Hagskýrslur um atvinnuveg - 01.01.1986, Page 16
14
14) Óskattlagt eigið fé (Special untaxed reserve)
Hér er gert ráð fyrir eftirtöldum liðum:
Varasjóði
Niðurfærslu birgða
Niðurfærslu skammtímaskulda
Aukaafskriftum
Allt eru þetta liðir sem tengjast skattalegum ráðstöfunum, og á þessa liði
færast fjárhæðir samkvæmt heimildum í gildandi skattalögum.
15) Reiknuð eigin iaun (Calculated owner income in unincorporated establish-
ments)
Þetta er það reiknaða endurgjald sem maður, er vinnur við eigin atvinnu-
rekstur eða sjálfstæða starfsemi, skal telja sér til tekna samkvæmt ákvæðum
skattalaga. í rekstraryfirlitunum (töflur 1.1-1.3) eru eigin laun hluti af
rekstrarafgangi, en talin með launum í töflum um stærð fyrirtækja samkvæmt
launamiðaskýrslum (töflur 4.3-.4), svo og í töflum unr launagreiðslur eftir
rekstrarformi fyrirtækja (töflur 4.6-4.7).
16) Rekstrarafgangur (Operating surplus)
Nákvæm skilgreining á þessu hugtaki er: „Hrein hlutdeild fjármagns að
viðbættum eigendalaunum í einstaklingsfyrirtækjum“. Hér er nánast átt við það
sem reksturinn skilar, fyrir greiðslu tekju- og eignaskatta en eftir frádrátt
afskrifta, til ávöxtunar þess fjármagns sem bundið er í starfseminni, hvort
heldur það er eigið fé eða lánsfé. Ennfremur teljast til rekstrarafgangs reiknuð
laun við eigin atvinnurekstur. til dæmis laun bænda og fjölskyldna þeirra við
eigin búrekstur.
17) Rekstrartekjur (Gross output)
Rekstrartekjur atvinnugreinar eru heildartekjur af reglulegri starfsemi, og
eru þær á verði frá framleiðanda (producers' value). Það þýðir, að í verði
vörunnar eða þjónustunnar eru meðtaldir þeir óbeinu skattar, sem á hana
leggjast hjá framleiðanda.
18) Tekju- og eignaskattar (Income and net wealth taxes)
Hér er alla jafna átt við skatta viðkomandi rekstrarárs, sem lagðir eru á ári
síðar.
19) Veltufjárhlutfall (Current ratio)
Veltufjárhlutfall sýnir hlutfallið milli veltufjármuna og skantmvinnra skulda
samkvæmt efnahagsreikningi. Því er ætlað að gefa vísbendingu um greiðsluhæfi
atvinnugreinar.