Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2013, Síða 54

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2013, Síða 54
54 Fólk 22.–24. nóvember 2013 Helgarblað Jón í basli með barnavagn Tónlistarmaðurinn vinsæli Jón Jónsson mætti í hádeginu á fimmtudaginn á Saffran. Eitthvað gekk Jóni þó brösuglega að kom- ast leiðar sinnar á veitingastaðn- um enda með kornungan son sinn í barnavagni. Með fulltingi vinar síns, sjónvarpsmannsins Björns Braga Arnarssonar, náði Jón þó lendingu gátu þeir félagar gætt sér á girnilegum veitingum sem á boðstólum voru. Þess má geta að Jón sendi frá sér plötuna Wait for Fate árið 2011 og féll hún í góðan jarðveg tónlistarunnenda, einkum og sér í lagi lögin Sooner or Later og When You‘re Around. Í fyrra- vetur gekk Jón til liðs við útgáfu- fyrirtækið Sony. Vill fella niður skuldir Eiðs Smára „Við verðum að halda einn kveðjuleik fyrir Eið Smára og það á að fella niður skuldirnar hans,“ sagði Þorkell Máni Pétursson í þættinum Harmageddon á X-inu í vikunni, en Eiður Smári sagðist líklega hafa leikið sinn síðasta leik með landsliðinu eftir umspilsleik- ina við Króatíu. Þorkell Máni og Frosti Logason eru umsjónar- menn þáttarins og lofuðu þeir framlag Eiðs Smára til íslenskrar knattspyrnu í hástert. „Eiður hefur örugglega gert mistök og fullt af þeim,“ bætti Þor- kell Máni við. „Það er líklega það sem gerir hann mest mannlegan.“ Bág fjárhagsstaða Eiðs Smára hefur verið til umfjöllunar í fjöl- miðlum undanfarin ár. Bogi talaði útlensku í fréttum Fréttamaðurinn Bogi Ágústsson notaði slangur í kvöldfréttum RÚV á miðvikudaginn. Í frétt um Eið Smára sagði hann „ríflega 23 þús- und manns hafa „lækað“ við síðu á Facebook sem ber yfirskriftina Takk fyrir okkur Eiður.“ Prófess- or í íslensku við Háskóla Íslands sagði í samtali við DV að orðalag RÚV hafi verið kjánalegt. Í fréttum sé notað formlegt mál og því hefði hentað betur að tala um að „líka við“ í stað þess að tala útlensku við íslensku þjóðina. Spilar á gítar í prófunum n Átti að vera að læra en samdi stuðningslagið 1–1 U pphafslína lagsins er „ég á að vera læra fyrir próf“ og það var dálítið tilfellið,“ svaraði tónlistarmaður- inn Einar Lövdahl þegar blaðamaður sló á þráðinn til hans og spurði út í tilurð stuðningslags fyrir Ísland sem hann birti á You- tube skömmu fyrir landsleikinn við Króatíu. „Ég ætlaði að reyna að ná góðri lærdómssyrpu fram að leik en það tókst ekki betur en svo að þetta lag fæddist. Það virtust all- ir vera einbeitingarlausir og hugur allra var hjá þessum leik. Gítarinn hefur alltaf haft mikið aðdráttarafl í prófatörnum.“ Tímar án ráða Einar Lövdahl, sem er 22 ára, sendi frá sér sína fyrstu plötu í ágúst sem heitir Tímar án ráða. Platan hefur fengið góða dóma og vakið mikla athygli. Einar Lövdahl hefur einnig margoft komið fram síðustu mánuði og stefnir að því að fylgja plötunni enn betur eftir. Stuðnings- lag Einars heitir 1–1 og í texta lags- ins ber hann fram þá bón að leikn- um ljúki á þann veg. „Þetta er dæmi um lag sem sem- ur sig dálítið sjálft,“ útskýrir Einar. „Sum lög verða þannig til að það þarf lítið að hafa fyrir þeim. Það er einna skemmtilegast þegar það gerist.“ Hann segist aldrei áður hafa samið lag sem á jafn stuttan líftíma. „Lagið varð til þremur tímum fyrir leik. Því miður varð mér ekki að ósk minni, en það verður bara að hafa það,“ segir hann. Vill semja Eurovison-texta Einar segir viðtökurnar hafa verið skemmtilegar og hann hafi fengið ágætis dóma. „Nú þarf ég samt í alvöru að fara að einbeita mér að lærdómnum þar sem ég er í há- skóla,“ segir hann og bætir við að hann vonist þó til þess að nóg verði að gera við að fylgja plötunni eftir og óskin sé að hafa nóg að gera við spilamennsku í vor og næsta sumar. „Á meðan gítarinn hefur eitthvert aðdráttarafl og einhver lög halda áfram að fæðast þá mun ég stússast í þessu. Það er ekki síst textagerðin sem höfðar til mín, enda er ég að hefja nám í íslenskudeild Háskól- ans eftir áramót. Ég hef mjög gam- an af textagerðinni og gæti hugsað mér að gera meira af því að semja texta fyrir aðra. Þannig að ef það er einhver verðandi Eurovison-kepp- andi að leita sér að textahöfundi, þá er ég laus,“ segir Einar sem slítur samtali við blaðamann til þess að drífa sig á tónlistaræfingu. n ingosig@dv.is Varð reið þegar hún sá handritið fyrst n Þingmaður Pírata viðloðandi WikiLeaks-myndina n Umdeild hættuleg sena um Íran M argir vinir mínir vita kannski ekki af því, en ástæða þess að ég er á hvíta tjaldinu í myndinni The Fifth Esta- te sem verður forsýnd í kvöld er að ég er meðframleiðandi myndbands- ins Collateral Murder sem kom WikiLeaks á kortið,“ skrifaði Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, á Face- book-síðu sinni í gær. Birgitta var al- þingismaður Borgarahreyfingarinnar og síðar Hreyfingarinnar áður en hún varð þingmaður fyrir Pírata. Birgitta var meðal annars viðloðandi stofn- unar Borgarahreyfingarinnar og fyr- ir kosningarnar 2009 sat hún í stjórn hennar. „Ég var viðloðandi samtökin í hart- nær ár og var talsmaður WikiLeaks í smástund árið 2010. Ég hef ekki séð myndina og er smá spennt að sjá hana. Ég tók þátt í að veita handritshöfundi ráðgjöf, en megnið af þeirri ráðgjöf laut að því að rétta af hlut Assange, því bækurnar sem myndin er byggð á voru skrifaðar út frá mjög þröngu sjón- arhorni,“ skrifar Birgitta jafnframt. Hún segir jafnframt frá því að henni tókst að fá alla þá sem stóðu að myndinni til þess fella út umdeilda og hættulega senu um Íran. Senan var uppspuni frá rótum. „Þegar ég sá handritið fyrst varð ég mjög reið vegna þessarar senu og hve hallað var á Julian. Ég er ánægð að ég tók þátt í að rétta af myndina og koma að því sem mér finnst mikil- vægt, af hverju við sem þá vorum við- loðandi WikiLeaks stóðum í þessu og gerum enn hvert á okkar hátt,“ skrif- aði Birgitta að lokum. n ingosig@dv.is Einar Lövdal á skólabekk „Nú þarf ég samt í alvöru að fara að einbeita mér að lærdómn- um þar sem ég er í háskóla,“ segir Einar sem segir aðdráttarafl gítarsins mikið í prófaönn. „Lagið varð til þremur tímum fyrir leik Varð reið Birgitta var ekki sátt þegar hún las fyrst yfir handritið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.