Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2011, Blaðsíða 12
12 | Fréttir 13.–15. maí 2011 Helgarblað
Sigurður G. Guðjónsson, hæstarétt
arlögmaður og fyrrverandi stjórnar
maður í Glitni, sagði fyrir Héraðsdómi
Reykjavíkur fyrir skömmu að Glitnir
hefði stundað markaðsmisnotkun fyrir
bankahrunið 2008. Þetta kemur fram í
dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli
Glitnis banka gegn einkahlutafélaginu
Iceproperties, dótturfélagi Ice capital
sem áður hét Sund, en Sigurður var
lögmaður félagsins í málinu. Eigend
ur Iceproperties vildu ekki gefa félagið
upp til gjaldþrotaskipta þrátt fyrir him
inháar skuldir þess og þurfti héraðs
dómur, og síðar Hæstiréttur, að knýja
félagið í þrot.
Sund, og tengd félög, eru fjárfesting
arfélög sem voru í eigu ættingja Óla Kr.
Sigurðssonar, sem yfirleitt er kenndur
við Olís. Fjárfestingum félaganna var
stýrt af stjúpsyni Óla, Jóni Kristjáns
syni, og Páli Þór Magnússyni. Sund
fjárfesti í hlutabréfum í íslensku við
skiptabönkunum og öðrum íslenskum
félögum á árunum fyrir hrun. Heildar
skuldir Sunds og tengdra félaga námu
64 milljörðum króna við bankahrunið
samkvæmt skýrslu rannsóknarnefnd
ar Alþingis. Samkvæmt þessari skulda
stöðu, og þeirri staðreynd að lánin sem
Sund fékk voru yfirleitt notuð til að fjár
festa í hlutabréfum sem urðu verðlaus í
bankahruninu, mætti ætla að gefa hefði
átt félögin í Sundssamstæðunni upp til
gjaldþrotaskipta í kjölfarið. Svo var hins
vegar ekki.
Deilt um 7,8 milljarða króna skuld
Glitnir banki krafðist þess í október í
fyrra með bréfi til Héraðsdóms Reykja
víkur að bú Iceproperties yrði tekið til
gjaldþrotaskipta. Iceproperties hafði
þá vanefnt skyldur sínar gagnvart lána
samningi upp á 4,6 milljarða króna
að höfuðstóli í íslenskum og erlend
um myntum sem félagið hafði gert við
Glitni í mars og júní árið 2008. Lánið
var veitt til að kaupa hlutabréf í Glitni
en líkt og DV hefur greint frá keypti Ice
properties 260 milljón hluti í Glitni á
þessum tíma og var seljandinn deild
eigin viðskipta Glitnis. Uppreiknuð var
skuld Iceproperties komin upp í rúm
lega 7,8 milljarða króna.
Í fyrra taldi þrotabú Glitnis að ekkert
benti til þess að Iceproperties gæti stað
ið í skilum með greiðslu á skuldinni og
því ætti að úrskurða félagið gjaldþrota.
Iceproperties hafnaði hins vegar kröf
unni og færði fyrir því ákveðin rök sem
eru reifuð hér að neðan. Héraðsdómur
féllst á kröfu Glitnis og úrskurðaði
Iceproperties gjaldþrota þann 28. janú
ar síðastliðinn. Hæstiréttur staðfesti svo
úrskurð héraðsdóms þann 8. mars síð
astliðinn og er Iceproperties því gjald
þrota. Skiptastjóri Ice properties er
Magnús Guðlaugsson hæstaréttarlög
maður.
Viðurkennir markaðsmisnotkun
Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur þar
sem Iceproperties var úrskurðað gjald
þrota er afar merkilegur fyrir ýmsar sak
ir. Helsta ástæðan fyrir því er sú að Sig
urður G. Guðjónsson, sem sat meðal
annars í stjórn Glitnis fyrir hönd hlut
hafa bankans þegar hann féll haustið
2008, segir berum orðum í dómnum að
Glitnir hafi stundað markaðsmisnotk
un og blekkt eigendur Ice pro p erties til
að kaupa hlutabréf í bankanum.
