Hagskýrslur um atvinnuveg - 01.01.1986, Side 32
30
Áhættuiðgjald er lagt á eigendur allra trillubáta, óháð því hvort viðkomandi
bátur hefur fært þeim tekjur eða ekki á árinu. Þegar fleiri en einn aðili stendur
að rekstri bátsins, er áhættuiðgjaldinu skipt niður á þá. í töflu 4.1 og
samsvarandi töflum fyrir önnur ár, teljast allir þessir einstaklingar til fyrirtækja.
í töflu 4.2 og hliðstæðum töflum fyrir önnur ár, er fjöldi fyrirtækja í
atvinnugrein 150 summa þeirra fyrirtækja sem stunda einhverja starfsemi í
viðkomandi grein (fjöldi starfsstaða) að viðbættum þeim einstaklingum sem
stunda atvinnurekstur í eigin nafni og eru reiknuð eigin laun.
Tafla 4.2, sem er byggð á launamiðaskrá skattyfirvalda, gefur því réttari
mynd af „fjölda fyrirtækja“ í atvinnugrein 150, útgerð fiskiskipa önnur en
togaraútgerð.
Ástæða er til að vekja athygli á nokkrum annmörkum við að nota
launamiðaskrá við talningu á fyrirtækjum. Þessir annmarkar eru einkum með
tvennum hætti. Annars vegar kemur fram ruglingur í talningu opinberra
stofnana sem launadeild fjármálaráðuneytisins annast launagreiðslur fyrir.
Þannig eru háskólar taldir vera tveir í launamiðaskrá, þ.e. Háskóli íslands og
launadeildin, en í stað menntaskólanna kemur launadeildin ein fram í
launamiðaskránni.
Hins vegar er ruglingur í launamiðaskrá hjá stofnunum og fyrirtækjum
sveitarfélaga. Ruglingurinn stafar af því að launagreiðslur eru oft skráðar á
atvinnugrein nr. 819, stjórnsýsla sveitarfélaga, en ekki á þá atvinnugrein sem
viðkomandi stofnun eða fyrirtæki heyrir til. Þannig teljast t.d. í launamiðaskrá
fáir aðilar til atvinnugreina nr. 521, rekstur vatnsveitna, og nr. 431-439,
byggingarstarfsemi á vegum opinberra aðila.
Ruglingurinn er óvenju mikill í þessum atvinnugreinum í launamiðaskrá árið
1984. Stafar það m.a. af því að árið 1984 eru allar launagreiðslur Reykjavíkur-
borgar færðar í launamiðaskrá á atvinnugrein nr. 819, stjórnsýsla sveitarfélaga,
en ekki á stofnanir borgarinnar sem heyra til áðurnefndra atvinnugreina, eins
og gert var árið 1983.
Töflur 4.4 og 4.5 sýna greidd laun í einstökum atvinnugreinum fyrir árin 1983
og 1984 samkvæmt launamiðum, svo og fjölda launagreiðenda og launþega í
einstökum atvinnugreinum, ásamt reiknuðum ársverkum. Til samanburðar eru
einnig sýndar launagreiðslur árið áður svo og breytingin á milli ára. Áður hafa
birst samskonar töflur fyrir árin 1981 og 1982. Að hluta til er byggt á sömu
heimildum og í töflum 4.2 og 4.3, þ.e. launamiðunum, en þó eru á því
veigamiklar undantekningar.
Þar er fyrst að nefna, að með greiddum launum í töflum 4.4 og 4.5 er aðeins
átt við þau laun, sem koma fram á launamiðum, þ.e. greiðslur til launþega, en
reiknuðum launum eigenda er sleppt. Laun eru hér skilgreind sem summa
sömu töluliða á launamiðanum og lýst var að framan, þegar fjallað var um
töflur 4.2 og 4.3.