Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2010, Side 8
8 MÁNUDAGUR 4. janúar 2010 FRÉTTIR
Tugir ætluðu
að berjast
Lögreglumenn tvístruðu fjöl�
mennum hópi ungmenna sem
hafði gert sig líklegan til að
standa í hópslagsmálum við
Kringluna seinnipart laugar�
dags. Að sögn sjónvarvotta
höfðu um sextíu ungmenni á
grunnskólaaldri safnast saman
inn í Kringluna og voru að und�
irbúa slag.
Á slaginu hálf sjö hljóp hóp�
urinn út úr Kringlunni en er
lögreglu bara að garði hafði hóp�
urinn tvístrast og flúið af vett�
vangi. Lögreglan gat ekki stað�
fest á hvaða aldursbili hópurinn
var eða hversu margir komu að
slagsmálunum.
Með þeim sem
urðu verst úti
Ísland er á lista með fjórum
öðrum þjóðum sem urðu
verst úti í efnahagshruninu,
samkvæmt lista sem birtur
var í vefútgáfu breska blaðs�
ins Guardian á sunnudag.
Þar segir að langur og grýtt�
ur vegur sé fram undan hjá
Íslendingum og það muni
taka heila kynslóð að borga
þær skuldir sem þjóðarbúið
stendur núna frammi fyrir.
Á listanum eru auk Ís�
lands Grikkland, Spánn, Dú�
baí og Írland. Þó að Ísland
hafi orðið illa úti telur Guard�
ian að Grikkir hafi orðið verst
úti. Er hræðsluþáttur (eða
panic factor) Grikkja metinn
5/5 en hjá Íslendingum er
hann 3/5.
Margir vinningar
á sama miðann
Stálheppinn lottóspilari, sem
keypti miðann sinn í Tvistin�
um í Vestmannaeyjum, var með
allar fimm tölurnar réttar í fyrsta
lottóútdrætti ársins. Hefur fyrsti
lottómilljónamæringur ársins
2010 því litið dagsins ljós. Um
var að ræða fimm raða miða
og ekki nóg með að hafa allar
tölurnar réttar í einni röðinni
heldur var hann með fjórar rétt�
ar tölur auk bónustölu í annarri
röðinni og 4 réttar tölur í öllum
hinum þremur röðunum. Hann
vann því samtals tæpar 10,3
milljónir á þessar lukkutölur.
Ítalinn Marco Brancaccia, fyrrver�
andi tengdasonur Jóns Baldvins
Hannibalssonar fyrrverandi ráðherra
og sendiherra, fullyrðir að ítalski að�
stoðarutanríkisráðherrann, Alfredo
Mantica, hafi rætt viðkvæma forræð�
isdeilu hans á nýlegum fundi með
embættismönnum í utanríkisráðu�
neytinu íslenska. Það fékkst staðfest
frá ráðuneytinu að ráðherrann hefði
minnst á deiluna utan dagskrár. Mar�
co segir ítölsk stjórnvöld standa á
bak við hann og það kunni að hafa
áhrif á aðildarviðræður Íslands um
inngöngu í Evrópusambandið. Hann
ætlar fljótlega að hringja í Mantica og
þakka honum fyrir stuðninginn.
„Ítölsk stjórnvöld munu taka mál�
ið upp á réttum stað og á réttum tíma.
Hegðun Jóns Baldvins í minn garð á
eftir að verða íslensku þjóðinni dýrt,“
segir Marco í samtali við DV.
Ásakanir á víxl
Marco hefur staðið í hatrammri for�
ræðisdeilu við dóttur Jóns Baldvins,
Snæfríði, vegna þrettán ára dóttur
þeirra, Mörtu. Hann telur móðurina
hafa numið dóttur þeirra ólöglega á
brott frá Mexíkó í maí árið 2003. Það
hafi hún gert með ólögmætri aðstoð
föður síns sem þá starfaði sem sendi�
herra í Bandaríkjunum. Um tíma
krafðist ítalska utanríkisráðuneytið
skýringa í málinu. Marco hefur kært
málið í þremur löndum en ekki haft
erindi sem erfiði.