Sigurður G. hefur um nokkurt skeið
unnið talsvert fyrir Jón Ásgeir Jóhann
esson, stjórnarformann FL Group sem
var stærsti hluthafi Glitnis, sem ýjað er
að í Rannsóknarskýrslu Alþingis að hafi
verið skuggastjórnandi í Glitni fram
að hruninu 2008. Lögmaðurinn gætir
meðal annars hagsmuna Jóns Ásgeirs
í málum sem snerta bankahrunið sem
eru til meðferðar í dómskerfinu um
þessar mundir. Sigurður hefur einnig
unnið fyrir viðskiptafélaga Jóns Ásgeirs,
Pálma Haraldsson, og sat meðal annars
í stjórn eignarhaldsfélags hans, Fons,
fyrir hrun. Hann hefur einnig unnið
náið með eigendum Sunds um nokk
urt skeið. Í skýrslu rannsóknarnefndar
Alþingis er svo einnig fjallað um náin
tengsl félaga í eigu Jóns Ásgeirs og
Pálma við eigendur Sunds og hvernig
hinir síðastnefndu tóku þátt í fjárfest
ingum þeirra fyrrnefndu.
Orðrétt segir um viðurkenninguna á
markaðsmisnotkuninni í dómi héraðs
dóms, og er vísað í greinargerð Sigurðar
G.: „Varnaraðili lýsir nákvæmlega fram
kvæmd kaupanna, sem hann telur sýna
ótvírætt að bankanum hafi verið mikið í
mun að ná samningum. Hafi tilboð ver
ið sent skömmu fyrir miðnætti og Verð
bréfaþingi tilkynnt um kaupin snemma
næsta dag. Hafi þetta verið einn liður
í þeirri viðleitni sóknaraðila að halda
uppi verði hlutabréfa í bankanum. Tek
ur varnaraðili tvö dæmi úr skýrslu
rannsóknarnefndar Alþingis máli sínu
til stuðnings. Kveðst hann telja að aðilar
í bankanum hafi gerst sekir um mark
aðsmisnotkun. Hafi yfirvöld enda hafið
rannsókn.“
Telur forsendur hafa brostið
Þessi vörn Sigurðar G. fyrir hönd um
bjóðenda sinna átti að leiða til þess,
samkvæmt dómnum, að fresta því að
úrskurða félagið gjaldþrota þar til fyr
ir lægi niðurstaða í rannsóknum eftir
litsaðila á meintri markaðsmisnotkun
Glitnis. Þess vegna ætti Icepro perties
að vera óbundið af lánasamningnum
við Glitni og þar af leiðandi ætti ekki að
úrskurða félagið gjaldþrota fyrr en nið
urstaða úr þessari rannsókn lægi fyrir.
Í dómi héraðsdóms segir um þetta
atriði, og er vísað í greinargerð Sigurðar
G.: „Varnaraðili byggir bæði á því að for
sendur hafi brostið fyrir kaupum hans
á hlutabréfum, þar sem upplýsingar
um stöðu bankans hafi í meginatriðum
verið rangar. Þá hafi viðskipti bankans
við sig verið liður í markaðsmisnotk
un og samningarnar því ógildir. Telur
hann að rannsókn á markaðsmisnotk
un skipti verulegu máli um skuldbind
ingargildi lánasamningsins frá 13. mars
2008. Því beri dóminum að fresta mál
inu þar til séð verði fyrir enda rann
sóknarinnar. Vísar hann til 3. mgr. 102.
gr. laga nr. 91/1991, sbr. 2. mgr. 178. gr.
laga nr. 21/1991.“
Segir bankann hafa blekkt
Enn fremur vísar héraðsdómur til
þeirra orða Sigurðar G. að lánið til Ice
properties hafi verið skilyrt þannig að
það varð að verja því til hlutabréfa
kaupa í Glitni. Í dómnum segir að ein
forsendan fyrir kaupunum á Glitnis
bréfunum hafi verið sú að hlutabréfa
verð í bankanum átti að haldast óbreytt.
