Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2011, Blaðsíða 30
Naglinn stakkst í gegnum renn-blautan sólann á íþróttaskón-um mínum og upp í ilina á
mér. Ég var að vinna með vini mín-
um fyrir austan fjall, á bæ í Flóanum
rétt fyrir utan Selfoss, þar sem hann
var að reisa nýbyggingu með steypt-
um grunni. Við vorum að slá móta-
timbrið frá húsgrunninum þegar ég
steig á naglann. Regnið hafði bulið á
okkur án afláts og skórnir mínir voru
gegnsósa af vatni, naglinn skarst því
enn auðveldar en ella í gegnum vott
plastið á sólanum og sirka tvo sentí-
metra upp í hægri fótinn á mér. Þetta
gerðist haustið 2005 og tekið var að
síga á seinni hluta dagsins.
Ég fann ekki mikið fyrir naglan-um þegar hann fór inn í mig, bara örlítinn sting eins og ég
hefði verið klipinn snögglega. Í ör-
stutta stund staldraði ég við og íhug-
aði hvað ég ætti að gera. Mér fannst
eitthvað kveifar-
legt við það að
hætta að vinna
út af þessu smá-
ræði – fótbolta-
þjálfarinn minn
í barnæsku sagði
alltaf við mig að hlutirnir
væru bara vondir fyrst – og sótt-
hreinsa sárið eftir naglann. Ég
ákvað að bíta á jaxlinn, halda
áfram að slá frá og segja vini
mínum ekki frá óhappinu.
Tímarnir liðu, við kláruð-
um vinnudaginn og ég keyrði
heim til Reykjavíkur. Á leiðinni
heim tók lögreglan mig fyrir of
hraðan akstur – hvert var ég
eiginlega að flýta mér: Ekki
heim til að sótthreinsa sárið.
Þegar ég kom heim skoðaði
ég ilina á mér. Stungusárið
sást varla, ekkert blóð var
í sokknum og engin ígerð
virtist hafa hlaupið í fótinn.
Ég andaði léttar.
Óhappið fyrir austan fjall var mér ekki of-arlega í huga dag-
ana á eftir. En um það bil
tíu dögum síðar taldi ég
mig finna fyrir einkenni-
legum slætti í hægri fætin-
um, eins og fóturinn hefði
öðlast sjálfstætt líf eða að
eitthvað grasseraði nú
í honum. Ég byrjaði að
ókyrrast og velta því fyrir
mér hvort það væri kom-
in ígerð í sárið eftir nagl-
ann. Ég pantaði mér
tíma hjá lækni daginn
eftir. Um nóttina svaf ég
lítið út af áhyggjum af
ígerðinni.
Ég fór til læknisins
og hann skoðaði á mér
fótinn: Engin ígerð var
komin í hann og allt
leit eðlilega út. Lækn-
irinn minn pantaði
samt fyrir mig óm-
skoðun daginn eft-
ir, svona til örygg-
is. Aftur svaf ég lítið
um nóttina fyrir óm-
skoðunina þrátt fyr-
ir skýra niðurstöðu
læknisins.
Ég sá fyrir mér hvað myndi gerast þegar ég
myndi missa hægri
fótinn, þegar þyrfti
að aflima mig á næstu
dögum til að bjarga lífi
mínu. Kannski hafði
ígerðin líka farið yfir í
vinstri fótinn á mér. Ég gat
ekki hætt að hugsa um aumingja
pólska verkamanninn sem komið
hafði til Íslands og misst báða fæt-
urna vegna ígerðar eftir að hafa unn-
ið sárfættur ofan í gámi - fréttir af
manninum höfðu verið sagðar í fjöl-
miðlum skömmu áður.
Ég mundi sömuleiðis eftir þel-
dökka rónanum í bandarísku ung-
lingamyndinni Kids sem renndi sér
um í almenningsgarði og sönglaði í
sífellu: I have no legs, I have no legs.
Kannski biði það mín líka í framtíð-
inni að renna mér fótalaus á hjóla-
bretti um miðbæ Reykjavíkur og
sníkja pylsu og kók í Bæjarins bestu.
Ómskoðunin var hins vegar líka
afdráttarlaus: Engin ígerð var kom-
in í fótinn. Ég hafði meira að segja
verið hepinn því naglinn hafði ekki
skemmt neitt inni í fætinum á mér.
Naglinn hafði ekki farið inn
í vöðva eða bein og
engin ummerki sáust
um hann önnur en
tveggja sentímetra sár
sem þó var byrjað að
gróa. Ég tók gleði mína
á ný, nánast faðmaði
lækninn sem færði mér
niðurstöðuna og gekk
brosandi út í haustið með
sól í hjarta.
En slátturinn hvarf samt ekki úr fætin-um á mér. Ég fann
fyrir honum þegar ég var
heima um kvöldið. Sláttur-
inn var þarna, það var eitt-
hvað að mér í fætinum, þótt
læknarnir hefðu ekki fund-
ið það. Ég reyndi að róa mig
niður, líta rökréttum, skyn-
sömum augum á stöðuna
– „Auðvitað var ekkert að
mér“ – en allt kom fyrir ekki.
