Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2011, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2011, Blaðsíða 14
14 | Fréttir 13.–15. maí 2011 Helgarblað n Kaupendur kepptu um íbúðar- húsnæði í apríl n Miklu fleiri samn- ingar en síðustu ár n Ný fasteigna- lán Arion banka eru jákvætt skref að mati hagfræðings Nokkur dæmi eru um að í apríl hafi kaupendur þurft að bítast um fast- eignir og borgað jafnvel meira en uppsett verð fyrir þær. Sumar fast- eignir seldust á uppsettu verði eða yfirverði aðeins nokkrum klukku- stundum eftir að þær komu í sölu. Í einu dæminu kom eign í Grafarvogi í sölu um hádegisbil á þriðjudegi um miðjan apríl. Aðeins örfáum klukku- stundum síðar hafði borist bindandi kauptilboð í fasteignina upp á upp- sett verð. Fasteignasalan hafði ekki einu sinni þurft að halda opið hús. Eignin var svo seld í hádeginu dag- inn eftir. Í öðru tilfelli sem DV er kunnugt um bárust fjölmörg kauptilboð í ný- lega blokkaríbúð í Garðabæ þar sem kaupendur voru tilbúnir að greiða uppsett verð fyrir hana. Íbúðin var í eigu Íslandsbanka og þegar í ljós kom að mörg tilboð upp á uppsett verð höfðu borist í íbúðina ákvað bankinn að gefa áhugasömum kaupendum tækifæri á að hækka tilboðið. Sá sem bauð hæst í íbúðina mun hafa boðið rúmlega 700 þúsund krónum hærra en uppsett verð. 53% fleiri samningar Þetta er gjörbreytt staða frá því sem hefur verið síðustu misseri. Fast- eignasalar eru vígreifir nú um stundir og telja markaðinn loksins að glæðast eftir að hafa verið frosinn frá því mán- uðina fyrir hrunið árið 2008. Ingi- björg Þórðardóttir, formaður Félags fasteignasala, segir í samtali við DV að miðað við umsetningu á markaði og aukna eftirspurn sé markaðurinn frekar að fara upp en niður. Ný fast- eignalán Arion banka geri kaupend- um kleift að festa kaup á dýrari eign- um en hefur verið unnt að fjármagna fram að þessu. „Það voru 108 samn- ingar í síðustu viku, ætli þeir hafi ekki verið 50 í mesta lagi á sama tíma í fyrra,“ segir hún og bætir við að aukn- ingin að sé um 80% í apríl miðað við apríl í fyrra. Aðspurð segist hún ekki geta spáð fyrir um þróunina næstu misseri. Fasteignasala tekur venjulega við sér að einhverju leyti á vorin og ef miðað er við síðustu fimm vikur sést greinilega að kaupsamningar hafa tekið kipp. Á fimm vikna tímabili sem nær yfir vikur 14 til 18 á árinu var 437 kaupsamningum á fasteignum á höf- uðborgarsvæðinu þinglýst. Á sama fimm vikna tímabili í fyrra voru þeir hins vegar 232. Þetta er aukning upp á 53% á milli ára. Á sama tímabili árið 2009 voru þeir hins vegar aðeins 162. Jafnvel þótt aukningin sé augljós hef- ur fasteignamarkaðurinn ekki enn náð að rétta það mikið úr kútnum að hann sé orðinn eins og hann var á ár- unum áður en síðasta þensluskeið hófst. Þannig var 611 kaupsamning- um þinglýst á þessu tímabili árið 2001 og 735 árið 2002. Jákvætt skref „Þetta er í sjálfu sér jákvætt og ég sé þetta sem fyrstu merkin um að lána- markaður á Íslandi sé að komast í eðli- legt horf miðað við það sem þekkist í öðrum löndum,“ segir Ásgeir Jónsson, lektor í hagfræði við Háskóla Íslands, spurður um ný fasteignalán Arion banka, sem býður upp á verðtryggð lán fyrir 60% af kaupverði fasteignar með 4,3% vöxtum. Bankinn býður nú einnig viðbótarfasteignalán upp í allt að 80% af kaupvirði fasteigna, en þau lán bera 5,4% fasta vexti til 25 ára. „Það sem hefur verið að gerast eftir hrun er að Seðlabankinn hefur lækk- að vexti og það hefur að einhverju leyti komið fram í lægri vöxtum á hin- um almenna markaði. Vegna þess hve Seðlabankinn hefur lækkað vexti er mjög eðlilegt að það fari að koma fram í útlánum til heimilanna. Þetta er mjög jákvætt skref hjá þeim hvað það varðar. Það eru hins vegar gerðar meiri kröfur um eigið fé en hefur verið og það er eðlilegt í ljósi þess sem hef- ur gerst. Það er bara vonandi að lána- markaðurinn komist aftur í eðlilegt horf.