Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2010, Síða 18
Svarthöfði er sjálfstæðismaður í báðar ættir og trúir á flokkinn ofar öllu öðru. Sjálfstæðis-flokkurinn hefur í gegnum tíð-
ina einkennst af samvisku og réttsýni í
bland við djúpa visku. Flokksskírtein-
ið hefur nægt Svarthöfða til að skilja á
milli þess sem er rangt og rétt. Þannig
var það í fjölmiðlamálinu forðum. Þá
steig Davíð Oddsson fram og krafðist
þess að eignarhald á fjölmiðlum yrði
skilgreint í lögum þannig að ljótu karl-
arnir gæti ekki eignast meirihluta og
beitt miðlunum gegn góða fólkinu.
Frumvarp þáverandi formanns Sjálf-
stæðisflokksins var samþykkt á hinu
háa Alþingi Íslendinga. Svarthöfði
fylgdist með atkvæðagreiðslunni og
það fóru um hann hlýir straumar þeg-
ar sú niðurstaða lá fyrir að nú væru
fjölmiðlarnir loks frjálsir undan oki
auðmanna.
En Adam var ekki lengi í par-adís. Þegar kom að því að forseti Íslands staðfesti þessi lög sem áttu að gera
Íslendinga frjálsa undan
Baugi, Björgólfsfeðgum
og Bakkabræðrum kom
babb í bátinn. Náung-
inn á Bessastöðum
taldi sig hafa vald til
þess að neita að kvitta
upp á þessi lög. Þetta
var reiðarslag fyrir lýð-
ræðið í landinu. Og fjöl-
miðlalögin féllu.
Björn Bjarnason, þáverandi dómsmálaráðherra en nú á eftirlaunum, gagnrýndi mjög framgöngu forsetans.
„Stjórnskipunarkreppan vegna synj-
unar Ólafs Ragnars Grímssonar er
öllum augljós og túlkanir þeirra, sem
vörðu þennan gjörning hans, valda
ekki síður óvissu en synjun sjálf,“ sagði
Björn. Og sjálfstæðismenn töluðu
hver um annan þveran um tilgangs-
leysi embættis forsetans og efuðust
um heimild hans til að synja lögum
staðfestingar. Svarthöfði var að sjálf-
sögðu sammála sínum mönnum.
Hvað vildi þessi forseti eiginlega upp
á dekk? Hans hlutverk var það eitt að
ferðast um heiminn með útrásarvík-
ingum og gróðursetja hríslur um allt
land. Svarthöfði var árið 2004 orðinn
sannfærður um að embættið væri
óþarft.
En nú kveður skyndilega við annan tón. Sjálfstæðismenn-irnir sem lúskruðu á forset-anum vegna fjölmiðlalag-
anna vilja ólmir að forsetinn neiti að
skrifa upp á lög um að Íslendingar
leggi Icesave-skuldum Björgólfs
Guðmundssonar og Kjartans
Gunnarssonar til ríkisá-
byrgð.
Hver um annan þveran mæra þeir for-
setann og særa hann til þess að neita
að draga upp pennann og pára nafn
sitt. Yfir 50 þúsund manns hafa skorað
rafrænt á forsetann að segja nei.
Hitt er ekki síður varasamt ef rafrænar kennitölusafnan-ir, sem síðan eru svipaðar leyndarhjúp, eiga að ráða
því, hvort lögum er synjað eða ekki,
þegar þau berast til Bessastaða,“ skrif-
aði Björn Bjarnason eftirlaunaþegi og
einn þeirra sem seldu Landsbankann
einkavinum flokksins á sínum tíma.
Reyndar skrifaði hann þessi orð árið
2004. Nú skrifar Björn: „Hann veit, að
hann á skjól á vinstri vængnum, sem
hefur barist upp á líf og dauða fyrir
því, að Icesave-skuldabagginn verði
lagður á þjóðina. Ólafur Ragnar mun
ekki kasta því skjóli frá sér, þótt tæp-
lega 60 þúsund hafi skorað á hann að
gera það.“ Ekki orð um vafasamar raf-
rænar kannanir.
