Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2011, Blaðsíða 62

Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2011, Blaðsíða 62
1 62 | Sport 13.–15. maí 2011 Helgarblað fimm BESTU fimm vErSTU Bestu og verstu félagaskiptin á Englandi Engin lið í heiminum eyða jafnmiklum peningum í félaga- skipti á hverju tímabili og liðin í ensku úrvalsdeildinni. En það heppnast auð vitað ekki allt. Tvær umferðir eru eftir af deildinni og því ekki úr vegi að renna yfir fimm bestu félagaskipti ársins og fimm verstu. Javier Hernandez frá Chivas til Manchester United Kaupverð: 8 milljónir punda (1,5 milljarðar króna) Leikir: 26 Mörk: 13 (1 stoðsending) n Margir ráku upp stór augu þegar Sir Alex Fergu- son ákvað að kaupa kappann með barnslega útlitið frá Mexíkó. Hann hefur þó heldur betur troðið upp í efasemdamennina. „Chicharito“ er búinn að skora 20 mörk á tímabilinu, þar af 9 sigurmörk, en hann er sá fyrsti til að skora 20 á sínu fyrsta tímabili frá því að Ruud van Nistelrooy gerði það. 2 3 4 5 Rafael van der Vaart frá Real Madrid til Tottenham Kaupverð: 8 milljónir punda (1,5 milljarðar króna) Leikir: 27 Mörk: 12 (8 stoðsendingar) n Hollendingurinn fljúgandi fór heldur betur vel af stað með Tottenham eftir að rétt náðist að klára félagaskiptin á réttum tíma. Ótrúlegt að ekki stærra lið klófesti hann á þessum líka spottprís. Van der Vaart hefur komið með nauðsynleg gæði inn í Tottenham-liðið en svona menn þarf liðið að fá ætli það sér titil á næstu árum. Luiz Suarez frá Ajax til Liverpool Kaupverð: 23 milljónir punda (4,3 milljarðar króna) Leikir: 11 Mörk: 4 (3 stoðsendingar) n Vissulega keyptur í janúar en Kenny Dalglish segir að hann sé ástæðan fyrir góðu gengi liðsins á undanförnum vikum og við trúum Kenny. Suarez hefur lífgað heldur betur upp á sóknarleik Liverpool sem er á barmi þess að komast í Evrópukeppni, eitt- hvað sem var varla möguleiki á þegar hann skrifaði undir. Frábær leikmaður. Peter Odemwingie frá Lokomotiv Moskva til WBA Kaupverð: 1 milljón punda (188 milljónir króna) Leikir: 31 Mörk: 15 (6 stoðsendingar) n Þessi ágæti piltur sýndi hvers hann var megnugur með Nígeríu á HM þótt hann virtist vera svolítill fábjáni og leiðindagaur. Hjá WBA hefur hann þó blómstrað og verið einn albesti leikmaður deildarinnar. Fyrir aðeins eina milljón verður þetta að teljast með betri kaupum seinni ára í ensku úrvals- deildinni. Ben Foster frá Manchester United til Birmingham Kaupverð: 6,5 milljónir punda (1,2 milljarðar króna) Leikir: 36 Varin mörk: 167 (9 sinnum haldið hreinu) n Birmingham er að gera vel í markvarða- málum sínum. Það fékk Joe Hart á láni í fyrra sem fór á kostum og keypti svo Ben Foster frá United á 6,5 milljónir sem er nátt- úrulega ekkert fyrir alvöru markvörð. Foster hefur meira og minna farið á kostum og haldið níu sinnum hreinu auk þess að vinna deildarbikarinn fyrir liðið. 5 4 3 2 Eiður Smári Guðjohnsen frá Mónakó til Stoke Kaupverð: Ekki gefið upp Leikir: 5 Mörk: 0 n Af hverju Stoke ákvað að kaupa Eið Smára Guðjohnsen mun enginn skilja. Spilaði fimm leiki fyrir liðið, alltaf sem varamaður. Var ónotaður níu leiki í röð frá október og fram undir nýja árið. Endaði með því að fara í Fulham þar sem hann er að finna fjölina sína aftur. Fær væntanlega nýjan samning og er gaman að því. Bebe frá Vitória de Guimarães til Manchester United Kaupverð: 7 milljónir punda (1,3 milljarðar króna) Leikir: 2 Mörk: 0 n Hver er þessi maður? Svona í alvöru? Flækingurinn sem skoraði nokkur mörk í Portúgal og var keyptur til eins stærsta og besta liðs heims. Þetta væri eflaust efni í góða Hollywood-mynd, það er að segja ef hann gæti eitthvað. Líklega er enginn leikmaður í heiminum sem gefur verri fyrirgjafir en þessi annars ágæti piltur. Joe Cole frá Chelsea til Liverpool Kaupverð: Frítt Leikir: 18 Mörk: 2 (1 stoðsending) n Liverpool-menn hoppuðu hæð sína þegar ljóst var að sjálfur Joe Cole hefði valið Liverpool sem nýjan áfangastað. Bestu kaup ársins héldu margir þar sem hann kostaði liðið ekki krónu. Svo fór þó ekki. Fáir leikmenn hafa spilað verr en Cole sem hefur aldrei spilað verr. Það er vonandi að þessi flotti leikmaður rífi sig upp. Edin Dzeko frá Wolfsburg til Manchester City Kaupverð: 30 milljónir punda (5,6 milljarðar króna) Leikir: 12 Mörk: 1 (2 stoðsendingar) n Enginn í heiminum er ánægðari með slæmt gengi Torres en Bosníu- maðurinn Edin Dzeko. Framherjinn stóri var keyptur á 30 milljónir punda frá Wolfsburg en hefur aðeins skorað eitt mark. Frammistaða hans hefur vægast sagt verið döpur. Einhver alverstu janúarkaup seinni tíma í boltanum. 1 Fernando Torres frá Liverpool til Chelsea Kaupverð: 50 milljónir punda (9,3 milljarðar króna) Leikir: 16 Mörk: 1 n Það þurfti engan kjarneðlisfræðing til að finna þetta út. Keyptur á fimmtíu milljónir punda til að vinna Meistaradeildina fyrir liðið en ákvað þess í stað að geta ekki neitt. Sextán leikir og eitt mark er náttúrlega skammarlegt. Hefur ekki fundið fjölina sína þótt Chelsea- liðið hafi bætt ráð sitt og var hársbreidd frá Englandsmeistaratitlinum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.