Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2010, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2010, Blaðsíða 13
NEYTENDUR 4. janúar 2010 MÁNUDAGUR 13 AÐ ÞURRKA STÍGVÉL Eru stígvélin alltaf blaut að innan eftir að barnið hefur verið að leika sér í snjónum? Er þér illa við að senda barnið út í frostið í blautum stígvélum? Það er fljótlegt að þurrka gúmmístígvél með ryksugu. Ryksugan er stillt á útblástur og slöngunni stungið niður í stígvélið. Snúið tánni upp og stígvélið þornar á undraverðum tíma. Ef barnið gengur í skóm með reimum sem vilja losna er gott ráð að reima skóna með rennblautum fingrum. Þá er engin hætta á að hnúturinn losni. FERSKARI AGÚRKUR Gúrkur verða óspennandi þegar þær verða linar. Auðvelt er hins vegar að komast hjá því og lengja þannig líftíma þeirra. Skerðu annan endann af gúrkunni, láttu vatn renna í glas og stingdu henni ofan í. Þá verður gúrkan stinn og ásjáleg áður en langt um líður. Láttu ekki svíkja þig Úr reglum Neytendastofu um útsölur eða aðra sölu þar sem vörur eða þjónusta er seld á lækkuðu verði: n Í auglýsingum sem og á sölustað, þ.m.t. netverslun, skal tekið skýrt fram hvaða vörur eða þjónusta er seld á lækkuðu verði. Þegar vara eða þjónusta hefur verið seld á lækkuðu verði í sex vikur skal lækkað verð vera venjulegt verð. n Þegar auglýst er lækkað verð á vöru eða þjónustu skal fyrra verð vera það verð sem varan var seld á áður en til lækkunar kom. Seljandi skal geta sannað að vara eða þjónusta hafi verið seld á því verði sem tilgreint er sem fyrra verð. n Þegar veittur er prósentuafsláttur reiknast hann af fyrra verði. Taka skal fram hvert prósentuhlutfall lækkunarinnar er og skal tilgreina skýrt fyrra verð. Lækki verð vöru eða þjónustu enn frekar á meðan á útsölu eða annarri sölu stendur skal koma skýrt fram hvort aukinn afsláttur reiknast frá upphaflegu eða lækkuðu verði. Sé veittur aukinn afsláttur þegar sex vikur eru liðnar af útsölu skal líta á fyrra útsöluverð sem fyrra verð. n Þegar auglýst er kynningar- eða opnunartilboð skal afslátturinn vera raunverulegur þ.e. að eftir nánar tilgreindan tíma hækki verð vörunnar eða þjónustunnar. Gefa skal upp venjulegt verð ásamt kynningar- eða opnunar- verði. n Feli tilboð í sér kaupauka er óheimilt að nota orðalag eins og „gjöf“ eða „ókeypis“ um kaupaukann enda felur kaupaukinn í sér að neytandi greiði fyrir aðra vöru eða þjónustu. n Óheimilt er að auglýsa takmarkað magn vöru nema tilgreint sé hversu mikið magn standi neytendum til boða. Sé ekki auglýst takmarkað magn vöru á tilboði skal hún vera neytendum fáanleg í því magni sem ætla má að endist tilboðstímann með hliðsjón af hraða vöruveltu í hlutaðeigandi vöruflokki og verslun. n Rýmingarsölu skal aðeins auglýsa sé hún tengd því að verslun hætti eða verslun hætti sölu tiltekins vöruflokks. Rýmingarsala skal ekki standa yfir í lengri tíma og eigi hún einungis við um takmarkað vöruúrval skal það tekið skýrt fram í auglýsingum og varan höfð aðgreind frá öðrum vörum. Vöru sem seld hefur verið í rýmingarsölu skal ekki selja síðar á fullu verði. n Í verðvernd felst skilyrt loforð seljanda um að geti kaupandi sýnt fram á að sama vara sé fáanleg á lægra verði hjá öðrum seljanda, fái hann greiddan