Svarthöfði er auðvitað sammála sínum flokki. Nú er forsetinn orðinn mikilvægur og hefur fullt umboð til að synja eða
samþykkja þau lög sem honum berast
til áritunar. Framvegis mun forset-
inn horfa gagnrýnum og haukfrán-
um augum á öll ný lög. Hann mun
senda allt í þjóðaratkvæðagreiðslu
sem umdeilt er. Og þjóðin mun segja
nei við öllu sem hefur í för með sér
aukin útgjöld. Og við sjálfstæðismenn
munum haga seglum eftir vindi. Það
skiptir jú öllu máli hvort flokkurinn
er innan eða utan ríkisstjórnar. Heill
forseta vorum.
HEILL FORSETA VORUM
SPURNINGIN
„Það er alveg
djöfullegt,“ segir
Gunnar
Gunnarsson
vefmeistari og
einn helsti
stuðningsmaður
Manchester
United. Liðið, sem
oft er kallað
Rauðu djöflarnir, tapaði fyrir
erkifjendunum í Leeds United.
HVERNIG ER AÐ HALDA
MEÐ MANCHESTER
UNITED Í DAG?
„Ég fékk pínu sjokk þegar
ég mætti fyrst enda allt
strákar sem maður hefur
verið að horfa á í sjónvarp-
inu lengi og litið upp til.
Það rann af mér fljótt.“
n Ólafur Guðmundsson handboltakappi úr FH
sem var valinn í EM-hópinn sterka. - Fréttablaðið
„Fundur er
settur á Alþingi.
Þessum fundi er
frestað til 11.00.“
n Ragnheiður Ríkharðsdóttir, varaforseti
Alþingis, klukkan 10.30 sl. miðvikudag. Nóg að
gera. - Sagt á Alþingi
„Þeir voru skrítnir fyrst en
svo urðu þeir voðalega
ljúfir.“
n Soffía Anna Sveinsdóttir sem tók sveinspróf í
pípulögnum í desember um alla strákana sem
voru með henni í náminu. - Morgunblaðið
„Mér þykir dásamlega
hlægilegt að horfa á
myndirnar sem DV velur
þegar fjallað er um þann
ágæta (hrokafulla)
stjórnmálamann Davíð
Oddsson.“
n Margrét Hugrún Gústavsdóttir Eyjubloggari
sem er á því að DV velji sérstaklega undarlegar
myndir af öðrum ritstjóra Morgunblaðsins þegar
hann er til umfjöllunar. - eyjan.is/goto/mhg
„Ég hef aldrei,
hvorki fyrr né
síðar, séð neitt
þessu líkt.“
n Bubbi Morthens, sem var bitinn af hinum
hættulega skógarmítli. Bitinu geta fylgt langar og
alvarlegar aukaverkanir sem Bubbi fékk að
kynnast. - DV
Týpan sem felldi Ísland
LEIÐARI
Hér er uppskrift að efnahagshruni fyrir áhugasama: Fjölmörg fyrir-tæki frá sama landi eru eftirlitslaus undir stjórn hrokafullra, vanhæfra
og áhættusækinna stjórnenda með takmar-
kalaust aðgengi að lánsfé. Fram að þessu hef-
ur mikið verið fjallað um eftirlitsleysið og yfir-
drifnu lántökurnar, en mun minna um fólkið
á bak við tölurnar: Íslenska stjórnendur.
Rannsóknir á íslenskum stjórnendum í
góðærinu eru ómetanlegar heimildir, eins og
lesa má um á síðum 14 og 15 í DV í dag. Ís-
lenskir stjórnendur lýstu sjálfum sér þannig
að þeir forðuðust skynsamlegar greiningar
og skipulagningu. Þeir hunsuðu ráðgjöf ann-
arra og tóku ákvarðanir út frá tilfinningunni.
