Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2010, Page 16

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2010, Page 16
16 MÁNUDAGUR 4. janúar 2010 FRÉTTIR Föst á bar vegna fannfergis Dvöl nýársgesta á Tan Hill- kránni í Norður-Jórvíkurskíri á Englandi varð ívið lengri en lagt hafði verið upp með því vegna mikils fannfergis komust gest- ir hvorki lönd né strönd í þrjá daga. Samkvæmt vefsíðu BBC komu um þrjátíu gestir á krána á nýárskvöld til að fagna nýju ári, en vegna veðurs þurftu gest- irnir að halda kyrru fyrir í tvær nætur að auki. Að sögn eins gestanna héldu þeir í hinn góða anda á meðan dvölinni stóð og lögðu sitt af mörkum til að gera dvölina bærilega. Tan Hill-kráin stendur hæst allra kráa á Bret- landi í um 520 metra hæð yfir sjávarmáli. Sómalinn hand- tekinn áður Sómalinn sem réðst inn á heim- ili teiknarans Kurts Westergaard var handtekinn í Kenía á síðasta ári. Samkvæmt danska blaðinu Politiken lá fyrir vitneskja hjá PET, dönsku öryggisþjónust- unni, um handtöku Sómalans. Þá var honum gefið að sök að hafa tekið þátt í skipulagningu árásar á Hillary Clinton, utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna, en honum var síðar sleppt vegna skorts á sönnunargögnum. Sómalinn hefur verið ákærð- ur fyrir tilraun til morðs, en hann réðst inn á heimili West- ergaards á föstudaginn vopnað- ur öxi. Kurt Westergaard sá sitt óvænna og leitaði skjóls í sér- styrktu herbergi á heimili sínu. Buyelekhaya Dalindyebo, konung- ur ættbálks Nelsons Mandela, hefur hótað að segja sig úr sambandi við Suður-Afríku eftir að hann var sak- felldur fyrir manndráp, mannrán og ofbeldi. Buyelekhaya Dalindyebo kon- ungur, sem er frændi Nelsons Mand- ela, segist munu lýsa yfir sjálfstæði og gera kröfu til um sextíu prósenta landsvæðis Suður-Afríku, nema Jac- ob Zuma, forseti landsins og Afríska þjóðarráðsins, sjái að sér og dragi til baka ákærurnar á hendur konung- inum, en Buyelekhaya Dalindyebo stendur frammi fyrir fimmtán ára fangelsisvist. Buyelekhaya Dalindyebo er kon- ungur Thembu-ættbálksins og er hót- un hans afar vandræðaleg fyrir Afríska þjóðarráðið því meðlimir ættbálks- ins eru stærsti hluti kjósenda Xhosa- hópsins og margir leiðtoga Afríska þjóðarráðsins hafa komið úr röðum hans. Einn helsti stuðningsmaður Dalindyebos konungs er barnabarn Nelsons Mandela, Thembu-höfðing- inn Mandla. Dalindyebo konungur er laus gegn tryggingu vegna væntanlegrar áfrýj- unar en ákærurnar á hendur honum má rekja til ársins 1990 og er hann sakaður um ofbeldi gegn þegnum sínum, meðal annars rán á konum og börnum. Að auki voru heimili brennd til grunna og ungmenni sættu ým- iss konar ofbeldi sem leiddi til dauða eins. Að sögn konungsins verður sam- bandi hans og ríkisstjórnar Jacobs Zuma ekki bjargað og krefst hann afsökunarbeiðni og 6,75 milljarða punda skaðabóta til handa ættbálkn- um og eiga þeir að greiðast eigi síðar en á miðvikudaginn. Landkröfur hans taka til Höfða- borgar, Austurhöfðans, Jóhannesar- borgar og alls KwaZulu-Natal-héraðs- ins, þar á meðal Durban. Talið er að hið síðastnefnda sé hugsað sem bein móðgun við Jacob Zuma og Zulu-ættbálkinn sem hann tilheyrir. Það er ekkert nýtt að það gusti um konunginn sem hefur verið umdeildur síðan hann tók við krún- unni árið 1992 og hafði Nelson Mand- ela á orði, í forsetatíð sinni, að Dalind- yebo væri „ekki hæfur til að stjórna“ og að sögn konungsins reyndi Mand- ela að velta honum úr sessi. Baráttumenn úr röðum verald- arhyggjumanna á Írlandi ögruðu ströngum guðlastslögum sem tóku gildi um áramótin með því að birta andtrúarlegar tilvitnanir á netinu og lofuðu aukinheldur að berjast gegn lagasetningunni fyrir dómstólum ef til þess kæmi. Á meðal þeirra sem vitnað var í voru rithöfundurinn og háðfugl- inn Mark Twain og rithöfundurinn umdeildi Salman Rushdie. En and- stæðingarnir létu ekki þar við sitja og gengu einnig í smiðju ekki ómerk- ari manna en Jesú, spámannsins Múhameðs og Benedikts XVI páfa sem nú situr á páfastóli. 