Hagskýrslur um atvinnuveg - 01.01.1986, Síða 40
38
æskilegt að hafa upplýsingar um framleiðni og framleiðniþróun atvinnu-
greinanna. Framleiðni er yfirleitt skilgreind sem framleiðslumagn á hverja
einingu vinnumagns eða fjármagns. Vannýttir framleiðsluþættir eða bætt tækni
gefa þannig möguleika til aukinnar framleiðni, þar sem unnt er að framleiða
nreira miðað við gefið magn aðfanga eða framleiðsluþátta.
Til álita gæti komið að nota magnvísitölu iðnaðarframleiðslu, skv. töflu 6.1,
og vísitölu vinnuafls, skv. töflu 5.2, sem vísbendingu urn framleiðniþróun
vinnuafls í iðnaði. Með því að deila vísitölu vinnuafls upp í magnvísitölu
iðnaðarframleiðslu fæst eftirfarandi niðurstaða um framleiðni:
Framleiðni vinnuafls í iðnaði.
1980=100
Atvinnu- greinanúmer 1975 1976 1977 1978 1979 1980 1981 1982 1983
31 103,1 106,8 113,2 108,9 104,0 100.0 92,2 93,5 90,7
32 88,4 98,8 95,5 91,5 94,3 100,0 95,6 102,3 96,6
33 65,7 71,4 82,7 100,8 94,1 100,0 100,7 115,7 118,2
34 92,0 104,3 117,2 104,6 99,3 100,0 100,9 110,7 109.7
35 104,5 105,3 107,4 102,1 99,2 100.0 94,3 95,4 103,1
36 94,2 92,5 95,2 84,4 83,4 100,0 84,4 85,8 83,2
37 95,0 92,5 109,4 113,1 100,9 100,0 98,8 103,0 114,0
38 80,0 99,9 103,5 109,8 93,9 100,0 111,5 105,1 104,9
39 63,3 76,5 88,4 86,5 85,7 100,0 126,1 123,7 117,6
31-39 88,7 96,3 101,7 101,6 97,1 100,0 98,2 102,8 103,7
Samkvæmt þessu virðist sem framleiðniþróunin hafi verið hagstæðust innan
atvinnugreinaflokka nr. 33 og 34 þ.e. trjávöruiðnaðar og pappírsiðnaðar en
lökust innan atvinnugreinaflokka nr. 35, 36 og 37, þ.e. efnaiðnaðar, steinefna-
iðnaðar og ál- og kísiljárnframleiðslu.
Þessi mælingaaðferð á framleiðni vinnuafls er þó varhugaverð fyrir ýmsar
sakir.
í fyrsta lagi er vert að hafa hugfast að aukin framleiðni vinnuafls tengist oft í
ríkum mæli breytingum á öðrurri þáttum eins og fjármagni eða tækniþekkingu,
frekar en beinu líkamlegu erfiði (auknum afköstum starfsfólks). Getur því t.d.
verið nauðsynlegt að gefa gaum að framleiðni fjármagns, þ.e. aukningu
fjármagns á hvern vinnandi mann, jafnhliða framleiðni vinnuafls.
í öðru lagi eru vinnuvikur sem mæling á vinnuafli ýmsum annmörkum háð í
þessu tilviki, einkanlega þegar vinnustundirnar að baki hverju ársverki eru
mismunandi á milli atvinnugreina eða frá einum tíma til annars innan sömu
atvinnugreinar.
í þriðja lagi má nefna að með því að nota breytingar á framleiðslumagni
atvinnugreinar athugasemdalaust sem mælikvarða á vöxt atvinnugreinar, er