Oft tóku þeir afdrifaríkar ákvarðanir út frá
tilboði um milljarðaviðskipti sem kom upp í
óformlegu spjalli.
Í rannsókn Sigrúnar Davíðsdóttur frá 2006
birtist hugarheimur útrásarstjórnenda skýrt.
Einn þeirra útskýrði vinnulag sitt með þessum
hætti: „Við fórum dálítið íslensku leiðina, fór-
um bara af stað, létum hlutina ráðast án þess
að hafa neina strategíu. Undirbúningurinn var
þessi venjulegi íslenski undirbúningur: „þetta
reddast!“ Fórum svo í eina átt og ef það gekk
ekki þá reyndum við eitthvað annað.“
Stjórnandinn útskýrir þarna hvernig hann
fór af stað, líklega eftir að hafa veðsett íslensk-
ar eigur fyrir lánsfé, skipulagslaust og blind-
andi í gríðarlegar fjárfestingar, trúði því að
hlutirnir leystust af sjálfu sér. Sjálfslýsing-
in ber vott um að stjórnandinn ætti ekki að
vera með ökuskírteini, hvað þá stýra fyrir-
tæki. Annar stjórnandi útskýrir í sömu rann-
sókn snilld sína svona: „Við reynum að finna
það besta þannig að 1+1 verði 3.“ Mannkynið
hefur hins vegar búið yfir þeirri vitneskju frá
fornöld að einn plús einn verður aldrei þrír,
og að ef einhver fái út að einn plús einn séu
þrír sé hann að gera grundvallarmistök í út-
reikningi.
Innistæðulaus hroki, byggður á þjóðern-
ishyggju, var sérstaklega útbreiddur með-
al íslenskra stjórnenda. Forsetinn og ráð-
herrar kyntu stöðugt undir þeirri fölsku trú
stjórnendanna að þeir væru sérstakir og öðr-
um fremri. En það sem helst aðskildi þá frá
evrópskum stjórnendum var að þeir höfðu
minni þekkingu, meiri áhættusækni og voru
hrokafyllri. Íslensku stjórnendurnir töldu
samt að erlendir stjórnendur væru þeim
síðri, því þeir fóru varlegar. Norrænir stjórn-
endur voru hins vegar meðvitaðir um stór-
slysið sem var í vændum og gáfu lítið fyrir ís-
lenskan stjórnunarstíl. „Mér finnst það frekar
vera að Íslendingar hafi gaman af að berja sér
á brjóst. Ég er allavega orðinn þreyttur á að
hlusta á íslenskt stærilæti þegar menn halda
að gangi þeir fram af hengjunni geti þeir bara
flogið,“ sagði einn þeirra í rannsókn Sigrúnar.
Uppgjörið við hrunið má ekki aðeins snúa
að mistökum í hagstjórn og pólitískri spill-
ingu. Sökin liggur líka hjá íslensku týpunni
sem hafði ekki getuna og ekki reynsluna, en
taldi sig betri en alla aðra. Lykilatriði er að
gera upp við manntegund ungra, hrokafullra
stjórnenda sem svipti þjóðina eigum sínum.
Til þess þarf að átta sig á þeim sára sannleika
að íslensku stjórnendurnir voru ekki aðeins
fífldjarfir. Þeir voru fífl.
JÓN TRAUSTI REYNISSON RITSTJÓRI SKRIFAR. „... fórum bara af stað, létum hlutina ráðast án þess að hafa neina strategíu.“
BÓKSTAFLEGA
18 MÁNUDAGUR 4. janúar 2010 UMRÆÐA
SANDKORN
n Drottningarviðtali Jóns Ólafs-
sonar heimspekings við Pál
Magnússon útvarpsstjóra RÚV
á Rás 1 á nýársdag hefur vakið
furðu. Heimildarmaður innan
RÚV benti á
að skýring-
in á þessu
viðtali væri
einföld. Þar
útlistaði Páll
hugmynd-
ir sínar um
RÚV bæði
almennt
og sérstakt. Skýringin er sú að á
þessu nýja ári eru fimm ár liðin frá
því að Þorgerður Katrín Gunn-
arsdóttir, þáverandi mennta-
málaráðherra, réð Pál Magnússon
sem útvarpsstjóra að kröfu Davíðs
Oddssonar. Því má vænta þess
að staða hans verði auglýst laus
til umsóknar á árinu og Páll mun
auðvitað sækja aftur um.
