Fréttablaðið - 27.01.2015, Qupperneq 58
27. janúar 2015 ÞRIÐJUDAGUR| SPORT | 26
Eiríkur Stefán
Ásgeirsson í Katar
eirikur@frettabladid.is
SPORT
HANDBOLTI Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, sagðist
vera stoltur af sínum mönnum fyrir frammistöðuna á HM í handbolta, þó svo
að niðurstaðan hafi ekki verið eftir óskum manna.
„Ég ætla ekki að vera með neina niðurrifsstarfsemi. Ég er mjög ánægður
með strákana og þeirra vinnu– þeir voru mjög virkir á öllum fundum og vildu
gera sitt allra besta. Það er ekki nokkur spurning um það,“ segir hann. „En
auðvitað vildum við meira.“
Hann segir að danska liðið hafi einfaldlega verið betra gegn því íslenska
í gær. „Við vorum að spila við svakalegan múr sem okkur reyndist erfitt að
brjóta niður,“ segir Guðjón Valur. „Ef við horfum blákalt á málin þá erum við
ekki í hópi fimm eða átta bestu liða heimsins í dag. En mikið rosalega vona ég
að við komumst þangað aftur.“ Hann segir allt hægt í íþróttum og hefur trú
á því að Ísland geti aftur náð í allra fremstu röð, þrátt fyrir áföllin sem dundu
yfir liðið á þessu móti. „Þá hugsar maður sig vissulega um en þannig er líf
íþróttamannsins. Heilt yfir fannst mér við komast ágætlega frá mótinu en við
fengum Dani í 16-liða úrslitum. Og það var helvíti erfitt.“ - esá
Svona er bara blákaldur veruleikinn
SÚRT Guðjón Valur Sigurðsson eftir
leik í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/EVA BJÖRK
Sverre Jakobsson, varnartröllið í íslenska liðinu, lék
líklega sinn síðasta landsleik á móti Dönum í gær.
Hann sagðist þó í viðtali við Arnar Björnsson vera til
taks í umspilsleikina í Evrópukeppninni verði kallað
á hann. „Já, það er mjög líklegt að þetta sé síðasti
leikurinn ekki nema að eitthvað komi upp á og að
Aron hringi vegna meiðsla eða hann lendi í ein-
hverjum vandræðum. Annars lít ég á þetta sem
minn síðasta landsleik. Þess vegna er það enn
þá sárara að tapa þessu svona,“ sagði Sverre í
Vísisviðtali við Arnar.
Sverre hefur spilað síðustu 58 leiki ís-
lenska liðsins á stórmótum eða allt síðan
að hann missti af þriðja síðasta leik liðsins á
Evrópumótinu 2008. HM í Katar var hans tíunda
stórmót á ferlinum.
Svanasöngur Sverre í Doha í gær?
ÚRSLIT
SEXTÁN LIÐA ÚRSLIT
Þýskaland - Egyptaland 23 - 16 (12-8)
Pólland - Svíþjóð 24 - 20 (10-11)
Ísland - Danmörk 25 - 30 (10-16)
Mörk Íslands (Skot): Alexander Petersson 7 (11),
Guðjón Valur Sigurðsson 6/2 (11/2), Kári Kristján
Kristjánsson 3 (3), Vignir Svavarsson 3 (3), Ásgeir
Örn Hallgrímsson 2 (5), Arnór Þór Gunnarsson 1
(2), Sigurbergur Sveinsson 1 (3), Arnór Atlason 1
(4), Snorri Steinn Guðjónsson 1 (5), Róbert Gunn-
arsson (1), Gunnar Steinn Jónsson (2).
Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 20 (50/3,
40%).
Mörk Dana (Skot): Rasmus Lauge 6 (7), René Toft
Hansen 4 (6), Mads Mensah Larsen 3 (4), Mikkel
Hansen 3 (4), Anders Eggert 3/1 (4/1), Hans Lind-
berg 3/2 (4/2), Mads Christiansen 3 (8), Casper
Mortensen 2 (4), Henrik Toft Hansen 1 (1), Lasse
Svan Hansen 1 (2), Bo Spellerberg 1 (2), Jesper
Nöddesbo (1), Kasper Söndergaard Sarup (1),
Varin skot: Niklas Landin 19 (36/1, 53%), Jannick
Green 6 (14/1, 43%).