Ég gat ekki komið þeirri
hugsun úr höfðinu á mér að
ég væri með ígerð í ilinni.
Ég dreif mig því upp á
slysadeild Landspítalans
og hitti enn einn lækninn.
Hann skoðaði á mér fótinn
og fann ekkert að honum.
Ég krafðist þess samt að fá að
fara í röntgenmyndatöku til
að taka af allan vafa. Lækn-
irinn sagði mér að röntgen-
myndir væru ekki nærri því
eins nákvæmar og ómskoð-
unin sem ég hafði verið í fyrr
um daginn. Samt vildi ég fara
í röntgen og var það látið eftir
mér.
Röntgenmyndatakan skilaði auðvitað sömu niðurstöðu og ómskoðunin: Það var
ekkert að fætinum á mér. Kven-
læknirinn sem tók myndina sagði
mér þetta þar sem ég sat í stóln-
um hjá henni eftir myndatökuna.
Hún hjálpaði mér upp úr stólnum
eftir að hafa sagt mér þetta en mér
tókst að reka höfuðið af nokkrum
krafti í röntgenmyndavélina sem var
fyrir ofan stólinn. Læknirinn klapp-
aði mér móðurlega á bakið og spurði
hvort það væri ekki í lagi með mig.
Ég jánkaði því en hún sagði glott-
andi með glampa í augum: „Kannski
tökum við bara myndir af hausnum á
þér næst þegar þú kemur.“ Ég brosti
vandræðalega á móti. Ég hafði vaðið
í villu í tvo sólarhringa en slátturinn
í fætinum var sem betur fer úr sög-
unni.
30 | Umræða 13.–15. maí 2011 Helgarblað
Helgarpistill
Ingi F.
Vilhjálmsson
Fótalaus á
hjólabretti
É
g man þegar Liverpool vann
bæði deild og bikar vorið
1986. Ég sat svo sem ekki
beinlínis límdur við sjónvarp
þau árin til að fylgjast með fótbolta,
og það var líka ansi stopult sem ég las
um ensku knattspyrnuna í blöðun-
um. En þó, alltaf fylgdist ég eitthvað
með, og þetta vor vissi ég að það var
svolítið sérstakt á seyði á bökkum
Mersey-árinnar.
Liverpool hafði þá verið yfir-
burðalið á Englandi í áratug eða svo.
Yfirburðir liðsins voru svo miklir að
meira að segja yfirburðir Manchester
United núna síðustu 10–15 ár blikna
hálfpartinn í þeim samanburði. Liðið
var eins og áskrifandi að Englands-
meistaratitlinum og vann Evrópu-
meistaratitilinn fjórum sinnum á sjö
árum, 1977–1984.
Real, Barcelona, allir í skugga
Liverpool
Lið eins og Real Madrid, Barcelona,
að ekki sé minnst á ítölsku liðin,
stóðu um þær mundir djúpt inni í
skugga Liverpool.
Og það sem meira var, sigrar
Liverpool voru alveg óumdeilanlega
verðskuldaðir. Liðið spilaði langsam-
lega besta fótboltann á Englandi, um
það var engum blöðum að fletta.
Það var eiginlega það sem var
skemmtilegast við að halda við
Liverpool. Þetta var ekkert pot, eins
og það er orðað á einum stað.
Það var eiginlega tilviljun að ég fór
að halda með Liverpool. Þegar ég var
strákur hafði ég nákvæmlega engan
áhuga á fótbolta, vissi varla að þessi
íþrótt væri til – hvað þá meira. Þeg-
ar ég var á að giska tíu ára, þá sann-
frétti ég hins vegar að allir Íslending-
ar ættu að halda með einhverju liði
í ensku knattspyrnunni – það virtist
vera einhvers konar skylda.
Ég varð bersýnilega að velja mér
lið til að halda með. Gallinn var hins
vegar sá að ég hafði ekki minnstu
hugmynd um hvaða lið tækju þátt í
þessu dularfulla fyrirbrigði, ensku
knattspyrnunni!
En ekki vildi ég deyja ráðalaus.
Úlfarnir báru af öðrum
Og ég man enn þegar ég fór og náði
mér í dagblað og fletti upp á íþrótta-
fréttunum til að komast að því hvaða
lið kæmu til greina.
Ég hafði ekki hugmynd um hvaða
lið væru góð og hver ekki, eða hvaða
saga bjó að baki liðunum, svo ég varð
að byggja eingöngu á nöfnum þeirra,
það er að segja hljómi þeirra.
Og reyndar var ég fljótur að velja
mér lið, þegar til kom.
Nafnið „Wolves“ bar svo af öðrum
nöfnum að það kom ekkert annað til
greina en halda með þeim. Einfald-
lega af því nafnið þýddi „Úlfarnir“
sem mér fannst bæði töff og kraft-
mikið. Ekki hafði ég hugmynd um að
„Wolves“ er fyrst og fremst stytting
á hinu raunverulega nafni fótbolta-
liðsins, Wolverhampton Wanderers.
Ég veit ekki hvort það hefði breytt
neinu – svo mjög sem mér fannst
nafn Úlfanna bera af.