Marco og Snæfríður kynntust í
París árið 1990 og voru því saman í
þrettán ár. Bæði hún og faðir henn�
ar hafa sakað Marco um að hafa
beitt hana ofbeldi meðan á sam�
bandi þeirra stóð og Jón Baldvin hef�
ur sagt hann hafa hótað sér lífláti. Á
móti hefur Marco fullyrt að sendi�
herrann fyrrverandi hafi hótað sér
því að beita öllum sínum áhrifum
gegn því að hann fengi nokkurn tím�
ann forræði yfir barnabarninu. Hann
hefur einnig fullyrt að Jón Baldvin
hafi staðið fyrir fíkniefnaleit á sér og
njósnum við heimsóknir til landsins.
Ætlar að hafa áhrif
Marco telur að tilgangurinn með
heimsókn Mantica til landsins hafi
verið sá að afla stuðnings við aðild�
arumsókn Íslands til Evrópusam�
bandsins. Hann telur heimsóknina
ekki líklega til árangurs
fyrir Íslands hönd
þar sem for�
ræðismálið sé
ekki gleymt
af hálfu Ítala. „Á þessum fundi í ut�
anríkisráðuneytinu var fullyrt að Ís�
lendingar könnuðust við málið en
þeir litu svo á að því væri lokið. Í hug�
um Ítala er því algjörlega öfugt farið
því að málið er okkur enn sem opið
sár. Við munum ekki gleyma því
að íslensk stjórnvöld hunds�
uðu ítalskar fyrirspurnir
um þátt sendiherrans
Jóns Baldvins þegar
Snæfríður nam dótt�
ur okkar á brott,“ seg�
ir Marco. Hann seg�
ist undanfarið hafa
setið fyrir fulltrúum
Evrópuþingsins og
samninganefndar
Evrópusambands�
ins um aðild Íslands
til að fræða þá um
forræðismál sitt.
„Ég mun gera allt sem í mínu
valdi stendur til að hafa áhrifa á að�
ildarviðræðurnar og minna evrópska
embættismenn á forræðismálið mitt
þegar þeir fara í viðræður við Ísland
um aðild að sambandinu.“
Við vinnslu fréttarinnar var óskað
eftir viðbrögðum frá Össuri Skarp�
héðinssyni utanríkisráðherra en þau
fengust ekki.
Marco Brancaccia, ítalskur fréttaritari og barnsfaðir Snæfríðar Baldvinsdóttur,
dóttur Jóns Baldvins Hannibalssonar, segir ítölsk stjórnvöld standa við bakið á sér í
erfiðri forræðisdeilu. Hann segir málið eiga eftir að hafa áhrif á umsókn Íslands um
aðild að Evrópusambandinu.
ÆTLAR AÐ HINDRA
INNGÖNGU ÍSLANDS
TRAUSTI HAFSTEINSSON
blaðamaður skrifar: trausti@dv.is
„Á þessum fundi í utan-
ríkisráðuneytinu var
fullyrt að Íslending-
ar könnuðust við mál-
ið en þeir litu svo á að
því væri lokið. Í hugum
Ítala er því algjörlega
öfugt farið því að málið
er okkur enn sem opið
sár.“
Umbo›s- og sölua›ili
Birkiaska ehf.
sími: 551 9239
www.birkiaska.is
Vali› fæ›ubótarefni ársins 2002 í Finnlandi
Minnistöflur
Betulic birkilaufstöflurnar innihalda 98% birkilaufsduft
og eru framleiddar af natni með aðferð sem varðveitir
upprunalega eiginleika birkilaufs sem allra best.
Það er mikil og gömul hefð fyrir því að nota birkilauf sem
fæðubótarefni til að hraða efnaskiptum og losa vatn úr
líkamanum, draga úr bólgum og afeitra líkamann (detox).
Birkilauf hefur góð áhrif á bæði vökvajafnvægi líkamans og húð,
auk þess sem það örvar starfsemi nýrna og þvagfæra.
Ráðlagður dagskammtur 2 til 4 töflur er samsvarar 980 - 1960 mg. af
birkilaufi. Betulic inniheldur hvorki laktósa, glúten, sætuefni né ger.
