Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2010, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2010, Blaðsíða 24
24 MÁNUDAGUR 4. janúar 2010 SVIÐSLJÓS BARSMÍÐAR OG FRAMHJÁHALD BROWN LAMDI RIHÖNNU n Það kastaðist heldur betur í kekki í sambandi söngvaranna Rihönnu og Chris Brown. Brown tók sig nefnilega til og barði ástkonu sína svo að sá á henni og gat hún ekki falið áverkana. Leiðir þeirra skildi samstundis og upp hófst gífurlegur fjölmiðlafarsi. Brown baðst að lokum afsökunar í beinni útsend- ingu og vinnur nú í samfélagsþjónustu sem er hluti af refsingu hans. Sjálf stóð Rihanna báða fætur og átti magnaða endurkomu á MTV-verðlaunahátíðinni. Hún gaf síðar út nýtt lag í lok árs sem varð jafnvinsælt og allt annað sem hún hefur gert. LANGT YFIR PARI n Tiger Woods hefur þótt hrein- lega ofurmenni allt frá því hann kom fram á sjónarsviðið. Hann er langbesti golfari samtímans og líklega allra tíma. Hans verður þó því miður aldrei minnst fyrir annað en fjölmiðlafárið sem varð í vetur. Þá komst upp að Tiger hefði haldið við margar konur, allavega stigu einar fimmtán fram, en allt komst upp þegar hann átti að hafa lent í bílslysi. Var hann þó líklega að flýja konuna sem ætlaði að berja hann með golfkylfu. Tig- er flúði til Svíþjóðar með konunni þar sem þau reyna að vinna í málunum en nýjustu fregnir herma að hún vilji skilnað og ætli að taka allt. Helming auðsins og börnin tvö. KALLAÐUR FÍFL AF FORSETANUM n Kanye West var líklega mesta fífl ársins. Þegar ungstirnið og sveitasöngkonan Taylor Swift vann verðlaun fyrir besta myndbandið hjá konunum á MTV-verðlaunahátíðinni gat hann ekki setið á sér. Hann óð upp á svið, tók hljóðnemann af Taylor og lýsti því yfir að Beyoncé hefði átt eitt besta mynd- band allra tíma. Hann eyðilagði um leið daginn fyrir stelpunni sem var að vinna sín fyrstu MTV- verðlaun. Það náðist síðar á upptöku þegar sjálfur forseti Bandaríkjanna, Barack Obama, kallaði hann fífl. GAMLAR SYNDIR EN EKKI GLEYMDAR n Roman Polanski var loksins handtekinn fyrir að stunda kynlíf með þrettán ára stúlku fyrir þrjátíu og tveimur árum. Hann hef- ur haldið sig í Frakklandi síðan hann flúði Bandaríkin en þegar hann steig fæti inn í Sviss á árinu var hann handtekinn með lát- um. Hann situr nú inni í Sviss og bíður þess að gjalda fyrir það sem hann gerði. Stúlkan sem hann svaf hjá hefur þó fyrir löngu beðið alla um að hætta að elta hann en Kanarn- ir eru réttsýnir og vilja að hann gjaldi fyrir gjörðir sínar. SKILNAÐUR HJÁ GIBSON n Mel Gibson hefur lent í mörgu á undanförnum árum og enn eitt áfallið reið yfir í ár þegar hann skildi endan- lega við konu sína. Þau höfðu reyndar verið skilin að borði og sæng í þrjú ár en í sumar gekk skilnaðurinn í gegn. Hann byrjaði þá með fertugri söng- konu frá Úkraínu, Oksönu Grigorieva, sem á barn með Bond-leikaranum Timothy Dalton. Oksana og Gibson eignuðust sitt fyrsta barn í vetur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.