Þetta var líka eina nafnið sem
þýddi eitthvað, að því er ég gat best
séð, hitt voru bara einhver furðu-
leg staðarnöfn, og svo kom yfirleitt
„United“ eða „City“ eða „Town“ á
eftir.
Þannig að þá var það ákveðið.
Úlfarnir skyldu vera mitt lið í ensku
knattspyrnunni. Mér leið strax betur.
Nú skar ég mig ekki eins mikið úr; ég
var ekki lengur hálfgert frík sem ekki
„átti“ neitt lið í enska boltanum.
Sagði engum neitt
Að vísu sagði ég engum frá því að
ég væri kominn með uppáhaldslið
í enska boltanum. Ég átti um þær
mundir fáa vini á mínu eigin reki,
og enga kunningja sem ég hefði lát-
ið mér til hugar koma að tala við um
fótbolta – enda hafði ég ekkert vit á
þeirri íþrótt.
En einhvern veginn var mér samt
styrkur að þessu. Þegar ég heyrði
strákana í mínum bekk vera að
rabba saman um hvað væri besta lið-
ið af þeim sem þá voru á toppnum
– Everton, Arsenal, Leeds, Totten-
ham, Chelsea eða Derby (já!!) – þá
gat ég farið ferða minna óhrædd-
ur, viss í minni sök um að Úlfarnir
væru mitt lið, og ef einhver ógnaði
mér með því að ég ætti ekkert uppá-
haldslið í enska fótboltanum, þá gæti
ég ósmeykur dregið Úlfana úr pússi
mínu.
Og Úlfarnir voru meira að segja
alveg prýðilegt lið um þær mund-
ir. Leiktíðina 1970–1971 urðu þeir í
fjórða sæti í efstu deild.
Næstu árin voru átakalítil í sam-
skiptum mínum við fótboltann. Ég
hafði engan áhuga á íþróttinni en
hélt með Úlfunum ef í nauðirnar
rak.
Um og upp úr 1980 gerðist tvennt.
Ég fór stöku sinnum að horfa á fót-
bolta í sjónvarpinu og uppgötvaði að
þetta gat verið alveg prýðilegt sjón-
varpsefni. Það var reyndar aðallega
brasilíska landsliðið sem ég sóttist
eftir að horfa á, en þar sem það bar
sjaldan fyrir augu, þá varð maður
stundum að láta sér duga bara ensku
knattspyrnuna.
Allt hrundi á fáum árum
Og þá var allt í einu til lítils að halda
með Úlfunum. Á árunum upp úr
1980 hrundu þeir á fáum árum nið-
ur í fjórðu deild, eftir að slæmir eig-
endur höfðu ausið upp öllu hand-
bæru fé félagsins og skilið það eftir
í súpunni. Og upp úr fjórðu deild
virtust Úlfarnir eiga erfitt með að
vinna sig.
Ég neyddist því til að finna mér
annað lið til að halda með. Og þá var
einmitt hin mikla gullöld Liverpool,
og ekki hægt annað en halda með
þessu ástríðufulla sigursæla og flotta
fótboltaliði.
Og vorið 1986 var altso engu líkt.
Mestallan veturinn háðu nágranna-
liðið í Liverpool-borg, Liverpool og
Everton, grimma keppni um efsta
sætið í efstu deild. Lengi vel virtist
Everton hafa pálmann í höndunum,
en rétt í lokin þá smaug Liverpool
fram úr.
Og þeir tryggðu sér sigurinn í efstu
deildinni með sigri yfir Chelsea, þar
sem besti maður Liverpool undanfar-
in ár skoraði sigurmarkið.
Það skemmtilega var að hann var
ekki aðeins prímus mótor á miðjunni,
heldur var hann líka þjálfari liðsins.
Kenny Dalglish.
Ég veit ekki enn …
Viku seinna vann svo Liverpool
enska bikarinn í úrslitaleik gegn –
auðvitað Everton. Leikurinn end-
aði 2–1. Fyrst skoraði sú prúða
markamaskína Everton, Gary
Lineker, en síðan svaraði Ian Rush
(ennþá meiri markamaskína) fyrir
Liverpool, og Craig Johnston af öll-
um mönnum skoraði sigurmarkið.
En þótt hann hefði ekki skorað
í þeim leik, þá vissu allir að það
mátti líka þakka Kenny Dalglish
þennan sigur.
Þetta skrifa ég af því nú er loks-
ins búið að ganga frá því að Dalg-
lish stýri Liverpool næstu þrjú
árin. Og það er tilhlökkunarefni.
Ég veit að vísu enn ekki af hverju
allir verða að eiga sér uppáhaldslið
í ensku knattspyrnunni. En ég veit
að svoleiðis er það, og Liverpool er
mitt lið.
Fyrir utan Úlfana, vitaskuld.
Trésmiðjan
Illugi
Jökulsson„Það var eiginlega
tilviljun að ég fór
að halda með Liverpool.
Þegar ég var strákur hafði
ég nákvæmlega engan
áhuga á fótbolta, vissi
varla að þessi íþrótt væri
til – hvað þá meira
KónguRInn
S ýR AFTuR