Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2011, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2011, Blaðsíða 29
Umræða | 29Helgarblað 13.–15. maí 2011 Ævintýri líkast Anna Margrét Björnsson, kynningarfulltrúi Hörpu, hefur haft meira en nóg að gera síðustu daga. Hún hefur verið á fullu að undirbúa opnun Hörpu en á sama tíma er hún með nýfædda stúlku heima. Hver er konan? „Anna Margrét Björnsson, kynningarfulltrúi Hörpu, tónlistar- og ráðstefnuhúss.“ Hvar ertu uppalin? „Á ýmsum stöðum. Pabbi var í utanríkis- þjónustunni þannig að ég ólst upp í Svíþjóð, Þýskalandi, Reykjavík og London.“ Hvað drífur þig áfram? „Ástin og listin.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Henda mér í sturtu og fá mér kaffibolla.“ Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? „Það er svo ótrúlega margt. Í miklu uppáhaldi þessa dagana er samt svona exótískur matur frá Mið-Austurlöndum. Stöðum á borð við Líbanon og Persíu.“ Hvaða bók lastu síðast? „Ég las bók um Indriða miðil eftir Þórberg Þórðarson sem kærastinn minn fann fyrir mig hjá Bóksalanum hér niðri í bæ. Hún var einstaklega áhugaverð.“ Er ekki mikil spenna fyrir opnun Hörpunnar? „Alveg rosalega mikil spenna og mikil gleði. Það er æðislegt að sjá þetta verða að veruleika.“ Hefur ekki verið brjálað að gera þessa síðustu daga og vikur? „Jú, heldur betur. Síðustu daga hefur verið brjálað að gera bæði í Hörpu og svo kom auðvitað lítil stúlka í heiminn hjá mér síðasta föstudag. Ég er því að reyna að klára opnunina og sinna litla barninu líka.“ Hvað mun Harpan gera fyrir íslenskt menningarlíf? „Í fyrsta lagi verður hún hjarta miðborgar- innar, alltaf iðandi af lífi og fallegum tónum. Svo mun hún draga mikið af ferðamönnum að. Svo held ég að hún styrki þá góðu braut sem íslensk tónlist er á en það er ótrúlega mikið af hlutum að gerast í þeim málum. Stundum þegar ég er inni í húsinu þá er þetta ævintýri líkast. Maður trúir því varla að maður sé í Reykjavík. Svo erum við auð- vitað með þetta glæsilega útsýni yfir hafið. Hvenær er fyrirséð að framkvæmdir klárist alveg? „Við stefnum á að allt verði tilbúið við afjúpun glerhjúpsins 20. ágúst en það er menningarnótt. Þá verður mikið um hátíðarhöld og húsið formlega vígt.“ „Mig dreymdi í nótt að við myndum lenda í fyrsta sæti.“ Halldór Berg Harðarson 25 ára nemi „Fjórtánda.“ Ari Freyr Kristjánsson 25 ára sjúklingur „Fjórtánda.“ Björk Thoralcius 20 ára vinnur í Háskólabíói „Tuttugasta.“ Alma Mjöll Ólafsdóttir 20 ára vinnur á elliheimili „Ég er ekki búinn að heyra lagið en ég held að við lendum í fyrsta sæti.“ Jakob Guðmundsson 20 ára bæjarstarfsmaður í Garðabæ Maður dagsins Í hvaða sæti lenda Íslendingar í Eurovison? Hakkísakk á Austurvelli Það er sannkallaður vorboði þegar hópar ungmenna sjást leika listir sínar með hakkísakk-bolta á víðavangi. Þessir voru í stuði á Austurvelli á fimmtudag. Mynd RÓBERT REynisson Myndin Dómstóll götunnar E vróvisjónæði er runnið á þjóð- ina. Enn á ný. Annað kvöld má gera ráð fyrir auðum götum á meðan Vinir Sjonna taka til við að heilla álfuna. Fátt kitlar þjóð- ernisvitundina eins notalega og gott gengi í Evróvisjón. Og fátt særir þjóðarstoltið meira en snautleg út- reið. Evróvisjón er eiginlega eins og smættuð mynd af utanríkispólitísku tilfinningalífi þjóðarinnar. Margir ræða meinta frændsemispólitík í at- kvæðagreiðslunni. En það er langt í frá eina pólitíkin sem máli skiptir. Keppnin er í eðli sínu rammpólitísk. Evrópuvitund Söngvakeppnin var beinlínis sett á laggirnar um miðjan sjötta áratuginn í þeim tilgangi að stuðla að sameigin- legri vitund Evrópuþjóða. Keppnin er afkvæmi franska tónlistarstjórans Marcels Baisons sem var góður vinur Jeans Monnets, eins