Frakkland - Argentína 33 - 20 (16-6)
ÁTTA LIÐA ÚRSLITIN Á HM
Króatía - Pólland Miðvikudagur
Danmörk - Spánn Mið.
Katar - Þýskaland Mið.
Slóvenía - Frakkland Mið.
visir.is
Meira um leiki
gærkvöldsins
ÍSLAND DANMÖRK 25 - 30 (10 - 16)
Í HVAÐA STÖÐUM HAFÐI ÍSLAND BETUR
HRAÐAUPPHLAUP 5 6 ● 1. BYLGJA 0 (1-1) ● 2. BYLGJA -1 (4-5)
● LOKAÐI MARKINU Í BYRJUN
Niklas Landin, aðalmarkvörður
danska liðsins, varði sjö fyrstu skot
Íslendinga í leiknum og var með 56
prósent markvörslu í fyrri hálfleik.
● TÓK SJÖ MÍNÚTUR AÐ SKORA
Fyrsta mark íslenska liðsins kom ekki
fyrr en eftir sjö mínútna leik en þá
var staðan orðin 5-0 fyrir Dani. Ísland
klikkaði á sex fyrstu sóknum sínum.
● NÍU MÖRK Í RÖÐ Alexander
Petersson kom að níu mörkum ís-
lenska liðsins í röð í seinni hálfleik
með því að skora sjálfur (3), gefa
stoðsendingu (5) eða gefa línusend-
ingu á mann sem fiskaði víti (1).
● NÝTTU SÍN FÆRI Línumennirnir
Kári Kristjánsson og Vignir nýttu
báðir öll þrjú skotin sín í leiknum.
● TÓKU HANN BÁÐIR Guðjón
Valur Sigurðsson lét báða dönsku
markverðina verja frá sér einn á einn
í hraðaupphlaupi.
-1
40% 20-25 50%
0
7-10
+1
4-10
0
-1
+2
0-5
-1
Björgvin Páll
Varin skot 20
Skot 50
Maður á mann 13
Varði vel í íslenska
markinu allan leikinn.
MARKVARSLAN
Brottvísanir (mín.)
Lína
Hraðaupphlaup Gegnumbrot
Tapaðir boltar
Víti
Alexander
Mörk 7
Skot 11
Stoðsendingar 9
Kom að 13 íslenskum
mörkum í seinni.
Bestu menn íslenska liðsins
HANDBOLTI Ísland féll í gær úr
leik á HM í handbolta eftir örugg-
an sigur Dana á strákunum okkar
í 16-liða úrslitum, 30-25. Frammi-
staða Íslands náði sjaldan þeim
hæðum sem þurfti til að ná langt
á þessu móti.
Strákarnir töpuðu einfaldlega
fyrir betra liði í gær og það viður-
kenndu þeir fúslega sjálfir í við-
tölum við fjölmiðla eftir leikinn
í gær. Danir nýttu sér enn einu
sinni slaka byrjun íslenska liðs-
ins í þessu móti og gerðu í raun út
um raunhæfan möguleika Íslands
á sigri á fyrsta stundarfjórðungn-
um. Svo slæm var byrjun okkar
manna.
Fyrir leik sagði Aron Kristjáns-
son að lykilatriði fyrir Ísland væri
að klára sóknirnar almennilega og
standa af sér hröð áhlaup danska
liðsins. Það gekk engan veginn upp
í upphafi leiksins í gær. Strákarn-
ir tóku þvinguð skot sem Niklas
Landin átti ekki í erfiðleikum með
og lokaði hann hreinlega markinu
fyrstu sjö mínútur leiksins. Á þeim
tíma komst Danmörk 6-0 yfir og
Ísland átti aldrei endurkomuleið.
Vantar að höggva á hnútinn
Sú var tíðin að Ísland gat nánast
bókað sigur í sínum leikjum ef
varnarleikur og markvarsla liðs-
ins var nógu góð til að halda and-
stæðingnum undir 30 mörkum.
Sóknin sá svo um rest. En þetta
vopn íslenska liðsins virðist vera
minningin ein í dag.
