Fréttablaðið - 27.01.2015, Blaðsíða 34
KYNNING − AUGLÝSINGVörubílar og vinnuvélar ÞRIÐJUDAGUR 27. JANÚAR 201514
SEAN CONNERY
Sean Connery er sonur
vörubílstjóra og keyrði einn
slíkan sjálfur áður en hann
varð leikari. Hann gegndi
mörgum störfum og var
meðal annars í breska hern-
um. Hann er að sjálfsögðu
best þekktur fyrir að leika
njósnarann „007“ í fyrstu
myndunum um James Bond
auk þess að hafa verið til-
nefndur til Óskarsverðlauna
f y rir hlut-
verk sitt í
The Un-
touch-
ables.
VIGGO MORTENSEN
Árið 1980 útskrifaðist ein af
stjörnum Hringadróttins-
sögu, Viggo Mortensen, úr
stjórnmálafræði og sögu frá
St. Lawrence-háskóla. Eftir
útskrift bjó hann
meðal annars á
Spáni, í Eng-
landi og Dan-
mörku og
vann hin
ýmsu
störf,
til
dæmis
keyrði hann
vörubíl í Es-
bjerg og seldi blóm
í Kaupmannahöfn.
ELVIS PRESLEY
Áður en hann varð „kon-
ungur rokksins“, einn fræg-
asti tónlistarmaður heims og
leikari, var Elvis Presley vöru-
bílstjóri. Presley var fæddur
þann 8. janúar 1935 í Tupelo í
Mississippi við kjör sem voru
langt frá því sem hann átti
eftir að venjast síðar. Eftir að
hann útskrifaðist úr skóla fékk
hann starf við að keyra vöru-
bíl hjá Crown Electric og fékk
greidda litla fjörutíu dollara á
viku fyrir. Eftir að hafa reynt
í mörg ár að koma ferlinum á
flug segja sögur að hann hafi
fengið að heyra að hann ætti
halda sig við trukkaakstur
„því hann myndi aldrei slá í
gegn sem söngvari“.
CHEVY CHASE
Grínleikarinn kunni, sem
best er þekktur hér á landi
sem Clark Griswold úr
National Lampoon’s
Vacation-myndun-
um, byrjaði feril sinn
í Saturday Night Live-
þættinum. Áður en fer-
illinn fór á f lug var
hann meðal
annars
vöru-
bíl-
stjóri
og
verk-
stjóri.
LIAM NEESON
Óskarsverðlaunahafinn
Liam Neeson keyrði vöru-
bíl áður en hann sló í gegn í
kvikmyndum eins og Taken
og Schindler’s List. Hann
ólst upp á Norður-Írlandi
þar sem fljótlega kom í ljós
mikill áhugi hans á að verða
leikari. Eftir að hafa verið í
háskóla í stutta stund fór
hann að vinna hjá Guinn-
ess-bruggverksmiðjunni
og vann þar á
hinum ýmsu
tækjum, allt
f rá ly f tara
upp í vöru-
bíl.
ELÍSABET II
BRETADROTTNING
Þrátt fyrir að vera ekki
Hol ly wood-st jarna fær
Elísabet II að vera með á
þessum lista því hún var eitt
sinn vörubílstjóri og mikill
kappi. Drottningin gegndi
herskyldu og starfaði sem
bílstjóri og vélvirki en hún
gekk í herinn í febrúar árið
1945. Þá var hún reynd-
ar ekki orðin drottning en
hún erfði krúnuna árið 1952
þegar faðir hennar lést.
Keyrðu vörubíl fyrir frægðina
Fræga fólkið í Hollywood gegndi hinum ýmsu störfum áður en það sló í gegn. Algengt er að þeir sem leita frægðar og frama
þjóni til borðs á milli áheyrnarprufa en þessir kappar eiga það allir sameiginlegt að hafa keyrt vörubíla.
Tæki í sérflokki frá RAG.IS
Helluhraun 4, Hafnarfirði
s. 565 2727 • gsm 892 7502 • www.rag.is
Rafn A. Guðjónsson
Sunward Beltagröfur á kyningar- verði
Fliegl
Thermo í malbikið
Flieg
Álvagnar
Fliegl
Beyslisvagnar
Fliegl
Vélavagnar
Fliegl
PUSH-OFF
Sala - Innflutningur - Útflutningur
Yfir 300 skráningar á heimasíðu.
Vantar alltaf góð tæki á skrá. 25 árareynsla
2
8
-1
2
-2
0
1
5
0
0
:5
6
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
7
F
1
-0
C
4
8
1
7
F
1
-0
B
0
C
1
7
F
1
-0
9
D
0
1
7
F
1
-0
8
9
4
2
8
0
X
4
0
0
2
B
F
B
0
6
4
s
_
2
6
_
1
_
2
0
1
5
C
M
Y
K