Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2011, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2011, Síða 10
10 | Fréttir 13.–15. maí 2011 Helgarblað Vilja meina að leynd hvíli yfir nefndarstörfum Alþingis: Svara ekki erindum Lýðræðisfélagið Alda hefur sent þingmönnum bréf þar sem gerð- ar eru athugasemdir við þá leynd sem félagsmenn vilja meina að ríki yfir nefndarstörfum Alþingis. Málið tengist því að Lýðræðisfélagið sendi allsherjarnefnd Alþingis nýlega er- indi varðandi stjórnlagaþing sem nefndin hafði til umfjöllunar. Eng- in viðbrögð bárust frá nefndinni og málið var afgreitt á Alþingi. Félagsmenn Lýðræðisfélagsins gera meðal annars athugasemdir við það að almennir borgarar hafi ekki færi á því að fá upplýsingar um efnis- lega afgreiðslu erinda til þingnefnda, sem ætla mætti að störfuðu í umboði og þágu almennings. Að sögn Krist- ins Más Ársælssonar hjá Lýðræðis- félaginu hafa einungis tveir þing- menn svarað bréfinu, þau Birgitta Jónsdóttir og Þór Saari, bæði þing- menn Hreyfingarinnar, en þau hafa talað fyrir auknu gagnsæi á Alþingi. Birgitta segir róttækar breytingar á þingsköpum fram undan. Lýðræðisfélagið spurðist í tölvu- pósti fyrir um afgreiðslu erindisins en svarið sem þeim barst frá nefnd- arritara fyrir hönd Alþingis var svo- hljóðandi: „Þingnefndir svara ekki erindum sem þeim berast.“ „Það er verið að breyta þessu í nýju þingsköpunum sem verið er að vinna í. Þar er til dæmis lagt til að all- ir fundir séu opnir á nefndarsviði,“ segir Birgitta Jónsdóttir, þingkona Hreyfingarinnar. Hún segir að ef fólk sýni þinginu smá þolinmæði muni það á næstunni sjá að mjög róttæk- ar breytingar séu fram undan í nýju þingsköpunum. Hún telur að í kjöl- farið verði þingið sjálfstæðara gagn- vart framkvæmdarvaldinu og að slíkt sé til góðs. „Ég held að næsta skref sé svo að opna vefsvæði þar sem fólk getur komið með athugasemdir á mál og þannig,“ segir Birgitta sem tel- ur að ýmislegt muni breytast til betri vegar með nýjum þingsköpum, sem hún vonar að verði samþykkt áður en þingið fer í sumarfrí. jonbjarki@dv.is Góðir skór - gott verð Mikið úrval af nýrri vöru á alla fjölskylduna Opið virka daga 11-18 laugardag 11-16 Takkaskór besta verði ð í bænum ? Stærðir 31-46 kr. 5.495.- www.xena.is Grensásvegur 8 - Nýbýlavegur 12 - Sími 517 2040 SKÓMARKAÐUR Málefni eignarhaldsfélagsins Styrks Invest, sem var í eigu Jóns Ásgeirs Jó- hannessonar og tengdra aðila, hafa verið á borði sérstaks saksóknara um allnokkurt skeið, samkvæmt heim- ildum DV. Félagið var tekið til gjald- þrotaskipta í október 2009 og lauk skiptum á búinu í maí í fyrra. Ekkert fékkst upp í rúmlega 47,5 milljarða króna kröfur sem lánardrottnar Styrks Invest, meðal annars Íslandsbanki, Landsbanki og þrotabú Baugs, lýstu í búið. Styrkur Invest, sem áður hét BG Capital, er eignarhaldsfélag sem eign- aðist hlutabréf Baugs, Haga, ISP og 101 Capital í FL Group í apríl. Sam- tals var þetta um 40 prósenta hlutur. Langstærstur hluti skulda félagsins var tilkominn út af þessum viðskipt- um. FL Group var sem kunnugt er stærsti hluthafinn í Glitni. Ekki er loku fyrir það skotið að Styrkur Invest hafi verið notað til að taka við umrædd- um hlutabréfum frá félögunum þegar ljóst var að byrjað var að harðna nokk- uð á dalnum í íslensku viðskiptalífi. Sent frá þrotabúinu Heimildir DV herma að skiptastjóri þrotabús Styrks Invest hafi, eftir að hafa skoðað bókhald Styrks, sent mál félagsins áfram til ákæruvaldsins, í þessu tilfelli sérstaks saksóknara. Skiptastjórum í þrotabúum eignar- haldsfélaga ber að gera slíkt ef þeir koma auga á mál í búum sem þeir telja geta flokkast sem lögbrot. DV hefur ekki heimildir um