Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2011, Blaðsíða 63

Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2011, Blaðsíða 63
Sport | 63Helgarblað 13.–15. maí 2011 Fagleg ráðgjöF Tilboð á 10 Tíma korTum l Hljóðbylgjur vinna gegn verkjum l Örvar starfsemi sogæða (hreinsun) l Örvar vökvaflæði sogæðakerfisins l Eyðir vökvasöfnun - bjúg l Eyðir margskonar bólgum l Eykur orkuflæði líkamans l Dregur úr gigtareinkennum l Formar fótleggi og línur l Gefur góða líðan l Detox hreinsun Rauðarárstíg 41 l 105 Reykjavík l Sími 533-3100 „Ég spilaði í dönsku deildinni í nokkur tímabil en flutti svo heim. Mig langaði til að halda áfram að stunda íþróttina þannig að ég byrjaði á þessu á sín- um tíma,“ segir Friðgeir Ásgeirsson, upphafsmaður íslensku deildarinn- ar í áströlskum fótbolta. Íþróttin hef- ur aðeins verið stunduð hér á landi í nokkur ár en þó eru þrjú lið sem taka þátt í Íslandsmótinu. „Fyrsta tímabil- ið vorum við í Hljómskálagarðinum, þá voru þetta aðallega æfingar. En síð- an fengum við þátttökurétt á Evrópu- bikarmótinu þar sem gekk ágætlega. Í fyrra kepptu þrjú lið hér heima og svo fórum við á Evrópumeistaramótið. Þar náðum við mjög góðum árangri. Í Evr- ópu eru fjögur lið sem hafa spilað þetta mjög lengi. England, Írland, Danmörk og Svíþjóð, og þau röðuðu sér í efstu fjögur sætin. Við spiluðum því lítinn úrslitaleik við Króatíu um fimmta sæt- ið en töpuðum,“ segir Friðgeir. Spila evrópska útgáfu Friðgeir segir kjarnann sem spilar hér heima vera um þrjátíu manns en heildin er nálægt fimmtíu. En hvern- ig fékk hann fyrst menn til að koma að leika þessa áhugaverðu íþrótt. „Ég setti auglýsingu í blöðin og fór upp í Háskóla að leita. Svo fór fólk að draga vini sína og bekkjarfélaga með. Einnig fengum við umfjöllun þegar við fórum á þessi mót úti og þá fór fólk að hringja í mig og spyrja hvort það mætti koma að prófa. Það var auðvitað sjálfsagt,“ segir Friðgeir en hafi menn áhuga á að spreyta sig er hægt að kíkja á vef- inn andspyrna.is eða leita þá uppi á Facebook. Ástralskur fótbolti er spilaður á krikketvelli sem er risastór. Evrópu- þjóðirnar spila minni útgáfu af leikn- um. „Við spilum níu á móti níu á fót- boltavelli. Það eru aðallega Írar og Englendingar sem eiga einhverja krik- ketvelli sem hægt er að nota og einnig eiga Danir nokkra stóra velli enda hafa þeir spilað lengi,“ segir Friðgeir. Þróunin ólík Brett Kirk, goðsögn í lifanda lífi í heimi ástralska fótboltans, er staddur hér á landi. Hann er nýhættur eftir að hafa spilað í heimalandinu í tólf ár og ver- ið þar einn grjótharðasti leikmaður deildarinnar. Í dag starfar hann fyr- ir ástralska sambandið og ferðast um heiminn og hjálpar öðrum þjóðum að þróa sinn leik. Byrjað er að spila leik- inn í yfir þrjátíu löndum. „Síðustu fjóra mánuði hef ég heim- sótt fjórtán af þessum löndum,“ segir Brett í samtali við DV. „Ég er búinn að fara í gegnum Asíu og mest alla Evr- ópu. Svo mun ég enda á að fara til Kan- ada og Bandaríkjanna. Leikurinn er mislangt á veg kominn. Ég er til dæm- is nýkominn frá Ítalíu þar sem aðeins hefur verið spilað í tvö ár en um dag- inn var ég í Danmörku þar sem hefur verið æft og keppt í áströlskum fót- bolta í tuttugu ár,“ segir Brett. Ekki bara tuddasport Sú ímynd sem fólk hefur af ástr- ölskum fótbolta eru þær svakalegu tæklingar sem þar sjást. Brett vill þó meina að það sé leikur fortíðarinn- ar og snúist þetta meira um hraða og tækni í dag. „Auðvitað verða árekstr- ar í svona hraðri íþrótt þar sem snert- ingar eru leyfðar. Reglunum hefur þó verið breytt reglulega þannig að mik- ið af þessum hörðu tæklingum hafa verið fjarlægðar úr leiknum. Í dag snýst þetta bara um tækni og hraða og það er það sem ég er að reyna að kenna þessum þjóðum. Gefa þeim nokkur ráð um hvernig þær geti bætt tæknilega hlið leiksins,“ segir Brett en hvernig eru Íslendingarnir að standa sig? „Ég hef nú bara verið hér í nokkra daga en hef farið á æfingu með þeim og spilað leik. Íslendingarnir eru al- veg virkilega duglegir og áhugasam- ir og virðast elska leikinn. Það er því miður enginn Ástrali hér sem getur gefið þeim ráð um tækni en þrátt fyrir það finnst mér menn hér vera að gera virkilega flotta hluti,“ segir Brett Kirk. n Uppgangur í áströlskum fótbolta á Íslandi n Goðsögn úr leiknum hér á landi til að hjálpa til við þróunina n Ástralskur fótbolti er leikinn í 30 löndum og hefur Brett Kirk heimsótt 14 þeirra á síðustu mánuðum Kennir Íslendingum trixin Tómas Þór Þórðarson blaðamaður skrifar tomas@dv.is Háloftabardagi Andspyrna er hraður og teknískur leikur. Goðið fyrir miðju Brett Kirk kenndi Íslendingum andspyrnu, eins og hún er kölluð hér heima.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.