg hafa að vísu fengið mjög órétt­ láta útreið í gegnum tíðina, egg eru toppfæða mun betri en kjúllinn sjálfur. Ég ætla alls ekki að draga úr þeim sem þetta stunda, ég fagna öllum sem árangri ná og LKL er kærkominn matarkúr í samfélag sem borðar allt of mikið, sérstak­ lega af kolvetnum. En LKL hentar ekki afreks­ íþróttafólki eða fólki með mikla grunnorkuþörf. Svo er þetta nú einu sinni þannig að við höfum ólíkar þarfir og það sem hentar mér þarf ekki að henta þér. Góðu fréttirnar í þessu öllu saman er að upplýsingaflæði, vit­ neskja, og breidd í vöruúrvali í dag er orðin allt önnur.“ spriklandi gæði Kjartan segir allt of algengt að fólk kjósi að fara fljótu leiðina þegar kemur að því að hugsa um matar­ gerð. „Ég hef val. Ég get stoppað í lúgunni og látið mata mig eða ég hoppa niður í Víði og sæki nýinn­ flutta djúsí ávexti, næ mér í lamb­ hagaspínat eða annað frábært ís­ lenskt grænmeti, fiskbúðirnar eru stútfullar af spriklandi gæðum, kjötvara hér heima er með því besta sem gerist í heiminum, þar set ég villibráð og lamb efst en kjúlla litla neðst. Ekki það að maður eigi eða megi aldrei leyfa sér neitt. Matur­ inn verður að vera góður, ekki nenni ég að borða haframjöl í vatni og strá kanil yfir – ég myndi deyja úr leiðindum, ég stoppa reglulega í bakaríinu, það hefur meira með geðheilsu að gera en heilsu.“ Borðað af trjánum Kjartan leggur áherslu á að fólk kjósi hreina fæðu. „Það líf sem fæðan ber af trján­ um og upp úr jörðinni er sama líf og fæddi okkur inn í þennan heim. Við erum hluti af sömu orku­ keðjunni og tenging okkar í fæðu­ vali þar sem lífsgildi ferskleiki og aukaefnalaus fæða er í forystu er kostur sem lengir líf léttir lund og færir okkur nær því jafnvægi sem við erum sífellt að eltast við. Ef það dugar ekki og við viljum lausnina helst í gær, þá er hætt við allt sem við byrjum á springi í höndunum á okkur og þá erum við að elta strætóinn í stað þess að keyra hann.“ Hefur þú einhver ráð fyrir þá sem vilja koma sér í form fyrir lífs­ tíð? „Viljinn þarf að vera sterkur til þess að ná árangri. Flest náum við árangri í öllu sem við tökum okkur fyrir hendur ef það er ofarlega á „to do“­listanum. Að vera í formi fyrir lífstíð hefur meira með uppgjöf að gera en hörku svita og tár. Sumir eru á hnefanum alla daga og mæta svo í ræktina og eru enn þá á hnefanum og enda stífir, stressaðir og enda þetta blessaða líf fyrr en margur annar. Uppgjöf, sátt og samhljómur huga og líkama í bland við brjál­ aða útrás, sem getur verið í hvaða formi sem er, boxi, MMA, jóga, rækt, bolta, bandí eða hverju sem er, er blanda sem skilar geðheilsu gleði og gæðalífi eins lengi og við nennum að leika okkur.“ n n Þetta þarftu að vita ef þú vilt ná árangri fyrir lífstíð gleði og gæðalíf Kjartan segir árangurinn markast af því hvort fólk gefist upp – eða ekki. Íris Björk Jónsdóttir blaðamaður skrifar iris@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.