það hvort embætti sérstaks saksóknara hafi tekið mál Styrks til skoðunar. Af einhverjum ástæðum taldi skipta- stjórinn hins vegar þörf á því að senda mál Styrks áfram til ákæruvaldsins. Styrkur til umfjöllunar Umtalsvert hefur verið fjallað um málefni Styrks Invest í íslenskum fjöl- miðlum upp á síðkastið. Morgun- blaðið greindi meðal annars frá því fyrir skömmu að Styrkur Invest hefði gert tvo framvirka samninga um kaup á hlutabréfum í FL Group tveimur dögum eftir að íslenska ríkið hafði yf- irtekið 75 prósenta hlut í bankanum. Samningarnir tveir hljóðuðu samtals upp á rúmlega 14 milljarða króna. Þá greindi Viðskiptablaðið frá því nýlega að Styrkur Invest hefði fyrir bankahrunið gert framvirka samn- inga við fimm íslensk fjármálafyrir- tæki um kaup á bréfum Í FL Group. Lánin fyrir bréfunum komu frá fjár- málafyrirtækjunum sjálfum. Í blaðinu sagði að ávinningurinn af þessu fyr- ir um rædd fjármálafyrirtækin hefði verið sá að í staðinn fyrir að halda á bréfum í FL Group sem lækkað höfðu í verði gátu þau bókfært lán til Styrks á efnahagsreikning. Í samning- unum við fjármálafyrirtækin var þó ákvæði um að þau þyrftu að kaupa FL-bréfin til baka á tilteknum tíma. Slík viðskipti teljast vera markaðs- misnotkun. Hugsanlegt er að tilgang- ur viðskiptanna sem Morgunblaðið greindi frá hafi verið þessi. DV greindi svo frá því fyrir skömmu að starfsmenn Baugs hefðu verið í samningaviðræðum við við- skiptabanka Styrks út af framvirku samningunum alveg fram að banka- hruninu 2008. Styrkur Invest á borði sérstaks saksóknara n Skiptastjóri Styrks Invest sendi mál félagsins til sérstaks saksóknara n Gerði framvirka samninga sem gætu flokkast sem markaðsmisnotkun n Ekkert fékkst upp í 47 milljarða króna kröfur „Heimildir DV herma að skipta- stjóri þrotabús Styrks Invest hafi, eftir að hafa skoðað bókhald Styrks, sent mál félagsins áfram til ákæruvaldsins Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is 6. maí 2011 Sent til sérstaks Málefni Styrks Invest, sem var í eigu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og tengdra aðila, hafa verið á borði sérstaks saksóknara um nokkurt skeið. mynd BIG Róttækar breytingar Birgitta Jóns- dóttir segir róttækar breytingar fram undan í þingsköpum. Hræðsla greip um sig í Hörpunni Það er engin lognmolla í kring- um tónlistarhúsið Hörpu því lög- reglu- og sjúkrabílar voru kallaðir að byggingunni á fimmtudagskvöldið þar sem óttast var að gasleki væri í henni. Samkvæmt upplýsingum DV fór einhverjum innandyra að líða illa og kasta upp og var því byggingin rýmd. Hinn meinti gasleki kom fram á nemum við veitingastaðinn Munn- hörpuna í byggingunni og fór kerfið í gang. Betur fór þó en á horfðist því enginn gasleki var í húsinu. Líkleg- ast er talið að efni notuð við ofn- hreinsun hafi valdið þessu eftir að loftræstingu sló út í eldhúsinu og var hættuástandi aflýst. Skiluðu fullu um- slagi af seðlum Honum hefur væntanlega verið illa brugðið, manninum sem týndi nokkur hundruð þúsund krónum í peningum. Og að sama skapi hefur hann trúlega tekið gleði sína á ný þegar þeir komu aftur í leitirnar. Lögreglan frétti af málinu á fimmtudagsmorgun þegar hjón á áttræðisaldri höfðu samband og sögðust hafa fundið umslag á úti- vistarsvæði í borginni. Í því voru allir peningarnir og einnig kvittun með nafni eigand- ans. Peningarnir voru því næst sóttir til heiðurshjónanna og þaðan farið með þá á lögreglustöð. Síðan var haft samband við eigandann, mann á miðjum aldri, og kom hann á lög- reglustöð í framhaldinu. Hann var að vonum þakklátur og skildi eftir fundarlaun sem lögreglan færði hjónunum heiðarlegu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.