Hagskýrslur um atvinnuveg - 01.01.1986, Page 14
12
4) Áhættufjármunir og langtímakröfur. (Investments and long-term loans)
Þetta er einn flokkur fastafjármuna í eignahlið efnahagsreiknings. Hér er átt
við eignarhluta í dótturfélögum og öðrum félögum, skuldabréf og ýmsar
bundnar innistæður og útlán.
5) Annað eigið fé (Other equity)
Eigin fé, öðru en óskattlögðu eigin fé, er skipt á tvo liði í efnahagsyfirlitunum
í skýrslunni. annars vegar er það fært sem hlutafé og hins vegar sett á
endurmatsreikning og annað eigið fé. Á endurmatsreikning færist meðal annars
endurmatshækkun fastafjármuna, svo og mótfærsla tekju- eða gjaldfærslu
vegna verðbreytinga.
6) Ársverk (Man-year)
Þetta er einnig nefnt mannár, eða ársmenn. Hér er átt við fjölda vinnuvikna
á heilu ári samkvæmt gögnum skattyfirvalda. Eitt ársverk er jafnt 52
vinnuvikum og jafngildir vinnuframlagi eins manns í fullu starfi í eitt ár, en
getur einnig átt við hlutastörf fleiri manna, sem samanlagt inna af hendi eitt
ársverk.
7) Eiginfjárhlutfall (Equity ratio)
Eiginfjárhlutfall sýnir hlutfallið milli eigin fjár og heildarskulda að meðtöldu
eigin fé. Því er ætlað að meta gjaldhæfi atvinnugreinar, þ.e. að sýna hversu
mikill hluti heildarfjármagns megi tapast, áður en tapið bitnar á kröfum
lánveitenda.
8) Framleiðslustyrkir (Subsidies)
Með framleiðslustyrkjum er átt við reglubundin framlög hins opinbera til
einkafyrirtækja eða opinberra fyrirtækja þegar tilgangur framlaganna er
augljóslega sá að halda verði á viðkomandi vöru eða þjónustu undir sannvirði.
Dæmi uni framleiðslustyrki eru niðurgreiðslur búvöruverðs og framlög Reykja-
víkurborgar til jöfnunar á rekstrarhalla Strætisvagna Reykjavíkur. Styrkirnir
eru hér taldir til þeirrar atvinnugreinar, sem fyrst fær þá í hendur. Þannig eru
niðurgreiðslur á verði mjólkur taldar sem framleiðslustyrkur í mjólkuriðnaði.
Fjárhæðin miðast við greiðsluár og hefur verið samræntd færslum í ríkis-
reikningi frá og með árinu 1980.
9) Fyrirtæki (Establishment)
Með „fyrirtæki“ er hér átt við rekstrareiningu eða starfsstað innan einnar
atvinnugreinar. Ef lögformlegur aðili eins og t.d. hlutafélag, sameignarfélag
eða einstaklingsfyrirtæki er með starfsemi í mörgum atvinnugreinum, telst hver
tegund starfseminnar sérstakt fyrirtæki.