Inntakið í þessari gagnrýni Sigurðar G.
er að starfsmenn Glitnis hafi vitað að
bankinn væri kominn í vandræði á
þessum tíma og að líklega myndi hluta
bréfaverð í bankanum lækka. Samt hafi
starfsmenn Glitnis selt Iceproperties
hlutabréf í bankanum.
Um þetta atriði í málsvörn Sigurðar
G. segir í dómnum: „Nánar segir varnar
aðili um brostnar forsendur fyrir kaup
um sínum að lántakan 13. mars 2008
hafi verið bundin því skilyrði af hálfu
bankans að féð færi til kaupa á hlut í
bankanum. Þessar forsendur hafi brost
ið þegar bankinn komst í greiðsluþrot í
október 2008. Kaupin hafi verið byggð á
upplýsingum sem bankinn veitti. Segir
varnaraðili að það hafi verið ákvörðun
arástæða fyrir kaupunum og tökunni að
verðmæti hlutabréfanna héldist. Þetta
hafi bankinn vitað. Allar upplýsingar
sem veittar voru hafi verið rangar. Því sé
hann óbundinn af lánasamningnum.“
Sérstök staða Sigurðar
Sigurður G. Guðjónsson var því í nokk
uð sérstakari stöðu í málinu. Hann hélt
því fram fyrir hönd umbjóðenda sinna
að bankinn sem hann sat í stjórn í árið
2008 hefði gerst sekur um markaðsmis
notkun og blekkt umbjóðendur hans til
að fjárfesta í hlutabréfum í bankanum.
Sigurður var því annaðhvort að segja
satt um þetta atriði eða fór vísvitandi
með rangt mál með það fyrir augum að
koma í veg fyrir að félag umbjóðenda
hans yrði tekið til gjaldþrotaskipta.
Fyrra atriðið verður að teljast líklegra
þar sem upplýsingar sem fram hafa
komið eftir bankahrunið benda til þess
að Glitnir hafi í reynd stundað mark
aðsmisnotkun með bréf í bankanum.
Fyrst svo er þá er Sigurður í reynd
að segja að bankinn sem hann tók þátt
í að stýra sem stjórnarmaður og mál
svari stórra hluthafa í bankanum, hafi
gerst sekur um markaðsmisnotkun fyr
ir hrunið 2008. Þar með er Sigurður að
segja að þeir aðilar sem stýrðu bankan
um, stjórn bankans og framkvæmda
stjórn, hafi að minnsta kosti ekki sinnt
starfi sínu sem skyldi þar sem hann
bendir á að lögbrot hafi að öllum lík
indum verið framin í bankanum. Þeir
sem eru ábyrgir fyrir þessum lögbrot
um eru því væntanlega viðkomandi
starfsmenn Glitnis sem framkvæmdu
lögbrotin sem og þeir aðilar sem báru
ábyrgð á bankanum, það er að segja
stjórn hans og framkvæmdastjórn –
Lárus Welding var forstjóri Glitnis frá
vorinu 2007 og fram að hruni.
Sigurður er því í raun og veru að
benda á það í málsvörninni í máli
Iceproperties að lögbrot hafi verið
framin í bankanum sem hann tók þátt
í að stýra og sem nokkrir af helstu um
bjóðendum hans stýrðu með beinum
eða óbeinum hætti.
8 milljarða krafa frá Glitni
Skiptastjóri Iceproperties, Magnús
Guðlaugsson, segir að 8,5 milljarða
kröfum hafi verið lýst í þrotabú eignar
haldsfélagsins. „Heildarfjárhæð lýstra
krafna er 8,5 milljarðar króna.“ Magn
ús segir eiginlega alla upphæðina vera
„Hafi þetta verið
einn liður í þeirri
viðleitni sóknaraðila að
halda uppi verði hluta-
bréfa í bankanum.
