Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2011, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2011, Blaðsíða 10
10 | Fréttir 13.–15. maí 2011 Helgarblað Vilja meina að leynd hvíli yfir nefndarstörfum Alþingis: Svara ekki erindum Lýðræðisfélagið Alda hefur sent þingmönnum bréf þar sem gerð- ar eru athugasemdir við þá leynd sem félagsmenn vilja meina að ríki yfir nefndarstörfum Alþingis. Málið tengist því að Lýðræðisfélagið sendi allsherjarnefnd Alþingis nýlega er- indi varðandi stjórnlagaþing sem nefndin hafði til umfjöllunar. Eng- in viðbrögð bárust frá nefndinni og málið var afgreitt á Alþingi. Félagsmenn Lýðræðisfélagsins gera meðal annars athugasemdir við það að almennir borgarar hafi ekki færi á því að fá upplýsingar um efnis- lega afgreiðslu erinda til þingnefnda, sem ætla mætti að störfuðu í umboði og þágu almennings. Að sögn Krist- ins Más Ársælssonar hjá Lýðræðis- félaginu hafa einungis tveir þing- menn svarað bréfinu, þau Birgitta Jónsdóttir og Þór Saari, bæði þing- menn Hreyfingarinnar, en þau hafa talað fyrir auknu gagnsæi á Alþingi. Birgitta segir róttækar breytingar á þingsköpum fram undan. Lýðræðisfélagið spurðist í tölvu- pósti fyrir um afgreiðslu erindisins en svarið sem þeim barst frá nefnd- arritara fyrir hönd Alþingis var svo- hljóðandi: „Þingnefndir svara ekki erindum sem þeim berast.“ „Það er verið að breyta þessu í nýju þingsköpunum sem verið er að vinna í. Þar er til dæmis lagt til að all- ir fundir séu opnir á nefndarsviði,“ segir Birgitta Jónsdóttir, þingkona Hreyfingarinnar. Hún segir að ef fólk sýni þinginu smá þolinmæði muni það á næstunni sjá að mjög róttæk- ar breytingar séu fram undan í nýju þingsköpunum. Hún telur að í kjöl- farið verði þingið sjálfstæðara gagn- vart framkvæmdarvaldinu og að slíkt sé til góðs. „Ég held að næsta skref sé svo að opna vefsvæði þar sem fólk getur komið með athugasemdir á mál og þannig,“ segir Birgitta sem tel- ur að ýmislegt muni breytast til betri vegar með nýjum þingsköpum, sem hún vonar að verði samþykkt áður en þingið fer í sumarfrí. jonbjarki@dv.is Góðir skór - gott verð Mikið úrval af nýrri vöru á alla fjölskylduna Opið virka daga 11-18 laugardag 11-16 Takkaskór besta verði ð í bænum ? Stærðir 31-46 kr. 5.495.- www.xena.is Grensásvegur 8 - Nýbýlavegur 12 - Sími 517 2040 SKÓMARKAÐUR Málefni eignarhaldsfélagsins Styrks Invest, sem var í eigu Jóns Ásgeirs Jó- hannessonar og tengdra aðila, hafa verið á borði sérstaks saksóknara um allnokkurt skeið, samkvæmt heim- ildum DV. Félagið var tekið til gjald- þrotaskipta í október 2009 og lauk skiptum á búinu í maí í fyrra. Ekkert fékkst upp í rúmlega 47,5 milljarða króna kröfur sem lánardrottnar Styrks Invest, meðal annars Íslandsbanki, Landsbanki og þrotabú Baugs, lýstu í búið. Styrkur Invest, sem áður hét BG Capital, er eignarhaldsfélag sem eign- aðist hlutabréf Baugs, Haga, ISP og 101 Capital í FL Group í apríl. Sam- tals var þetta um 40 prósenta hlutur. Langstærstur hluti skulda félagsins var tilkominn út af þessum viðskipt- um. FL Group var sem kunnugt er stærsti hluthafinn í Glitni. Ekki er loku fyrir það skotið að Styrkur Invest hafi verið notað til að taka við umrædd- um hlutabréfum frá félögunum þegar ljóst var að byrjað var að harðna nokk- uð á dalnum í íslensku viðskiptalífi. Sent frá þrotabúinu Heimildir DV herma að skiptastjóri þrotabús Styrks Invest hafi, eftir að hafa skoðað bókhald Styrks, sent mál félagsins áfram til ákæruvaldsins, í þessu tilfelli sérstaks saksóknara. Skiptastjórum í þrotabúum eignar- haldsfélaga ber að gera slíkt ef þeir koma auga á mál í búum sem þeir telja geta flokkast sem lögbrot. DV hefur ekki heimildir