„Ég hef áhyggjur af skotógn-
uninni utan af velli,“ sagði Aron
Kristjánsson eftir leikinn í gær.
„Öll bestu liðin í keppninni eru
með leikmenn sem höggva á hnúta
með langskotum. Það dregur varn-
irnar fram, hægt er að vinna betur
með línumanni og allir fá meira
pláss,“ sagði Aron.
„Okkur tókst að skora 28 mörk
gegn framliggjandi vörn Egypta-
lands en í dag spiluðum við gegn
danskri 6-0 vörn sem er með sterk-
an markvörð þar að auki. Það var
erfitt.“
Eins og Aron bendir á virtist
sóknarleikurinn einungis í lagi
gegn Egyptalandi en heilt yfir var
hann vandamál í þessu móti – því
varnarleikurinn var oftast í lagi og
frammistaða Björgvins Páls Gúst-
avssonar í mótinu var mun betri en
margir þorðu að vona fyrirfram.
Frekari kynslóðaskipti í vændum
Aron hrósaði leikmönnum fyrir
baráttu og dugnað, ekki síst við
erfiðar aðstæður gegn Egypta-
landi þar sem liðið var nýbúið að
missa Aron Pálmarsson úr hópn-
um. En hann segir að liðið hafi
mætt ofjarli sínum í gær.
Margir lykilmenn Íslands voru á
löngum köflum ólíkir sjálfum sér
og aðspurður um framtíð íslenska
liðsins segir hann ljóst að ákveðn-
ar breytingar séu í vændum.
„Við höfum verið á mörkum
kynslóðaskipta en ákváðum að
gefa þessum hópi leikmanna sem
er hér tækifæri til að kalla fram
toppframmistöðu á stórmóti. En
það þarf að huga að þessum skipt-
um og taka í réttum skrefum. Nú
förum við heim, skoðum þetta mót
vandlega og metum næstu skref,“
sagði Aron.
Næsta verkefni er að koma
Íslandi á EM 2016 og Aron segir
að það sé gríðarlega mikilvægt.
„Tíminn er ótrúlega knappur og
við fáum fáar æfingar fyrir hvern
leik. Það er því ekki hægt að
gera margar breytingar strax en
kannski einhverjar,“ segir hann.
„Aðalatriðið er að allir séu heilir
heilsu og reiðubúnir að takast á við
þá áskorun að halda fána Íslands á
lofti í handboltanum,“ segir hann.
Tími breytinga fram undan
„Við vildum gefa þessu liði einn séns á stórmóti og freista þess að ná toppframmistöðu úr þessum leik-
mönnum,“ sagði Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari eft ir að Ísland féll úr leik á HM í Katar í gærkvöldi.
SÖGULEGUR SIGUR Guðmundur Guðmundsson, þjálfari danska landsliðsins, varð í gær fyrsti íslenski þjálfarinn til að vinna
Ísland á stórmóti í handbolta þegar hann stýrði Dönum til sigurs í Doha. RFRÉTTABLAÐIÐ/EVA BJÖRK
LÉTT DAGSVERK Strákarnir hans Dags
Sigurðssonar í þýska landsliðinu komust
auðveldlega áfram í átta liða úrslitin á
HM í Katar í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/EVA BJÖRK
Snjallara heyrnartæki
HEYRNARSTÖ‹IN
Beltone First gengur með iPhone 5s, iPhone 5c, iPhone 5, iPad Air, iPad (4. kynslóð), iPad mini með Retina, iPad mini og iPod touch (5. kynslóð)
með iOS eða nýrra stýrikerfi. Apple, iPhone, iPad og iPod touch eru vörumerki sem tilheyra Apple Inc, skráð í Bandaríkjunum og öðrum löndum.
Ókeypis
heyrnarmælingsíðan 2004
2
8
-1
2
-2
0
1
5
0
0
:5
6
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
7
F
2
-9
7
4
8
1
7
F
2
-9
6
0
C
1
7
F
2
-9
4
D
0
1
7
F
2
-9
3
9
4
2
8
0
X
4
0
0
7
A
F
B
0
6
4
s
_
2
6
_
1
_
2
0
1
5
C
M
Y
K