Hagskýrslur um atvinnuveg - 01.01.1986, Side 33
31
Fjöldi launagreiðenda í töflum 4.4 og 4.5 gefur til kynna þann fjölda
fyrirtækja eða rekstrareininga, sem greiða laun í viðkomandi atvinnugrein.
Eigendur, sem starfa einir við sinn atvinnurekstur og greiða engum laun eru
ekki meðtaldir. Fjöldi launagreiðenda í hverri grein í töflum 4.4 og 4.5 verður
því lægri en fjöldi fyrirtækjanna eins og hann birtist í töflum 4.2 og 4.3 og munar
þar einyrkjunum.
Reiknuð ársverk launþega árin 1983 og 1984, eins og þau birtast í töflum 4.4
og 4.5, eru þær vinnuvikur sem fram koma á launamiðunum og er deilt í þær
með 52 vikum til þess að fá ársverk. Reiknuð ársverk eigenda sem starfa við
reksturinn koma ekki fram. í sumum tilvikum koma vinnuvikur ekki fram á
launamiðunum, aðeins launafjárhæð og hafa vikur þá verið reiknaðar með því
að deila í launafjárhæðina með 4.650 kr. árið 1983 og 5900 kr. árið 1984.
Sambærileg fjárhæð, sem notuð var til viðmiðunar árið 1982 var 3000 kr. og á
árinu 1981 var miðað við 2.000 kr. á viku. Útreikningur ársverka nteð þessum
hætti leiðir til nokkuð annarrar niðurstöðu um fjölda ársverka en skýrslur
Hagstofunnar, sem byggja á tryggingaskrám eins og áður hefur verið lýst.
Eins og áður segir, er með greiddum launum í töflum 4.4 og 4.5 aðeins átt við
þau laun sem fram koma á launamiðum, þ.e. greiðslur til launþega, en
reiknuðum launum eigenda er sleppt. Hér er leitast við að fá fram þá fjárhæð úr
launamiðunum sem er næst því að vera sambærileg við gjaldfærð laun í
rekstraryfirlitum og samrýmast jafnframt hugtakinu laun og tengd gjöld
(compensation of employees) í þjóðhagsreikningum. Á þessu er þó sá munur,
að greidd laun ná ekki til launatengdra gjalda og eru sem því nemur lægri en
laun og tengd gjöld í rekstraryfirlitum og þjóðhagsreikningauppgjöri. Sam-
kvæmt launamiðum urðu heildarlaunagreiðslur í öllum atvinnugreinum á
árunum 1980-1984 sem hér segir:
Ár Greidd laun samkvæmt launamiðum m.kr. % hækkun f.f.ári
1980 6.691
1981 10.593 58,3%
1982 16.862 59.2%
1983 26.644 58,0%
1984 34.418 29,2%
Töflur 4.6-4.9 sýna launagreiðslur fyrirtækja og fjölda þeirra, eftir rekstrar-
formi og atvinnugreinum, samkvæmt tveggja stafa ISIC-staðli. Skýrslugerðin,
sem nær til áranna 1983 og 1984, er ætlað að ná til allra starfsstaða er greiða
laun á viðkomandi ári. Töflur 4.6 og 4.7 sýna launagreiðslur fyrir árin 1983 og
1984 en töflur 4.8 og 4.9 sýna fjölda fyrirtækja fyrir sömu ár. Samskonar töflur
fyrir árin 1981 og 1982 hafa birst í fyrri skýrslum.