Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2013, Side 52
52 Fólk 22.–24. nóvember 2013 Helgarblað
Xxxxxxxxxxxx
n Xxxxxxxx n Xxxxxxxxxx
Svefn
purkur
1 Matthew McConaughey Matthew segist þurfa að minnst
kosti átta og hálfrar stundar svefn á
hverri nóttu. „Ég er ekki nærri jafn góður
daginn eftir ef ég sef minna.“
2 Lady Gaga Söngkonan er vissulega mikið á ferðinni en hún
notar ferðatímann til að hvíl-
ast. „Vinir mínir segja
að ég hlaði mig eins
og vélmenni. „Ég
hreyfi mig ekkert,
sit alveg kyrr í
fötunum mínum,
með höfuðið hnar-
reist og bara sef.“
3 Gwyneth Paltrow Leikonan Gwyneth Paltrow er þekkt fyrir
að hugsa um heilsuna.
„Fyrir mér er svefn
meiriháttar mál.
Ég fæ hann ekki
alltaf, og þegar
það gerist lít ég út
fyrir að hafa orðið
fyrir vörubíl.“
4 Jon Hamm Mad Men-leikarinn elskar að sofa og vill helst ná 12
tíma svefni á sólar-
hring. „Ég vil ná
fullum 12 tímum
en ekki öllum í
einu. Ég hallast
að því að skiptast
á að vaka og sofa í
fjóra tíma í senn.“
5 Eva Mendes: Evu finnst svo gott að sofa að hún hefur nefnt
það sem helstu
ástæðu þess að hún
vilji ekki eignast
börn, hún er
hrædd um að þau
trufli fyrir henni
nætursvefninn.
topp 5
Ofurlaun
í heimi tónlistar
Madonna
15,2 milljarðar
Drottningin Madonna er
efst á listanum. Hún þénaði
allra mest á síðasta ári en
meirihluta þeirra tekna aflaði
hún á tónleikaferðalagi sínu
um heiminn, sem stóð frá 31.
maí til 22. desember.
Lady Gaga
9,7 milljarðar
Söngkonan litríka hefði líklega
þénað enn meira ef hún hefði
ekki meiðst á mjöðm meðan á
tónleikaferðalagi stóð. Í kjöl-
farið þurfti hún að fara í aðgerð.
Íslandsvinurinn hefði að mati
Forbes þénað mun meira ef hún
hefði klárað ferðalagið.
Bon Jovi
9,6 milljarðar
Hinn síungi Bon Jovi fylgir Lady Gaga.
Tónleikaröð hans, sem bar réttnefnið,
Because We Can, skilaði tónlistarmannin-
um myljandi tekjum.
n Forbes hefur tekið saman launahæstu tónlistarmennina í fyrra
Toby Keith
7,9 milljarðar
Toby er kannski ekki eins þekktur utan
heimalandsins og aðrir á þessum lista. Kántrí-
kóngurinn hefur undanfarin fimm ár þénað
32 milljarða króna. Hann hefur á þeim tíma
haldið nokkur hundruð tónleika, selt milljónir
platna og opnað mikinn fjölda veitingastaða.
Coldplay
7,8 milljarðar
Tónleikaferðalag hljómsveitarinnar í fyrra
skilaði um 365 milljónum króna í tekjur í
hverri borg. Hljómsveitin hefur hægt og
bítandi klifið upp listann undanfarin ár og er
nú sú hljómsveit sem mest þénar.
Justin Bieber
7,0 milljarðar
Kanadíski raularinn er á meðal þeirra
tónlistarmanna sem mest þéna í heiminum.
Hann kom fram á sjónarsviðið árið 2008, þá
14 ára. Síðan hefur hann aflað gríðarlegra
tekna og hefur fjárfest í sprotafyrirtækjum
eins og Enflick, Tinychat og Spotify.
Taylor Swift
6,7 milljarðar
Swift gaf út sína fjórðu sólóplötu í október
í fyrra og seldi 1,2 milljónir eintaka fyrstu
vikuna. Hún gerði í kjölfarið feita samninga
við Diet Coke, Sony og Covergirl, auk
þess að vera dugleg að spila og syngja á
almannafæri.
Elton John
6,5 milljarðar
Gamla brýnið er fastagestur á lista yfir þá
tónlistarmenn sem mest þéna, ár eftir ár.
Hann þénaði vel á síðasta ári þrátt fyrir að
útgáfu næstu plötu hans, The Diving Board,
hafi ítrekað verið frestað.
Beyoncé
6,4 milljarðar
Þokkadísin sneri aftur úr fæðingarorlofi í fyrra
og skýst aftur upp á listann. Beyoncé þénar
vel á tónleikahaldi en einnig gefa samningar
við Pepsi og H&M henni fúlgur fjár í aðra
hönd. Þá er hefur hún enn drjúgar tekjur af
gömlum smellum, að því er Forbes greinir frá.
Kenny Chesney
6,4 milljarðar
Kantríkóngurinn Kenny Chesney skýtur
mörgum þekktari tónlistarmönnum ref
fyrir rass á lista yfir tekjur. Tekjurnar í fyrra
fékk hann mestmegnis fyrir tónleikahald á
stórum íþróttaleikvöngum. Chesney kynnti
í upphafi árs nýtt romm, sem ber nafnið
Blue Chair Bay.
Faðir í
annað sinn
Kvikmyndaleikarinn Chris
Hemsworth er aðalstjarnan í
nýjustu framhaldsmyndinni um
þrumugoðið Þór sem frumsýnd
var nýlega. Hann er nú kominn
með annað framhaldsverkefni
því hann viðurkenndi nýlega
að hann yrði brátt faðir í ann-
að sinn. Eiginkona hans, Elsa
Pataky, sem hefur komið fram
í kvikmyndabálknum Fast and
Furious gengur nú með annað
barn þeirra hjóna en þau hafa
verið gift síðan í árið 2010. „Föð-
urhlutverkið setur hlutina í nýtt
samhengi,“ sagði hinn verðandi
faðir nýlega.