Hagskýrslur um atvinnuveg

Eksemplar

Hagskýrslur um atvinnuveg - 01.01.1986, Side 18

Hagskýrslur um atvinnuveg - 01.01.1986, Side 18
16 Breytingarnar tengdust aðallega endurskipulagningu á þjóðhagsreikningagerð stofnunarinnar og nýjum skattalögum frá árinu 1978, sem m.a. höfðu í för með sér miklar breytingar á uppgjöri fjármagnskostnaðar. Ein afleiðing þessara breyttu uppgjörsaðferða er sú, að sambærileiki talnanna fyrir og eftir 1979 raskast. Hins vegar hefur nú, þegar þessi skýrsla er komin út, fengist sambærilegt uppgjör samkvæmt hinum nýju skattalögum fyrir fimm ár, þ.e. 1979-1983. Tafla 1.1 sýnir niðurstöður rekstraryfirlita samkvæmt tveggja stafa ISIC- flokkun, sundurliðaðar niður á helstu rekstrarþætti. Að auki eru í töflu 1.2 sýndar hlutfallslegar breytingar á helstu rekstrarstærðum atvinnugreina árið 1983 frá fyrra ári, einnig samkvæmt tveggja stafa ISIC-flokkun. í töflu 1.3 eru birt rekstraryfirlit einstakra atvinnugreina samkvæmt þriggja stafa atvinnugreinaflokkun Hagstofunnar. Alls ná þessi yfirlit til 101 atvinnu- greinar í iðnaði, byggingariðnaði, verslun, samgöngum og ýmsum þjónustu- greinum. Auk þess eru svo í töflum 1.8-1.10 birt sérstök rekstraryfirlit fyrir landbúnað, sjávarútveg og orkubúskap. Að formi til svipar yfirlitunum um margt til tillagna reikningsskilanefndar Félags löggiltra endurskoðenda enda hefur hér verið stuðst við þær tillögur í veigamiklum atriðum. Jafnframt hefur verið höfð hliðsjón af þessum yfirlitum við gerð þjóðhagsreikninga og í því skyni sýndar sérstaklega stærðir eins og aðföng og vinnsluvirði, þótt þær sé ekki að finna í ársreikningum fyrirtækja. Þá hafa önnur hugtök einnig verið samræmd þjóðhagsreikningagerðinni. Mörg fyrirtæki starfa í fleiri en einni atvinnugrein. Sem dæmi má nefna kaupfélögin. Flest þessara fyrirtækja, a.m.k. þau stærri, eru í úrtaki Þjóðhags- stofnunar. Að jafnaði semja þessi fyrirtæki sérstakan rekstrarreikning fyrir hvern þátt starfseminnar um sig. Nokkuð algengt er hjá þessum fyrirtækjum, að launamiðarnir, sem eru grundvöllur launamiðaskrár (sbr. kafla 4.4), séu sundurliðaðir með öðrum hætti á atvinnugreinar en rekstrarreikningarnir. Yfirleitt gefa launamiðar til kynna starfsemi í fleiri atvinnugreinanúmerum en rekstrarreikningar sömu fyrirtækja. Þetta skapar viss vandkvæði við að færa upplýsingarnar úr úrtakinu upp til heildarstærða í viðkomandi atvinnugreinum, en launafjárhæðir, samkvæmt launamiðum og launamiðaskýrslum, eru grund- völlur þessarar uppfærslu. í þeim tilfellum þar sem óeðlilegur munur var á launagreiðslum úrtaksfyrirtækja skv. launamiðaskrá annars vegar og skv. rekstrarreikningum hins vegar, voru gerðar leiðréttingar til samræmingar á svokallaðri „uppfærsluskrá“, en sú skrá er afrit af launamiðaskrá, og var einungis notuð við uppfærslu á úrtaki rekstrarreikninga til heildar, þ.e. við gerð á töflum 1.1, 1.3 og 1.4. Þetta ber að hafa í huga við samanburð á ofangreindum töflum við tainaefni í 4. kafla. í 3. kafla að framan eru skilgreind helstu hugtök sem koma fyrir í • rekstraryfirlitunum í skýrslunni, og má vísa til þeirra skilgreininga. Hér verður
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196

x

Hagskýrslur um atvinnuveg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hagskýrslur um atvinnuveg
https://timarit.is/publication/1124

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.