BETULIC - BIRKILAUF
www.birkiaska.is
París 1990
Marco Brancaccia kynnist Snæfríði Baldvinsdóttur. Hann
starfar sem fréttamaður hjá ANSA en hún er fyrirsæta.
Róm 1996
Snæfríður eignast dótturina Mörtu með Marco.
Mexíkóborg 2001
Marco og Snæfríður flytja til Mexíkó.
Mexíkóborg 2003, maí
Snæfríður fer með Mörtu frá Mexíkó, á bráðabirgðavegabréfi.
Undanþága Eduardos Rihans ræðismanns, eftir hvatningu
Jóns Baldvins Hannibalssonar, nægði til þess að Snæfríður
fékk vegabréf fyrir Mörtu, með undirskrift aðeins annars
foreldris.
Keflavík 2003, ágúst
Marco kemur til Íslands ásamt bróður sínum og mágkonu
og er framkvæmd fíkniefnaleit í föggum þeirra. Marco segir
Jón Baldvin hafa beitt áhrifum sínum og óttast að fíkniefnum
verði laumað í farangurinn. Hann er beðinn um vegabréf
dóttur sinnar. Lögfræðingur Marcos kvartar til sýslumanns
sem viðurkennir að einhver leki hafi átt sér stað, en rannsókn
skilar engu.
Reykjavík 2003, ágúst
Marco hittir dóttur sína Mörtu í fyrsta skiptið eftir brottnám
hennar. Hann má ekki yfirgefa hótel sitt með Mörtu og þrír
lífverðir á vegum Jóns Baldvins og Snæfríðar eru nærri.
Reykjavík 2003, desember
Hæstiréttur úrskurðar með Snæfríði vegna skorts á
upplýsingum um forræðisréttindi á Ítalíu. Áður úrskurðaði
héraðsdómur með Snæfríði vegna sálfræðiskýrslu sem hún
útvegaði sjálf. Síðar úrskurðaði héraðsdómur á sama hátt
vegna þess að hann taldi ekki sannað að Marta hefði búið í
Mexíkó, samkvæmt skilyrðum Haag-sáttmálans.
Mexíkóborg 2004, janúar
Utanríkisráðuneytið í Mexíkó leggur fram þá kröfu að Mörtu
Brancaccia verði þegar í stað skilað til Mexíkó, búsetulands
hennar.
Reykjavík 2004, júlí
Marco kemur til Íslands í fjórða sinn eftir brottnám Mörtu.
Hann fær að hitta hana þremur dögum síðar. Marco leysir frá
skjóðunni um samskipti sín við Jón Baldvin og Snæfríði og
ræður sér 6. lögfræðinginn í málinu.
Reykjavík 2004, ágúst
Hæstiréttur kemst að þeirri niðurstöðu að Snæfríður hafi ekki
numið dóttur sína og Marcos ólöglega á brott frá Mexíkó
þegar hún fór þaðan án samþykkis föðurins.
Strassborg 2005, janúar
Marco höfðar mál gegn íslenska ríkinu fyrir Mannréttinda-
dómstólnum í Strassborg. Hann telur íslenska ríkið bera
ábyrgð á því að barnið var numið á brott frá Mexíkó.
Reykjavík 2005, júní
Ummæli Jóns Baldvins um að Marco hafi hótað sér og
Bryndísi lífláti eru dæmd ómerk.
Opið sár Marco segir forræðismál sitt eins og opið sár í huga ítölsku þjóðarinnar og
þarlend stjórnvöld komi til með að beita sér á réttum tíma.
Nokkrir þættir úr forræðisdeilunni:
Sagður
beita
áhrifum
Fyrrverandi
tengdasonur
Jóns Baldvins
sakar hann
um að hafa í
sendiherratíð sinni
beitt áhrifum sínum á
ólögmætan hátt.
Enginn fundur
Samkvæmt
upplýsingum frá
utanríkisráðuneyt-
inu fundaði Össur
ekki með ítalska
aðstoðarutanrík-
isráðherranum.