n Þar sem Páll Magnússon út-
varpsstjóri hefur átt undir högg
að sækja, eftir að í hámæli komst
að við rekstrarbreytingu RÚV
varð sú breyting helst að laun
hans hækkuðu um helming og
RÚV hefur
haldið áfram
að borga
undir hann
lúxusjeppa,
telur Páll
greinilega af-
farasælast að
hefja „kosn-
ingabaráttu“
sína um starfið snemma. Spurn-
ingin er þá aðeins sú hvort Jón
Ólafsson heimspekingur verði
kallaður frá Bifröst til að taka 38
mínútna auglýsingaviðtöl við alla
aðra hugsanlega umsækjendur
um útvarpsstjórastarfið.
n Það eru fleiri embættismenn
á tímamótum þetta árið vegna
fimm ára reglunnar. Haraldur
Johannessen ríkislögreglustjóri,
sem hefur siglt í gegnum embætt-
ismannakerfið í meðbyr Sjálf-
stæðisflokksins, þarf nú að sækja
um aftur. Það
mun vænt-
anlega koma
í hlut Rögnu
Árnadóttur
dómsmála-
ráðherra að
taka afstöðu
til umsóknar-
innar. Vitað
er að hún hefur af því talsverðar
áhyggjur hve dýrt og umfangs-
mikið í tilgangsleysi sínu embætti
Haraldar er. Viðbúið er að ráð-
herrann muni nota tækifærið til
kerfisbreytinga og færa verkefni
undir þann vinsæla og lítt um-
deilda Stefán Eiríksson, lögreglu-
stjóra höfuðborgarsvæðisins. Þar
með yrði Haraldarbúð stekkur.
n Gunnar Björn Guðmundsson,
leikstjóri skaupsins, vann nokkurn
sigur á gamlárskvöld. Þótt ekki séu
allir sáttir við afraksturinn er yfir-
gnæfandi meirihluti ánægður með
þá grjóthörðu stefnu sem þar var
ráðandi. Fjölmörg tabú voru tekin
fyrir eins og drykkjuskapur ein-
stakra fjölmiðlamanna og útrásar-
víkinga. Þá var fjallað af einlægni
og miskunnarleysi um þátt kóka-
ínneyslu í öllu útrásarflippinu.
LYNGHÁLS 5, 110 REYKJAVÍK
ÚTGÁFUFÉLAG: Útgáfufélagið Birtíngur ehf.
STJÓRNARFORMAÐUR: Hreinn Loftsson
FRAMKVÆMDASTJÓRI: Sverrir Arngrímsson
RITSTJÓRAR:
Jón Trausti Reynisson, jontrausti@dv.is
og Reynir Traustason, rt@dv.is
FRÉTTASTJÓRAR:
Brynjólfur Þór Guðmundsson, brynjolfur@dv.is
og Þórarinn Þórarinsson, toti@dv.is
AUGLÝSINGASTJÓRI:
Elísabet Austmann, elisabet@birtingur.is
DV Á NETINU: DV.IS
AÐALNÚMER: 512 7000, RITSTJÓRN: 512 7010,
ÁSKRIFTARSÍMI: 512 7080, AUGLÝSINGAR: 512 7050.
SMÁAUGLÝSINGAR: 515 5550.
Umbrot: DV. Prentvinnsla: Landsprent. Dreifing: Árvakur.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu
formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð.