Hagskýrslur um atvinnuveg - 01.01.1986, Page 22
20
vextir og verðbreytingafærsla vaxandi sem hlutfall af tekjum og eru 9,8% af
rekstrartekjum árið 1982. Hreinn hagnaður fyrir skatta fer aftur á móti
lækkandi á tímabilinu. Hins vegar breytist þetta árið 1983. Vextir og verð-
breytingafærsla lækka sem hlutfall af tekjum óg hreinn hagnaður fyrir skatta
verður jákvæður á ný. Einnig má benda á að hlutdeild launa og tengdra gjalda
fer árið 1983 niður í 20,3% af rekstrartekjum frá því að hafa verið 23-24% af
rekstrartekjum á árunum 1979-1982.
Eins og áður var getið, sýnir tafla 1.2 breytingar helstu rekstrarstærða
einstakra atvinnugreinaflokka á milli áranna 1982 og 1983. Þegar á heildina er
litið kemur í ljós að rekstrartekjur hafa hækkað rúmu prósenti minna en
aðföngin, eða um 72,5%. Vinnsluvirðið, sem er mismunur tekna og aðfanga,
hækkaði því um rúm 70%. Hins vegar hafa laun og launatengd gjöld einungis
hækkað um tæp 57%. Á móti kemur að verg hlutdeild fjármagns, eða vergur
rekstrarafgangur, hefur hækkað um tæp 100%. Verðbreytingafærslur og vextir
hækka aðeins um 15%, sem er í samræmi við það sem áður var sagt um
breytingar í iðnaðinum. Niðurstaðan verður því sú að hreinn hagnaður fyrir
tekju- og eignaskatta hefur aukist verulega frá fyrra ári. Inn í aðföngin vantar
að vísu verðbreytingafærslu birgða, sem kemur til með að auka hlutfallslega
hækkun aðfanga. Það breytir þó ekki hreinum hagnaði, því eins og áður segir
eru tölur vegna verðbreytinga á birgðum þegar komnar inn í verðbreytinga-
færsluna. Aftur á móti getur misvægi milli verðbreytingafærslu annars vegar og
innlends kostnaðarverðlags og gengis hins vegar raskað niðurstöðum um
hreinan hagnað eins og nánar verður nú fjallað um.
Fyrst er rétt að líta á nokkra almenna mælikvarða á breytingar innlends
kostnaðarverðlags milli áranna 1982-1983:
1982—1983
O/
/O
Lánskjaravísitala ........................................... 79,4
Framfærsluvísitala........................................... 84,3
Kauptaxtar launþega innan ASÍ ............................... 48,1
Vinnuafl í uiyiræddum greinum ................................ 1,7
Eins og áður greinir eru verðbreytingar vegna eigna og skulda færðar með
fremur einföldum hætti samkvæmt skattalögum. Til þess að auðvelda fram-
kvæmdina er beitt einföldum aðferðum, til dæmis er verðbreytingafærslan
ávallt miðuð við einn og sama stuðulinn, sem reiknaður er eftir meðalhækkun
byggingarvísitölu milli ára. Breyting sérhæfðs rekstrarkostnaðar getur hins
vegar oft orðið önnur en breyting byggingavísitölu. Sama á við um gengis-
breytingar, en frá upphafi til loka árs geta þær orðið allt aðrar en breyting
• m;ui ársmeðaltala. Gengisuppfærsla lána sem jafnframt færist