verðmuninn. Bjóði seljandi verðvernd ber honum að kanna reglulega verð á markaði og leiðrétta verð sitt í samræmi við það. Skýrt skal koma fram í auglýsingu og í verslun hver tímamörk verðverndar eru. FROÐU- FÆÐISNAKK ÍRIS ERLINGSDÓTTIR, fjölmiðlafræðingur og MA í nálarstungu- og jurtafræðum. Mér rann kalt vatn milli skinns og hörunds eftir að hafa horft á upptöku af Kastljósviðtali RÚV við bandaríska „næringarfræðinginn“ David Wolfe. Þessi æðsti prestur „hráfæðikenninga“, sem eins og allar aðrar matartískudellur ganga út á öfgar, hefur greinilega stórar hugmyndir um að gera út á Ísland sem heilsuparadís heimsins. Lengi getur vont versn- að. Fyrst fjármálafúsk og braskbæli, síðan froðu- fræðisheilsuhæli. Ég er sammála Wolfe um að Ísland er fullkom- inn staður fyrir heilsu- og heilbrigðismiðstöð og hef lengi álitið að í stað þess að leigja það á tombólu- prís til mengandi auðhringja ættum við að nýta hug- vit íslensku heilslugæslustéttarinnar ásamt fegurð og hreinleika landsins og taka okkur þar til fyrirmyndar frostbitið fylki í Bandaríkjunum sem er um margt líkt okkar eigin landi: Minnesota, aðsetur hinnar heims- frægu Mayo-læknastöðvar og Hazelden-meðferðar- stöðvarinnar, í stað þess að opna landið fyrir froðu- fræðingum á borð við David Wolfe. Eins og fram kemur í grein í DV 7.12., Næringar- fræði á villigötum? eiga hrá- og ofurfæðiskenningar Wolfes ekkert skylt við vísindagreinina næringarfræði. Háleitar yfirlýsingar Wolfes um að mannskepnan sé „ávaxtaæta“ (frugivore) en ekki alæta (omnivore) og að hráfæðisát sé mannskepnunni „náttúrulegt“ eru argasta rökleysa. Ef forfaðir okkar homo erectus hefði ekki lært að elda værum við sennilega enn í trjánum, eins og Ri- chard Wrangham, Harvardprófessor í mannfræði seg- ir í nýrri bók sinni Catching Fire: How Cooking Made Us Human: „Við erum af því við eldum. Eldamennska kom ekki til af því við vorum mannleg, heldur urðum við mennsk af því við elduðum.“ Þegar homo erectus byrjaði að borða mýkri, eldaða fæðu (h. erectus hafði ekki aðgang að Cuisinart-þungavinnumatarvinnslu- vélum sem eru mikilvægar í hráfæðismatreiðslu) þurftum við ekki lengur að tyggja daginn út og inn og tennur okkar og kjálkar minnkuðu. Eftir því sem við átum meira af eldaðri fæðu, þurfti líkaminn minni orku í meltingu svo vambirnar á okkur minnkuðu og heilinn stækkaði! Og, þar sem við þurftum ekki lengur að vera á ferðinni allan daginn, veiðandi, kroppandi, tínandi og tyggjandi, höfðum við afgangs tíma sem við notuðum til að þróa með okkur mannlega eigin- leika eins og félagslyndi og traust. Wrangham, sem réttilega gagnrýnir hráfæðiskenn- ingar sem hverja aðra mataræðisdellu, bendir á að hráfæðingar þrífast aðeins í auðugum nútímalöndum því uppistaðan í mataræðinu er dýrt sérfæði. Hann vitnar í rannsóknir sem sýna að hráfæðingum hætt- ir til mjaðma- og bakveiki, eru „krónískt undirnærðir“ (Giessen Raw Food Study, Germany) og eina þar sem 50% kvenna á hráfæðismataræði hættu að hafa blæð- ingar. „Það er ekki séns að forfeður okkar hefðu lifað af á svona mataræði, hvað þá tekist að fjölga sér.