um það hvort embætti sérstaks saksóknara hafi tekið mál Styrks til skoðunar. Af einhverjum ástæðum taldi skipta- stjórinn hins vegar þörf á því að senda mál Styrks áfram til ákæruvaldsins. Styrkur til umfjöllunar Umtalsvert hefur verið fjallað um málefni Styrks Invest í íslenskum fjöl- miðlum upp á síðkastið. Morgun- blaðið greindi meðal annars frá því fyrir skömmu að Styrkur Invest hefði gert tvo framvirka samninga um kaup á hlutabréfum í FL Group tveimur dögum eftir að íslenska ríkið hafði yf- irtekið 75 prósenta hlut í bankanum. Samningarnir tveir hljóðuðu samtals upp á rúmlega 14 milljarða króna. Þá greindi Viðskiptablaðið frá því nýlega að Styrkur Invest hefði fyrir bankahrunið gert framvirka samn- inga við fimm íslensk fjármálafyrir- tæki um kaup á bréfum Í FL Group. Lánin fyrir bréfunum komu frá fjár- málafyrirtækjunum sjálfum. Í blaðinu sagði að ávinningurinn af þessu fyr- ir um rædd fjármálafyrirtækin hefði verið sá að í staðinn fyrir að halda á bréfum í FL Group sem lækkað höfðu í verði gátu þau bókfært lán til Styrks á efnahagsreikning. Í samning- unum við fjármálafyrirtækin var þó ákvæði um að þau þyrftu að kaupa FL-bréfin til baka á tilteknum tíma. Slík viðskipti teljast vera markaðs- misnotkun. Hugsanlegt er að tilgang- ur viðskiptanna sem Morgunblaðið greindi frá hafi verið þessi. DV greindi svo frá því fyrir skömmu að starfsmenn Baugs hefðu verið í samningaviðræðum við við- skiptabanka Styrks út af framvirku samningunum alveg fram að banka- hruninu 2008. Styrkur Invest á borði sérstaks saksóknara n Skiptastjóri Styrks Invest sendi mál félagsins til sérstaks saksóknara n Gerði framvirka samninga sem gætu flokkast sem markaðsmisnotkun n Ekkert fékkst upp í 47 milljarða króna kröfur „Heimildir DV herma að skipta- stjóri þrotabús Styrks Invest hafi, eftir að hafa skoðað bókhald Styrks, sent mál félagsins áfram til ákæruvaldsins Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is 6. maí 2011 Sent til sérstaks Málefni Styrks Invest, sem var í eigu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og tengdra aðila, hafa verið á borði sérstaks saksóknara um nokkurt skeið. mynd BIG Róttækar breytingar Birgitta Jóns- dóttir segir róttækar breytingar fram undan í þingsköpum. Hræðsla greip um sig í Hörpunni Það er engin lognmolla í kring- um tónlistarhúsið Hörpu því lög- reglu- og sjúkrabílar voru kallaðir að byggingunni á fimmtudagskvöldið þar sem óttast var að gasleki væri í henni. Samkvæmt upplýsingum DV fór einhverjum innandyra að líða illa og kasta upp og var því byggingin rýmd. Hinn meinti gasleki kom fram á nemum við veitingastaðinn Munn- hörpuna í byggingunni og fór kerfið í gang. Betur fór þó en á horfðist því enginn gasleki var í húsinu. Líkleg- ast er talið að efni notuð við ofn- hreinsun hafi valdið þessu eftir að loftræstingu sló út í eldhúsinu og var hættuástandi aflýst. Skiluðu fullu um- slagi af seðlum Honum hefur væntanlega verið illa brugðið, manninum sem týndi nokkur hundruð þúsund krónum í peningum. Og að sama skapi hefur hann trúlega tekið gleði sína á ný þegar þeir komu aftur í leitirnar. Lögreglan frétti af málinu á fimmtudagsmorgun þegar hjón á áttræðisaldri höfðu samband og sögðust hafa fundið umslag á úti- vistarsvæði í borginni. Í því voru allir peningarnir og einnig kvittun með nafni eigand- ans. Peningarnir voru því næst sóttir til heiðurshjónanna og þaðan farið með þá á lögreglustöð. Síðan var haft samband við eigandann, mann á miðjum aldri, og kom hann á lög- reglustöð í framhaldinu. Hann var að vonum þakklátur og skildi eftir fundarlaun sem lögreglan færði hjónunum heiðarlegu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.