4,5 milljónir í sekt Samkvæmt nýju lögunum eiga þeir sem sekir verða fundnir um guðlast yfir höfði sér sekt upp á allt að 25.000 evrum, eða hálfri fimmtu milljón króna. Guðlast telst samkvæmt þeim að „birta eða láta í ljós efni sem er stórkostlega svívirðilegt eða móð- gandi með tilliti til einhvers sem tal- ið er helgt í einhverjum trúarbröð- um og þannig af ásetningi valda reiði í tiltölulega stórum hópi fylgjenda viðkomandi trúarbragða“. Að sögn Dermots Ahern, dóms- málaráðherra Írska lýðveldisins, eru lögin nauðsynleg í ljósi þess að á sama tíma og trúarbrögð í land- inu yrðu fjölbreyttari vegna innflytj- enda nyti einungis kristin trú vernd- ar samkvæmt stjórnarskrárákvæði frá 1936. „Heimskuleg og hættuleg“ Sem fyrr segir eru veraldarhyggju- menn, sumir hverjir, ekki sáttir við nýju lögin og Atheist Ireland, samtök sem segjast vera í forsvari fyrir trú- leysingja, svöruðu lögunum með því að birta tuttugu og fimm tilvitnanir á vefsíðu samtakanna. Auk áðurnefndra er vitnað í Björk, tónlistarmanninn Frank Zappa, fyrr- verandi ritstjóra Observer og ráð- herra Conor Cruise O’Brien og fleiri. Formaður samtakanna, Michael Nugent, sagði að ef samtökin yrðu ákærð fyrir guðlast myndu þau berj- ast fyrir dómstólum. Nugent sagði að lögin væru bæði hættuleg og heimskuleg. „Þau eru heimskuleg því mið- aldalög eiga engan sess í veraldlegu lýðveldi nútímans, þar sem lög eiga að vernda manneskjuna en ekki hug- myndir. Og þau eru hættuleg því þau hvetja til trúarlegrar reiði, og því ís- lömsk ríki undir forystu Pakistans nota orðalag írsku laganna til að knýja á um ný guðlastslög innan vé- banda Sameinuðu þjóðanna,“ sagði Michael Nugent. „Því elska ég mannkynið“ Á vefsíðu samtakanna, blasphemy. ie, segir að í ofangreindu samhengi birti þau tuttugu og fimm dæmi um guðlast sem hafa áður verið sögð af eða eignuð Jesú Kristi, Múham- eð spámanni, Mark Twain, Tom Lehrer, Randy Newman, James Kirkup, Monty Python, séra Ian Pais- ley, Conor Cruise O’Brien, Frank Zappa, Salman Rushdie, Björk, Amöndu Donohoe, George Carlin, Paul Woodfull, Jerry Springer-óper- unni, Tim Minchin, Richard Daw- kins, Benedict XVI páfa, Christopher Hitchens, PZ Myers, Ian O’Doherty, Cormac Murphy-O’Connor kardin- ála og Dermot Ahern. Tónlistarmaðurinn Randy New- man hefur oft ögrað með textum sín- um og á hann eina tilvitnun á síð- unni, texta sem tekinn er úr lagi hans Jacob Zuma, forseti Suður-Afríku og Afríska þjóðarráðsins Málið er hið vandræðalegasta fyrir Afríska þjóðarráðið. Frændi Nelsons Mandela veldur uppnámi í Suður-Afríku: Krefst 60 prósenta Suður-Afríku Rithöfundurinn og háðfuglinn Mark Twain Sagði guð ekki gera annað en drepa í bók sem hann skrifaði árið 1909. „HEIMSKULEG OG HÆTTULEG LÖG“ „Þið hljótið öll að vera biluð að setja traust ykkar á mig. Því elska ég mannkynið.“ Trúleysingjar á Ír- landi eru ekki sátt- ir við ný lög sem tóku gildi um ára- mótin. Samkvæmt lögunum varðar guðlast sekt upp að 25.000 evrum, eða 4,5 milljónum ís- lenskra króna. Til að sýna hug sinn í verki birtu sam- tök trúleysingja tuttugu og fimm tilvitnanir sem teljast guðlast á vefsíðu sinni. Tón- listarmaðurinn Björk Guðmunds- dóttir á þar eina tilvitnun. Benedikt XVI páfi Tilvitnun hans í býsanskan keisara er birt á vefsíðu írskra trúleysingja. KOLBEINN ÞORSTEINSSON blaðamaður skrifar: kolbeinn@dv.is Páfi sýnir góðvild Páfagarður staðfesti í gær að Benedikt XVI páfi hefði sent sér- legan ritara sinn, séra George Gänswein, í heimsókn til Sus- önnu Maiolo, svissnesk-frönsku konunnar sem sló páfa að kvöldi jóladags. Talsmaður Páfagarðs, Federico Lombardi, sagði að páfi hefði beðið Gänswein að líta til Susönnu, sem dvelur nú á örygg- isgeðsjúkradeild, til að „sýna um- hyggju páfans og góðvild“. Federico Lombardi neitaði að tjá sig um orðróm þess efnis að Gänswein hefði fært Súsönnu skilaboð um „aflausn“ henni til handa, en sagði: „Allir kristnir fyrirgefa.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.