“ David Wolfe er auðvitað ekki raunverulegur nær- ingarfræðingur, heldur er hann bisnessmaður sem selur alls konar matvörur og fæðubótarefni. Það er ekkert að því. Vandamálið er hins vegar að hann held- ur úti ósönnum og mögulega heilsuspillandi áróðri og siglir undir fölsku flaggi til að græða peninga á fólki. Wolfe, sem er með BA í stjórnmálafræði og BS í véla- verkfræði segist vera með „MA og Ph.D („prófessor“) í næringarfræðum,“ en við nánari athugun eru þetta gervigráður frá poppstofnunum sem ekki eru viður- kenndar. Á vefsíðu Wolfes má finna fullt af greinum (sem eins og mataræðið eru fullar af froðu, fátt um fyll- ingu) með fræðilegu yfirbragði og skrautlegum, flókn- um orðum, en innihaldið þolir illa grandskoðun. Ein grein eftir náttúrulækni listar tíu bestu „ofurfæðuteg- undirnar“, sem þú getur að sjálfsögðu keypt – af Wolfe. Kíló af hráu súkkulaði: ISK 8.500, 1 kg Goji ber: 7.500; 30 ml flaska af sjávarplöntusvifi á 7.500. Sennilega verður íslenska fjallagrasið brátt til sölu á síðunni á 10 þúsund kall únsan. Ég hafði samband við Wolfe vegna staðhæfingar í einni greininni og bað hann að senda mér upplýsing- ar um á hvaða rannsóknum eða gögnum hann byggði hana. Svarið, þegar það loks kom, var á þessa leið: „Þessu er ekki einfalt að svara í tölvupósti þar sem ég myndi þurfa að endurskrifa það sem er þegar skrifað í prógramminu.“ Ha? Ég svaraði til baka og ítrekaði að ég væri að biðja um heimild – rannsókn, gögn- ekki endurritun! En ég heyrði ekkert meira frá honum, enda engin ástæða til að eyða tíma og orðum í fólk ef enga peninga er á því að græða. Hvað þá ef ætlunin er að staðreyna trúverðugleika söluáróðursins. Ég skil hins vegar vel þann hluta svarsins um að endurskrifa alla greinina, því hún er full af rugli og rökleysum. Ef ég hefði sent þessa fyrirspurn til raunverulegs næringarfræðings hefði ég sennilega fengið svar í einni setningu: nafn á rannsókn, útgáfuaðila, dag- setn., bls. o.s.frv. Það fólk er nefnilega skuldbundið til að stunda raunverulegar rannsóknir, sem auðvit- að getur verið íþyngjandi. Ég er ekki að segja að vís- indamenn séu fullkomnir; sumir næringarfræðingar eru reyndar sekir um að sundurgreina fæðutegund- ir í frumeindir sínar og einblína um of á einstaka eig- inleika þeirra sem býður upp á óþarfa fæðubótarsná- kapilluæði og dellur: hveitiklíð var allra meina bót, síðan beta-karotín, nú eru það omega 3 olíur. En vís- indamenn fela yfirleitt ekki slæmar fréttir eða ljúga eða bulla upp eitthvert svar til að gera okkur ánægð. Það er þó einmitt það sem mörg okkar vilja, meðvit- að eða ekki: Auðveldu svörin og lausnirnar sem hagn- aðarboðskapsprestar skottulækningastéttarinnar lofa okkur. Læknirinn þinn mun sennilega ekki ljúga að þér og segja að lófafylli af „ofurfæði“ eða „detox“ pill- um muni lækna hitt og þetta, en það er einmitt lausn sem svo margir vilja. Og það er nóg af fúskurum eins og Wolfe sem eru reiðubúnir að selja hana. „Það sem léttist mest á matardellukúrum er vesk- ið þitt,“ segir John Hoskins, breskur prófessor í eitur- efnafræði og meðlimur í Royal Society of Chemistry. Hann var reyndar að tala um aðra vinsæla froðu- fræðikenningu, „detox“, en orð hans eiga jafnt við hér: „Rómverjarnir höfðu rétt fyrir sér, Mundus vult dec- ipi, eða heimurinn vill láta blekkja sig. Betur þýtt sem: „There‘s a sucker born every minute“ – á hverri mín- útu fæðist