Stjórnarmaður játar
markaðsmisnotkun
n Fyrrverandi stjórnarmaður í Glitni segir bankann hafa stundað
markaðsmisnotkun n Sigurður G. Guðjónsson segir Glitni hafa
blekkt umbjóðendur hans n Hefur unnið mikið fyrir aðila sem
áttu og stýrðu Glitni n Fengu milljarðalán til að kaupa í Glitni
Sérstök staða Í dómnum er vísað í þau
orð Sigurðar G. Guðjónssonar, fyrrverandi
stjórnarmanns í Glitni, að bankinn hafi
stundað markaðsmisnotkun með hlutabréf
í bankanum á árinu 2008. Sigurður G. sat
sjálfur í stjórn bankans árið 2008.
Bréfin keypt í febrúar 2008
„IceProperties ehf. er stofnað í febrúar 2004 og þá undir nafni 3X Holding ehf. Á árinu
2007 var nafni félagsins breytt úr 3X Holding ehf. í IceProperties ehf. Samkvæmt sam-
þykktum IceProperties ehf. er megintilgangur félagsins alhliðafjárfestingar, kaup, sala
og rekstur fasteigna og skyldur rekstur. Eignasafn félagsins var fyrst og fremst í formi
fasteigna. Í umfjöllun um áhættuskuldbindingar einstakra aðila í kafla 8.0 er IceProper-
ties ehf. hluti af samstæðunni Sund ehf.
Eigandi IceProperties ehf. er Sund ehf. og á það 100% í félaginu. Eigendur Sunds ehf.
eru þau Jón Kristjánsson, Gabríela Kristjánsdóttir og Gunnþórunn Jónsdóttir. Hvert
þeirra um sig á 33,33% í Sundi ehf. Stjórn IceProperties ehf. skipa Jón Kristjánsson fram-
kvæmdastjóri og Gunnþórunn Jónsdóttir varamaður.
Á tímabilinu 1. janúar 2007 til falls bankanna áttu sér stað eftirfarandi viðskipti með
hlutabréf og lántökur vegna hlutabréfakaupa í bönkunum í milljónum króna:
IceProperties ehf. átti engin hlutabréf í bönkunum þann 1. janúar 2007. Keypt
hlutabréf í febrúar 2008 nema 4,5 milljörðum kr. en engin hlutabréf eru seld. Við fall
bankanna voru því hlutabréfin, sem öll voru í Glitni, enn í eigu IceProperties ehf. Seljandi
bréfanna var Glitnir banki, eigin viðskipti.
IceProperties ehf. hafði hug á að kaupa hlutabréf í Glitni fyrir 5 milljarða kr. og óskaði
eftir að bankinn fjármagnaði kaupin 100%. Lánsbeiðni félagsins var samþykkt á fundi
áhættunefndar Glitnis í febrúar 2008. Gert var ráð fyrir að lánið yrði til allt að þriggja ára
með árlegri endurskoðun á vaxtakjörum og fjárhagsstöðu félagsins.
Svo virðist sem ekki hafi verið gengið endanlega frá því á fundi áhættunefndarinnar
hvernig tryggingum á láninu yrði háttað. Hins vegar kemur fram að annaðhvort verði
um að ræða veðsetningu á VS-reikningi þar sem bréfin verði vistuð eða sett verði
veðsetningarbann á eignir félagsins, ásamt banni við frekari skuldsetningu. Eigna-
safn IceProperties ehf. var eins og áður er getið fyrst og fremst í formi fasteigna og
má þar m.a. nefna 6. og 7. hæð í Kringlunni 4–6,
Austurstræti 20 (Hressingarskálinn) og fleiri
eignir. Þá kemur fram að fasteignirnar séu lítið
veðsettar og talið að eigið fé inni í félaginu sé
um 1,5 milljarðar kr. Engin veð voru hins vegar
tekin í fasteignum félagsins.
Eigandi IceProperties ehf., Sund ehf., var einn
af stærri eigendum Glitnis en Sund ehf. átti
2,04% í bankanum og var um leið ellefti stærsti
hluthafinn þegar lánveitingin og hlutabréfa-
kaupin fóru fram.“
Texti um Iceproperties úr Rannsóknarskýrslu
Alþingis.
Ingi Freyr Vilhjálmsson
fréttastjóri skrifar ingi@dv.is