helsta arkítekts Evrópusambandsins. Þeir töldu mik- ilvægt að vekja upp Evrópuvitund til að undirbyggja pólitískan samruna. Pólitík hefur því allt frá upphafi verið þéttofin keppninni. Þátttaka Ísraels var til að mynda eins konar yfirlýsing um órofa menn- ingarleg tengsl gyðinga við Evrópu. Í kjölfar Carnation-byltingarinnar 1974 notuðu Portúgalar keppnina árum saman til að gera upp sakir við fasista- stjórnina. Fræðimaðurinn Fredrik Rydström bendir á hvernig deilan um stækkun Evrópusambandsins endurspeglast í umræðunni um fjölgun þátttöku- ríkja í Evróvisjón. Sömu rök eru færð fram gegn hvoru tveggja. Staðreynd- in er samt sú að þegar söngvakeppn- in var um það bil að kafna í eigin til- gangsleysi kom Austur-Evrópa henni til bjargar, eftir fall járntjaldsins und- ir lok níunda áratugarins. Árið 2008 sungu Litháar einmitt svo: „No Sir we’re not equal no, though we are both from the EU. We build your ho- mes and wash your dishes, keep your hands all soft and clean. But one of these days you’ll realize Eastern Eu- rope is in your genes”. Ríkin austur í álfu litu á þátttöku í Evróvisjón sem yfirlýsingu um að þau væru komin undan hæl Sovétríkjanna og væru orðnir fullgildir meðlimir í fjölskyldu Evrópuþjóða. Sannast hef- ur að þar sem deilt er um Evrópu- sambandið hefur gott gengi í keppn- inni aukið stuðninginn við ESB-aðild verulega, eins og til að mynda í Eist- landi 2001. Evróvisjónpólitíkin getur tekið á sig undarlegar myndir. Hvít-Rússar hafa til að mynda lagt í ýmsar aðgerðir í viðleitini til að slá í gegn. Þegar keppn- in var haldin í Moskvu árið 2009 hlóðu þeir blaðamenn gjöfum í von um góða umfjöllun – meðal annars ómælt sér- framleitt vodka sem kennt var við söngvarann Pjotr Elfimov. dökku hliðarnar Þegar keppnin var haldin í Úkraínu árið 2005, í kjölfar sigurs Ruslönu, var framlag heimamanna eins konar óður til appelsínugulu lýðræðisbylt- ingarinnar. En stundum hefur soð- ið upp úr. Georgíumönnum var til að mynda meinuð keppni árið 2009 þegar í ljós kom að texti lags þeirra var þráðbein árás á Vladimir Putin, forsætisráðherra Rússlands, vegna stríðsins í Abbkasíu-héraði árið á undan. „We don‘t wanna Put in“ sungu Georgíumenn og þverneituðu að breyta textanum. Sama ár varð keppnin að vígvelli deilna Armena og Asera um Ngorno- Karaback. Stjórnvöld í Aserbaídsjan létu ekki duga að skipta framlagi Arm ena út í útsendingu sjónvarpsins fyrir óskylt tónlistaratriði heldur sig- uðu einnig leyniþjónustunni á þá fáu þegna landsins sem urðu uppvísir að því að hafa greitt framlagi nágranna- þjóðarinnar atkvæði. Frændsemispólitíkin Margir hafa vissulega fussað yfir frændsemispólitík í atkvæðagreiðsl- unni. Sagt er að Austur-Evrópuþjóð- irnar kjósi sem ein klíkublokk. Stóru og ríku ríkin, Þýskaland, Spánn, Frakkland og Bretland, hafa var- ið sig með því að helga sér fasta- sæti í útslitakeppninni – með þeim eina árangri að í fjórtán ár, allt þar til í fyrra, landaði ekkert þeirra sigri. Frændsemin hefur alla tíð fylgt keppninni. Bretar og Írar skiptast á stigum. Norðurlöndin sömuleiðis. Kýpur veitir Grikklandi nokkurn veg- inn alltaf fullt hús stiga. Alan How- ard við Reding-háskóla komst að því í nýlegri rannsókn sinni að menning fremur en pólitík réði atkvæðum í Evróvisjón. Eins og hér má sjá hefur Evró- visjón ýmsar víddir. En líkast til er flestum slétt sama um alla svona pólitík keppninnar. – Þetta er jú aðal- lega bara stuð. Rammpólitísk Evróvisjón Kjallari dr. Eiríkur Bergmann„Ríkin austur í álfu litu á þátttöku í Evróvisjón sem yfirlýsingu um að þau væru komin undan hæl Sovétríkjanna og væru orðin fullgildir meðlimir í fjölskyldu Evr- ópuþjóða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.