flón. Jóhannes Gunnarsson segir slæmt að útsölurnar byrji strax eftir jól: VILLANDI UPPLÝSINGAR BANNAÐAR sölu. Jóhannes segir að þeim sé frjálst að auglýsa allt að 80 prósenta afslátt ef þær geta sýnt og sannað að vörur í búðinni séu seldar með svo miklum afslætti. Ef fyrirvari á borð við „allt að“ sé ekki til staðar sé villandi að auglýsa mikinn afslátt ef það gildir ekki um allar vörur. „Það er óheimilt að birta villandi upplýsingar,“ segir Jóhannes og bendir á að Neytendastofa fram- fylgi lögum um útsölur. Beita sektum Þórunn Anna Árnadóttir, sviðsstjóri neytendaréttarsviðs Neytendastofu, segir að verslunum sé skylt að gefa upp fyrra verð, ásamt útsöluverði. Um vankanta á slíku berist Neytenda- stofu allmargar kvartanir. „Það þarf að sjást, verðið sem varan var seld á síðast,“ segir Þórunn. Hún bendir einnig á að útsala megi ekki standa lengur en í sex vikur. Eftir þann tíma sé litið svo á að um hefðbundið verð sé að ræða en ekki tilboðsverð. Þórunn segir að verslanir bregðist yfirleitt við því þegar Neytendastofa fer fram á lagfæringar á framkvæmd útsölu. Það gildi þó ekki alltaf. „Við höfum fengið mikið af kvörtunum þegar útsölurnar byrja og höfum þurft að beita verslanir sektum,“ segir hún. baldur@dv.is Heimasíða Davids Wolfe Hann aðhyllist kenningar um hráfæði. 2000 og 3000 krónur. Lausleg athug- un DV leiðir í ljós að algengt er að vörur lækki um helming í verði, eða þar um bil. Ef til vill má gera bestu kaupin á fatnaði í Merkja Outlet á Korputorgi, sem auglýsir 25 prósenta viðbótaraf- slátt af öllum vörum en fyrir eru vör- urnar yfirleitt á lágu verði. Þá auglýs- ir Regatta-búðin lagerútsölu án þess að gefa upp prósentur en þar má vafalítið komast í feitt, fyrir þá sem þurfa á annað borð á nýjum fatnaði að halda. Húsgögn með miklum afslætti IKEA hóf útsölu sína strax eftir jól. Enginn ætti að láta hjá líða að labba hringinn því upphaflega voru litl- ir 2.300 vöruliðir á útsölu. Þær upp- lýsingar fengust hjá IKEA að útsölur- vörurnar seljist smátt og smátt upp svo erfitt sé að gefa upp nákvæma tölu nú þegar útsalan hefur staðið yfir í nokkra daga. Þó fékkst uppgef- ið að meðallækkun sé á bilinu 30 til 35 prósent. Víðar má gera góð kaup á hús- gögnum eða húsbúnaði. Þannig lækkar húsgagnaverslunin ILVA verð á yfir 1.500 vöruliðum en útsölu þar lýkur 7. febrúar. Tekið er fram að ull- armottur og hægindastólar lækki um 50 prósent og skrifstofuhúsgögn um 30 prósent, svo eitthvað sé nefnt. Þá auglýsa Tekk Company og Habitat 20 til 50 prósenta afslátt. Tölvur og raftæki Þeir sem fengu vírus í tölvuna eða eiga heimilistæki sem kiknuðu und- an álagi um jólin þurfa ekki að ör- vænta. Verslunin Heimilistæki aug- lýsir allt að 75 prósenta afslátt af meira en þúsund vörutegundum. Þar á meðal eru uppþvottavélar, þvottavélar, eldavélar, ísskápar, ofn- ar, frystikistur og þurrkarar. Í tölvu- deildinni fer Tölvutek mikinn og auglýsir allt að 50 prósenta afslátt af yfir 1.000 tölvuvörum. Þar af er allt að 50 þúsund króna afsláttur af fartölv- um, ef marka má auglýsingar. Fyrir hagsýnar húsmæður og -feður landsins skal tekið fram að Rúmfatalagerinn auglýsir nú jóla- skraut með 50 til 75 prósenta af- slætti.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.