“ Verðtryggingin ekki endilega vandinn Nýju fasteignalánin hjá Arion banka eru sem fyrr segir verðtryggð. Telur Ásgeir óhætt að mæla með því að taka verðtryggð fasteignalán? „Vandræðin á Íslandi eru ekki endilega verðtrygg- ingin sjálf heldur verðbólgan sem hef- ur verið til staðar. Verðtryggingin hef- ur ýmsa kosti og ókosti. Hún var tekin upp árið 1979 sem viðbrögð við þeirri miklu verðbólgu sem var þá. Vanda- málið er að ef taka ætti upp breytilega nafnvexti þá er dálítið erfitt að eiga við þá. Kosturinn við verðtrygginguna er að greiðslubyrðin er tiltölulega stöð- ug, en ókosturinn er að í verðbólgu horfir fólk á lánin sína hækka og eig- ið fé minnkar í húsunum. Nafnvext- ir eru erfiðari að því leyti að skuldari með nafnvexti sem fór í gegnum síð- asta vaxtahækkunarferli hefði stað- ið frammi fyrir því að greiðslubyrðin hefði orðið alveg gríðarlega þung.“ Ásgeir segist sjálfur vera þeirrar skoðunar að við eigum að komast út úr verðtryggða kerfinu. Hins vegar séu engar töfralausnir til og það sé ekki endilega lausn að halda að það sé hægt að afnema hana og allir geti í kjölfarið fengið lán á betri kjörum. Þeir sem eru að kaupa sína fyrstu fasteign geta átt erfitt um vik þar sem krafist er 20% eiginfjárframlags. Ás- geir bendir hins vegar á að það sem hafi komið fólki í vandræði fyrir hrun hafi verið húsnæðiskaup með litlu eigið fé. Hann vonast til þess að sjá eðlilegan leigumarkað verða til hér á landi. „Bólan á Íslandi var miklu frek- ar hlutabréfabóla en húsnæðisbóla. Það er gríðarleg þörf fyrir húsnæði á Íslandi. Það er gríðarlega mikið af ungu fólki á landinu og það hefur ver- ið bylgja í fæðingum síðustu ár. Það er fullt af fólki sem býr í of litlu húsnæði og þarf að stækka við sig. Leiguverð hefur hækkað alveg gríðarlega. Það er alveg eðlilegt að því fylgi hækkun á fasteignaverði,“ segir Ásgeir. Kapphlaup um húsnæði Valgeir Örn Ragnarsson blaðamaður skrifar valgeir@dv.is 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 Þinglýstir kaupsamningar Þinglýstir kaupsamningar á húsnæði síðustu 10 ár á höfuðborgarsvæðinu á fimm vikna tímabili í vikum 14 til 18. Tímabilið nær að jafnaði yfir apríl og hluta maí. Heimild: Data Market 61 1 73 5 69 3 73 5 10 0 6 74 8 99 5 32 0 16 2 23 2 43 7 Íslandsbanki Lánshlutfall: 70% af virði eignar Tegund: Verðtryggt húsnæðislán Lengd láns: 25–40 ár Vextir: Fastir 6,50% Landsbankinn Lánshlutfall: 70% af virði eignar Tegund: Verðtryggt húsnæðislán Lengd láns: 5–40 ár Vextir: Breytilegir, eru nú 4,80% Arion banki Íbúðalán I Lánshlutfall: 60% af virði eignar Tegund: Verðtryggt húsnæðislán Lengd láns: 25–40 ár Vextir: Fastir 4,3% Viðbótarlán Lánshlutfall: 60–80% Tegund: Verðtryggt húsnæðislán Lengd láns: 5–25 ár Vextir: 5,4% Íbúðalánasjóður Lándshlutfall: 80% Tegund: Verðtryggt húsnæðislán Hámarkslán: 20 milljónir Lengd láns: 5–40 ár Vextir: 4,40% með uppgreiðsluákvæði, 4,90% án uppgreiðsluákvæðis. Fasteignalán í boði „Það voru 108 samningar í síð- ustu viku, ætli þeir hafi ekki verið 50 í mesta lagi á sama tíma í fyrra. Fasteignir Fleiri fasteignir seldust síðustu fimm vikur á höfuð- borgarsvæðinu en á sama tímabili síðustu þrjú ár. Enn er þó langt í land með að markaðurinn verði eins og hann var árin áður. Bensínverð hefur áhrif Ásgeir Jónsson segir að bensínverðshækkanir geti haft gríðarlega mikil áhrif á fasteignaverð innan höfuð- borgarsvæðisins. „Ef fólk kaupir fasteign þá veltir það fyrir sér hvort það vill búa miðsvæðis og borga hærri leigu eða kaupverð. Hinn kosturinn er að búa utar og þurfa að keyra meira. Í sjálfu sér hefur ekki verið byggt sérstaklega mikið miðsvæðis. Það var aðallega byggt á ystu mörkum borgarinnar á síðasta þensluskeiði. Við gætum farið að sjá fasteignaverð í hverfunum hreyfast mjög misjafnlega. Sum hverfi gætu ekki hækkað neitt en önnur byrjað að hækka. Ég held að við sjáum mið- svæði Reykjavíkur hækka meira.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.