Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2011, Blaðsíða 36
Finnland
Paradise Oskar - Da Da Dam
Axel Ehnström frá Helsinki hefur tekið upp
sviðsnafnið Paradise Oskar. Hann sendi
lagið sitt inn í finnsku keppnina upp á von
og óvon og gerði ekki sér ekki miklar vonir.
Það kom honum því á óvart þegar hann fékk
meira en helming atkvæða í forkeppninni.
Spá: Kemst ekki á blað
Eistland
Getter Jaani - Rockerfeller Street
Getter er frægasta söngkona Eistlands um
þessar mundir en frægðarsól hennar reis
þegar hún tók þátt í Estonia Superstar. Þar
var hún yngsti þátttakandinn og uppáhald
dómara. Hún lék síðar eitt aðalhlutverkið í
söngleiknum High School Musical.
Spá: 5. sæti með 150 stig
Frakkland
Amaury Vassili - Sognu
Amaury Vassili er spáð sigri í kepninni í ár en
þessi 21 árs söngvari er yngsti atvinnutenór
í heiminum. Fyrsta platan sem hann gaf út
seldist í yfir 200.000 eintökum í Frakklandi.
Sagt er að lagið Sognu staðfesti stórkost-
lega sönghæfileika þessa unga tenórs.
Spá: 1. sæti með 229 stig
Georgía
Eldrine - One More Day
Eldrine er ekki persóna heldur nafnið á fimm
manna rokkhljómsveit. Eftir breytingar á
hljómsveitinni á síðustu stundu munu Sophio
Toroshelidze, Mikheil Chelidze, Irakli Bibilashvili,
David Changoshvili, Tamar Shekiladze og Beso
Tsikhelashvili keppa fyrir hönd Georgíu í ár.
Spá: 31. sæti með 1 stig
Grikkland
Loucas Yiorkas & Stereo Mike - Watch
My Dance
Loucas vann gríska X-Factor árið 2009
en Stereo Mike var tilnefndur til Europes
Favorite Act á tónlistarverðlaunahátíð MTV
árið 2008.
Spá: 18. sæti með 14 stig
Austurríki
Nadine Beiler - The Secret is Love
Nadine kom fyrst fram á sviði árið 2006 og
var þá einungis 16 ára gömul. Þá tók hún þátt
í keppninni ORF Starmania þar sem þessi litla
stelpa með stóru röddina skaut hinum kepp-
endunum ref fyrir rass og vann. Hún hafði hægt
um sig vegna náms þar til í fyrra þegar hún tók
þátt í undankeppni söngvakeppninnar.
Spá: 15. sæti með 21 stig
Aserbaídsjan
Ell og Nikki - Running Scared
Eldar og Nigar hefur lengi dreymt um að
komast í Eurovision og segja keppnina
bestu leiðina til að hefja söngferil sem
hægt er að hugsa sér. Áhrifavaldar þeirra
eru meðal annars Rihanna, Jennifer Lopez,
Celine Dion, Robbie Williams og Lady Gaga.
Spá: 6. sæti með 102 stig
Bosnía og Hersegóvína
Dino Merlin - Love in Rewind
Dino Merlin er eitt frægasta söngvaskáld
Bosníu og Hersegóvínu og er vel þekktur
sem tónlistarmaður um allan Balkanskaga.
Hann var fenginn til að semja fyrsta og eina
þjóðsöng þessa nýstofnaða lands.
Spá: xxx
Bretland
Blue - I Can
Það þarf vart að kynna bresku flytjendurna í
ár en það er hin heimsfræga popphljómsveit
Blue. Lagið varð til rétt fyrir síðustu jól en
strákarnir voru með heimsmeistaramótið
í fótbolta í huga þegar það var samið. Það
fjallar um möguleika og sigra og fellur því
vel inn í hugmyndafræði söngvakeppninnar.
Spá: 3. sæti með 204 stig
Danmörk
A Friend In London - New Tomorrow
Hljómsveitin vann evrópsku lokakeppnina
í Bodog Million Dollar Battle of the Bands
árið 2008 en 40.000 hljómsveitir tóku þátt.
Hún var stofnuð árið 2005 og hefur megin-
markmið hennar ætíð verið að semja góð og
grípandi lög.
Spá: 8. sæti með 45 stig
Frökkum
spáð siGri
36 Eurovísir13.–15. maí 2011
Ísland
Vinir Sjonna - Coming Home
Við þekkjum öll Vini Sjonna. Þeir komust
óvænt í gegnum fyrri forkeppnina, Ís-
lendingum til mikillar gleði. Við höldum
að sjálfsögðu öll með okkar mönnum á
laugardaginn og sendum góða strauma til
Þýskalands!
Spá: 26. sæti með 4 stig
Írland
Jedward - Lipstick
Írski dúettinn Jedward samanstendur af
tvíburunum John og Edward. Þeir vöktu
gríðarlega athygli í írska X-Factor og hafa
síðan farið í tónleikaferðalag og stjórnað
sínum eigin raunveruleikaþætti, OMG
Jedward. Sagt er að annað hvort elski
maður þá eða hati.
Spá: 19. sæti með 10 stig
Ítalía
Raphael Gulazzi - Madness of Love
Ítalía tekur þátt í keppninni eftir 14 ára hlé
en það er hinn 30 ára Raphael sem keppir
fyrir hönd Ítalíu. Raphael samdi bæði lag
og texta. Enska útgáfa lagsins hljómar í
myndinni Manual of Love en í henni leika
meðal annars Robert DeNiro og Monica
Bellucci.
Spá: 16. sæti með 20 stig
Litháen
Evalina Sašenko - C‘est Ma Vie
Evalina hefur sungið frá sex ára aldri en varð
fræg í heimalandi sínu þegar hún kom fram
á sjónvarpstónleikum klassískra söngvara.
Hún segir að lagið höfði til allra, hvort sem
þeir eru 6 ára eða 66 ára. „Það eru engar
brellur, bara heiðarleiki, einlægni og ósviknir
hæfileikar,“ segir hún.
Spá: Kemst ekki á blað
moldóva
Zdob si Zdub - So Lucky
Hljómsveitin hefur starfað saman síðan um
miðjan tíunda áratuginn og hefur hitað upp
fyrir sveitir á borð við Red Hot Chili Peppers,
Korn og Rage Against The Machine. Hún
hefur gefið út átta hljómplötur og spilað á
tónleikum um alla Evrópu.
Spá: Kemst ekki á blað
n DV hefur tekið saman
upplýsingar um keppendurna
og hvaða gengi þeim var spáð
Verð aðeins
890 kr.
Verð aðeins
890 kr.